Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 43
skipstjóra þá sagði bátsmaður um
leið og hann sló á lærið, hvað er nú
þetta, hann heilsar þér, hann hefur
ekki heilsað mér og er ég búinn að
vera hér í mörg ár, hver ert þú eig-
inlega? Óli kímdi við og sagði, Óli
Briem! Hann sagði mér frá þessu
síðan og hafði gaman af. Kata og Óli
bjuggu fyrst á Bergþórugötu 11,
fluttu síðar í Garðabæ. Kata fór
strax að vinna, vann meðal annars
hjá verslunarfulltrúa sendiráðs Sov-
étrírkjanna og einnig hjá MÍR. Kata
náði á ótrúlega stuttum tíma góðu
valdi á íslensku, einnig náði Óli góðu
valdi á rússnesku, bæði áttu létt
með að læra mál. Óli hafði verið í
bílavarahlutaverslun SÍS í Ármúla
og vann mikið við vörupantanir og
almenna afgreiðslu. Fyrir nokkrum
árum hafði Óli verið í Svíþjóð um
nokkurra mánaða skeið og nú kom
að því að þau taka sig upp og flytja
til Stokkhólms og þá hafði fjölgað í
fjölskyldunni, því nú áttu þau Ivan
og Björgu. Svo vel vildi til að Óli
fékk vinnu við bílavarahlutaverslun
og kom það sér vel því hann kunni
allt og fór strax á fyrsta degi að
sýna fólki eins og hinir. Það fréttist
að hjá fyrirtækinu væri snjall maður
og var honum boðin staða hjá tölvu-
deildinni. Óli fór margar ferðir til
annarra landa á vegum fyrirtækis-
ins og þótti það góð viðurkenning.
Eitt sinn er ég sótti Óla heim á
vinnustað sat ég á kaffistofu og beið
hans, þá var þar eldri maður,
sænskur, og fór að tala um að Óli
væri góður vinnufélagi og sagði mér
frá því að eitt sinn kom einn starfs-
maður með tárin í augunum og ætl-
aði að kveðja Óla. Þá segir Óli, hvað
er að, af hverju ert þú að hætta? Þá
segir maðurinn, vaktformaðurinn
segir að ég valdi ekki starfinu. Óli
sagði, bíddu, fór burt til forstjórans
og þegar þangað kom sagði ritarinn,
áttu pantaðan tíma? Óli barði létt á
dyr og æddi inn, talaði við forstjór-
ann í 20 eða 30 mínútur og mað-
urinn sem átti að reka hélt starfi
sínu. Vaktstjórinn sást ekki meir.
Ég spurði manninn, er maðurinn
enn hér, já, sagði maðurinn og
brosti, það er ég. Óli var harður sem
stál, er hann vissi að fólk eða vinnu-
félagar voru beittir órétti.
Í Svíþjóð undu þau sér vel og
Kata lærði sænsku á stuttum tíma.
Óli lét af störfum hjá þessu ágæta
fyrirtæki 65 ára. Fyrirtækið var
mjög vel rekið og mjög hæfir stjórn-
endur. En þótt Óli hætti vildi fyr-
irtækið alls ekki sleppa slíkum hæfi-
leikamanni alveg og bauð honum að
vera á álagstímum í tímavinnu,
þetta var 1.–15. hvers mánaðar og
var Óli mjög þakklátur fyrirtækinu
að fá að vera með eins og áður.
Ég heimsótti Óla nokkrum sinn-
um og ávallt var útvarpsáhugi okkar
sá sami og sátum við tímunum sam-
an við tækið hans góða og hlust-
uðum vel og lengi. Óli var mjög
lengi aðaltengiliður við Gufunesra-
díó, vegna stuttbylgjusendinga til
útlanda og leiðbeindi þeim um á
hvaða tíðni stuttbylgjan heyrðist
best. Þar var vinur hans Alli, sem
var hans aðal tengiliður, einnig Stef-
án stöðvarstjóri. Óli óttaðist að þeg-
ar Alli og Stefán hættu í Gufunesi
þá myndu stuttbylgjulínur leggjast
af. Ég vona að Gufunesmenn auki
frekar slíkar sendingar. Óli kom oft
í heimsókn og einu sinni var Björg
dóttir hans með. Var það mjög
ánægjulegt. Ivan sonur hans er bú-
settur rétt við Ósló. Björg býr í
Stokkhólmi. Kata býr á Mälarveg 22
í Huddige.
