Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 11

Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 11 UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafi ekki leyst úr máli Péturs Þórs Gunn- arssonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Gallerís Borgar, í samræmi við lög er ráðuneytið staðfesti synjun Fangelsismálastofnunar á umsókn hans um reynslulausn. Beinir um- boðsmaður þeim tilmælum til ráðu- neytisins að það taki mál hans til endurskoðunar komi fram ósk frá honum og leiti leiða til að rétta hlut hans. Pétur Þór kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa ákveðið hver yrðu viðbrögð sín en sér fyndist þetta áfellisdómur yfir kerfinu. Pétur Þór Gunnarsson afplánaði sex mánaða refsidóm að Kvía- bryggju fyrir brot er talin voru varða hegningarlög og bókhaldslög. Hóf hann afplánun 5. apríl 2000. Hann sótti um reynslulausn eftir að hafa afplánað hálfan refsitímann. Fang- elsismálastofnun synjaði honum um reynslulausn og tilgreinir þau rök í bréfi 5. júlí að hann eigi ólokið mál- um í refsivörslukerfinu. Kærði Pétur Þór synjunina til dóms- og kirkju- málaráðuneytisins sem staðfesti synjunina 17. ágúst 2000. Áður hafði Pétur Þór leitað til umboðsmanns Alþingis vegna tafa ráðuneytisins á afgreiðslu máls hans og fóru nokkur bréf milli hans og ráðuneytisins varðandi málsmeðferðina. Telur lagaheimild vanta Í niðurstöðu umboðsmanns segir að synjun á beiðni Péturs Þórs um reynslulausn sé byggð á því að hann hafi átt ólokið málum í refsivörslu- kerfinu þegar ákvörðun Fangelsis- málastofnunar, náðunarnefndar og ráðuneytisins um synjun var tekin. Segir umboðsmaður að skilyrðum 1. málsgreinar í 5. gr. reglugerðar nr. 29 frá 1993 um fullnustu refsidóma verði ekki beitt svo fortakslaust nema með sérstakri lagaheimild sem ekki sé að finna í lögum. „Vegna þessa var beiðni Péturs Þórs ekki tekin til umfjöllunar á grundvelli heildarmats á aðstæðum hans með tilliti til þeirra sjónarmiða sem ákvæði laga um reynslulausn byggja á,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns. Telur ekki leyst úr mál- inu í sam- ræmi við lög Umboðsmaður Alþingis vegna synj- unar á reynslulausn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að það sé mjög til fyrirmyndar hjá Bláfjallanefnd að hafa sett af stað þá stefnumótunarvinnu, sem hefði verið kynnt í fyrra, og fengið norska sérfræðinga til liðs við sig til að gera tillögur um uppbyggingu skíðasvæðanna í nágrenni Reykjavíkur. Hins vegar séu þetta aðeins tillögur og forgangsröðun sé nauð- synleg, en ekkert sé því til fyrirstöðu að hefja fram- kvæmdir á næsta ári. Norðmennirnir Edgar Berentsen, arkitekt, og Alfred Andersen, verkfræðingur, hafa endurhann- að skíðasvæði víða um heim og á mánudag kynntu þeir tillögur sínar um uppbyggingu skíðasvæðanna í nágrenni Reykjavíkur. Í fyrravetur kom út stefnumótunarskýrsla Blá- fjallanefndar, þar sem settar voru fram hugmyndir um stóraukna uppbyggingu á þessum skíðasvæðum og skýrt mótuð markmið sem stefnt skyldi að á næstu átta árum. Í kjölfarið voru norsku sérfræð- ingarnir ráðnir til að gera faglega úttekt á svæð- unum. Nýjar lyftur og öryggismál Í tillögum Norðmannanna er m.a. lagt til að sett- ar verði upp fimm nýjar lyftur, þ.a. ein fjögurra sæta stólalyfta í Kóngsgili í Bláfjöllum og önnur eins í Skálafelli, á skíðasvæðunum í nágrenni Reykjavíkur, þ.e. í Bláfjöllum, Skálafelli og á Heng- ilssvæðinu, og níu lyftur verði færðar til. Í Skálafelli verði sett upp lyfta frá efri enda nýrrar stólalyftu og upp á topp og í Bláfjöllum og Skálafelli verði settar upp lyftur sem þjóni sérstaklega snjóbretta- svæðunum. Fram kemur að með endurskipulagningu lyftu- kerfanna gjörbreytist aðstaða til skíðaiðkunar á svæðunum, bæði fyrir keppnisfólk og þó sérstak- lega almenning. Fjölbreytni aukist með nýjum skíðaleiðum