Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 2

Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isVala Flosadóttir æfir í S-Afríku / C4 ÍR-ingar héldu sigurgöngunni áfram / C3 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir sér- blað um bækur, sem koma mun út vikulega til jóla. ALLT frá því að fyrsta bók Álf- rúnar Gunnlaugsdóttur, smásagna- safnið Af mannavöldum, kom út fyrir tæpum tuttugu árum hefur verið ljóst að efni tengt pólitískum hugsjónum og baráttu í þeirra nafni er henni sérlega hugleikið. Kúgun, valdbeiting og ógn stríðsreksturs fyrir örlög einstaklingsins eru þemu sem skjóta upp kollinum í öll- um verkum hennar, sem eru kannski ekki mörg (auk fyrrnefnds smásagnasafns fjórar skáldsögur að þeirri meðtalinni sem hér er um fjallað) en hins vegar mikil að gæð- um og vel til þeirra vandað. Sögur Álfrúnar gerast ýmist á Ís- landi eða í Evrópu og þá gjarnan á Spáni og í Frakklandi enda höfund- ur vel heima í þessum löndum eftir að hafa stundað nám í þeim báðum og meðal annars búið á Spáni á valdatíma Francos. Sögusvið þess- arar stóru skáldsögu sem Álfrún sendir núna frá sér, átta ár- um eftir útgáfu síð- ustu bókar, er Ísland og Spánn – aðallega Spánn. Borgarastyrjöldin á Spáni 1936–1939 er oft nefnd „gleymda stríðið“ þótt óhætt sé að fullyrða að hún hafi verið upptaktur að síðari heimsstyrjöld- inni. Undir forustu Francós með fulltingi Mussolinis og Hitlers tókst fasistum að brjóta á bak aftur lýðræðisöflin í einu fátækasta landi Evrópu og koma á einræði og harðstjórn með afleiðingum sem áttu eftir að snerta nær alla heimsbyggðina í formi seinni heimsstyrjaldarinnar. Lengst af skiptu ríkisstjórnir Evrópulanda sér ekkert af þróun mála á Spáni, stuðningur kom að- eins frá Stalín sem síðar átti þó eftir að söðla um og gera bandalag við fasistana. Þótt ríkisstjórnirnar að- hefðust ekkert til hjálpar almenningi á Spáni snerti barátta lýðræðisaflanna þó við almenningi víða um lönd og sjálfboða- liðar fylktust lýðræð- ishernum til aðstoðar hvaðanæva. Hinir er- lendu sjálfboðaliðar (sem mynduðu Al- þjóðasveitirnar svo- kölluðu) skiptu tugum þúsunda og komu frá um 50 mismunandi þjóðlöndum. Þúsund- ir þeirra týndu lífi í þessu vonlitla stríði en fleiri sneru aftur til heimkynna sinna reynslunni ríkari og líklega flestir sviptir þeim hugsjónum sem voru forsenda ferðar þeirra og bar- áttu og veganesti þeirra í upphafi. Frá Íslandi gerðust þrír menn (að því að vitað er um) sjálfboðalið- ar í Alþjóðasveitunum á Spáni: Hallgrímur Hallgrímsson, Aðal- steinn Þorsteinsson og Björn Guð- mundsson. Sá fyrstnefndi skrifaði bókina Undir fána lýðveldisins. Endurminningar frá Spánarstyrj- öldinni um reynslu sína og byggir Álfrún frásögn sína að hluta á því verki. Hún tileinkar þeim öllum skáldsöguna og óhætt er að fullyrða að fyrir henni vaki ekki síst að skrifa minnisvarða um þá og alla hina sjálfboðaliðana sem mynduðu hinar fjölmennu Alþjóðasveitir. Þegar Alþjóðasveitirnar voru form- lega kvaddar á Spáni var þeim heit- ið að þegar „sár stríðsins væru gró- in á Spáni skyldu mæður segja börnum sínum frá erlendu sjálf- boðaliðunum í Alþjóðasveitunum sem barist hefðu við hlið feðra þeirra“ (410). Ekki ber að efa að spænskar mæður hafi staðið við þetta loforð en þetta loforð hefur Álfrún Gunnlaugsdóttir nú gert að sínu og segir