Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 15

Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 15
HÖF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 15 MIÐBORGARSTJÓRN telur brýnt að sem fyrst verði gengið frá samningi milli Reykjavíkur- borgar og ríkisins um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og hótels á austurhluta hafnar- svæðisins. Í framhaldi af því hvetur stjórnin til að verkefninu verði komið sem fyrst á fram- kvæmdastig. Bréf þessa efnis var lagt fyrir fund borgarráðs í síðustu viku. Í því kemur ennfremur fram að lokið er hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins undir fyrirhugaðar byggingar og að niðurstöður keppninnar verða tilkynntar fljótlega. Þá segir að sá dráttur sem þegar hefur orð- ið á verkefninu hafi dregið úr tiltrú hagsmunaaðila í ferða- þjónustu og tónlistarstarfi á að verkefnið komist í framkvæmd. „Mikilvægt er að þetta verk- efni komist á framkvæmdastig sem fyrst, meðal annars með ráðningu framkvæmdastjóra, og að unnið verði á næstu miss- erum að því að fá innlenda og er- lenda fjárfesta og rekstraraðila að verkefninu. Margt bendir til þess að á næstu árum sé rétti tíminn til að ráðast í þetta verk- efni og styrkja með því stöðu Ís- lands á sviði ferðaþjónustu og tónlistarlífs.“ Miðbæjarstjórnin bendir á að að undanförnu hafi mönnum orðið betur ljóst hve mikilvægt sé að efla ferðaþjónustuna og markaðssetja Ísland sem öruggt og gott land heim að sækja þar sem boðið er upp á samkeppnishæfa aðstöðu við það sem best þekkist í höfuð- borgum Evrópu. Tónlistar- og ráðstefnuhús Seinkun dregur úr tiltrú hags- munaaðila Miðborg                                

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.