Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 31
Skýjakljúfalandslag Manhattan
í New York er ekki eins og áður.
Íbúum stórborgarinnar hefur verið
hrint út í óvissuna og þeir horfast í
augu við óvæginn veruleikann.
Morgunblaðið bað Ólaf Jóhann
Ólafsson að bregða upp mynd af lífinu
á Manhattan í New York daginn eftir árásina.
ÍKAFFIBÚÐINNI úti á hornier ys og þys á morgnana –skrifstofufólk á leið í vinnu aðgrípa eitthvað í gogginn, for-
eldrar að fara með börnin sín í
skólana í nágrenninu, verkamenn
sem hafa tekið sér hlé eftir að hafa
byrjað daginn snemma. Menn kalla á
kaffi og kleinur, spælt egg og beikon,
sumir setjast við borð úti við glugga,
flestir kveðja með morgunmatinn í
höndunum.
Í dag er þögn í kaffibúðinni á
horninu. Tveir á undan mér, bekk-
irnir úti á gangstétt auðir. Konan
sem heilsar mér á morgnana og
skiptist við mig á glensi meðan hún
réttir mér kaffibolla er hljóð eins og
samstarfsfólk hennar og við-
skiptavinir, hristir einungis höfuðið.
Það segir enginn neitt. Orðin víkja
fyrir þögninni.
Skrifstofa mín er niðri á miðri
Manhattan, í Rockefeller Center.
Þar er lokað í dag eins og á flestum
öðrum vinnustöðum enda hefur fólk
verið beðið um að halda kyrru fyrir
heima hjá sér. Við höfum hins vegar
ákveðið nokkur að koma þar saman
til að bera saman bækur okkar og
grennslast fyrir um hvort starfsfólk
fyrirtækisins hafi orðið fyrir áfalli.
Ég geng niður Madison Avenue til
að reyna að ná í leigubíl. Þar sem
bílar bruna framhjá dag og nótt með
flauti og hvini er auðn. Það er engan
bíl að fá. Gangstéttirnar eru mann-
lausar. Og samt gæti þessi haustdag-
ur ekki verið fallegri, tuttugu stiga
hiti og blár himinn, sólin á sínum
stað. Ég horfist í augu við þá sem
ganga framhjá mér; enginn segir
orð. Það er eins og skrítin samkennd
hafi gripið íbúa stórborgarinnar sem
virðist eins og hljótt sveitaþorp í dag.
Freddy vinur minn sem sér um ör-
yggismál fyrirtækisins tekur á móti
mér niðri á götu. Faðmar mig að sér.
Segir ekkert í fyrstu, getur þess svo
hvaða samstarfsmenn mínir séu
komnir. Við lítum í kringum okkur,
þögn. Ég tek lyftuna upp á tutt-
ugustu og áttundu hæð. Þegar ég
geng inn á skrifstofuna og horfi út
stígur reykur upp í loftið þar sem
tvíburaturnarnir voru vanir að taka
á móti mér. Ljósir reykjarbólstrar
sem virðast ekki hreyfast. Engu lík-
ara en þeir hafi þegar öðlast hlut-
deild í himninum – eða í huga okkar.
Við förum yfir þær upplýsingar
sem okkur hafa verið fengnar. Kona
starfsmanns í tónlistarfyrirtækinu
var í flugvélinni sem var flogið á ann-
an turninn, dóttur samstarfskonu
okkar saknað … Allir þekkja ein-
hvern. Mér verður tíðhugsað til vina-
fólks okkar og dóttur þeirra. Eig-
inmaður hennar vann í öðrum
turninum.
Við gerum það litla sem við getum,
stöndum svo á fætur, kveðjumst. Úti
tekur þögnin á móti mér. Ég hef ver-
ið á ferli í þessari borg á öllum tíma
sólarhrings – horft á bakarana
kveikja ljósin um miðja nótt, bar-
þjóninn loka dyrunum á eftir sér,
slátrarann spúla steininn í stéttinni
fyrir utan búðina sína í bítið – og allt-
af undrast lífskraftinn og niðinn sem
fylgir honum eins og af blóði í æðum.
Ég hef aldrei áður rekist á þessa
þögn hér á götu. Grafarþögn.
Ég geng heim á leið. Yfir fljúga
herþotur. Þegar ég er kominn í
hverfið sé ég hvar konan sem á bóka-
búðina í næstu götu veifar til mín.
Hún er búin að opna, fólk þarf að
lesa eitthvað fallegt í dag, segir hún
við mig.
Eitthvað fallegt … Synir okkar
eru heima, allir skólar eru lokaðir.
Þeir spurðu margs áður en þeir fóru
að sofa í gærkvöldi. Heimurinn hafði
breyst í einni svipan. Jafnvel börnin
virðast skynja að honum verður ekki
auðveldlega tjaslað saman að nýju.