og með nýju skipulagi verði lyfturnar tengdar betur saman þannig að auðvelt verði að flytja sig til á skíðasvæðinu. Gert er ráð fyrir því að flutningsgeta skíðalyftna í Bláfjöllum aukist um 30%, úr 8.000 í 10.500 manns á klukkustund og um 50% í Skálafelli, frá 3.000 í 6.000 manns á klukku- stund. Ennfremur er lagt til að byggt verði upp öflugt gönguskíðasvæði í Bláfjöllum með nýjum og spenn- andi gönguleiðum, keppnisvangi og skála fyrir göngufólk. Lögð er áhersla á að koma upp snjósöfnunargirð- ingum til þess að nýta sem best þann snjó sem til fellur og flýta þannig fyrir opnun skíðasvæðanna. Í sama augnamiði verði skíðabrekkur endurmótaðar þannig að minna snjómagn þurfi til að þekja þær. Tillaga er um að auka og endurbæta lýsingu í brekkunum til að auðvelda skíðaiðkun í skammdeg- inu. Aðkoma að skíðasvæðunum verði stórbætt með malbikun og breikkun vega og stækkun bílastæða og í sumum tilvikum tilfærslu þeirra nær skíðaskál- um og lyftum. Komið verði á rafrænu miðakerfi á skíðasvæðunum þremur, sem eykur skilvirkni í af- greiðslu og kemur til með að auka tekjur skíða- svæðanna. Lyftumannvirki verði endurnýjuð í sam- ræmi við úttekt Det norske Veritas, rekstrar- fyrirkomulag skíðasvæðanna verði einfaldað og gert skilvirkara t.d. með stofnun hlutafélags um rekstur skíðasvæðanna þriggja og þjónustusamn- ingur verði gerður við sveitarfélögin. Þá segja Norðmennirnir að útbúa þurfi öryggis- áætlanir fyrir hvert einasta skíðasvæði sem ætlað sé fyrir alpagreinar, kaupa viðeigandi búnað og setja hann upp, því hvert slys sé einu slysi of mikið. 50 milljónir frá Reykjavík á ári Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, segir margt skynsamlegt í hugmyndunum en ekki sé þar með sagt að allt verði gert sem lagt sé til. Forgangs- röðun sé nauðsynleg en Bláfjallanefnd hafi 50 millj- ónir frá Reykjavíkurborg á ári til uppbyggingar og framkvæmda á svæðinu og hlutfallslega sambæri- legt fé frá öðrum viðkomandi sveitarfélögum. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir á næsta ári. Að sögn borgarstjóra þarf Bláfjallanefnd að taka tillit til framkominna tillagna, forgangsraða þeim og senda síðan mótaða áætlun til viðkomandi sveitarfélaga til umfjöllunar. Borgarstjóri um tillögur um uppbyggingu skíðasvæða í nágrenni Reykjavíkur Forgangsröðun nauðsynleg Morgunblaðið/Golli Norsku sérfræðingarnir leggja til miklar breytingar á skíðaaðstöðunni í Bláfjöllum. AUÐUNN Atlason, sendiráðsritari á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, segir 45 milljóna króna niðurskurð á framlögum til Ís- lensku friðargæslunnar eiga óum- flýjanlega eftir að hafa nokkur áhrif á áætlanir næsta árs en við afgreiðslu fjárlaga var fyrirhuguð fjárveiting næsta árs lækkuð úr 180 milljónum króna í 135 millj- ónir. „Það verður í raun óbreytt framlag til friðargæslu þar sem það er aukning framlagsins sem er skorin niður. Fjárveiting næsta árs verður þar af leiðandi sú sama og í ár,“ segir Auðunn. Þrátt fyrir niðurskurðinn verður að sögn Auð- uns engu að síður reynt að fram- fylgja því markmiði ríkisstjórnar- innar að efla þátttöku Íslendinga í friðargæslu. „Þetta er auðvitað rask á okkar metnaðarfyllstu áætl- unum en við reynum að halda okk- ar striki. Það verður farið hægar í sakirnar en ráðgert var í upphafi og við munum sjá til hvernig málin þróast á næsta ári og reyna að fjölga mönnum eftir því sem líður á árið og ná þá takmarkinu um 20 íslenska friðargæsluliða að störf- um erlendis í lok næsta árs,“ segir Auðunn. 