Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 47

Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 47 FJÖLLOKKUR FRAMLEIÐUM: GATAPLÖTUR BYGGINGAVINKLA HANDRIÐ KLÆÐNINGAR OFL.OFL ÚR ÁLI, RYÐFRÍU OG JÁRNI HVAÐ ER ÞAÐ? Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 Bridsdeild Barð- strendinga spilar á fimmtudögum í Hreyfilshúsinu Bridsdeild Barðstrendinga hefur starfsemi sína þann 20. september næstkomandi með eins kvölds tví- menningi á þriðju hæð Hreyfilshúss- ins við Grensásveg. Spilakvöld félagsins hafa um ára- bil verið á mánudagskvöldum, en vegna sölu húsnæðis Bridssam- bandsins í Mjódd, neyðist félagið til að spila á fimmtudagskvöldum þar til nýtt húsnæði Bridssambandsins, að Síðumúla 39 verður tilbúið til notkunar. Áætlað er að það verði um miðjan janúarmánuð á næsta ári. Húsnæðið í Hreyfilshúsinu er upptekið á mánudagskvöldum, vegna spilamennsku bílstjóra leigu- bílastöðvarinnar og var því tekinn sá kostur að hafa spilamennskuna hjá Bridgedeild Barðstrendinga á fimmtudagskvöldum. Það er von stjórnar Barðstrendinga, að sú ákvörðun hafi ekki neikvæð áhrif á þátttöku félagsmanna. Bridsfélag Reykjavíkur verður einnig með spilamennsku í Hreyfilshúsinu, en spilakvöld þess félags verða á þriðju- dags- og föstudagskvöldum. Að venju hefst spilamennska klukkan 19:30. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Vetrarstarf BA hafið Vetrarstarf Bridsfélags Akureyr- ar hófst sl. þriðjudagskvöld með tveggja kvölda tvímenningi sem kenndur er við Sjóvá-Almennar. 15 pör taka þátt og eru Ragnhildur Gunnarsdóttir og Gissur Jónasson með nokkra forystu. Staða efstu para: Ragnhildur-Gissur 59,7% Soffía Guðm.d.-Ólína Sigurjónsd. 55,4% Kristján Guðjónss.-Ævar Ármannss. 55,4% Reynir Helgas.-Örlygur Örlygss. 55,1% Hjalti Bergmann-Arnar Einarsson 53,1% Keppnisstjóri er Óli Ágústsson og er spilað í Hamri. Allir eru velkomn- ir og er aðstoðað við myndun para. Einnig er spilað á sunnudagskvöld- um en þá eru eins kvölds tvímenn- ingar. Hollvinafélag lagadeildar Háskóla Íslands Aðalfundarboð Reykjavík, 14. september 2001 Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Íslands verður haldinn þriðjudaginn 18. sept- ember nk., í stofu L-101 í Lögbergi og hefst hann kl. 17.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Að loknum aðalfundi mun dr. Páll Sigurðsson prófessor, forseti lagadeildar, flytja erindi um stefnumið og stöðumat lagadeildar. Félagar í Hollvinafélagi lagadeildar eru hvattir til að mæta á fundinn sem er opinn öllum velunnurum deildarinnar. Stjórnin. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bakarísstígur 2, íbúð, Eyrarbakka, fastanr. 219—9991, þingl. eig. Kristinn Harðarson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., aðalbanki, fimmtudaginn 20. september kl. 10.00. Jörðin Reykjavellir, Biskupstungnahreppi, að undanskildum spildum og gróðrarstöð, 60%, þingl. eig. Hannes Sigurður Sigurðsson, gerð- arbeiðendur Glitnir hf., Globus hf., Landsbanki Íslands hf., höfuðst., Lánasjóður landbúnaðarins og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudag- inn 20. september 2001 kl. 14.00. Lóð úr landi Miðengis, 5650—0200, Grafnings- og Grímsneshreppi, þingl. eig. Hörður Harðarson, gerðarbeiðendur Grímsnes- og Grafn- ingshreppur og Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 20. september 2001 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 12. september 2001. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Fimmtud. 13. september Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20. Vitnisburðir. Ræðumaður: Arnór Már Másson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Samkoma í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma í umsjón flokksforingjanna. Boðið verður upp á súpu og brauð fyrir samkomuna, frá kl. 18—19.30. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Fjölskyldubænastund kl. 18.30. Kvöldverðarhlaðborð kl. 19.00. Allir komi með mat með sér. Biblíufræðsla kl. 19.45. Kennt verður í tvær kennslustundir efnið: „Af hverju er misrétti og þjáningar í heiminum?“ Kennari: Högni Valsson. (Athugið að ekki boðið upp á barnagæslu meðan á lestri stendur). Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.