Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 43 ✝ Unnur SigrúnBjarnadóttir fæddist á Ísafirði 19. ágúst 1917. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 7. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar Unnar voru Bjarni Bjarnason sjó- maður, f. á Laugabóli við Arnarfjörð 10. október 1886, d. 7. júní 1975, og Sigríð- ur María Jónsdóttir, f. á Ísafirði 27. maí 1890, d. 12. ágúst 1981. Unnur var einkadóttir foreldra sinna. Hinn 28. október 1944 giftist hún Sigurði Ragnari Sigurjóns- syni, verkstjóra í Reykjavík, f. 23. febrúar 1922, d. 3. júní 1977. For- eldrar hans voru Rannveig Guð- mundsdóttir og Sigurjón Sigurðs- son í Reykjavík. Börn Unnar og Sigurðar eru: 1) Sigríður María, f. 21. júní 1947, maki Sigurður St. Arnalds. Þeirra börn eru: a) Sig- urður Ragnar, maki Anna Sigríð- ur Örlygsdóttir, sonur þeirra er Örlygur Steinar, b) Ásdís, sam- býlismaður Guðmundur Daðason, dóttir þeirra er Hild- ur María, og c) Unn- ar Bjarni, sambýlis- kona Árdís Hulda Stefánsdóttir. 2) Þorbjörg, f. 15. apríl 1959. Hennar börn eru: a) Jóhanna, b) Unnur Sigrún, sam- býlismaður Kristján Nói Sæmundsson, sonur Unnar er Eið- ur Orri og sonur þeirra Kristjáns er Davíð Nói, c) Sigurð- ur Ragnar, sambýlis- kona Tanya Helga Stockton, d) Sigurþór, og e) Sig- urjón Sverrir. Unnur ólst upp á Ísafirði, en fluttist til Reykjavíkur skömmu eftir tvítugt. Hún var húsmóðir í Reykjavík. Þau hjónin bjuggu lengst á Háteigsvegi 20, en eftir lát Sigurðar bjó Unnur á Egils- götu 14. Síðustu átta árin hefur Unnur dvalið á sambýlinu Lauga- skjóli og síðan á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Útför Unnar fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku mamma mín, nú ert þú komin í faðminn hans pabba og litla barnsins sem þið misstuð, og amma Sigga og afi Bjarni taka örugglega vel á móti þér líka. Það er erfitt að kveðja þig, elsku mamma, en ég veit að þér líður betur núna. Minningarn- ar koma upp í hugann hver af ann- arri. Sunnudagsbíltúrinn í vörubílnum hans pabba, þið pabbi að fara á Odd- fellowball, pabbi í kjólfötunum, þú í síðkjól. Þið voruð svo glæsileg hjón. Þú að baka fyrir saumaklúbbinn. Þú að hugsa um afa og ömmu. Kaffiboð- in hjá ömmu Rannveigu. Þú að sauma fermingarkjólinn minn. Þú viðstödd fæðinguna hans Sigga Ragga míns. Jólin á Háteigsvegin- um. Þú varst alltaf að hugsa um aðra, alltaf tilbúin að þurrka tárin þegar á bjátaði hjá okkur systrum. Það var ólýsanlegt áfall fyrir okkur öll þegar pabbi féll frá aðeins 55 ára en þú stóðst þig eins og hetja fyrir okkur systurnar. Þið voruð svo samrýnd og samtaka í öllu. Þið amma Sigga vor- uð allt í einu orðnar tvær einar og fluttuð í minni íbúð á Egilsgötuna. Það lýsti þínu stóra hjarta að ekki datt þér í hug að setja ömmu Siggu á elliheimili. Nei, aldeilis ekki, amma fékk stórt herbergi en þú svafst í borðstofunni. Þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllu og alltaf stutt í húm- orinn. Sá eiginleiki fylgdi þér alla tíð fram í andlátið. Síðustu 12 ár hefur heilsa þín verið að bila og oft verið erfitt, sérstaklega síðastliðið ár. Þér hefur sennilega þótt nóg komið og ákveðið að fara með reisn sem þú sannarlega gerðir. Elsku mamma, þakka þér fyrir að bíða eftir mér. Guð geymi ykkur pabba. Þín dóttir, Þorbjörg. Elsku amma mín. Ég fæ þér aldrei fullþakkað allt það sem þú gerðir fyrir mig. Ég var ekki nema þriggja vikna þegar ég var kominn til þín í pössun og fékk að kynnast þeirri einstöku hlýju og um- hyggju sem þú hafðir til að bera. Ég varð því snemma mjög hændur að þér og af hreinni eigingirni fannst mér ég alltaf eiga að njóta sérstöðu hjá þér sem elsta barnabarnið, þó