100 einstaklingar valdir Íslensku friðargæsluna skipa þeir starfsmenn sem starfa að frið- argæslu á vegum utanríkisráðu- neytisins á hverjum tíma. Utanrík- isráðuneytið auglýsti í haust eftir umsóknum frá einstaklingum sem gefa vilja kost á sér til friðar- gæslustarfa. Rúmlega 250 manns gáfu kost á sér og um 100 ein- staklingar hafa verið valdir á við- bragðslista Íslensku friðargæsl- unnar. Gert er ráð fyrir að úr þeim hópi verði valdir einstakling- ar til að fjölga íslenskum friðar- gæsluliðum við störf erlendis, í 20 í árslok 2002 og 25 starfsmenn ár- ið 2003, í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar Íslands. Að því loknu verður metið hvort byggja eigi upp getu til að senda allt að 50 starfs- menn til friðargæslustarfa erlend- is. Framlag til friðargæslu óbreytt ÞRETTÁN voru heiðraðir í 90 ára afmælisfagnaði Lögmannafélags Íslands í gær. Félagið var stofnað 11. desember 1911 og á þeim tímamótum var slegið gullmerki félagsins sömu gerðar og merki félagsins sem er tákn um réttlæti og óhlutdrægni. Ásgeir Thoroddsen, formaður félagsins, sagði að gullmerkinu mætti sæma félagsmenn og aðra sem forráðamenn félagsins teldu að hefðu unnið dyggilega að mál- efnum félagsins og lögmanna- stéttarinnar. Fyrsta gullmerkið veitti hann Jóni Thors, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneyt- inu, sem Ásgeir sagði að hefði ásamt samstarfsmönnum setið ófáa samráðsfundi með fulltrúum Lögmannafélagsins. Sagði hann störf hans vitni um yfirgripsmikla þekkingu hans, áhuga og skilning. Þá sæmdi hann 12 fyrrverandi formenn félagsins gullmerkinu. Minnti hann á að skylda fylgdi störfum þeirra sem lögmanna að vera í félaginu. Væri það flestum ljúf skylda og lögmenn boðnir og búnir til að vinna fyrir félag sitt. Þessir lögmenn eru: Guðmundur Ingvi Sigurðsson, Þorsteinn Júlíusson, Helgi V. Jónsson, Jóhann H. Níelsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Sveinn Snorrason, sem var fjarverandi, Hákon Árnason, Gestur Jónsson, Ragnar Aðalsteinsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Sigurmar K. Al- bertsson og Jakob R. Möller. Á afmælishátíðinni flutti Sól- veig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, einnig ávarp. Kvað hún starf lögmanna þýðingarmikið og mikilvægt að starfsemi dómstóla væri vönduð. Helgi I. Jónsson, formaður Dóm- arafélags Íslands, flutti einnig ávarp, svo og Ragnhildur Arn- ljótsdóttir, formaður Lögfræð- ingafélags Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrettán voru sæmdir gullmerki Lögmannafélags Íslands á 90 ára afmæli þess, en tólf þeirra voru viðstaddir. Þrettán sæmdir gull- merki Lög- mannafélags Íslands HERBERGJANÝTING á hót- elum í Reykjavík og á lands- byggðinni minnkaði umtals- vert í nóvember í ár frá sama tíma í fyrra. Í Reykjavík minnkaði hún úr 70,28% í 55,74%. Á landsbyggðinni, að Akureyri og Keflavík undan- skildum, var nýtingin einungis 10,84%. Úrtak hótelanna í Reykjavík var 1.048 herbergi af rúmlega 1.500 hótelherbergjum í Reykjavík og var meðalverð á herbergi 5.206 krónur í stað 5.182 króna í fyrra. Segir í fréttatilkynningu frá Samtök- um ferðaþjónustunnar að hækkunin sé sennilega að mestu leyti tilkomin vegna gengisáhrifa. Tekið er fram að í nóvember árið 2000 hafi herbergjanýt- ingin í Reykjavík verið óvenju góð vegna Norðurlandaráðs- þings sem sýni hversu miklu munar um hverja stóra ráð- stefnu yfir vetrartímann. Meðalnýting á landsbyggð- inni í nóvmber í ár var 19,91 prósent en 24,26 prósent í fyrra og eru þá bæði Akureyri og Keflavík inni í myndinni. Sé horft fram hjá þessum stöðum er nýtingin mun verri, eða 10,84 prósent, en var 12 pró- sent í fyrra. Segir í fréttatil- kynninguni að um sögulegt lágmark sé að ræða. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir að eftir 11. september hafi orðið samdrátt- ur í ferðaþjónustu almennt. „Það skýrist af því að Banda- ríkjamenn hafa verið uppistað- an í þessu yfir veturinn og það er gríðarlega mikil minnkun núna í nóvembermánuði. Þetta er mjög léleg nýting því við áttum von á mjög góðu hausti og fram á vetur.“ Nýting á hótelum dregst saman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.