Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 21

Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 21 OD DI HF H7 97 9 73.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V420 Nýr glæsilegur skápur. 190 l kælir, 90 l frystir. H x b x d = 175 x 60 x 64 sm. 79.900 kr. stgr. Eldavél HL 54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun. 64.900 kr. stgr. Bakstursofn HB 28024 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. 14.700 kr. stgr. Nýr þráðlaus sími Gigaset 4010 Classic Númerabirtir. DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Siemens færir þér draumasímann. 49.900 kr. stgr. Helluborð ET 72654EU Keramíkhelluborð með áföstum rofum. Flott helluborð á fínu verði. 59.900 kr. stgr. Þvottavél WXB 1060BY Frábær ný rafeindastýrð þvottavél á kostakjörum. 1000 sn./mín. 9.900 kr. stgr. Ryksuga VS 51B22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. 64.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE 34234 Ný uppþvottavél. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. Umboðsmenn um land allt. Í samantekt Landsbankans – Landsbréfa segir að á heildina lit- ið séu 9 mánaða uppgjör fyrir- tækja á VÞÍ betri en búast mátti við. Þrátt fyrir að rekstrarum- hverfi og efnahagsástand hérlend- is sem og erlendis hafi farið versn- andi upp á síðkastið komi það mjög misjafnlega niður á afkomu mismunandi atvinnugreina. Sumar atvinnugreinar séu í mikilli sókn á meðan aðrar berjist í bökkum. „Sé fyrst litið á jákvæðu hlið- arnar skila útflutningsgreinarnar almennt góðri afkomu. Sjávarút- vegurinn skilar mjög góðri fram- legð, sama má segja um olíufélögin og tryggingafélögin skila ágætri afkomu. Lyfja-, iðnaðar- og fram- leiðslufyrirtækin eru á nokkuð jafnri siglingu en almennt var ekki um mikla breytingu á rekstri fé- laga í þessum greinum á nýliðnum ársfjórðungi að ræða. Afkoma bankanna var viðunandi að teknu tilliti til erfiðra rekstr- arskilyrða. Uppgjör félaga í versl- un og þjónustu voru nokkuð undir væntingum. Hagnaður fyrir afskriftir jókst um 16,5 milljarða Samgöngu- og upplýsingatækni- geirinn eiga einna mest í vandræð- um. Afkoma samgöngufyrirtækj- anna á 3. ársfjórðungi var þó betri en reiknað var með en staða félag- anna og rekstrarskilyrði eru al- mennt séð heldur bágborin. Nokk- ur fyrirtæki í samgöngu- og upp- lýsingatæknigeiranum eru í veru- lega slæmri stöðu og sér ekki fyrir endann á því, a.m.k. ekki til skemmri tíma litið,“ segir í sam- antektinni. Heildarrekstrartekjur fyrir- tækja á VÞÍ á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu 331,9 milljörðum króna. Til samanburðar var velta sömu fyrirtækja á fyrstu sex mán- uðum ársins 209,5 milljarðar og 368,2 milljarðar allt árið í fyrra. Þar sem einungis fáein félög skiluðu samanburðartölum fyrir fyrstu níu mánuði síðasta árs er ekki hægt að sýna samanburð með þeim hætti sem gefur bestan sam- anburð. Samanlagður hagnaður fyrir- tækjanna fyrir afskriftir nam 36,15 milljörðum króna og jókst um 16,5 milljarða á þriðja árs- fjórðungi. Á öllu síðasta ári nam heildarhagnaður félaganna fyrir afskriftir 31,4 milljörðum króna. „Aukning EBITDA-framlegðar frá síðasta ári skýrist meðal ann- ars af aukinni framlegð sjávar- útvegsfyrirtækja í kjölfar veik- ingar krónunnar og uppkaupa erlendra fyrirtækja. Þannig jókst framlegð í krónutölu á þriðja ársfjórðungi mest hjá félögum í sjávarútvegi, samgöngum, olíu- dreifingu og hjá fjarskiptafyrir- tækjum. Vegið framlegðarhlutfall allra fyrirtækjanna nam 10,9% og hækkaði lítillega miðað við hálfs- ársuppgjör. Framlegðarhlutfall batnaði í öll- um atvinnugreinum nema upplýs- ingatækni og lyfjafyrirtækjum á þriðja ársfjórðungi. Hlutfallslega varð mestur fram- legðarbati hjá samgöngufyrirtækj- um, olíufyrirtækjum, iðnaðarfyrir- tækjum og fjarskiptafyrirtækj- um,“ segir í samantekt Lands- bankans – Landsbréfa. Samanlagður hagnaður fyrirtækja á VÞÍ 3,7 milljarðar fyrstu 9 mánuðina Mikil um- skipti á mjög stuttum tíma SAMANLAGÐUR hagnaður allra fyrirtækja á Verðbréfa- þingi Íslands á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 3.691 milljón króna en tap upp á 5.378 milljónir króna varð á fyrstu 6 mán- uðum ársins, að því er kemur fram í samantekt Landsbankans – Landsbréfa. Þetta eru mikil umskipti á stuttum tíma og munar þar mestu um sjávarútveg, samgöngur, olíudreifingu og fjármálafyrirtæki. Landsbankinn – Landsbréf segja að hafa beri í huga að margt stuðlar að betri afkomu, svo sem framlegðarbati útflutningsfyrirtækja, lítið gengistap á þriðja ársfjórðungi og tekjufærsla skattalegra skuldbindinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.