Morgunblaðið - 12.12.2001, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 55
DAGBÓK
ÓLAFSVÍSUR
Ólafr kóngur Haraldsson,
hann gefi oss sigr og tíma!
svo að eg hafi djörfung til
um aðferð hans að ríma.
Ólafr kóngur Haraldsson,
hann reið um þykkvan skóg;
hann sá lítið spor í leir,
slík eru minnin stór.
Svaraði’ hann Finnur Árnason,
var honum á því þokki:
„Fallegr mundi sá lítill fótr,
væri’ hann í skarlats sokki“.
„Heyrðu það, Finnur Árnason,
hvað eg segi þér:
áðr en sól til viðar rennr,
meyna fáðu mér!“
- - -
LJÓÐABROT
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4.
g3 Ba6 5. Da4 c5 6. Bg2 Bb7
7. dxc5 bxc5 8. O-O Be7 9.
Rc3 O-O 10. Bf4 d6 11. Hfd1
Db6 12. Hab1 Ra6 13. a3 Bc6
14. Dc2 Hfd8 15. e4 Db7 16.
Re1 Hab8 17. De2 e5 18.
Bg5 h6 19. Bxf6 Bxf6 20.
Rc2 Db3 21. Re3 Rc7 22.
Hd3 Bg5 23. Rf5 Dxc4 24. f4
exf4 25. gxf4 Bf6 26. e5 Bxg2
27. exf6 Re6
Spennan í Heimsmeist-
aramóti FIDE hefur verið
ólíkt meiri en í tilþrifalitlu
einvígi þeirra Kasparovs og
Kramniks. Núna standa yfir
undanúrslitaeinvígi þar sem
eigast við annars vegar
Vishy Anand og Vassilí Iv-
ansjúk og hins vegar Peter
Svidler og Ruslan
Ponomarjov. Stað-
an kom upp í
keppninni á milli
Predrag Nikolic
(2.652), hvítt, og
Ashot Anastasjan
(2.588). 28.
Rxh6+! Kh7 Ill
nauðsyn þar sem
hvorki gekk upp
að leika 28... gxh6
29. Hg3 né heldur
28... Kf8 29. fxg7+
Rxg7 30. Kxg2 og
hvítur vinnur í
báðum tilvikum.
29. Rf5 g6 30.
Dg4! He8 Hvorki gekk upp
að leika 30... Dxd3 vegna 31.
Dh4+ Kg8 32. Re7+ og
hvítur mátar né heldur 30...
gxf5 31. Dh5+ Kg8 32.
Hg3+ og hvítur mátar. Í
framhaldinu tapar svartur
drottningunni. 31. Rd5! Kg8
32. Dh4 Dxd5 33. Hxd5
Bxd5 34. Re7+ Hxe7 35.
fxe7 Rd4 36. Df6 Rf5 37.
He1 He8 38. Kf2 Be6 39.
Hxe6 fxe6 40. Dxg6+ Rg7
41. Df6 d5 42. Kf3 d4 43. h4
Kh7 44. Df8 c4 45. h5 og
svartur gafst upp saddur líf-
daga.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
HVER er munurinn á góð-
um spilara og sönnum
meistara? Gott ef Göltur-
inn grimmi kom ekki með
þessa skilgreiningu: „Góð-
ur spilari veit hvað er rétt,
en gerir það samt ekki.
Meistarinn veit það og
gerir það.“ Það er hyldýpi
á milli teóríu og praxís.
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ KD10974
♥ K5
♦ 3
♣DG107
Vestur Austur
♠ 532 ♠ 8
♥ 9 ♥ D87642
♦ 108742 ♦ KD9
♣9643 ♣ÁK5
Suður
♠ ÁG6
♥ ÁG103
♦ ÁG65
♣82
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 hjarta 1 grand
Pass 4 hjörtu * Pass 4 spaðar
Pass 4 grönd ** Pass 5 lauf **
Pass 6 spaðar Dobl *** Pass
Pass Pass
* Texas-yfirfærsla í
spaða.
** Lykilspilaspurning
með spaða sem tromp og
svarið sýnir þrjá „ása“ af
fimm.
