Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 39
Sjávarútvegsráð-
herra hefur með ný-
legum stjórnarathöfn-
um sínum aukið
brottkast við veiðar á
botnfiski meir en verið
hefur og leiguliðum
fjölgar við fiskveiðar á
almennum botnfisk-
tegundum. Þetta ger-
ist í kjölfar ákvarðana
hans á eftirfarandi
þáttum:
Kvótar eru minnk-
aðir eða ekki auknir í
samræmi við aukið
fiskmagn af viðkom-
andi botnfisktegund-
um. Dæmi um þær
fisktegundir þar sem brottkast
mun aukast af þessum völdum er
t.d. þorskur (kvóti minnkaður),
þrátt fyrir aukna dreifingu þorsks
á grunnslóð og að þar séu nú að
vaxa upp yngri árgangar þorsk-
stofnsins, þ.e. þriggja og fjögurra
ára þorskur. Þegar strandsjórinn
kólnar í vetur leitar þessi fiskur
frá ströndinni, nema því aðeins að
áfram verði mildur vetur og nægur
hlýr sjór líkt og verið hefur sl. tvö
ár sem m.a. varð til þess að mínu
mati að Hafró vanmat stærð
þorskstofnsins á sl. vori. Fiski-
fræðingar höfðu ekki upplýsingar
af grunnslóðinni. Það getur aftur
leitt til þess að þorskveiði verði
meiri en menn reikna með nú og
þá verður aukið val úr aflanum,
þ.e. brottkastið vex þar sem kvót-
inn passar ekki við aflabrögðin.
Sama má segja um að minnsta
kosti tvær aðrar fisktegundir þar
sem aflabrögðin hafa þó þegar gef-
ið til kynna að brottkast var að
aukast, þ.e. ufsa og skarkola. Þeg-
ar á sl. fiskveiðiári stóðu menn
frammi fyrir því að úthlutað var of
litlum kvótum í þessum tegundum
og nærri víst má telja að á nýlega
byrjuðu fiskveiðiári verður annað-
hvort að auka kvótann í ufsa og
skarkola eða þá að brottkast mun
enn fara vaxandi. Stórir ýsuár-
gangar koma inn í veiðina í haust
og vetur. Þá vex vandinn enn
meira vegna lítils ýsukvóta.
Fjölgun tegunda vond aðferð
Að fjölga sífellt botnfisktegund-
um í kvóta við almennar botnfisk-
veiðar sem oftast eru meðafli við
flestar fiskveiðar, eins og nú síðast
keilu, löngu og skötusel, er ein-
göngu ávísun á aukið brottkast.
Sama má segja um fisktegundir
sem áður var kippt inn í kvóta-
kerfið, eins og t.d. þykkvalúru
(sólkola). Ráðherra ætti að vita
fullvel að við fjölgun kvótabund-
inna fisktegunda vex brottkastið
og kvótakerfið verður sífellt verra
fyrir vikið. Það vita allir að kvóta-
kerfi henta best við stjórn fisk-
veiða úr einum stofni, t.d. síld.
Smábátakvóti =
aukið brottkast
Kvótasetning á smábáta mun
auka brottkastið á smáum þorski,
ýsu, ufsa og steinbít. Þær tekjur
sem menn á smábátum höfðu við
veiðar á fisktegundum eins og ýsu,
ufsa og steinbít gerðu útgerðum
þessara báta kleift að gera út með
nokkuð góðum hætti og varð m.a.
til þess að þeir gátu leigt til sín
þorsk innan síns kerfis fyrir þær
tekjur. Það varð aftur til þess að
minna var um brottkast á þorski
en ella hefði verið. Þar af leiðandi
verður þessi ákvörðun ráðherrans
til þess að auka einnig brottkastið
á smærri þorski í veiðikerfi smá-
bátanna. Þessu til viðbótar voru
margir í smábátakerfinu með afla í
keilu, löngu og karfa en eiga nú að
gerast leiguliðar stórgreifanna að
þeim fisktegundum eins og öðru.
Leiguverð greifanna
Leiguverð í smábátakerfinu er
að hækka og mun
fljótlega verða jafn-
hátt og í stórgreifa-
kerfinu að teknu til-
liti til slægðs og
óslægðs fisks. Smátt
og smátt munu smá-
greifar verða að stór-
greifum og kerfin
detta saman í eitt
kvótabraskkerfi. Þeg-
ar þangað verður
komið er hætt við að
smábátaflotinn eyðist
upp á nýjan leik. Það
gerist ekki meðan
mikil fiskgengd er á
grunnslóð og góð
vetrartíð líkt og verið
hefur sl. ár. Þeir sem þekkja fisk-
veiðilögsöguna og muna eftir ísing-
ar- og óveðursvetrum, sem alltaf
koma af og til á Íslandsmiðum,
vita fullvel að það verður mikil
freisting og stundum nauðvörn
þeirra sem ekki geta aflað nægra
tekna að selja til þeirra stærri
þegar illa árar til fiskveiða smærri
báta á grunnslóð.
