Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Handmálaðir englar sími 462 2900 Blómin í bænum Sjómannafélag Eyjafjarðar Fundarboð Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn í Skipagötu 14, 4. hæð, (Alþýðuhúsinu), fimmtudaginn 27. desember 2001 og hefst kl. 11.00 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, verður gestur fundarins. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar KAUPFÉLAG Skagfirðinga, sem rekur m.a. mjólkursamlag á Sauðárkróki, íhugar kaup á hlut í Norðurmjólk, samlagi í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, og eyfirskra og þingeyskra kúabænda. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið en frá þessu var greint á vefmiðlinum skagafjordur.com um helgina. Þór- ólfur sagði að síðar í vikunni eða milli jóla og nýárs myndi skýrast hvort af kaupunum yrði. Hann sagði fleiri mjólkurframleiðendur einnig hafa verið að skoða möguleika á kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu af KEA, þar sem allra leiða væri leitað í átt til hagræðingar í mjólkuriðnaðinum í heild sinni. Norðurmjólk hefur átt við rekstrarvanda að etja en nýlega var ákveðið að hætta allri mjólkurvinnslu fyr- irtækisins á Húsavík í áföngum á næsta ári og flytja hana alfarið til Akureyrar. Með því er áætlað að sparist 40 milljónir í rekstrarkostn- aði. Bændur einnig að kaupa meira Stefán Magnússon í Fagraskógi, sem á sæti í stjórn Norðurmjólkur fyrir hönd Auðhumlu, samvinnufélags kúabænda í Eyjafirði og S- Þingeyjarsýslu, kannaðist vel við áhuga Skag- firðinga er haft var samband við hann. Sagði hann viðræður komnar vel á veg og aðeins væri eftir að ná samkomulagi um kaupverð og fleiri atriði. Eftir væri að bera málið almennt undir kúabændur sitt hvorum megin við Tröllaskag- ann. Stefán sagði einnig koma vel til greina að Auðhumla yki hlut sinn í Norðurmjólk, en fé- lagið hefði forkaupsrétt á þeim hlutabréfum sem KEA væri tilbúið að losa sig við. Nafnvirði hlutafjár Norðurmjólkur er í kringum 450 milljónir króna og miðað við 68% hlut KEA í fyrirtækinu er um 300 milljóna kr. hlutafé falt um þessar mundir. Skagfirðingar íhuga kaup á hlut KEA í Norðurmjólk GÓÐ aðsókn var að leiklistar- námskeiðum sem Leikfélag Ak- ureyrar hefur staðið fyrir síðustu vikur, en þátttakendur á nám- skeiðunum sýndu nokkra leik- þætti fyrir gesti og gangandi í Samkomuhúsinu um helgina við lok námskeiðanna. Leiðbeinendur voru þau Laufey Brá Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann, en þátttakendur voru á öllum aldri, þeir yngstu þriggja ára. Um er að ræða nýjung í starfsemi Leikfélags Akureyrar og var boðið upp á sjö mismun- andi námskeið. Aðsóknin var það góð að bætt var við fleiri nám- skeiðum. Góð aðsókn á námskeið Leikfélags Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Yngstu þátttakendurnir á leiklistarnámskeiðinu blása töfradufti. Þessar ungu dömur voru á meðal leikara í verkinu „Þegar hrein- dýrin björguðu jólunum“ en þar komu einnig kettir við sögu. FYRIR síðustu jól tóku stjórnend- ur Samherja hf. ákvörðun um að senda ekki út jólakort heldur yrði andvirði þeirra notað í þágu góðs málefnis. Sami háttur verður hafð- ur á fyrir þessi jól og mun andvirði jólakortanna renna til styrktar starfi Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra. Að sögn Kolbrúnar Ingólfs- dóttur hjá Þroskahjálp á Norður- landi eystra verða fjármunirnir notaðir til uppbyggingar og rekstr- ar sumardvalarheimilis í Botni í Eyjafjarðarsveit sem félagið hefur rekið um árabil. Að Botni koma fötluð börn af Norðurlandi eystra sem að jafnaði búa í heimahúsum. Þau dvelja í Botni um skemmri tíma, sér til ánægju og skemmt- unar og til að létta álagi af fjöl- skyldum. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra er aðili að landssamtökunum Þroskahjálp, sem er samnefnari þeirra félaga sem vinna að mál- efnum fatlaðra með það að mark- miði að tryggja þeim fullt jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. Samherji styrkir Þroskahjálp EFTIR að sameiningarhugmyndum 9 hreppa í Þingeyjarsýslum var hafnað í kosningu sem fram fór í byrjun nóvember hefur í nokkrum þeim sveitum sem að málinu komu verið sett í gang könnun um hugs- anlegan vilja íbúa til annars konar sameiningar heldur en þeirrar sem fyrr var boðið upp á. Í Mývatnssveit er nýafstaðin slík könnun, niðurstöð- ur hennar eru ótvíræðar, hafi menn áður velkst í vafa um vilja íbúanna. Spurningalista svöruðu 169 sem er um 52,8% þátttaka, þar af höfnuðu 104 hvers konar sameiningu. Aðrir möguleikar fengu óverulegan stuðn- ing. Mývetningar hafna öllum hugmyndum um sameiningu Mývatnssveit FYRIRTÆKIÐ Norðlenska hefur ákveðið að senda ekki jólakort til við- skiptavina sinna fyrir þessi jól. Þess í stað hefur andvirði þeirra verið varið til góðgerðarmála. Norðlenska styrk- ir góðgerðarmál ÞAÐ er orðinn árviss atburður að halda Lúsíuhátíð hér í Grímsey. Að þessu sinni buðu skólabörnin eyj- arbúum upp á ljúffenga Lúsíusnúða sem þau bökuðu sjálf í heimilisfræð- inni og var þeim skolað niður með góðu kaffi og appelsínusafa. Börnin sungu Lúsíusönginn sinn ásamt nokkrum vel völdum jólalög- um. Vel var mætt og má nefna að all- ir í saltfiskvinnslunni notuðu kaffi- tímann sinn með Lúsíubörnunum. Eitt var óvenjulegt við Lúsíuhátíðina að þessu sinni, hún var haldin í blankalogni, sólskini og sjö stiga hita. Vel mætt á Lúsíuhátíð Grímsey SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kvatt að íbúðarhúsi við Háhlíð sl. laugar- dagskvöld en þar hafði komið upp eldur í fólksbílakerru sem stóð yf- irfull af spýtnarusli við bílskúr. Vegfarandi sem átti leið hjá lét íbúa hússins vita og hringdi hann á slökkvilið. Nágranni kom með slökkvitæki og sló á eldinn, það mik- ið að hægt var að draga kerruna frá húsinu. Ekki mátti það tæpara standa því ytra gler í rúðum hafði brotnað og nokkurt tjón varð á kerr- unni. Einnig var slökkvilið kvatt að fjöl- býlishúsi vegna vatnsleka á 3. hæð en þar hafði klósettkassi brotnað og vatn flætt um. Slökkviliðsmenn hreinsuðu upp vatnið og stöðvuðu lekann. Eldur í fólksbílakerru ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.