Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 25 GRAFÍK hefur verið að leita upp á yfirborðið á undanförnum misserum eftir að greinin varð fyrir miklum skell í lok áttunda ára- tugarins. Félagið Ís- lensk grafík – með að- setur í Hafnarhúsinu gegnt höfninni – hefur verið mjög virkt í vinnustofu- og sýn- ingahaldi og sýning þess á Kjarvalsstöðum fyrir einu eða tveimur árum bar vott um mikla gerjun og vænt- ingar. Gangur listgreina fer ætíð í bylgjum eins og vegur trillu á rúmsjó. Í sjálfu sér er listin ætíð háð horfum og möguleikum og tengist þá gjarnan tæknilegri framvindu. Stundlegir mögu- leikar listgreina opn- ast og lokast í takt við tæknilega og mynd- ræna uppgötvun og uppörvun hverju sinni. Raunar á þetta við um alla list. Landafundir og landnám eru list- inni algjör nauðsyn og því hegðar listheimur- inn sér gjarnan eins og óþreyjufullir sprett- hlauparar sem bíða hvellsins. Félagarnir fimm hjá Ófeigi eru til marks um endurvak- inn áhuga á grafík og þrykktækni. Að vísu er þetta ekki alls kostar rétt því undantekningin sannar víst regl- una. Hafsteinn M. Guðmundsson er sá eini í hópnum sem einhverra hluta vegna kýs að sýna málverk og hleypa þannig heildinni í uppnám. Það er í sjálfu sér ekkert út á handbragð hans að setja, en verkið hljómar því miður ekki alltof vel innan um hin sökum stærðar sinnar og tæknilegr- ar sérstöðu. Bókverk Stellu Sigurgeirdóttur – 5 kílómetrar – tengt dvöl hennar á Írlandi, og unnið með frottage- teiknitækni, smellur hins vegar afar vel við ljóðrænt steinþrykk Karls Emils Guðmundssonar, myndasögu- legar ljósmyndþrykkmyndir Helga Snæs Sigurðssonar og fínlegar blendingsætingar Sírnis H. Einars- sonar. Vissulega væri gaman að sjá meiri áhættu og funa í tilraunum þessara annars prýðilegu lista- manna, en víst er að með sýningunni heldur íslensk grafík áfram að sækja í sig veðrið. Allir nema einn MYNDLIST Gallerí Ófeigs, Skólavörðustíg Sírnir H. Einarsson, Karl Emil Guð- mundsson, Helgi Snær Sigurðsson, Hafsteinn M. Guðmundsson & Stella Sigurgeirsdóttir Til 13. desember. Opið á verslunartíma. GRAFÍK & MÁLVERK Morgunblaðið/Ásdís Eitt af verkum Sírnis H. Einarssonar á sýning- unni í Galleríi Ófeigs, Skólavörðustíg. Halldór Björn Runólfsson Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Jólatónleikar verða kl. 20 og 22. Fram koma: Lofgjörðarhópur Fíla- delfíu, Gospel- kompaníið og hljóm- sveitin Godzpeed. Einsöngv- arar eru Páll Rósinkranz, Guðrún Gunnars- dóttir, Þóra Gréta Þórisdóttir, Kristín Ósk Gestsdóttir, Erdna Varðardóttir, Geir Jón Þórisson og Hjalti Gunn- laugsson. Hljómsveit hússins skipa Óskar Einarsson, píanóleikari og tónlist- arstjóri; Jóhann Ásmundsson bassaleikari; Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari; Hjalti Gunnlaugsson gítarleikari og Þórir Haraldsson orgelleikari. Tónleikarnir verða teknir upp og sýndir í Ríkissjónvarpinu að kvöldi aðfangadags. Allur ágóði af miðasölunni rennur óskiptur til þeirra sem minna mega sín um jólin. Langholtskirkja Gospelsystur Reykjavíkur, undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur, halda tón- leika kl. 20.30. Á tónleikunum syng- ur Stúlknakór Reykjavíkur. Gospelsystur frumflytja nýtt jóla- lag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson við texta eftir stjórnandann Mar- gréti J. Pálmadóttur. Undirleikari er Agnar Már Magn- ússon og Stefán S. Stefánsson sér um flautu, saxófón og slagverk. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Skuggasýning verður kl. 20.30. Sýnd verður hin umdeilda heimild- armynd Hughes-bræðra, American Pimp, bakatil í galleríinu. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntafræð- ingur mun halda stutt spjall þar sem hann veitir innsýn í ýmsa þætti myndarinnar. Umræður standa jafnframt opnar. Myndin er kynnt á vefsíðu Skugga á www.galleriskuggi.is Húsið verður opnað kl. 20 og gefst gestum jafnframt kostur á að skoða myndlistarsýningu Jóns Sæmundar Auðarsonar og Páls Banine „Séð og heyrt“. Aðgangur er ókeypis. Í DAG Páll Rósinkranz Smekk- leysa hef- ur gefið út hljóm- diskinn Minn heimur og þinn, þar sem Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, flytur lög íslenskra kvenna við ljóð ís- lenskra kvenna. Á disknum eru átján lög eftir eldri tónskáld og yngri, en níu lög voru frumsamin sérstaklega fyrir verkefnið sem spannar tuttugustu öldina í ljóðum og tónum. Minn heimur og þinn er fyrsti hljóm- diskur Ásgerðar, en hún hefur sungið á tónleikum hér heima og erlendis, og nýlega frumflutt ný verk eftir Jórunni Viðar og Karólínu Eiríksdóttur. Meðal tónskálda sem eiga lög á disknum eru Jórunn Viðar, Karólína Ei- ríksdóttir, Björk, Þuríður Jónsdóttir, Magga Stína, Móa, Bára Grímsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir. Í hópi ljóð- skáldanna eru Steinunn Sigurð- ardóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Gerður Kristný og Oddný Kristjánsdóttir. Hljóðfæraleikarar á disknum eru Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Auður Hafsteins- dóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Ás- hildur Haraldsdóttir, Hörður Áskels- son, Reynir Jónasson og Marion Herrera, ásamt kórfélögum úr Scola cantorum. Atli Heimir Sveinsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Hlynur Aðils Vilm- arsson útsetja hver sitt lagið. Upptökur fóru fram í Salnum í Kópa- vogi og Digraneskirkju sumarið 2001. Sönglög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.