Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 28

Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er sagt að í henni veröld sé rými fyrir alla list og eigi að vera, því bönn geri ekki annað en að hefta þró- un hugmyndanna, og á það ekki að- eins við í listum heldur öllum vitræn- um umsvifum mannsins og hug- myndasköpun hans. Það má jafnvel ekki banna listaskapendum að einangra sig, en slíkt fylgir oft þeim listamönnum sem til- einka sér fastmótuð og ósveigjanleg hug- myndakerfi, er oftlega byggjast meira á að hafna frekar en að boða nokkuð nýtt. Þetta er að nokkru leyti staða nútímatón- listar í dag, sem heldur í matsgildi sem eiga sér nærri 100 ára sögu. Ýmislegt sem bar fyrir eyru á aðventutónleikum Cap- ut-hópsins sl. sunnudag í Listasafni Reykjavíkur minnti á vinnubrögð Antons Weberns, hvað varðar tón- punktanotkun, en einnig á tematísk vinnubrögð í fyrstu atónal verkum Schönbergs. Það sem síðar hefur bæst við er „minimal“, þrástefjun og „kaotísk“ kyrrstaða, sem komst í tísku um miðja síðustu öld. Þannig má segja að í tveimur fyrstu verk- unum hafi fátt nýtt komið fram hvað varðar tónskipan og samskipan blæ- brigða, þ.e.a.s. allt var samkvæmt bókinni. Þrátt fyrir þetta var ýmis- legt fallegt í fyrsta verki tónleikanna, eftir Svein L. Björnsson, sem hann nefnir Af steinum og er samið fyrir fimmtán flytjendur. Það var sérstak- lega í upphafi verksins að eitthvað heyrðist sem tengja mætti við steina- ríkið. Hins vegar voru einraddaðar píanókadensurnar ákaflega lítilfjör- legar, ekki aðeins mínimal, og „túttí“-kaflarnir sumir frekar við- burðasnauðir, kyrrstæð kaós. Verk Úlfars Inga var töluvert við- burðamikið, sérstaklega fyrsti kafl- inn, en það heitir á frummálinu Worlds of a Third Sign og á líklega við ímyndað tákngildi einhvers kon- ar rúnaleturs, samkvæmt nafngift annars kaflans, The Third Rune. Þrátt fyrir að fátt nýtt sé í þessu rúnaverki er það býsna vel unnið samkvæmt hefðbundnum gildum síðustu aldar og voru bæði verkin, Af steinum og Heimur þriðja táknsins, vel flutt. Í seinna verkinu, sem er samið fyrir gítar, klarinettu og selló, skar klarinettan sig nokkuð úr í stak- tónaleiknum og að því leyti til var á köflum ekki gott hljómrænt jafnvægi milli hljóðfæranna. DA-fantasíuna samdi Leifur Þór- arinsson 1979 og þar gat að heyra margt af því sem menn fengust við fyrir 22 árum. Þetta fallega verk var að mörgu leyti vel flutt af Guðrúnu Óskarsdóttur. Lokaverk tónleikanna voru útsetningar á gömlum sálmalögum eftir Þórð Magnússon. Það er hægt að velja margar leiðir í útfærslu gamalla sálmalaga og ein er sú að klæða þau í tónbúning nútímalegr- ar tónskipunar, sem fjærst því sem annars ætti við ef nota ætti þessi sálmalög við hefð- bundna messugjörð. Það má segja að Þórður hafi farið bil beggja, því hann lætur lögin halda gerð sinni, sem Ólafur Kjartan Sigurðarson söng af öryggi. Margt var fallega gert í rit- hætti fyrir tíu hljóðfæraleikara, þó að á stundum væri sálmalagið nokk- uð eitt á báti og útsetningin spunnin utan við og kringum sálmalagið. Besta útsetningin var yfir síðasta sálmalagið, Í nótt hefur mig Guðs náðar hönd, reyndar mjög vel unnin og hrynrænt skemmtileg og lyfti sálmalaginu upp úr silalegu tónferl- inu. Margt í þessum útsetningum gefur tilefni til að vænta einhvers úr smiðju Þórðar ef hann gefur sér frjálsar hendur í mótun eigin tón- máls. Hvað sem annars má segja um ein- stök verk á þessum tónleikum er ljóst að ungu tónskáldin eru alvar- lega þenkjandi og kunna margt fyrir sér en