Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 19 ...í skíðaferðina N O N N I O G M A N N I • 4 8 0 1 / sia .is BRÆÐURNIR Ágúst Guðmunds- son, stjórnarformaður Bakkavar- ar, og Lýður Guðmundsson, for- stjóri Bakkavarar, hlutu í gær Viðskiptaverðlaun DV, Stöðvar 2 og Viðskiptablaðsins fyrir árið 2001. Jafnframt var Arngrímur Hermannsson, stjórnarformaður Íslenskra ævintýraferða, valinn frumkvöðull ársins 2001. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra afhenti þremenn- ingunum verðlaunin og sagði þá vel að þeim komna. Fyrir hönd bræðranna í Bakkavör þakkaði Ágúst Guðmundsson starfs- mönnum Bakkavarar og velunn- urum stuðninginn í gegnum tíð- ina. Þá sagði Arngrímur Hermannsson frumkvöðlaverð- launin hvatningu fyrir aðra brautryðjendur. Vitnaði hann til hvatningarorða góðvinar síns og sagði: „Aldrei hefur komið svo vont veður að ekki hafi komið gott veður á eftir því.“ Dómnefnd sátu Jónas Haralds- son, aðstoðarritstjóri DV, Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, og Örn Valdimarsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins. Morgunblaðið/Þorkell Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Arngrímur Hermannsson, stjórnarformaður Íslenskra æv- intýraferða, og Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar. Viðskiptaverðlaunin 2001 til bræðranna í Bakkavör Arngrímur Her- mannsson frum- kvöðull ársins Velkomin í Hólagarð         NIÐURSKURÐARTILLÖGUR á aflaheimildum Evrópusambandsins hafa mætt mikilli andstöðu meðal sjómanna víða í álfunni og hafa þeir hvatt sjávarútvegsráðherra viðkom- andi ríkja til að samþykkja ekki til- lögurnar. Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að heildarafli aðild- arríkja sambandsins verði samtals dreginn saman um 14% á næsta ári. Niðurskurðurinn bitnar þó mis- mikið á einstökum aðildarlöndum. Ef tillögur framkvæmdastjórnar ESB verða að veruleika verður kvóti írskra útgerða skorinn niður um allt að 70% á næsta ári. Í næstu viku á írskur fiskiðnaður ennfremur von á að tilkynnt verði um miklar takmarkanir á því hvernig og hve- nær má fiska, samkvæmt nýrri frið- unaráætlun fyrir hrygningarþorsk, -ýsu og -lýsing. Enn frekari hömlur vofa yfir írskum fiskiðnaði vegna nýrra takmarkana á styrkjum ESB til endurnýjunar fiskiskipaflota, sem gæti kollvarpað áætlunum Íra um nýsmíðar fiskiskipa. Tólf fiskistofnar að hruni komnir Framkvæmdastjórn ESB segir að þrátt fyrir niðurskurð í fiskiskipa- flota aðildarlandanna sé veiðigeta fiskiskipa sambandsins í heild enn helmingi meiri en þörf krefur fyrir þann fisk sem veiða má. Fram- kvæmdastjórnin vill að aðildarríkin samþykki kvótatillögurnar á árleg- um aðalfundi hennar um áramótin. Þar eru m.a. tillögur um 20–30% niðurskurð á hvítfisk- og rækju- kvóta Íra í Atlantshafi, ofan á kvóta- niðurskurð sl. árs. Kvóti á uppsjáv- arfiski, öðrum en makríl, mun þá minnka um 30–70%. Tillögurnar um kvótaniðurskurð í Írskahafi eru enn harkalegri, t.d. 52% niðurskurður á ýsukvóta. Þótt áður hafi yfirleitt ekki verið farið eftir þessum tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar leggur dr. Franz Fischler, yfirmaður sjávarút- vegsmála hjá ESB, áherslu á að nú þurfi að taka fast á þessum málum vegna lélegs ástands fiskistofna. Hann hefur sagt að nú séu að minnsta kosti 12 fiskistofnar að hruni komnir, allt vegna of mikillar afkastagetu fiskiskipaflotans og að ekki hafi verið fylgt eftir ráðlegg- ingum vísindamanna. Sjávarútvegsráðherra Íra, Frank Fahey, telur að tillögur ESB um niðurskurð kvóta gangi of langt. Hann segist viðurkenna að ástand fiskistofna sé alvarlegt, en að aðrar leiðir verði að fara, s.s. tæknilegar verndunaraðgerðir og lokun hrygn- ingarsvæða. Hann segir að svo rót- tækur kvótaniðurskurður sem bandalagið leggur til hafi mikil áhrif á lítil aðildarlönd eins og Írland, og að engin grein iðnaðar geti búið við 60 prósenta skerðingu hráefnisöfl- unar á einu ári. Ennfremur segir Fahey að tillögur framkvæmda- stjórnar ESB gangi lengra en ráð- gjöf fiskifræðinga. Verndun verði innan skynsamlegra marka Þá hafa franskir sjómenn heitið því að halda uppi þrýstingi á sjáv- arútvegsráðherra sinn, Jean Glav- any, fram að umræðufundi ESB um kvótaúthlutun sem fer fram 17. og 18. desember. Sjómennirnir telja kvótatillögur ESB fráleitar og segja að þeir séu hlynntir verndun fiski- stofna en slík verndun verði að vera innan skynsamlegra marka. Kvótatillögur ESB mæta and- stöðu sjómanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.