okkur á áhrifamikinn hátt frá þessum sjálfboðaliðum með því að segja okkur, í líki skáldverks, sögu eins Íslendings sem fór knúinn af hugsjónaeldi að berjast í fram- andi stríði og sneri aftur sár á lík- ama og sál, rúinn trúnni á betri heim og réttlæti. Haraldur, sögumaður verksins, er í senn skálduð persóna og Sögukviða um gleymt stríð BÆKUR Skáldsaga Yfir Ebrofljótið eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Mál og menning 2001, 459 bls. Álfrún Gunnlaugsdóttir SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 12.desember2001 Mannætukonan og maður hennar er óvenjuleg verðlaunabók eftir Bjarna Bjarnason, einn athyglisverðasta höfund sinnar kynslóðar. „...ólgar af lífi, botnlausu fjöri - og óhugnaði.“ - Sigríður Albertsdóttir, DV „... dúndrandi skáld.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 „... allir ættu að geta haft gaman af kostulegum húmor Bjarna sem alls staðar litar textann. ... frábær skemmtun, sannarlega bók sem kemur á óvart.“ - Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðinu. Bjarni Bjarnason „Magnað og óvenjulegt „Frábær skemmtun“ bókmenntaverk“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - ED D 1 62 50 12 /2 00 1 BÆ UR Áhættan af að kynnast fólki Árni Þórarinsson ræðir við Braga Ólafsson. Skáldsagan Anna er eft- ir Guðberg Bergsson, en hann hefur endurritað og endurskoðað bókina sem kom fyrst út árið 1968. Í kynningu segir m.a.: „Allt frá því tónar út- varpsmessunnar glymja á sunnudagsmorgni til þess að fólk fer á fætur á mánudagsmorgni fylgist lesandinn með samræðum, vitrunum, draumum, hugs- unum og myndbreytingum fólksins á Tanga.“ Útgefandi er Forlagið. Bókin er 463 bls. Verð: 4.680 kr. Anna Guðbergur Bergsson Skáld búsett í Graf- arvogi munu hefja upp raust sína í Bílastjörn- unni, Bæjarflöt 10 í Grafarvogi, á föstudag kl. 17.45. Grafarvogsskáldin eru þau Aðalsteinn Ing- ólfsson, Ari Trausti Guðmundsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragnar Ingi Að- alsteinsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Gestaskáld (skáld sem ekki búa í Graf- arvogi) verða þau Einar Kárason, Sig- urður Pálsson og Steinunn Sigurðardóttir. Heiðursgestur er Thor Vilhjálmsson. Auk upplesturs verður boðið upp á tón- list með forspili harmonikkusveitar Páls Rósinkranz, og í kjölfarið fylgja Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pál- ína Árnadóttir, Gunnar Kvaran sellóleik- ari og hljómsveitin Gildran. Grafarvogsbúinn og myndlistarkonan Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir nokkur verk og hátíðinni lýkur svo með flug- eldasýningu í umsjón Flugeldaævintýrsins. Léttar veitingar verða á boðstólum. Aðgangur er ókeypis og eru allir áhuga- menn um bókmenntir, tónlist, myndlist og jólastemmningu hvattir til þess að mæta. Grafarvogsskáldin Thor Vilhjálmsson  LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík hefur veitt lögreglumanni, sem stjórnaði framkvæmd húsleitar sem gerð var 23. apríl sl., skriflega aðfinnslu. Við húsleitina, sem gerð var vegna gruns um fíkniefnamis- ferli, svipti húsráðandi sig lífi. Áður en lögreglustjórinn í Reykjavík veitti lögreglumanninum aðfinnslu hafði ríkislögreglustjóri ritað lög- reglustjóra bréf vegna málsins. Í Morgunblaðinu í gær segir Har- aldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri að niðurstaða