*** „Ekki koma út með
hjarta, makker!“
Norður er svolítið
bjartasýnn að keyra í
slemmu með höfuðlaust
lauf, en vissulega gæti
grandinnákoma suðurs
verið betri.
Vestur vissi svo sem vel
að doblið var af útspilsætt,
en gat þó ekki fengið sig til
að spila neinu öðru út en
hjarta, af því hann átti nú
einspil, þrátt fyrir allt.
Hvernig á sagnhafi að
nýta sér þessa „óhlýðni“?
Það eru aðeins tíu slagir
sjáanlegir. En sá ellefti
kemur á tígulgosa með því
að trompa út hjónin og þá
er stutt í þann tólfta, því
austur ræður ekki við að
halda bæði í ÁK í laufi og
valda hjartadrottninguna.
Sagnhafi spilar því þannig:
Hann tekur á hjartakóng –
sem er lykilatriði. Spilar
svo tígli á ás og trompar
tígul. Fer heim á háspaða
og trompar enn tígul. Aft-
ur fer hann heim á há-
spaða og tekur nú slaginn
á tígulgosa. Síðan er
spaðasexu spilað á blindan
og trompið klárað. Austur
fær ekki við neitt ráðið.
Hann verður að hanga á
þremur hjörtum og henda
öðrum laufhámanninum,
en þá getur sagnhafi ann-
aðhvort sótt laufið eða
svínað hjarta og sent aust-
ur inn á hálauf til að gefa
fría hjartasvíningu í lokin.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þið eruð hugrökk og
stór í sniðum svo að aðrir
eiga oft fullt í fangi með að
fylgja ykkur eftir.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þið skuluð ekki láta aðra
marka ykkur völl án þess að
hafa eitthvað um það að segja.
Haldið á málum af festu, þá
verður tekið tillit til ykkar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þið ættuð ekki að hika við að
þiggja aðstoð vina ykkar, sem
eru heilir og bjóða hana af
góðum hug. Munið bara að til
ykkar verður leitað síðar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þið þurfið ekki að láta eins og
engum líki við ykkur. Fyrr
má nú vera! Á hinn bóginn
þarf ekki öllum að líka við
ykkur. Meðalhófið er best.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þið eigið að láta einskis
ófreistað til þess að skipu-
leggja betur tíma ykkar, því
eins og er stefnir allt í óefni.
Hefjist handa strax!
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Notið hvert tækifæri til að
létta samferðamönnum ykkar
lífið. Það er undravert hve
mikil áhrif eitt bros getur haft
eða nokkur vingjarnleg orð.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Haldið sambandi við þá sem
ykkur þykir vænt um. Það
eru einmitt vinir og vanda-
menn sem eru kjölfesta lífs
ykkar og henni ber ykkur að
sinna.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þið eigið að fara út á meðal
fólks en ekki loka ykkur af.
Þótt gott sé að vera einn með
sjálfum sér stundum er líka
nauðsynlegt að umgangast
aðra.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Látið ekki tækifærin renna
ykkur úr greipum. Þótt þau
séu ekki öll merkileg er
ástæðulaust að hunsa þau og
enginn veit hvenær sá stóri
bítur á.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Gleymið ekki að gera ykkur
sjálfum til góða. Það er lítið
gagn í ykkur ef þið eruð van-
nærð og illa til reika. Og síst
getið þið þá hjálpað öðrum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Reynið að finna ykkur afdrep
í smástund til þess að slaka á
og taka ykkur saman í andlit-
inu. Það er undravert hvað
þetta hressir, bætir og kætir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reynið að laða það besta fram
í samstarfsmönnum ykkar;
aðeins þannig eigið þið ein-
hverja von til þess að koma
viðamiklu verkefni ykkar í
höfn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þið eigið ekki að láta aðra
segja ykkur fyrir verkum um
útlit og hegðan. Snyrti-
mennska og kurteisi eru
dyggðir dagsins. Þið ráðið við
þær.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Með morgunkaffinu
Árnað heilla
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 15. september sl. í
borgaralegri giftingu í
Fólksvangi á Kjalarnesi af
Birnu Björnsdóttur Lýdía
Kristín Sigurðardóttir og
Guðmundur Árni Þórisson.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 25. ágúst sl. í Lága-
fellskirkju af sr. Pétri Þor-
steinssyni Guðrún Margrét
Hreiðarsdóttir og Páll Páls-
son.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 15. september sl. í
Háteigskirkju af sr. Hirti
Magna Jóhannssyni Hildur
Hilmarsdóttir og Kristinn
Kristinsson.
