Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 45
Það voru yndislegar
stundir sem ég átti í
Heiðargerðinu hjá
ömmu og afa þegar ég
flutti til þeirra með
reglulegu millibili til að lesa undir
próf í menntaskóla. Við ræddum
margt um lífið og tilveruna og minn-
ingarnar lifa sterkt í hjarta mínu um
þann góða tíma.
Amma og afi voru mjög trúuð og
vissu í hjarta sínu að við myndum öll
FRIÐÞJÓFUR
BJÖRNSSON
✝ FriðþjófurBjörnsson fædd-
ist í Reykjavík 1.
september 1920.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 31. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Grensáskirkju 11.
september.
mætast á fallegum stað
þegar okkar tími væri
liðinn hér og að Fiffó
tæki á móti okkur með
sitt fallega bros. Þau
voru alltaf eitt fyrir mér
og þótt amma hafi farið
í sína ferð fyrir sex ár-
um þá lifði hún alltaf í
afa og einhvern veginn
fann maður fyrir henni.
Nú er afi farinn til
hennar og hann var
tilbúinn, ég held meira
að segja að hann hafi
hlakkað svolítið til. Nú
eru þau saman á ný með
Fiffó sinn hjá sér og það er langt
þangað til að maður hittir þau aftur
en þegar kemur að því verð ég tilbú-
inn og satt að segja hlakka ég örlítið
til. Takk fyrir allt og skilaðu kveðju
frá mér elsku afi minn!
Ingvar.
✝ Hrefna Brynj-ólfsdóttir fædd-
ist 30. júní 1918 í
Reykjavík. Hún lést
á Landspítalanum
18. ágúst sl. Hrefna
stundaði nám við
Kvennaskólann í
Reykjavík 1932–
1935. Foreldrar
hennar voru Brynj-
ólfur Kristján Magn-
ússon bókbands-
meistari og
stofnandi Nýja bók-
bandsins, f. 25. júlí
1884 á Hrollaugs-
stöðum (Hjaltastaðaþing), d. 6.
ágúst 1969 í Reykjavík, og Katrín
Ósk Sigurrós Jónsdóttir, hús-
freyja, f. 7. desember 1891 í
Reykjavík, d. 6. september 1966 í
Reykjavík. Hin börn þeirra voru
Hákon Bragi, f. 14. október 1909,
d. 25. maí 1961, Hulda, f. 30. júní
1911, d. 16. október 1978, Magnús,
Hornafirði, d. 1. júlí 1943 og Ragn-
hildur Jónsdóttir, f. 12. september
1891 á Núpi undir Eyjafjöllum, d.
24. ágúst 1971. Þeirra börn eru: 1)
Ragnhildur, f. 30. apríl 1953, maki
Jón Þór Hjaltason, f. 16. septem-
ber 1953, börn þeirra eru Hrefna
Björk, f. 6.júlí 1972, maki Stefán
Magnússon, f. 18. maí 1969, börn
þeirra eru Ragnhildur Eir, f. 31.
desember 1995, Magnús Jóhannes,
f. 18. apríl 1998 og Elísabet Rún, f.
11. mars 2000, Arnar Þór, f. 9. júní
1981 og Ragnar Þór, f. 10. október
1990. 2) Katrín, f. 4. október 1956,
maki Einar Pálsson, f. 26. október
1950, börn þeirra eru þrjú, María,
f. 27. september 1978 og á hún
einn son Kristófer Mána, f. 22. nóv-
ember 2000, Freyja, f. 17. nóvem-
ber 1982, og Eggert, f. 7.maí 1984.
3) Sverrir, f. 3. ágúst 1958, maki
Auður Ósk auðunsdóttir, f. 6. júlí
1965, börn þeirra eru, Guðjón
Steinar, f. 10. janúar 1989, Kristín
Þorbjörg, f. 25. nóvember 1990 og
Brynjólfur, f. 2. ágúst 1998, Sverr-
ir átti fyrir hjónaband eina dóttur
Guðnýju Hrefnu, f. 19. nóvember
1982.
Útför Hrefnu fór fram í kyrr-
þey.
f. 24. september 1916,
d. 4. ágúst 1987, Jó-
hanna, f. 1. mars 1921,
Svava Arna, f. 14.
ágúst 1924, d. í Banda-
ríkjunum, Birna, f. 4.
ágúst 1928.