sín sé að ekki hafi verið rétt staðið að undirbún- ingi og framkvæmd húsleitar í ýms- um veigamiklum atriðum. „Þetta mál hefur verið til um- fjöllunar hjá okkur um skeið. Nið- urstaða í málinu er sú að starfs- manni sem stýrði aðgerðum er gefin skrifleg aðfinnsla. Samkvæmt lögunum um opinbera starfsmenn er talað um að hægt sé að gera tvenns konar athugasemdir við störf þeirra. Annars vegar er um að ræða áminningu sem felur í sér al- varlega athugasemd við störf starfsmanns. Hins vegar, ef ekki er næg ástæða til að veita áminningu, er heimild til að veita starfsmanni skriflega aðfinnslu. Og sú er nið- urstaðan í þessu máli,“ sagði Böðv- ar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, þegar hann var spurður um viðbrögð við athugasemdum ríkislögreglustjóra. Bréf lögreglu- stjóra til starfsmannsins er dagsett í gær. Eftir að rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á láti mannsins og meintu fíkniefnabroti hans lauk voru gögn málsins send ríkissak- sóknara. Hann tilkynnti lögreglu- stjóra 11. september sl. að rann- sóknargögn hefðu verið könnuð og þættu ekki gefa tilefni til að mæla fyrir um frekari rannsókn. Í lok bréfs ríkissaksóknara segir hins vegar að ríkislögreglustjóra hafi verið send ljósrit af skýrslum lög- reglumanna sem sinntu húsleitinni og hafi hann ákveðið að „kanna sér- staklega framkvæmd á verklagi lögreglunnar við leitina væntanlega með það fyrir augum, að gefnu til- efni, að áréttaðar, endurnýjaðar eða settar verði verklagsreglur um undirbúning og framkvæmd leitar“. Ríkislögreglustjóri sendi í októ- ber lögreglustjóranum í Reykjavík athugasemdir í sjö liðum um fram- kvæmd húsleitarinnar. Lögreglu- stjórinn í Reykjavík hafnaði beiðni blaðamanns Morgunblaðsins um aðgang að bréfi ríkislögreglustjóra. Þessi ákvörðun var kærð til úr- skurðarnefndar upplýsingamála. Meirihluti nefndarinnar, tveir nefndarmenn af þremur, hafnaði ósk Morgunblaðsins um aðgang að bréfinu. Lögreglustjórinn í Reykjavík Veitti lögreglumanni skriflega aðfinnslu BORGARRÁÐ samþykkti í gær þá tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í minnihlutanum að fela ÍTR og verkefnisstjórn heilsuborgarverkefnisins að móta áætlun sem miði að því að kynna Reykjavíkurborg. Megin- tilgangurinn með átakinu er að auka ferðamannastraum til borgarinnar og skapa mótvægi við þann samdrátt sem orðið hef- ur í ferðaþjónustu á heimsvísu. Kynningarátakið á að vinna í samvinnu við samtök ferðaþjón- ustunnar og gert er ráð fyrir að tillögum, útfærslu og fjárhags- áætlun verði skilað til borgar- ráðs eigi síðar en 20. janúar nk. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að ferðaþjónusta um allan heim hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna samdráttar í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum 11. september sl. Einkum hafi ferðamenn haldið sig fjarri stórborgum. Banda- rískir ferðamenn hafi verið um fjórðungur erlendra ferðamanna hér á landi um vetrarmánuðina og umtalsverður samdráttur hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í borginni sé orðinn staðreynd. Af sveitarfélögum landsins reiði Reykjavík sig mest á ferðaþjón- ustu. „Ferðaþjónusta er mannafla- frek atvinnugrein og skapar þús- undum Reykvíkinga beint og óbeint atvinnu og borgarsjóði skatttekjur. Í samdrætti ferða- mennsku í heiminum