Þetta eru kveðjuorð, kæri félagi
og vinur, því þú talaðir einu sinni
um að þú vildir ekki láta skrifa um
þig minningargrein. Ivan og Björg
geta með stolti sagði börnum sínum
frá föður sínum og afa þeirra sem
afrekaði það að ná Kötu burt úr lok-
uðu landi, það var vissulega mikið
afrek. Ég veit að Óli fékk blóðtappa
fyrir nokkrum mánuðum, en þá
bjargaði Jonni, maður Bjargar sem
er læknir, lífi hans. Hann kom
óvænt á vinnustað Óla. Óli var að
fara heim, þá orðinn lasinn. Jonni
dreif hann beint á spítala. Honum
þótti mjög vænt um heimsóknir
Kötu og barna sinna. Það sagði
hann mér í síma. Eftir það áfall
heyrði ég lítið frá honum og enda-
lokin voru 19. október. Hann sagði
mér að mestu og bestu stundir hans
voru er þau Kata heimsóttu Ivan og
fjölskyldu og Björgu og fjölskyldu.
Ég og Margrét, góð vinkona Óla,
áttum von á þér í heimsókn, en Mar-
grét er móðir Hauks heimsmóts-
fara. Því miður varð ekki af þeirri
heimsókn. En við Margrét og Hauk-
ur og allir aðrir vinir þínir munum
hvað þú varst hlýr og góður vinur.
Því gleymum við ekki.
Kæri vinur minn, ég kveð þig að
sinni, við hittumst aftur og hlustum!
Blessuð sé minning um kæran vin
og góðan, Ólaf Briem.
Vilhjálmur K. Sigurðsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 43
✝ Árni Helgasonfæddist 2. októ-
ber 1936 í Stóra-
Laugardal í Tálkna-
firði. Hann lést 3.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Helgi Kristinn
Jakobsson, f. á Pat-
reksfirði 2. jan. 1908,
d. 1995, og Lára
Lovísa Guðbjarts-
dóttir, f. í Stóra-
Laugardal í Tálkna-
firði 8. des. 1913, d.
14. nóv. 1986.
Árni kvæntist 23.
júlí 1961 Ernu Valdísi Halldórs-
dóttur, f. á Akranesi 31. maí 1936,
d. 4. júní 2001. Foreldrar hennar
eru Helga Jónína Ásgrímsdóttir, f.
á Stóra-Ási í Hálsasveit í Borgar-
firði 5. mars 1912, og
Halldór Magnússon,
f. á Staðarhóli í
Andakílshreppi í
Borgarfirði 5. júlí
1913, d. 27. júní
1977. Börn Ernu og
Árna eru Helga
Lára, f. 10. ágúst
1956, Árni Valur, f.
1. apríl 1961, Halldór
Örn, f. 9. júní 1962,
Ósk Reykdal, f. 17.
nóv. 1964, Ása Krist-
ín, f. 29. des. 1965,
Theresa Linda, f. 11.
des. 1967, Helgi
Gunnar, f. 16. júní 1969, og Birg-
itta Kara, f. 31. janúar 1975.
Útför Árna fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Nú ertu farinn frá okkur líka,
elsku pabbi, það er svo stutt síðan að
mamma lést. En við vitum að þér líð-
ur vel þar sem þú ert núna og ert í
góðum höndum. Og mamma hefur
tekið vel á móti þér. Ég var svo fegin
að hafa hitt þig og getað verið hjá
þér í júní þegar mamma lést. Ég
kvaddi þig svo vel áður en að ég fór
aftur til Puerto Rico. En þó svo ég sé
stödd svona langt í burtu, þá finnst
mér allt svo tómlegt, sérstaklega
núna þegar jólin eru að koma. Það er
erfitt að túa og sætta sig við að þið
séuð bæði farin með svona stuttu
millibili. En ég á góðar minningar
um ykkur sem ég mun alltaf geyma í
hjarta mínu.
Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt
og hræðist ei skugga á leið.
Bakvið dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð
upp um ljóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gegn þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð.
Þá stattu fast og vit fyrir víst
að þú ert aldrei einn á ferð.
(Höf. ókunnur.)
Blessuð sé minning þín.
Theresa, Jeffrey, Þorbjörg
Erna og Jonathan Thor.
Nú þegar hátíð ljóssins fer í hönd,
erum við systkinin minnt á það hve
stutt getur verið stórra högga á
milli. Við höfum fengið að reyna það
í tvígang, með sex mánaða millibili
að missa foreldra okkar. Fyrst móð-
ur okkar í júní síðastliðnum og nú
föður okkur í byrjun desember. Í
huga okkar er myrkur og vonleysi,
og djúpur söknuður, engin orð, sögð
eða skrifuð, geta lýst tilfinningum
okkar á þessari stundu. Eina hugg-
unin harmi gegn er að vita að nú er
elsku pabbi okkar hjá elskulegri
móður okkar og þau eru leyst undan
sjúkdómum sínum og þjáningum.
Guði sé lof fyrir það. Enginn og ekk-
ert getur komið í staðinn fyrir þau.
En fullvissan um endurfundi, þegar
þar að kemur, eins og Kristur gefur
fyrirheit um, mildar sársaukann í
hjarta okkar, og sefar grátinn, með
þá von og trú í veganesti, reynum við
að halda áfram veginn, og leita
huggunar hvert hjá öðru og styðja
hvert annað gegnum lífið.
Við kveðjum yndislega foreldra og
þökkum þeim fyrir allt sem þau gáfu
okkur og gerðu fyrir okkur og fjöl-
skyldur okkar.
Minning þeirra verður ljósið í lífi
okkar.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
Elsku pabbi minn, það er erfitt að
þurfa að kveðja þig svona skyndi-
lega, en ég veit að þú ert kominn
þangað sem að þú vildir helst vera
síðustu mánuði; hjá mömmu. Ég veit
hvað mikið þú saknaðir hennar þeg-
ar hún þurfti að kveðja þennan heim
svo skyndilega fyrir hálfu ári. Það
var svo sárt að horfa á þig, hvað þú
varst vængbrotinn eftir lát hennar.
Þú varst ekki mikið að segja frá líð-
an þinni, en það gátu flestir séð hvað
mikið þú hafðir misst og lífslöngunin
var ekki mikil. Ég er þakklát fyrir
þessa síðustu mánuði sem ég fékk að
vera hjá þér.
Ég fékk að kynnast þér enn betur
og einnig hann Guðmundur litli. Þið
voruð orðnir svo miklir vinir og allt-
af þótti þér jafnvænt um á kvöldin
þegar hann kom og kyssti þig góða
nótt.
Jólin nálgast óðfluga og það verð-
ur erfitt að vera án þín og mömmu
þessi jól. Það var alltaf jafn ynd-
islegt að koma til ykkar um jólin og
þau verða aldrei söm án ykkar.
En ég á fullt af fallegum minn-
ingum um ykkur sem eiga eftir að
verma hjarta mitt á erfiðum tímum.
Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé
látinn. Hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég ersvo nærri, að hvert
eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en
þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og
ég tek þátt í gleði ykkar.
(Kahlil Gibran.)
Birgitta Kara og
Guðmundur Natan.
Elsku hjartans afi minn.
Nokkur kveðjuorð til þín þangað
til við hittumst aftur. Engan grunaði
að þú yrðir hrifinn svo fljótt frá okk-
ur. Það er ótrúlegt hvað lífið er
skrítið, skilur okkur hin eftir með
spurningar og tárin í augunum. Við
vitum öll hvað þú varst sorgmæddur
eftir fráfall elsku ömmu okkar, sem
einnig bar svo skyndilega að. Í sorg-
inni huggum við okkur við að amma
hefur nú tekið á móti þér með engla-
vængina sína. Mikið hafið þið verið
glöð að sjá hvort annað.