aldrei gerðir þú upp á milli okkar. Þær hafa líka alltaf setið sterkt í minningunni vikurnar sem ég var hjá þér og afa Sigga, þegar ég kom heim frá Kaupmannahöfn nokkrum vikum á undan pabba og mömmu. Það hefur örugglega ekki verið auð- velt að taka við mér þá, því ég vildi alls ekki tala íslensku, snakkede bare dansk. Það var ekki amalegt að hafa þig til að stjana við mig og að fá afa í galsann þegar hann kom heim. Í bónus hafði ég svo afa Bjarna og ömmu Siggu til að spila við veiði- mann. Þessi fyrstu ár var ég ein- hvern veginn alltaf með annan fótinn hjá þér, hvort sem það var til að fá kakó eftir skólann eða að æfa mig á píanóið hjá þér, áður en mér var góð- fúslega bent á að framtíð mín lægi líklega ekki í tónlist. En aldrei kvart- aðir þú. Svo varð afi bráðkvaddur alltof ungur, svo hin barnabörnin fengu aldrei að kynnast þeim dásam- lega manni. Það þarf ekki að fjölyrða um hvert reiðarslag það var, þið vor- uð alltaf svo samhent hjón. Í mínum huga var afi fyrsti mjúki maðurinn, því hann var ólíkur flestum af hans kynslóð. Þið amma Sigga fluttuð svo á Egilsgötuna, þar sem ég átti sem fyrr alltaf athvarf. Ég nýtti það m.a. til að lesa undir próf, undir því yf- irskini að fá frið fyrir yngri systk- inum. Þegar ég byrjaði í Háskólan- um, datt mér það snjallræði í hug að fá að koma daglega til ömmu í há- degismat. Það var dásamlegt að tölta til ömmu og fá steiktar kjötbollur eða fisk, fleygja sér svo í sófann á eftir og dotta yfir fréttunum. Svo hvarflaði það að einhverjum, að þetta væri bara af því ég væri svo óskaplega góður að heimsækja ömmu á hverjum degi. En það var líka erfitt að sjá þá fyrstu einkenni alzheimersjúkdómsins koma fram, án þess að við gerðum okkur nokkra grein fyrir því hvað væri að gerast. Það var átakanlegt að sjá þessa lífs- glöðu hressu konu breytast af völd- um þessa hræðilega sjúkdóms. Þú varst svo heppin að verða einn af frumbyggjum Laugaskjóls, eftir að sjúkdómurinn ágerðist. Þar leið þér alltaf vel og það var gott að koma þangað í heimsókn. Það var samt alltaf erfitt að finna það óöryggi og vanlíðan, sem það olli þér að þekkja ekki lengur þína nánustu. Það var samt aðdáunarvert að sjá hversu lengi þú streittist á móti sjúkdómn- um. Að lokum varð þér þó ljóst að baráttan væri töpuð og þú þráðir hvíld. Nú hefur þú fengið þinn frið og þið afi sameinuð á ný eftir nærri 25 ára aðskilnað. Það eru án efa fagn- aðarfundir. Elsku amma, hvíldu í friði. Í hjarta mínu geymi ég minn- inguna um þá dásamlegu konu sem þú varst. Sigurður Ragnar. Þegar við vorum lítil áttum við margar góðar stundir á Egilsgötunni hjá ömmu Unni. Þar þótti okkur gott að vera enda alltaf hugsað vel um okkur og jafnvel dekrað við okkur. Hún var alltaf jákvæð og velviljuð í okkar garð og annarra og sýndi okk- ur mikla væntumþykju og góðsemi. Á unglingsárum okkar fór að halla undan fæti og amma fór að veikjast. Þrátt fyrir það var oft stutt í góða skapið hjá henni og alltaf hnyttin til- svör til taks. Það varð henni síðan mikið lán að flytjast snemma í veik- indum sínum á sambýlið Laugaskjól þar sem vel var um hana hugsað og gott að koma. Nú er ei annað eftir en inna þakkar-mál og hinztri kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. Þín ástarorðin góðu og ástarverkin þín í hlýjum hjörtum geymast, þótt hverfir vorri sýn. (Einar H. Kvaran.) Við erum þakklát fyrir þær stund- ir sem við áttum með ömmu Unni og alla þá ást og hlýju sem hún veitti okkur. Ásdís og Unnar. Elsku besta amma, núna ertu komin til himna og búin að hitta afa sem þú saknaðir svo sárt. Þú varst alltaf svo hamingjusöm á Laugaskjóli og við vorum svo heppin að fá að hafa þig svo lengi