Fyrri eiginmaður
Hrefnu var Kristján
Koffman, f. 29. apríl
1907, d. 17. apríl 1955,
þau eignuðust eina
dóttur Guðrúnu, f.
12.ágúst 1939 og synir
hennar eru Hjörtur
Hringsson og Kristján
Hoffmann, en þau
skildu.
Hrefna giftist Guðjóni Steinari
Bjarnasyni, rafvirkja, 5. júlí 1953,
f. 14. nóvember 1921. Lengst af
bjuggu þau í Ásgarði 38 í Reykja-
vík en síðar í Dverghömrum 11 í
Reykjavík.Foreldrar hans voru
Bjarni Einarsson, gullsmiður, f. 9.
maí 1891 á Holtahólum á Mýrum í
Elsku Hrefna. Hinn 18. ágúst sl.
kvaddir þú þennan heim eftir erfið
veikindi síðastliðin ár, en þú varst
búin að vera á Landspítalanum deild
32-A í rúmt ár í faðmi góðs starfs-
fólks sem þar vinnur.
Ég man þegar ég kom í fjölskyld-
una fyrir 15 árum þegar ég kynntist
Sverri syni þínum. Þá strax sá ég
hvað mikla umhyggju þú barst fyrir
börnum þínum og barnabörnum og
eins börnum okkar Sverris sem þú
unnir svo mjög.
Ég mun segja Brynjólfi yngsta
syni okkar frá þér þegar hann verð-
ur eldri enda er hann bara þriggja
ára.
Þó að mikill aldursmunur hafi ver-
ið á milli okkar, þá var hægt að tala
við þig um alla hluti, þú skildir allt og
hlustaðir svo vel.
Elsku Hrefna, þið Guðjón Steinar
maðurinn þinn voruð svo samrýnd
og það verður erfitt fyrir Guðjón að
vera án þín.
En við munum öll hugsa vel um
hann fyrir þig.
Nú kveð ég þig með söknuði, elsku
Hrefna.
Þín tengdadóttir
Auður Auðunsdóttir.
Elsku amma mín, takk fyrir þær
samverustundir sem við áttum.
Minningarnar um þig mun ég alltaf
varðveita í hjarta mínu. Megi Guð
geyma þig.
Þig, Faðir, eilíf gæskugnótt,
mitt göfgar þakklátt hjarta,
því ein er liðin ennþá nótt,
ég enn sé ljósið bjarta.
Af hjartans rót ég heiðra þig,
sem hafðir á mér gætur,
þín höndin bjó svo hægt um mig,
mig heilan reisti’ á fætur.
(Þorvaldur Magnússon.)
Takk fyrir allt. Þín
Hrefna Björk.
HREFNA
BRYNJÓLFSDÓTTIR
✝ Odd Hopp varfæddur í Krist-
janíu (Ósló) 15.
ágúst 1913. Hann
lést hinn 21. júlí síð-
astliðinn.Hann varð
skáti strax sem ung-
ur drengur. Á fjórða
áratugnum var hann
starfsmaður skáta-
sambands Óslóborg-
ar. Árið 1945 varð
hann starfsmaður
og síðar fram-
kvæmdastjóri
Norska skátabanda-
lagsins (NSF) og var
helsta driffjöðurin í endurupp-
byggingu skátastarfsins í Noregi
eftir stríðið. Hann lét af störfum
framkvæmdastjóra í árslok 1978
en starfaði, eins lengi og heilsa
og kraftar leyfðu, sem ráðgjafi
og við uppbyggingu
Minjasafns norskra
skáta.
Odd kom marg-
sinnis til Íslands,
unni sögu og nátt-
úru landsins og átti
hér marga góða
vini. Hann var
sæmdur æðsta heið-
ursmerki Alþjóða-
bandalags skáta,
bronsúlfinum, og
æðsta heiðursmerki
Norska skáta-
bandalagsins, silf-
urúlfinum.
Eiginkona Odd var Eva Hopp
og þau eignuðust tvö börn, Ola
Petter og Marit.
Odd Hopp var jarðsettur frá
Vestre krematorium í Ósló hinn
26. júlí.
Nýlega bárust okkur fréttir af því
að vinur okkar, Norðmaðurinn Odd
Hopp, hefði látist eftir langa sjúk-
dómslegu, tæplega 88 ára að aldri.
