Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Handmálaðir englar sími 462 2900 Blómin í bænum Sjómannafélag Eyjafjarðar Fundarboð Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn í Skipagötu 14, 4. hæð, (Alþýðuhúsinu), fimmtudaginn 27. desember 2001 og hefst kl. 11.00 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, verður gestur fundarins. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar KAUPFÉLAG Skagfirðinga, sem rekur m.a. mjólkursamlag á Sauðárkróki, íhugar kaup á hlut í Norðurmjólk, samlagi í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, og eyfirskra og þingeyskra kúabænda. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið en frá þessu var greint á vefmiðlinum skagafjordur.com um helgina. Þór- ólfur sagði að síðar í vikunni eða milli jóla og nýárs myndi skýrast hvort af kaupunum yrði. Hann sagði fleiri mjólkurframleiðendur einnig hafa verið að skoða möguleika á kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu af KEA, þar sem allra leiða væri leitað í átt til hagræðingar í mjólkuriðnaðinum í heild sinni. Norðurmjólk hefur átt við rekstrarvanda að etja en nýlega var ákveðið að hætta allri mjólkurvinnslu fyr- irtækisins á Húsavík í áföngum á næsta ári og flytja hana alfarið til Akureyrar. Með því er áætlað að sparist 40 milljónir í rekstrarkostn- aði. Bændur einnig að kaupa meira Stefán Magnússon í Fagraskógi, sem á sæti í stjórn Norðurmjólkur fyrir hönd Auðhumlu, samvinnufélags kúabænda í Eyjafirði og S- Þingeyjarsýslu, kannaðist vel við áhuga Skag- firðinga er haft var samband við hann. Sagði hann viðræður komnar vel á veg og aðeins væri eftir að ná samkomulagi um kaupverð og fleiri atriði. Eftir væri að bera málið almennt undir kúabændur sitt hvorum megin við Tröllaskag- ann. Stefán sagði einnig koma vel til greina að Auðhumla yki hlut sinn í Norðurmjólk, en fé- lagið hefði forkaupsrétt á þeim hlutabréfum sem KEA væri tilbúið að losa sig við. Nafnvirði hlutafjár Norðurmjólkur er í kringum 450 milljónir króna og miðað við 68% hlut KEA í fyrirtækinu er um 300 milljóna kr. hlutafé falt um þessar mundir. Skagfirðingar íhuga kaup á hlut KEA í Norðurmjólk GÓÐ aðsókn var að leiklistar- námskeiðum sem Leikfélag Ak- ureyrar hefur staðið fyrir síðustu vikur, en þátttakendur á nám- skeiðunum sýndu nokkra leik- þætti fyrir gesti og gangandi í Samkomuhúsinu um helgina við lok námskeiðanna. Leiðbeinendur voru þau Laufey Brá Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann, en þátttakendur voru á öllum aldri, þeir yngstu þriggja ára. Um er að ræða nýjung í starfsemi Leikfélags Akureyrar og var boðið upp á sjö mismun- andi námskeið. Aðsóknin var það góð að bætt var við fleiri nám- skeiðum. Góð aðsókn á námskeið Leikfélags Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Yngstu þátttakendurnir á leiklistarnámskeiðinu blása töfradufti. Þessar ungu dömur voru á meðal leikara í verkinu „Þegar hrein- dýrin björguðu jólunum“ en þar komu einnig kettir við sögu. FYRIR síðustu jól tóku stjórnend- ur Samherja hf. ákvörðun um að senda ekki út jólakort heldur yrði andvirði þeirra notað í þágu góðs málefnis. Sami háttur verður hafð- ur á fyrir þessi jól og mun andvirði jólakortanna renna til styrktar starfi Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra. Að sögn Kolbrúnar Ingólfs- dóttur hjá Þroskahjálp á Norður- landi eystra verða fjármunirnir notaðir til uppbyggingar og rekstr- ar sumardvalarheimilis í Botni í Eyjafjarðarsveit sem félagið hefur rekið um árabil. Að Botni koma fötluð börn af Norðurlandi eystra sem að jafnaði búa í heimahúsum. Þau dvelja í Botni um skemmri tíma, sér til ánægju og skemmt- unar og til að létta álagi af fjöl- skyldum. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra er aðili að landssamtökunum Þroskahjálp, sem er samnefnari þeirra félaga sem vinna að mál- efnum fatlaðra með það að mark- miði að tryggja þeim fullt jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. Samherji styrkir Þroskahjálp EFTIR að sameiningarhugmyndum 9 hreppa í Þingeyjarsýslum var hafnað í kosningu sem fram fór í byrjun nóvember hefur í nokkrum þeim sveitum sem að málinu komu verið sett í gang könnun um hugs- anlegan vilja íbúa til annars konar sameiningar heldur en þeirrar sem fyrr var boðið upp á. Í Mývatnssveit er nýafstaðin slík könnun, niðurstöð- ur hennar eru ótvíræðar, hafi menn áður velkst í vafa um vilja íbúanna. Spurningalista svöruðu 169 sem er um 52,8% þátttaka, þar af höfnuðu 104 hvers konar sameiningu. Aðrir möguleikar fengu óverulegan stuðn- ing. Mývetningar hafna öllum hugmyndum um sameiningu Mývatnssveit FYRIRTÆKIÐ Norðlenska hefur ákveðið að senda ekki jólakort til við- skiptavina sinna fyrir þessi jól. Þess í stað hefur andvirði þeirra verið varið til góðgerðarmála. Norðlenska styrk- ir góðgerðarmál ÞAÐ er orðinn árviss atburður að halda Lúsíuhátíð hér í Grímsey. Að þessu sinni buðu skólabörnin eyj- arbúum upp á ljúffenga Lúsíusnúða sem þau bökuðu sjálf í heimilisfræð- inni og var þeim skolað niður með góðu kaffi og appelsínusafa. Börnin sungu Lúsíusönginn sinn ásamt nokkrum vel völdum jólalög- um. Vel var mætt og má nefna að all- ir í saltfiskvinnslunni notuðu kaffi- tímann sinn með Lúsíubörnunum. Eitt var óvenjulegt við Lúsíuhátíðina að þessu sinni, hún var haldin í blankalogni, sólskini og sjö stiga hita. Vel mætt á Lúsíuhátíð Grímsey SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kvatt að íbúðarhúsi við Háhlíð sl. laugar- dagskvöld en þar hafði komið upp eldur í fólksbílakerru sem stóð yf- irfull af spýtnarusli við bílskúr. Vegfarandi sem átti leið hjá lét íbúa hússins vita og hringdi hann á slökkvilið. Nágranni kom með slökkvitæki og sló á eldinn, það mik- ið að hægt var að draga kerruna frá húsinu. Ekki mátti það tæpara standa því ytra gler í rúðum hafði brotnað og nokkurt tjón varð á kerr- unni. Einnig var slökkvilið kvatt að fjöl- býlishúsi vegna vatnsleka á 3. hæð en þar hafði klósettkassi brotnað og vatn flætt um. Slökkviliðsmenn hreinsuðu upp vatnið og stöðvuðu lekann. Eldur í fólksbílakerru ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.