FRÉTTIR
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen),
sími 553 0100.
Opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16.
Jólatilboð!
Síðbuxur - ný sending!
2 fyrir 1 af síðbuxum
til og með 16. des.
Fjöldi annarra tilboða!
Fórnarlömb
Steingríms Njálssonar
Vegna framleiðslu sjónvarpsþáttar í þáttaröðinni
Sönn íslensk sakamál óskum við eftir að
komast í samband við fórnarlömb Steingríms
Njálssonar. Farið verður með allar upplýsingar
sem trúnaðarmál. Vinsamlegast hafið
samband við Svein í síma 896 4573.
FJÖLSKYLDA Sigurðar Hafsteins-
sonar, sem býr í bænum Grenå í Dan-
mörku, flutti inn til landsins 400
jólatré sem seld verða úr gámi við
Dalveg 2 í Kópavogi til jóla. Sigurður
sagði við Morgunblaðið að vegna
tengsla fjölskyldu sinnar við Ólafsvík
hefði hann ákveðið að láta 10% af and-
virði hvers trés renna til fjölskyldna
þeirra fjögurra sjómanna sem er
saknað eða hafa farist við Íslands-
strendur að undanförnu.
Sigurður bjó ásamt konu sinni,
Maríönnu Björgu Arnardóttur, í
Ólafsvík fyrir nokkrum árum en hún
er ættuð þaðan. Sigurður var þá til
sjós og kynntist m.a. þeim sjómönn-
um sem voru á Svanborgu SH þegar
báturinn fórst sl. föstudagskvöld.
Einnig þekkja þau til sjómannsins
sem saknað er af Ófeigi VE þar sem
hann var kaupmaður í Ólafsvík á ár-
um áður. Sigurður hefur tvívegis
sjálfur lent í skipsskaða og varð svo
fyrir enn öðru áfalli þegar dóttir
þeirra Maríönnu fórst í bílslysi á Jót-
landi í Danmörku. Til að rétta við fjár-
haginn ákvað fjölskyldan í haust að
fara út í jólatréssölu. Fengu þau leyfi
bónda í nágrenni Grenå til að fella 400
tré. Fjölskyldan pakkaði trjánum inn,
setti þau í gám og sendi til Íslands.
Felldu jólatré í Dan-
mörku og selja hér á landi
Morgunblaðið/Ásdís
Sigurður Hafsteinsson selur
jólatrén frá Danmörku við Dal-
veg 2 í Kópavogi. Ein af hverjum
tíu krónum sem koma af sölunni
rennur til styrktar þeim fjöl-
skyldum sem eiga um sárt að
binda vegna skipsskaða Ófeigs
VE og Svanborgar SH.
Hluti andvirðis rennur
til fjölskyldna sjómann-
anna frá Ólafsvík
AÐVENTUKAFFI verður í Félags-
heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13,
Kópavogi, í dag, miðvikudag 12. des-
ember, kl. 14.
Hátíðarhlaðborð, Anna Margrét
Óskarsdóttir og Árni Gunnasson
syngja við undirleik Bjarna Þ. Jón-
atanssonar, Valdimar Lárusson les
ljóð og flutt verður hugleiðing. Allir
velkomnir, segir í fréttatilkynningu.
Aðventukaffi
í Gullsmára
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til
myndasýningar í FÍ-salnum, Mörk-
inni 6, í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30.
Yfirskrift sýningarinnar er „Á
tröllaslóðum“, Haukur Jóhannesson
sýnir myndir af landslagi Árnes-
hrepps á Ströndum. Eftir kaffihlé
með smákökum heldur Haukur
áfram.Aðgangseyrir er 500 krónur.
Allir velkomnir.
Myndasýning
í FÍ-salnum