Fráfall Odd Hopp gefur ástæðu
til að þakka öll þau miklu og mik-
ilvægu störf sem Odd vann fyrir ís-
lenska skátahreyfingu og þá mik-
ilvægu forystu og aðstoð sem hann
veitti okkur forystumönnum og for-
ingjaþjálfurum við stofnun Gilwell-
skólans að Úlfljótsvatni 1959. Þá
kom Odd til Íslands sem fulltrúi al-
þjóðabandalags skáta og leiddi skól-
ann fyrstu skrefin ásamt Björgvin
Magnússyni og samstarfsmönnum
hans. Gilwell-skólinn hefur starfað
æ síðan og verið frumkvöðull und-
irstöðu-foringjamenntunar. Við eig-
um því mikið að þakka nú þegar
Odd er allur. Hann stóð líka fyrir
mikilli þátttöku norskra skáta á
Landsmótunum á Þingvöllum og
Hreðavatni. Þáttur Norðmannanna
var mikilvægur og studdi vel al-
þjóðastarf hér.
Odd Hopp var framkvæmdastjóri
Norska skátabandalagsins og þegar
Norðurlöndin stóðu sameiginlega
fyrir alheims-skátamóti, Nordjamb,
1975 með 18.000 þátttakendum var
hann framkvæmdastjóri mótsins og
leiddi svo að allt fór vel og var nor-
rænum skátum til sóma.
Á stríðsárunum starfaði Odd í
neðanjarðarhreyfingunni og sat í
herfangelsum víða um Noreg. Ég
minnist þess að þegar ég ræddi við
Col. Wilson, æðsta mann alþjóða-
hreyfingar skáta, sem á stríðsárun-
um skipulagði starfsemina í Noregi,
taldi hann að Odd Hopp hefði verið
einn besti liðsmaður Norðmanna í
neðanjarðarhreyfingunni.
Odd Hopp kom oft til Íslands og
heimsótti þá skátafélög víða og
gamla nemendur sína. Ég man vel
hve gaman var að fá hann og fróð-
legt þegar hann kom til Akraness og
talaði við skátana eina kvöldstund.
Við íslenskir skátar eigum því
mikið að þakka fyrir vináttu hans og
störf fyrir okkur að þjálfun leiðbein-
enda og foringja.
Hugur okkar leitar til ekkju hans,
Evu, sem var hans stoð og stytta á
heimilinu og studdi við hið fjölþætta
starf hans. Við vottum henni samúð
okkar og þakkir.
Blessuð sé minning Odd Hopp.
Páll Gíslason,
fyrrv. skátahöfðingi.
ODD
HOPP
✝ Barði Benedikts-son fæddist í
Staðarseli á Langa-
nesi 1. júlí 1921.
Hann lést 12. ágúst
síðastliðinn. Barði
var yngstur fimm
barna hjónanna
Önnu Guðfinnu Stef-
ánsdóttur frá Kverk-
ártungu á Langanes-
strönd og Benedikts
Jóhannssonar kenn-
ara, f. á Hólum í
Eyjafirði. Systkini
Barða voru Jónína
Soffía, Hulda Guðný,
Baldur Friðrik og Guðrún. Þau
eru öll látin. Eftirlifandi eigin-
kona Barða er Erna Guðjónsdótt-
ir, f. 3. febrúar 1931. Börn þeirra
eru: 1) Helgi Már, f. 1960, búsett-
ur á Akureyri. Kona hans er Anna
Kristín Árnadóttir og eiga þau
þrjú börn. 2) Anna
Guðfinna, f. 1962,
gift Einari Ottó Ein-
arssyni. Þau búa á
Akranesi og eiga
eina dóttur. 3) Bene-
dikt, f. 1966, kvænt-
ur Friðnýju Björgu
Sigurðardóttur. Þau
eiga þrjú börn og
eru búsett á Akur-
eyri.
Barði fluttist til
Akureyrar ásamt
foreldrum sínum og
systkinum árið 1930.
Hann starfaði
lengstum á skrifstofum Kaup-
félags Eyfirðinga en einnig í all-
mörg ár hjá Sambandi íslenskra
samvinnufélaga í Reykjavík.
Útför Barða fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju föstudaginn 24.
ágúst.
