Morgunblaðið - 12.12.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 12.12.2001, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 25 GRAFÍK hefur verið að leita upp á yfirborðið á undanförnum misserum eftir að greinin varð fyrir miklum skell í lok áttunda ára- tugarins. Félagið Ís- lensk grafík – með að- setur í Hafnarhúsinu gegnt höfninni – hefur verið mjög virkt í vinnustofu- og sýn- ingahaldi og sýning þess á Kjarvalsstöðum fyrir einu eða tveimur árum bar vott um mikla gerjun og vænt- ingar. Gangur listgreina fer ætíð í bylgjum eins og vegur trillu á rúmsjó. Í sjálfu sér er listin ætíð háð horfum og möguleikum og tengist þá gjarnan tæknilegri framvindu. Stundlegir mögu- leikar listgreina opn- ast og lokast í takt við tæknilega og mynd- ræna uppgötvun og uppörvun hverju sinni. Raunar á þetta við um alla list. Landafundir og landnám eru list- inni algjör nauðsyn og því hegðar listheimur- inn sér gjarnan eins og óþreyjufullir sprett- hlauparar sem bíða hvellsins. Félagarnir fimm hjá Ófeigi eru til marks um endurvak- inn áhuga á grafík og þrykktækni. Að vísu er þetta ekki alls kostar rétt því undantekningin sannar víst regl- una. Hafsteinn M. Guðmundsson er sá eini í hópnum sem einhverra hluta vegna kýs að sýna málverk og hleypa þannig heildinni í uppnám. Það er í sjálfu sér ekkert út á handbragð hans að setja, en verkið hljómar því miður ekki alltof vel innan um hin sökum stærðar sinnar og tæknilegr- ar sérstöðu. Bókverk Stellu Sigurgeirdóttur – 5 kílómetrar – tengt dvöl hennar á Írlandi, og unnið með frottage- teiknitækni, smellur hins vegar afar vel við ljóðrænt steinþrykk Karls Emils Guðmundssonar, myndasögu- legar ljósmyndþrykkmyndir Helga Snæs Sigurðssonar og fínlegar blendingsætingar Sírnis H. Einars- sonar. Vissulega væri gaman að sjá meiri áhættu og funa í tilraunum þessara annars prýðilegu lista- manna, en víst er að með sýningunni heldur íslensk grafík áfram að sækja í sig veðrið. Allir nema einn MYNDLIST Gallerí Ófeigs, Skólavörðustíg Sírnir H. Einarsson, Karl Emil Guð- mundsson, Helgi Snær Sigurðsson, Hafsteinn M. Guðmundsson & Stella Sigurgeirsdóttir Til 13. desember. Opið á verslunartíma. GRAFÍK & MÁLVERK Morgunblaðið/Ásdís Eitt af verkum Sírnis H. Einarssonar á sýning- unni í Galleríi Ófeigs, Skólavörðustíg. Halldór Björn Runólfsson Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Jólatónleikar verða kl. 20 og 22. Fram koma: Lofgjörðarhópur Fíla- delfíu, Gospel- kompaníið og hljóm- sveitin Godzpeed. Einsöngv- arar eru Páll Rósinkranz, Guðrún Gunnars- dóttir, Þóra Gréta Þórisdóttir, Kristín Ósk Gestsdóttir, Erdna Varðardóttir, Geir Jón Þórisson og Hjalti Gunn- laugsson. Hljómsveit hússins skipa Óskar Einarsson, píanóleikari og tónlist- arstjóri; Jóhann Ásmundsson bassaleikari; Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari; Hjalti Gunnlaugsson gítarleikari og Þórir Haraldsson orgelleikari. Tónleikarnir verða teknir upp og sýndir í Ríkissjónvarpinu að kvöldi aðfangadags. Allur ágóði af miðasölunni rennur óskiptur til þeirra sem minna mega sín um jólin. Langholtskirkja Gospelsystur Reykjavíkur, undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur, halda tón- leika kl. 20.30. Á tónleikunum syng- ur Stúlknakór Reykjavíkur. Gospelsystur frumflytja nýtt jóla- lag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson við texta eftir stjórnandann Mar- gréti J. Pálmadóttur. Undirleikari er Agnar Már Magn- ússon og Stefán S. Stefánsson sér um flautu, saxófón og slagverk. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Skuggasýning verður kl. 20.30. Sýnd verður hin umdeilda heimild- armynd Hughes-bræðra, American Pimp, bakatil í galleríinu. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntafræð- ingur mun halda stutt spjall þar sem hann veitir innsýn í ýmsa þætti myndarinnar. Umræður standa jafnframt opnar. Myndin er kynnt á vefsíðu Skugga á www.galleriskuggi.is Húsið verður opnað kl. 20 og gefst gestum jafnframt kostur á að skoða myndlistarsýningu Jóns Sæmundar Auðarsonar og Páls Banine „Séð og heyrt“. Aðgangur er ókeypis. Í DAG Páll Rósinkranz Smekk- leysa hef- ur gefið út hljóm- diskinn Minn heimur og þinn, þar sem Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, flytur lög íslenskra kvenna við ljóð ís- lenskra kvenna. Á disknum eru átján lög eftir eldri tónskáld og yngri, en níu lög voru frumsamin sérstaklega fyrir verkefnið sem spannar tuttugustu öldina í ljóðum og tónum. Minn heimur og þinn er fyrsti hljóm- diskur Ásgerðar, en hún hefur sungið á tónleikum hér heima og erlendis, og nýlega frumflutt ný verk eftir Jórunni Viðar og Karólínu Eiríksdóttur. Meðal tónskálda sem eiga lög á disknum eru Jórunn Viðar, Karólína Ei- ríksdóttir, Björk, Þuríður Jónsdóttir, Magga Stína, Móa, Bára Grímsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir. Í hópi ljóð- skáldanna eru Steinunn Sigurð- ardóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Gerður Kristný og Oddný Kristjánsdóttir. Hljóðfæraleikarar á disknum eru Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Auður Hafsteins- dóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Ás- hildur Haraldsdóttir, Hörður Áskels- son, Reynir Jónasson og Marion Herrera, ásamt kórfélögum úr Scola cantorum. Atli Heimir Sveinsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Hlynur Aðils Vilm- arsson útsetja hver sitt lagið. Upptökur fóru fram í Salnum í Kópa- vogi og Digraneskirkju sumarið 2001. Sönglög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.