Morgunblaðið - 12.12.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 12.12.2001, Síða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðventusamvera eldri borgara í Glerárkirkju verður fimmtudaginn 13. desember kl. 15.00. Gestur samverunnar verður séra Pétur Þórarinsson prófastur. Félagar úr kór Glerárkirkju syngja undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Að venju verður helgistund í upphafi samverunnar. Veitingar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Hlíðarskóli Laus er ein staða uppeldisfulltrúa frá 1. janúar 2002 Hlíðarskóli er lítill sérskóli fyrir börn á grunnskólaaldri í aðlögunarvanda, sem ekki hafa náð að fóta sig í hverfisskóla. Breytingavinna er hafin, sem miðar að því að efla skólann og tengja hann umhverfi sínu á virkan hátt. Framsækið uppbyggingarstarf er því framundan. Uppeldisfulltrúi starfar í nánu samstarfi við kennara og fjölskylduráðgjafa skólans að meðferð og kennslu nemenda. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og/eða reynslu í uppeldismálum. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Bryndís Valgarðsdóttir, í símum 462 4068 og 848 4709. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Umsóknum skal skilað í upplýsingaanddyri í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 17. desember 2001. AKUREYRARBÆR Skóladeild, Glerárgötu 26, 600 Akureyri.                                        !      "# $%& '   ())()   )* #  TÖLUVERT hvassviðri var á Akureyri í gærmorgun en þó ekkert í líkingu við ósköpin sem dundu yfir bæ- inn sl. föstudagskvöld. Þá brotnuðu og/eða rifnuðu áratuga gömul tré upp með rótum, enda fór vindhraðinn yfir 70 hnúta en í gærmorg- un fór vindhraðinn mest í 68 hnúta. Að sögn lögreglu var eitthvað um að smáhlutir fykju í gær en ekki var um tjón að ræða. Aftur á móti bar á hræðslu meðal fólks í mestu látunum. Slökkvilið Akureyrar fékk hins vegar tvívegis beiðni um aðstoð í gærmorgun. Skjólborð hafði losnað á svölum á 7. hæð á blokk við Drekagil. Óttast var að skjólborðið færi alveg af og mundi þannig valda tjóni eða slysi. Slökkviliðsmenn fóru uppá svalirnar og festu skjólborðið. Þá hafði garðhús farið af stað í einni vindhviðunni og óttast var að það gæti fokið enn frekar og valdið tjóni. Slökkviliðsmenn komu hús- inu á sinn stað og festu það niður. Hvass- viðri á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Helga Ingólfsdóttir, íbúi í Grænumýri, við um 12 metra hátt og 40–50 ára gam- alt lerkitré í bakgarði sínum sem brotnaði í hvassviðrinu sl. föstudagskvöld. HJÁLPRÆÐISHERINN mun leitast við að aðstoða þá sem þess þurfa nú fyrir jólin líkt og undanfarin ár. Næsta föstudag, 14. desem- ber gefst fólki kostur á að velja sér fatnað af flóamarkaði endur- gjaldslaust, en þar er að finna fjölbreytt úrval af alls kyns fatnaði á börn og fullorðna. Markaðurinn verður opinn frá kl. 10 til 18. Þá verður Hjálp- ræðisherinn með innsöfnun fyr- ir þessi jól og úthlutar til þeirra sem með þurfa. Byrjað var að taka á móti umsóknum nú í byrjun vikunnar og stendur til jóla, en tekið verður við um- sóknunum á milli kl. 19 og 20. Úthlutað verður 20. desember næstkomandi frá kl. 17 til 20. Hjálpræðisherinn minnir af þessu tilefni á jólapotta sína sem eru í göngugötunni í Hafn- arstræti og á Glerártorgi, þar sem fólk getur komið með framlög sín, en Hjálpræðisher- inn mun eins og endranær reiða sig á örlæti almennings til að geta orðið öðrum að liði. Hjálpræðisherinn Veita að- stoð fyrir jólin PAPPÍRSTÆTARA sem Dalvík- urbyggð hefur fest kaup á hefur verið komið fyrir í Klemmunni á Dalvík og þangað getur fólk komið með dagblöð og pappa sem