Mig langar að kveðja föður minn
með nokkrum orðum. Þar sem ég
sit við eldhúsborðið á heimili for-
eldra minna og skrifa með penna
sem faðir minn átti og handlék oft
við skriftir koma margar minn-
ingar upp í hugann. Hugurinn
reikar til æskuáranna. Ég minnist
þess aldrei að hafa séð pabba reið-
an. Á unglingsárum er eitt atvik
mér mjög minnisstætt. Ég var þá
búin að taka bílpróf og var stödd á
bensínstöð á bílnum hans pabba.
Mér varð á að bakka á staur, var
mjög miður mín er heim kom og
kveið fyrir að segja pabba frá
þessu. Pabbi varð ekkert reiður,
tók þessu með jafnaðargeði og lét
þau orð falla að þetta kæmi fyrir
besta fólk. Mér létti við þessi orð
og fann að ég átti skynsaman og
skilningsríkan föður.
Pabbi talaði aldrei illa um nokk-
urn mann en honum líkaði misvel
við fólk eins og okkur hinum. Ef
honum líkaði ekki við einhvern
voru bara ekki sögð mörg orð, svo
einfalt var það. Á æskuárunum fór
ég oft að veiða með pabba og yngri
bróður mínum. Þetta voru góðar
stundir sem ég hugsa til með hlý-
hug í dag. Ég held að pabba hafi
verið sama hversu mikið hann
veiddi, það sem skipti hann mestu
máli var að vera með okkur. Hann
var ákaflega þolinmóður við okkur
við veiðiskapinn, sem var nú ekki
alltaf mikill. Við vorum byrjendur
í greininni og festum öngulinn því
stundum í botninum eða drógum
upp eitthvert rusl. En þá var bara
hlegið og kastað út aftur.
Ég man þegar ég fór að læra á
bíl. Pabbi fór með mér á bílnum
sínum í nokkur skipti en ég var
þessu kvíðin og efaðist um getu
mína í þessum efnum. Pabbi var
þolinmóður og sagði mér vel til.
Eftir að ég tók bílprófið var pabbi
alltaf tilbúinn að lána mér bílinn.
Pabbi fór í hjartaskurð til Lond-
on árið 1988. Aðgerðin tókst vel og
hann náði góðum bata. Hann gekk
í Félag hjartasjúklinga á Akureyri
þegar það var stofnað, var þar rit-
ari og tók virkan þátt í starfinu.
Pabbi skrifaði ákaflega vel og
fór á námskeið í skrautskrift á efri
árum. Hann var ekki langskóla-
genginn og hafði eingöngu barna-
skólapróf upp á vasann en því lauk
hann með glæsibrag. Margt var
öðruvísi í þá daga en nú er og al-
gengt að unglingar færu út á
vinnumarkaðinn. Frekari menntun
var ekki inni í myndinni. En pabbi
aflaði sér menntunar á annan hátt.
Hann sótti námskeið í tungumál-
um og var vel að sér í ensku og
dönsku. Dönskukunnáttuna hafði
hann fengið að hluta við lestur á
dönskum blöðum sem móðir hans
átti.
Pabbi starfaði lengst af hjá
KEA, hin síðustu ár í Fjármála-
deild. Einu sinni málaði hann
mynd og gaf mér og þá sá ég að
hann hafði mikla hæfileika á því
sviði. Hann var hagmæltur og átti
það til, þegar hann sendi mér eða
dóttur minni afmæliskort, að
skrifa vísukorn í þau. Þessi kort
varðveiti ég öll og þau eru mér
mikils virði.
Við pabbi áttum það sameigin-
legt að vera náttúrubörn. Þær
voru því margar, gönguferðirnar
okkar saman. Ef mér lá eitthvað á
hjarta eða þurfti að fá ráðlegg-
ingar var gott að tala við pabba.
Mér fannst hann alltaf skilja mig
svo vel. Hann var líka góður hlust-
andi. Eftir að hann veiktist, fyrir
u.þ.b. fjórum árum, urðu göngu-
ferðirnar færri. Ég sakna þessara
samverustunda okkar. Móðir mín
var pabba stoð og stytta í veik-
indum hans. Hún hefur sýnt mik-
inn dugnað og þrautseigju og oft
voru spor hennar þung.
Pabbi var lítillátur maður og
hógvær en skilur eftir sig stórt
skarð. Ég ylja mér við góðar
minningar um yndislegan föður og
veit að núna er hann laus úr viðj-
um þjáninganna og sér ljósið
bjarta framundan.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Anna Guðfinna Barðadóttir.
BARÐI
BENEDIKTSSON
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Birting afmælis- og minningargreina