Jafnvel þó að ég telji að oft megi
gera hagkvæmar út og búa til
meiri verðmæti úr ferskfiski er
ekki víst að aðrar aðstæður verði
þannig, eins og áður er bent á, að
smábátar haldi velli. Þess vegna er
það svo nauðsynlegt að mínu mati
að skipaflotanum verði skipt upp í
aðgreinda útgerðarflokka eins og
við höfum lagt til í Frjálslynda
flokknum. Þannig mætti tryggja
að smábáta- og strandveiðiflotinn
(dagróðrabátar) gæti haldið velli
og að við héldum áfram að nýta
fiskimiðin við Ísland með fjöl-
breyttri útgerðarflóru skipa sem
stunda botnfiskveiðar með botn-
vörpu, netum, dragnót, línu og
handfærum á mismunandi veiði-
slóð allt í kringum landið. Á því
þurfa byggðir landsins og fólkið að
halda.
Arðsamir leiguliðar
Sjávarútvegsráðherra stendur
að því nú með stjórnvaldsaðgerð-
um sínum að gera sem flesta sjó-
menn við Ísland að leiguliðum
þeirra sem aflaheimildir eiga.
Leiguliðum stórgreifanna er veru-
lega fjölgað nú með kvótasetningu
smábátanna. Hann fær vafalaust
klapp á bakið hjá LÍÚ-forystunni
sem nú hefur fengið því framgengt
að fjölga verulega arðsömum
leiguliðum sem allir fara að greiða
auðlindaarð til LÍÚ-stórgreifanna
af hverju kíló sem þeir leigja.
Betri hjálp í taprekstrinum gat
ráðherra ekki veitt en að fjölga
arðbærum leiguliðum.
En um leið gleymir ráðherrann
75. grein stjórnarskrárinnar um
rétt manna til atvinnufrelsis og
fyrstu grein laga um stjórn fisk-
veiða, að tryggja trausta atvinnu
og byggð í landinu. Ráðherrann
tilkynnti 23. maí sl. að þeir sem
völdu fiskveiðar á smábátum að at-
vinnu sinni, nauðugir eða viljugir,
eftir að stórgreifarnir voru búnir
að selja atvinnurétt fólksins burt:
,,Þeir verða bara að taka afleið-
ingum gerða sinna.“
Að sjálfsögðu undirbyggja þess-
ar athafnir ráðherrans að ,,sátta-
nefndin“ mun leggja til meira
kvótabrask og málamynda auð-
lindagjald til þess að festa kvóta-
kerfið enn frekar í sessi.
Sjómaður góður, þú mátt þræla
ótakmarkað á sjónum við fiskveið-
ar en þú skalt sko borga öðrum
fyrir þann rétt að fá að veiða fisk-
inn í sjónum, þ.e. stórgreifum eða
smágreifum. Þeir munu í framtíð-
inni borga vel fyrir svona stjórn-
valdsaðgerð.
Íslandi allt eða hvað?
Arðsamir leiguliðar,
aukið brottkast
Guðjón A.
Kristjánsson
Fiskveiðistjórn
Athafnir ráðherrans,
segir Guðjón A. Krist-
jánsson, undirbyggja að
„sáttanefndin“ treysti
kvótakerfið enn frekar.
Höfundur er alþingismaður.
NÝ SENDING AF
YFIRHÖFNUM FRÁ
Opið í
kvöld til
kl. 21.00
í Kringlunni
v/Nesveg,
Seltjarnarnesi,
sími 561 1680,
Kringlunni,
sími 588 1680.
iðunn
tískuverslun
Draumati lboð
fyrir líkamsræktarfólk ...
blandarinn,
sá öflugasti og
ímynd þess besta!
Við bjóðum öllum sem
framvísa korti frá
líkamsræktarstöðvum
sérstakt afsláttaverð:
Í hvítu kr. 14.915 stgr.
Í lit kr. 15.675 stgr.
Lítið við og kynnið
ykkur þessi frábæru
tilboð!
mbl.isFRÉTTIR