Eitthvað fallegt … Mér gekk treg-
lega að svara þeim í gærkvöldi þegar
þeir spurðu hvernig fólk gæti verið
svona vont, eins og þeir orðuðu það.
Hvort allt yrði ekki í lagi. Það gætti
efasemda í málrómi þeirra þegar
þeir spurðu hvort byggingarnar
yrðu ekki reistar að nýju, eins og
þeir vissu að eitthvað annað og meira
hefði glatast.
Slökkviliðsmaður fetar sig í gegnum brak skammt frá grunni World Trade Center-turnanna á Manhattan.
Orðin
víkja fyrir
þögninni
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri hjá AOL-TimeWarner.
Reuters
á for-
st hef-
Fred
áskóla
rir for-
kuli við
rsetinn
yrk og
hvetj-
grekki
n þurfi
ursýki í
einnig
sínum
vikum,
gagn-
örygg-
verka-
ftir sig
seta
Kearns
ali við
ásina á
forseti
mju og
þjóðin
urveg-
smenn
ttöku í
rði að
sömu
honum
sína á
á, að í
ðbrögð
Pearl
hns F,
któber
gagn-
a hafði
ætti frá
vegar
þann
styrk sem sæmdi forseta Banda-
ríkjanna.
Rólegur og stefnufastur
Nánir samstarfsmenn Bush
segja að hann haldi ávallt ró sinni
þótt álagið sé mikið, hann taki af
skarið, ásaki ekki samstarfsfólk sitt
eða taki ákvarðanir sem hann iðrist
síðar. Þetta eru kostir í fari forset-
ans sem Washington Post segir
hafa verið lítt áberandi, en þurfi
núna að draga fram í dagsljósið.
Annar þáttur í fari Bush hefur
verið meira áberandi, enda hefur
hann sjálfur margítrekað hann, en
það er að hann vill hvergi hvika frá
yfirlýstum stefnumálum sínum.
Hann hefur til dæmis lagt mikla
áherslu á nauðsyn þess að Banda-
ríkin komi upp öflugu eldflauga-
varnarkerfi, til að verjast árásum
óvinaþjóða. Atburðir þriðjudagsins
hafa hins vegar leitt í ljós, að hugs-
anlegar eldflaugar óvinaþjóða eru
ekki eina eða stærsta ógnin sem
steðjar að Bandaríkjunum. Eld-
flaugavarnarkerfið hefði ekki getað
séð við hryðjuverkamönnunum,
sem notuðu farþegavélar sem eld-
flaugar í fjöldamorðum. Árásirnar
hljóta að þvinga forsetann til að
breyta forgangsröðinni í varnar-
málum og leggja áherslu á varnir
við hryðjuverkum.
Á það er einnig bent, að Banda-
ríkin muni aldrei verða söm og eitt
af því sem forsetinn þurfi að horfast
í augu við sé hversu langt sé hægt
að ganga í auknum öryggisráðstöf-
unum, ef þær skerði frelsi einstak-
linganna. Líklegt sé þó að almenn-
ingur muni sætta sig við miklu
strangara eftirlit en áður á flugvöll-
um, við landamærin og á öðrum
mikilvægum stöðum. Los Angeles
Times segir líka öruggt að almenn-
ingur verði miklu jákvæðari fyrir
auknum fjárframlögum til hernað-
armála og leyniþjónustu.
Engin flokkapólitík
Nú þegar Bandaríkjamenn eru
að reyna að átta sig á gífurlegu
mannfallinu og skemmdarverkun-
um, er áberandi að flokkapólitík er
látin lönd og leið. Leiðtogar demó-
krata og repúblikana á þingi héld-
ust í hendur á þriðjudagskvöld fyrir
utan þinghúsið og sungu lagið „God
bless America“, þingmenn hvar í
flokki sem þeir standa lýsa yfir
stuðningi við forsetann á þessum
erfiðu tímum og Bill Clinton, for-
veri Bush í embætti, sagði að fyrstu
viðbrögð forsetans hefðu verið hár-
rétt, þegar hann lýsti sorg sinni
vegna atburðanna og lofaði að gera
allt sem í hans valdi stæði til að hin-
ir seku næðust. Clinton sagði að
verkefnin yrðu forsetanum án efa
erfið, en hann myndi leysa þau vel
af hendi ef bandaríska þjóðin stæði
að baki honum. Hann neitaði að tjá
sig um hugsanlegar pólitískar af-
leiðingar málsins fyrir Bush og
sagði forsetann hafa nóg á sinni
könnu.