eftir að þú veiktist. Þú varst alltaf svo fín og vel tilhöfð, alltaf með naglalakk fram á síðustu daga. Það er svo margt gott sem ég get sagt um þig, elsku amma, að ég get skrifað endalaust, það eru okkar forréttindi sem eftir erum að hafa fengið að kynnast slíkri mann- eskju sem þú varst. Mér er minn- isstæð ein saga sem mamma sagði okkur einu sinni af þér þegar þú varst að passa Sigga Ragga. Siggi Raggi var sofandi úti í vagni og þú hélst að þú hefðir séð rottu í garð- inum, þú hringdir í slökkviliðið og baðst þá um að koma og ná rottunni en þegar þeir komu var rottan á bak og burt. Þú vildir nú ekki taka neina áhættu og stóðst með kústinn við vagninn þangað til Siggi Raggi vakn- aði. Þannig varst þú, passaðir okkur alltaf svo vel. Ég mun heldur aldrei gleyma matnum þínum, makkarónu- súpunni og suðrænutertunni, sem engin gerði eins og þú. Elsku besta amma, nú ertu þú orðin að fallegum engli og ég veit að nú líður þér vel. Ég mun sakna þín sárt en ég veit að þú munt vaka yfir okkur og halda áfram að passa okkur. Við munum geyma minninguna um fallega og góða manneskju í hjarta okkar og ég veit að þú munt vera með okkur áfram. Þín Jóhanna. Elsku amma mín, föstudagsmorg- uninn 7. sept. kvaddir þú þennan heim eftir löng og erfið veikindi þar sem þú stóðst þig eins og hetja. Þótt söknuðurinn sé sár hjálpar það svo mikið að vita að loksins ertu búin að fá hvíld, elsku amma mín, og eftir tuttugu og fjögurra ára fjarveru frá afa sem þú saknaðir svo sárt eruð þið loksins saman á ný og haldist hönd hönd í himnaríki. Við sem eftir sitj- um erum svo stolt af þér hvað þú varst dugleg, björt og falleg fram að þínu síðasta. Það eru svo margar minningar sem reika um hugann og allar eru þær hver annarri fallegri. Það er hægt að segja svo margt um þig, elsku bestu amma mín, að það er nú bara efni í heila bók. Þú hugsaðir nú líka alltaf svo vel um öll barna- börnin þín. Mamma sagði mér einu sinni frá því þegar hún kom með barnamat til þín í krukku og ætlaði að fara að gefa Jóhönnu systur að borða en þú hélst nú ekki, barna- börnin þín fengju sko engan krukku- mat og þú sauðst grænmeti upp á gamla mátann. Öll þín matargerð var eftir þessu enda húsmæðraskóla- gengin og besti kokkur sem ég hef kynnst. Stendur þar ofarlega í minni tómatmakkarónusúpan og suðræna tertan sem engum tekst að gera al- mennilega nema þér. Elsku amma mín, ég gæti talið upp endalaust hversu yndisleg kona þú varst en ég veit að Guð hefur fengið til sín ynd- islegan og fallegan engil í himnaríki. Að lokum vil ég þakka þér, elsku amma, fyrir allt sem þú varst mér og ég mun geyma yndislegar minningar um yndislega manneskju í hjarta mínu sem enginn getur tekið frá mér og nafnið þitt sem ég er svo stolt af að bera. Elsku amma mín, ég kveð þig með kvæðinu sem þú söngst svo oft fyrir okkur Jóhönnu þegar þú varst að passa okkur. Dansi, dansi, dúkkan mín. Dæmalaust er stúlkan fín. Voða-fallegt hrokkið hár, hettan rauð og kjóllinn blár. Svo er hún með silkiskó, sokka hvíta eins og snjó. Heldurðu ekki að hún sé fín? Dandi, dansi, dúkkan mín. (H.C. Andersen. Gunnar Egilsson þýddi.) Þín Unnur Sigrún. UNNUR SIGRÚN BJARNADÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.  $     $    /6      2       "!"      @&    %"$)   ;&8  " 0<!* /    A 0  $ < / % #$  +%"$#$ !  4$ #$ !      <  <*(<  <  <*-     +  $      $     0BC66 20 15220  $ !* & <  D !   $    &         !!" 3     0  4    )  % $  $$( $ %$$( 4$ 0- , %&  &  %$%&    @( %$$(  %$$(   #$ $%&  <  <*(<  <  < -                            !   "#                                   !     $ % &'(  $$   )* ' ) )  )*+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.