Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 25
ar voru stríðsaðgerð“ Reuters dag í kjölfar þess að tvíburaturnarnir hrundu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 25 GEORGE W. BUSH BANDARÍKJAFORSETI Hann hefði alveg verið lamaður og ekki alveg vitað hvað hann ætti að gera. Hann ætti vinkonu sem hefði verið að vinna fimm til tíu hæðum neðar en fyrsta sprengingin varð og sér hefði auðvitað orðið fyrst hugsað til hennar. Hann hefði því farið heim til hennar, en íbúðin hennar væri hinum megin við turn- inn í álíka fjarlægð frá bygging- unni og hans íbúð væri. Það hefði tekið hann dágóðan tíma að kom- ast þangað og þar hefði hann hitt hana skömmu seinna. Þau hefðu ákveðið að fara þaðan til að finna skjól annars staðar, fara í íbúð til vinafólks eða eitthvað slíkt. „Við erum á miðri götunni þegar við heyrum mikil læti. Ég hélt að flugvél væri að hrapa til jarðar beint á móti mér. Sumir héldu að flugskeyti hefði verið skotið eða eitthvað slíkt, en það var sem sé annar turninn að hrynja. Það varð allt kolsvart. Ég sá ekki út úr aug- unum fyrir rykinu. Við hlupum eins og við ættum lífið að leysa. Ég hélt jafnvel að þetta væri mitt síð- asta,“ sagði Sigurður Pétur. Hann sagði að þau hefðu fengið inni á veitingastað og síðan farið á syðsta hluta Manhattan sem heitir Batteri Park og þar hefðu þau ver- ið þegar seinni turninn hrundi. Þá hefðu þau verið mun fjær og þess vegna orðið minna vör við það, en samt hefði borist ryk þangað. Sigurður sagði að þau hefðu síð- an verið flutt með ferju yfir til Ell- is Island og þaðan yfir til New Jersey og þar hefðu þau komið sér fyrir á hóteli, enda væri ekki hægt að komast til Manhattan aftur. Vinkona Sigurðar Péturs er kan- adísk og var að vinna í öðrum turn- inum, 5-10 hæðum neðan við stað- inn þar sem fyrri sprengingin varð eða á rúmlega sjötugustu hæð. „Hún segir að þau hafi ekki heyrt mikinn hvell en þó nokkurn og svo sveiflaðist húsið fjórum sinnum fram og til baka og fólk hentist til. Fólk fór strax af stað niður tröppurnar og hún gekk al- veg niður á jarðhæð. Hún var kom- in út um hálf tíu og heim rétt fyrir tíu,“ sagði Sigurður Pétur. Hann sagði að vel hefði gengið að koma þeim út úr byggingunni sem hefðu verið fyrir neðan sprenginguna og að sögn vinkonu hans hefði ekki verið ríkjandi skelfing eða örvænting meðal þeirra sem yfirgáfu bygginguna. að hrapa til jarðar“ Bandarískir múham- eðstrúar- menn ótt- ast hefndir Washington. AP. LEIÐTOGAR múham- eðstrúarmanna og araba í Bandaríkjunum hafa fordæmt árás hryðjuverkamanna á World Trade Center- bygginguna og höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins í Washington. Þeir hafa hvatt almenning til að sýna stillingu enda óttast þeir að reiði al- þýðu manna vestra bitni á samfélögum araba og múham- eðstrúarmanna. Svipuð um- mæli bárust frá leiðtogum múhameðstrúarmanna í nokkrum Evrópulöndum. Strax á þriðjudag mátti sjá orðsendingar á Netinu þar sem múhameðstrúarmönnum í Bandaríkjunum var hótað öllu illu. Þá sögðu talsmenn sam- taka araba og múham- eðstrúarmanna í Washington, Los Angeles, San Jose og víð- ar að símtöl hefðu borist þar sem boðað væri að reiði þjóð- arinnar myndi skella af fullum þunga á þessum þjóðfélags- hópum. Sundurlausar fréttir bárust af því að gerð hefðu verið hróp að fólki úr þessum þjóð- félagshópum m.a. í Chicago og í bæ einum í Colorado var hermt að hópur manna hefði hótað því að kveikja í mosku múhameðstrúarmanna. Um sex til sjö milljónir manna í Bandaríkjunum játa íslamska trú eins og hún birt- ist í kenningum Múhameðs spámanns. Leiðtogar þessara hópa vísuðu til hatursfullra skrifa á Netinu og kváðust óttast mjög viðbrögð landa sinna. Í yfirlýsingu frá stofn- un er nefnist Arab American Institute sagði m.a: „Óháð því hver verður að lokum gerður ábyrgur fyrir þessum morðum hryðjuverkamannanna er ótækt að tiltekinn þjóðfélags- eða trúarhópur liggi undir grun sem heild.“ Talsmaður stofnunarinnar í Washington sagði að símtöl hefðu borist þar sem múhameðstrúar- mönnum hefði ýmist verið sagt að „hafa sig á brott“ eða að hefndum hefði verið hótað. Öryggisgæsla við moskur Helstu samtök múham- eðstrúarmanna og araba í Bandaríkjunum fordæmdu ódæðið og vottuðu aðstand- endum fórnarlambanna samúð sína. „Hugur okkar, hjarta og bænir eru hjá þeim fjöl- skyldum sem misstu ástvini sína þennan skelfilega dag,“ sagði í yfirlýsingu Íslömsku stofnunarinnar („The Islamic Institute“) í Washington. Annar hópur, Council on Am- erican-Islamic Relations eða Sambandsráð Ameríku og Ísl- am, hvatti leiðtoga múham- eðstrúarmanna um gjörvöll Bandaríkin til að fara fram á öryggisgæslu við moskur sín- ar. Félagar í slíkum samtökum voru og hvattir til að gefa blóð í New York og Wash- ington.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.