Fyrsta minningin sem ég á um
þig, afi minn, er þegar ég spurði þig
um þumalfingurinn. „Af hverju ertu
ekki með þumalfingur, afi?“ Þú
brostir þínu glettna brosi, sagðir að
fiskur hefði bitið hann af og kleipst
síðan í nefið á mér. Mikið var gaman
að segja vinunum þessa spennandi
sögu af afa mínum. Ennþá veit ég
ekki hver rétta sagan er og læt mér
því nægja þessa sögu, enda alltaf
gaman að ævintýrum.
Það var ekki fyrr en eftir sorgina
miklu í sumar sem við fórum að tala
saman fyrir alvöru. Tveir fullorðnir
einstaklingar ræddu um sorgina, líf-
ið og tilveruna. Þér leið svo illa að ég
vildi ekki tala mikið um sorgina
heldur reyndi allt hvað ég gat til að
hressa þig. Við töluðum saman um
fótboltann, kvikmyndir og veðrið. Þú
hlóst og ég hló og ég fann hlýju um-
lykja hjarta mitt. Við náðum saman.
Heimsóknirnar urðu tíðari og alltaf
töluðum við um að fara og sjá góða
bíómynd. Nú verður ekkert úr því,
ekkert úr fleiri samtölum og heim-
sóknum. Í staðinn munt þú verða hjá
mér í hjarta mínu, ásamt glettna
brosinu þínu. Nú er komið að
kveðjustund. Ég kveð þig með sökn-
uði, elsku afi minn og bið góðan Guð
að vera með sáluþinni. Elsku pabbi
minn og mamma, systkini, frændfólk
og aðrir aðstandendur. Guð gefi okk-
ur öllum styrk í sorginni.
HelgaValdís.
Elsku afi Árni. Ég man allt frá því
ég var lítil hvað erfitt hefur verið að
eiga samræður við þig, vegna heyrn-
arvanda þíns. Og eftir að amma dó
opnaðir þú þig og talaðir við mig í
fyrsta sinn, má í rauninni segja.
Ég man svo eftir öllum sársauk-
anum, sorginni og einmanaleikanum
sem sat í þér eftir að amma Erna dó.
Það var nú líka ástæðan fyrir því
hvað ég kom sjaldan til þín og
Helga. Því mér fannst það svo
óskaplega sársaukafullt að sjá þig
þannig, að ég afbar það bara ekki!
Síðan þegar ég fór uppá gjör-
gæsludeild Borgarspítalans til að
geta fengið að líta á þig, afi, með
Ósk, Birgittu, Helgu og Helga. Þá
gleymi ég ekki friðnum eða hversu
mikil ró var loksins yfir þér, miðað
við það hvernig þú varst eftir að
amma dó. Og ég verð að játa, að þótt
mér liði illa að vita að þú værir að
fara að deyja, og ekki hægt að tala
við þig vegna þess að þú varst mjög
veikur og líka í dái. Þá var samt gott
að fá að sjá þig loksins hvílast í
gegnum þessa erfiðu tíma. En, elsku
afi Árni og amma Erna, ég veit að
þið eruð saman núna og hvort sem
er þurftuð þið nú ekki að bíða lengi
eftir því. Hvernig ætli jólin og allar
hinar hátíðirnar verði? Nú er ég svo
líka að fara að fermast og Elmar
frændi líka og þá verðið þið ekki til
staðar. Samt veit ég að þið verðið
þar á einhvern „furðulegan hátt“. Og
þó það yrði ekki á þann hátt sem að
við öll hin höfðum frekar viljað, en
„lífið heldur víst áfram“. Guð... hvað
allt á eftir að vera tómlegt, fyrst þið
bæði eruð nú farin! Ég vil bara segja
að ég mun ávallt minnast ykkar,
elsku amma og afi, og tímans sem
við fengum að eiga saman.