getur Reykjavík auðveldlega gleymst sem einstakur og ólíkur valkost- ur miðað við aðrar borgir, t.d. til ráðstefnuhalds,“ segir í tillögu sjálfstæðismanna. Borgin verði kynnt ferða- mönnum FYRIRTÆKI í Reykjavík hefur sagt upp sextán manns, en boðist til að endurráða tíu starfsmenn á lægri launum, að sögn Magnúsar L. Sveins- sonar, formanns Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Magnús L. Sveinsson segir að þegar rétt sé staðið að uppsögnum sé ekkert hægt að gera við því þótt boðið sé upp á lægri laun í nýjum samningi en eigi að síður sé það háalvarlegt mál. „Þetta er löglegt en siðlaust,“ segir hann, en VR var greint frá fyrrnefndu máli ekki alls fyrir löngu. Í þessu sambandi segir Magnús L. Sveinsson að hug- myndir um launafrystingu hjá Flugleiðum hafi ekkert með viðkomandi stéttarfélög að gera. Þau geti ekki frestað samningsbundnum launa- hækkunum heldur verði að semja við hvern einstakling. Uppsagnir og fjöldi gjaldþrota Að undanförnu hefur verið greint frá uppsögnum starfs- manna og gjaldþrotum fyrir- tækja og segir Magnús L. Sveinsson að ljóst sé að mikl- ir erfiðleikar séu á þessu sviði, en áður en til gjaldþrots Samvinnuferða-Landsýnar kom hafi VR verið með um tvö hundruð kröfur vegna fólks sem hafði misst vinnuna í gjaldþrotum fyrirtækja. Fólki sagt upp en boðin vinna á lægri launum ÞÓTT enn sé hávetur og dimmasti tími ársins á næsta leiti minnir veðurfarið einna helst á vor, sem vekur dýr merkurinnar af vetrar- dvala svo þau stinga sér upp úr jörðinni eitt af öðru. Svo er þó ekki með Bjarna Bjarnason, sem hér stingur upp kollinum, enda hverfur hann ekki ofan í jörðina í hvíldarskyni heldur til að sinna hagnýtari málefnum. Þó er ekki útilokað að hann hafi viljað koma upp og anda að sér ferskri angan- inni eða bara kanna umferðina í kringum sig. Morgunblaðið/Golli Í dagsins önn BORGARRÁÐ samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæðum meiri- og minnihluta að beina því til félagsmála- ráðherra, Páls Péturssonar, að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna þannig að sveitarfélögum verði heimilt að nota rafræna kjörskrá við kosningarnar í vor. Í greinargerð með tillögunni er m.a. vitnað til atkvæðagreiðslunnar um Reykjavíkurflugvöll sem fram fór með rafrænum hætti í mars sl. Tillaga borgarráðs gerir ráð fyrir heimild til að notast við rafræna kjörskrá, en ekki verði alfarið um að ræða rafræna kosningu. „Með aukinni tölvuvæðingu á flest- um sviðum er óeðlilegt að ætla annað en að sú tækni nái einnig til kosninga. Kostur við rafræna kjörskrá er fyrst og fremst að kjósendur eru ekki bundnir við að kjósa í fyrirfram ákveðinni kjördeild á tilteknum kjör- stað, heldur geta þeir kosið hvar sem er á kjörstöðum í sveitarfélaginu. Þá er rafræn kjörskrá um margt örugg- ari og villuhætta minni, ef rétt er á málum haldið. Afsal kosningaréttar í einni kjördeild til að geta kosið í ann- arri verður óþarft, en í því er fólgin viss villuhætta. Því er lagt til að sveit- arfélögum verði gefinn kostur á að taka upp rafræna kjörskrá enda verði öryggismál í hverju sveitarfélagi tryggð að mati félagsmálaráðuneytis í samræmi við reglur sem það setur,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Heimilt verði að nota rafræna kjörskrá Samþykkt borgarráðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.