tíminn verður að ljá þeim eyra til að rata um völundarhús listarinn- ar, þar sem efinn er einn til leiðsagn- ar en sannfæringin leiðir til þess eins að menn villast af leið. Efinn er einn til leiðsagnar TÓNLIST Listasafn Reykjavíkur Caput-hópurinn undir stjórn Úlfars Inga Haraldssonar frumflutti þrjú kammerverk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Úlfar Inga Haraldsson, Þórð Magnússon og DA- fantasíuna eftir Leif Þórarinsson. Sunnu- daginn 9. desember. AÐVENTUTÓNLEIKAR Úlfar Ingi Haraldsson Jón Ásgeirsson SCHOLA cantorum er fimm ára kammerkór sem starfræktur er við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á þessum skamma tíma hefur Schola cantorum sýnt að hann er einn okkar allra bestu kóra og vann strax í frumbernsku til verðlauna á erlendri grund fyrir söng sinn. Tónleika kórsins hefur jafnan ver- ið beðið með eftirvæntingu; þeir hafa þótt menningarviðburðir sem ekki væri stætt á að missa af. Á nýjum geisladiski syngur kór- inn sjö íslensk kórverk; allt frá stuttum sálmum til lengri verka. Nafn geisladisksins er dregið af fyrsta verkinu, sálminum Heyr himna smiður sem Þorkell Sigur- björnsson samdi við vers Kolbeins Tumasonar. Strax í þessu fyrsta verki er tónninn gefinn fyrir það sem á eftir kemur. Það er ekki erf- itt að lýsa söng Schola cantorum; himnesk fegurð eru orðin sem ein- kenna söng þessa góða kórs. Þetta er kór í fullkomnu jafnvægi; Hörð- ur Áskelsson heldur öllum þráðum músíkalskrar túlkunar í hendi sér og leikur á þetta hljóðfæri sitt eins og Orfeus á lýruna forðum. Radd- gæði kórsins eru mikil; ekki bara að kórfélagar séu skólaðir og flink- ir í sínu fagi, heldur falla raddir og raddhópar fullkomlega saman í yndislegum samhljómi. Viðamesta verkið á diskinum er Sam’s Mass eftir John Speight, samið í minningu ungs vinar tón- skáldsins við latneskan messu- texta. Það var ein mesta músík- upplifun síðustu ára að heyra Schola cantorum, Mörtu Halldórs- dóttur og Daða Kolbeinsson frum- flytja þetta verk í Hallgrímskirkju fyrir nokkrum árum. Það var upp- lifun engri lík að finna hvernig þetta ægifagra verk snart heilan sal tónleikagesta inn að hjarta, og þögnin sem skapaðist í lok flutn- ingsins var ein sú sterkasta sem undirrituð hefur upplifað, það var eins og salurinn vildi ekki eyði- leggja stemmninguna með klappi. Auðvitað brast það þó á um síðir og var mikið og innilegt. Það er því ekki lítill fengur í að geta nú gengið að því vísu í hillunni hjá sér til afnota hvenær sem hugurinn þarf. Söngur Mörtu og kórsins er stórkostlegur, og einsöngvarar í röðum kórfélaga leggja sitt af mörkum í fallegum einsöngshend- ingum. Leikur Daða er hugljúfur – og alltaf hógvær, aldrei þó litlaus. Sam’s Mass er eitt magnaðasta kórverk sem samið hefur verið af íslensku tónskáldi og verðskuldar ekkert minna en þennan afbragðs flutning Schola cantorum. Þótt mikill fengur sé að því að eignast Sam’s Mass í svona góðri hljóð- ritun er vissulega ekki minna gleðiefni að hin verkin sex skuli hafa verið skrásett með þessu móti af Schola cantorum. Heyr himna smiður og Maríukvæði hafa þó margoft verið hljóðrituð en fullt tilefni er til að eiga þau í flutningi Schola cantorum. Drottinn er minn hirðir eftir Jónas Tómasson er gott verk sem skilar sér afar vel í söng kórsins. Tignið Drottin eftir Jón Hlöðver Áskelsson er sterkt verk og einsöngur kórfélaganna Jónínu Guðrúnar Kristinsdóttur og Gísla Magnasonar sérstaklega góður. Verk Ólivers Kentish, Turn Thee Unto Me, er samið sérstak- lega fyrir Schola cantorum og