Ég elska ykkur alveg afskaplega
og það mun ég alltaf gera.
Ykkar barnabarn,
Þorbjörg Erna Snorradóttir.
Elsku afi minn, nú ertu kominn til
hennar ömmu. Þú varst búinn að
sakna hennar svo mikið. Og ég veit
að núna ertu ánægður að vera kom-
inn til hennar. En mér líður samt illa
að þið skuluð bæði vera farin svo
fljótt frá okkur öllum. Ég man síð-
asta skiptið sem að þú komst í heim-
sókn til okkar og sast við eldhús-
borðið, og mamma rétti þér könnu
með brosandi andliti og þú fórst að
hlæja og þér leið vel.
Á laugardaginn sagðist þú
kannski ætla að koma, en ákvaðst
frekar að vera heima og horfa á fót-
bolta sem þú hafðir svo gaman af.
Svo hringdi mamma í þig og spurði
hvort allt væri í lagi og þú sagðir já,
eins og amma sagði daginn áður en
hún dó. Ég á eftir að sakna þín og
ömmu svo mikið. Og það verður erf-
itt að geta ekki hitt ykkur um jólin
eins og ég var alltaf vön að gera.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hvíl í friði.
Tinna.
Í dag kveð ég mág minn Árna
Helgason, fyrir aðeins 6 mánuðum
kvaddi ég systur mína Ernu.
Þar sem ég sit og reyni að skrifa á
jólakortin verður mér stöðugt hugs-
að til Ernu og Árna. Fyrsta jólakort-
ið sem barst ár hvert var frá þeim og
alltaf kom það snemma í desember,
ástæðan var sú að fyrstu vikuna í
desember síðustu 10 árin fóru Erna
og Árni utan og dvöldu þar í 2 vikur
eða svo, þar nutu þau sín, gáfu sér
góðan tíma til að kaupa jólagjafir
handa börnum sínum, tengdabörn-
um og barnabörnum. Nokkrum dög-
um fyrir jól komu þau síðan heim,
allar jólagjafir innpakkaðar og til-
búnar til að gleðja stóra barnahóp-
inn og Erna og Árni tilbúin að taka á
móti jólunum, því allt hafði verið
undirbúið áður en haldið var upp í
ferðina, Erna löngu búin að skrifa
jólakortin og senda til ættingja og
vina.
Já, vegir Guðs eru órannsakan-
legir, Erna kveður snögglega 4. júní
Árni kveður jafn snögglega 3. des-
ember og þau hittast aftur á sama
tíma og þau voru vön að leggja upp í
sína árlegu ferð.
Ég varð þeirri gæfu aðnjótandi í
desember fyrir 7–8 árum að vera
samferða þeim í utanlandsferð og
dvelja með þeim í viku tíma og var sá
tími yndislegur. Það hefur myndast
tómarúm í hjarta mínu, tómarúm
vegna þess að nú sé ég þau aldrei
meir og tómarúm vegna þess að nú
berst ekkert jólakort framar sem á
stendur „sjáumst fljótlega“.
Elsku Erna og Árni, enn sit ég
með óskrifuð jólakort, ég veit að jól-
in verða fátækari án jólakorts frá
ykkur. Það voru forréttindi að eiga
ykkur fyrir systur og mág, ég veit
líka að það eru forréttindi fyrir ykk-
ur að sameinast á ný, ekki í ykkar
árlegu utanlandsferð, heldur þar
sem við eigum öll eftir að hittast.
Þetta verður mín jólakveðja til ykk-
ar, þó ég hefði kosið allt annað. Inni-
legar saknaðarkveðjur.
Elsku frændsystkini, makar og
börn
Ykkar missir er mikill, en ég veit
þegar mesta sorgin er yfirstigin get-
ið þið huggað ykkur við það að nú
eru þau saman á ný.
Megi góður Guð færa ykkur birtu
og yl.
Innilegar samúðarkveðjur frá
Helgu ömmu.
Elsa og börn.
ÁRNI
HELGASON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram.
Formáli
minningargreina