Þjóðin lítur til forsetans
Í forsetakosningunum á síðasta
ári voru þær raddir háværar, sem
sögðu að Bush væri allt of reynslu-
lítill til að taka við embætti leiðtoga
voldugasta ríkis heims. Nokkuð dró
úr þessari gagnrýni þegar Bush til-
kynnti helstu samstarfsmenn sína,
því þar er þrautreyndur maður í
hverju rúmi, varaforsetinn Dick
Cheney, Colin Powell utanríkisráð-
herra, Donald Rumsfeld varnar-
málaráðherra og Condoleezza Rice,
öryggisráðgjafi forsetans. Mikið
mun mæða á þessum hópi á næst-
unni og hann verður forsetanum ef-
laust ómetanlegur styrkur. Eftir
sem áður verður það forseti Banda-
ríkjanna, George W. Bush, sem
bandaríska þjóðin mun líta til eftir
forystu.
orge
h
lít-
ftir
egir
ér
slu
m
euters
bætt-
óra í
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 31
VERÐBRÉFAMARKAÐIR í Bandaríkjunum
voru lokaðir í gær, annan daginn í röð, vegna
hryðjuverkanna á þriðjudag. Á blaðamannafundi í
New York í gærkvöld var tilkynnt að hlutabréfa-
markaðir yrðu áfram lokaðir í dag en vonir stæðu
til að hægt væri að hefja viðskipti í Kauphöllinni í
New York, NYSE, og á Nasdaq markaðnum á
föstudag. Í síðasta lagi á mánudag. Viðskipti með
ríkisbréf munu hins vegar hefjast í dag.
NYSE er staðsett í nágrenni World Trade
Center og margir af aðilum kauphallarinnar eru
með starfsemi í hverfinu.
Eru verðbréfamiðlarar almennt sammála um að
ekki sé hægt að segja til um hvað gerist á banda-
rískum hlutabréfamörkuðum þegar þeir verða
opnaðir, hvort einhver áhugi á viðskiptum verður
fyrir hendi eður ei. Flest bendi til þess að vænt-
anlega verði dauft yfir mörkuðum á næstunni.
Allir hlutabréfamarkaðir annars staðar í Am-
eríku voru einnig lokaðir í gær fyrir utan Brasilíu.
Einnar mínútu þögn var í kauphöllum í Evrópu í
gær, sólarhring eftir að fyrri vélin lenti á norð-
urturni World Trade Center í New York.
Í Evrópu var yfirleitt lítilsháttar hækkun á
hlutabréfamörkuðum í gær eftir talsverðar lækk-
anir á þriðjudag.
Í London hækkaði FTSE 100 vísitalan um
2,87% en á þriðjudag lækkaði hún um 5,7% sem er
mesta lækkun á einum degi frá 1987. Þrátt fyrir að
um hækkun hafi verið að ræða voru miklar svipt-
ingar á verði hlutabréfa þennan dag og svipað var
upp á tengingnum á öðrum helstu hlutabréfa-
mörkuðum í Evrópu. Í París hækkaði CAC 40
hlutabréfavísitalan um 1,34% og þýska Dax vísi-
talan um 1,44%.
Stærsta tryggingafélag Evrópu, Axa, lækkaði
um 5,4% í Frakklandi í gær en Allianz féll um tæp
4% í Frankfurt.
Töluvert var um lækkanir á flugfélögum og fé-
lögum tengdum ferðaþjónustu í Evrópu í gær.
Einhverjar lækkanir gengu þó til baka áður en
markaðir lokuðu meðal annars British Airways
sem lækkaði um rúm 20% yfir daginn en litlar
breytingar urðu á lokaverði þess milli daga. Bréf
franska flugfélagsins Air France lækkuðu um
10,45% í gær.
Gull lækkaði aftur í verði í gær eftir snarpa
hækkun á þriðjudag og var lokaverð únsunnar
278,50 dollarar síðdegis í gær á móti 287 dollurum
á þriðjudag.
Brent-olía í London lækkaði lítillega í gær og
var í 28,28 dölum á tunnu síðdegis í gær.
Miklar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í
Asíu í gær en viðskiptum var hætt þar á þriðjudag
þegar árásin var gerð. Hlutabréf í flugfélögum,
tryggingarfélögum og flutningafélögum lækkuðu
mest.
Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 6,63% og
hefur hún ekki verið lægri síðan í desember 1983
eða í tæp 18 ár. Hlutabréf í Hong Kong lækkuðu
um 8,87% og hafa ekki verið lægri í 30 mánuði og í
Suður-Kóreu nam lækkunin 12%.
Ekki urðu miklar breytingar á gjaldeyrismörk-
uðum í gær. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, sér-
fræðings hjá Landsbanka Íslands, óskaði Seðla-
banki Bandaríkjanna eftir því að seðlabankar
myndu halda viðskiptum með Bandaríkjadal í lág-
marki. Segir Sigurður að svo virðist sem flestir
bíði átekta og séu að meta stöðuna.
Hlutabréfamarkaðir áfram lokaðir