læt- ur lítið yfir sér, grípur mann ekki í fyrstu en vinnur á við endurtekna hlustun. Clarcitas eftir Þorkel Sig- urbjörnsson er mikilfenglegt, og Douglas Brotchie laðar fram sterk hughrif í glæsilegum orgelleik með kórnum. Diskurinn er rammaður inn af sígildum perlum Þorkels og Atla Heimis Sveinssonar, sem kór- inn syngur af miklu listfengi eins og annað. Þessi diskur er góður gripur og mikilsvert framlag til ís- lenskrar kórtónlistar og kirkjutón- listar. Eini gallinn sem má finna að er sá að í tæknilegri úrvinnslu er of stutt bil á milli verka. Það skapast ekki nægilegt andrúm fyr- ir hlustandann til að kveðja eitt verk og tæma hugann fyrir það næsta. Hvað sem því líður hafa Hörður Áskelsson og Schola cant- orum skilað góðu dagsverki með þessum fallega og vandaða geisla- diski. „Það er ekki erfitt að lýsa söng Schola cantorum; himnesk fegurð eru orðin sem einkenna söng þessa góða kórs.“ Himnesk fegurð TÓNLIST Geislaplata Schola cantorum syngur íslensk kórverk: Heyr himna smiður eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, Drottinn er minn hirðir eftir Jónas Tómasson, Tignið Drottin eftir Jón Hlöðver Áskelsson, Turn Thee Unto Me eftir Óliver Kentish, Clarcitas eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Sam’s Mass eftir John Speight og Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson. Einsöngvarar í verki Jóns Hlöðvers eru Jónína Guðrún Krist- insdóttir og Gísli Magnason; Douglas Brotchie leikur með á orgel í verkinu Clarcitas, Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur einsöng í Sam’s Mass og Daði Kolbeinsson leikur einleik á óbó í sama verki. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. HEYR HIMNA SMIÐUR Bergþóra Jónsdóttir HÁDEGISTÓNLEIKAR verða í Listasafni Einars Jóns- sonar á morgun. Hefjast þeir kl. 12.30 og standa í um hálfa klukkustund. Þar flytja Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, viola da gamba, og Snorri Örn Snorra- son, theorba, verk eftir tón- skáldin Marin Marais, meðal annars verk úr kvikmyndinni „Allir heimsins morgnar“, og Robert de Visée. Tónleikarnir verða í aðalsal safnsins. Inn- gangur frá Eiríksgötu. Frönsk bar- okktónlist leikin Á VÍNBARNUM á Kirkjutorgi stendur yfir málverkasýning Inacio Pacas frá Brasilíu. Pacas hefur búið á Íslandi í 9 ár. Hann hefur stundað mynd- listarnám í 5 ár. Verkin á sýn- ingunni eru landslagsmyndir frá Íslandi. Sýningin stendur til 5. jan- úar. Myndlist á Vínbarnum Kominn er út geisladiskur með píanóleik- aranum Ólafi Elíassyni. Þar leikur hann tvo píanókonserta eftir J.S. Bach (BWV 1055 í D-moll og 1057 í F-dúr) ásamt ensku hljómsveitinni London Chamber Group. Þessir konsertar eru einna þekktastir af konsertum Bachs og hafa notið mikilla almennra vin- sælda í næstum 300 ár. Þeir voru upphaflega skrifaðir fyrir fiðlu og hljómsveit en Bach umritaði mikið af konsertum sínum fyrir ýmis hljóðfæri eftir því sem honum hent- aði. Konsertinn í F-dúr er til að mynda einnig þekktur sem fjórði Brandenborgarkonsertinn. Þar er hann skrifaður út fyrir fiðlu, tvær flautur og hljómsveit. Á geisladiskinum leikur hljóm- sveitin að auki hljómsveitarsvítu nr. 1 í C-dúr eftir Bach. Hljómsveitin London Chamber Group var stofnuð árið 1996 og hef- ur aðallega haldið tónleika í London og nágrenni. Hún er skipuð ungum atvinnuhljóðfæraleikurum víðs veg- ar að úr Evrópu og stjórnandi henn- ar er Harry Curtis. Þetta er annar geisladiskurinn sem hljómsveitin gefur út. Konsertar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.