síðan er tætt niður í kurl, sem notað er undir húsdýr. Halldór Guðmundsson, félags- málastjóri í Dalvíkurbyggð, sagði að um tilraunaverkefni væri að ræða og ætluðu menn að sjá hvernig gengi fram á næsta vor. Smári Tóm- asson í Vík í Mýrdal smíðaði tæt- arann en þeir Dalvíkingar rákust á samskonar vél á Hvammstanga og leist vel á hugmyndina, að sögn Ingvars Arnar Sigurbjörnssonar sem hefur umsjón með verkefninu. Gámum hefur verið komið fyrir á völdum stöðum í byggðarlaginu og kvaðst Halldór vona að menn tækju við sér og skiluðu þangað dag- blöðum og bylgjupappa. „Þetta er allt að koma, fólk þarf að venjast þessum möguleika og söfnunin hef- ur verið að aukast eftir því sem fleiri frétta af þessu,“ sagði Halldór. Hann sagði að einnig yrði reynt að fá verslanir til liðs við verkefnið og vonandi tækist að ná saman nægu hráefni fyrir tætarann. Opið er í Klemmunni frá kl. 13 til 15 alla virka daga og miðar þetta tilraunaverkefni að því að fatlaðir eða fólk sem ekki hefur fulla starfs- getu fái þarna atvinnu. „Hug- myndin er síðan að víkka út starf- semina og reyna að afla okkur fleiri verkefna og er ég bjartsýnn á að það muni ganga,“ sagði Halldór. Þegar pappírinn og pappinn hef- ur farið gegnum tætarann verður til eins konar kurl og er nú á nokkrum bæjum gerð tilraun með að nota það undir húsdýr; hross, kýr, svín og hænsni, og þá standa vonir einnig til að hægt verði í einhverjum tilvikum að nota kurlið undir gæludýr. Ingv- ar sagði sag, sem fram til þessa hef- ur verið notað, vera dýrt núorðið og menn væru að leita ódýrari lausna. Þeir félagar sögðu að nú í fyrstu væri verið að skoða hvernig kurlið reyndist en síðan þyrfti að búa til eftirspurn eftir vörunni. Fram- haldið væri svo undir því komið að tækist að selja vöruna. „Við gefum okkur 6 mánuði í þetta verkefni þannig að í vor verður ljóst hvernig þetta tekst en við eru bjartsýn,“ sagði Halldór. Auk Ingvars vinna þeir Magnús Páll Gunnlaugsson og Þorsteinn Kristinn Stefánsson við að vinna pappírskurlið og líkar vel. Dalvíkurbyggð kaupir pappírstætara Búa til kurl undir húsdýr Þannig líta dagblöð og pappakassar út eftir að hafa farið í tætarann. Magnús Páll Gunnlaugsson matar pappírstætarann. Morgunblaðið/KristjánMorgunblaðið/Kristján JÚLÍUS Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, mun kynna frumniðurstöður PISA-rannsóknar- innar á árangri 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði á morgun, fimmtudaginn 13. desem- ber. Kynningin fer fram í stofu 14 í Há- skólanum á Akureyri, Þingvalla- stræti 23, og hefst kl. 16.15. PISA er ný alþjóðleg rannsókn á vegum OECD og var Ísland meðal þátttökulanda. Allir íslenskir nem- endur í 10. bekk árið 2000 tóku þátt í rannsókninni. Fyrir utan að meta ár- angur nemenda fjallar PISA einnig um viðhorf þeirra, námsvenjur og vinnuaðferðir og hvernig þessir þættir hafa áhrif á námsárangur. Kynning á PISA-rannsókn FJÓRIR norðlenskir listamenn kynna nýútkomin verk sín fimmtu- daginn 13. desember kl. 20 í Minja- safninu á Akureyri. Ingibjörg Hjart- ardóttir og Helgi Þórsson lesa úr skáldsögunum Upp til Sigurhæða og Rottusögur. Þórarinn Hjartarson syngur ljóð eftir Pál Ólafsson af geislaplötunni Söngur riddarans og Hjörleifur Hjartarson les úr þýðing- um sínum á barnabókunum Skað- ræðisskepnur eftir Roald Dahl og Flissararnir eftir Roddy Doyle. Á boðstólum verður jólaöl og pip- arkökur. Í Minjasafninu stendur nú yfir sýning á gömlu jólaskrauti og jóla- kortum í eigu safnsins auk fastasýn- inganna Akureyri – bærinn við Poll- inn og Eyjafjörður frá öndverðu. Kvöldvaka á Minjasafni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.