Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 21

Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 21 FAKTORSHÚSIÐ í Hæsta- kaupstað, Aðalstræti 42, Ísafirði, er nú opið almenningi. „Á neðri hæðinni er tilbúin kaffi- og veit- ingasala. Þar eru tvær stórar stofur (litlir salir), koníaksstofa og bar. Á efri hæðinni verður á næstu vikum opnaður viðbót- arsalur, húsið mun taka 80–100 manns í sæti. Á sl. tveimur vikum hefur ein- göngu verið tekið á móti hópum sem áttu pantað og eru þeir orðn- ir nokkrir. Þeir hafa beðið um margvíslegar veitingar, t.d. jóla- hlaðborð, súkkulaði og smákökur og jólaglögg, jafnvel tekið lagið á píanó hússins og sungið jólalög. Á boðstólum er kaffi frá Kaffitári, t.d. Grýlukanilkaffi, og kaffi- drykkir svo sem espresso og cappuccino. Faktorshúsið í Hæstakaupstað var reist 1788, vinna við endurbætur á því hófst 5. júní 1998. Magnús Alfreðsson húsasmíðameistari, annar eigenda hússins, hefur unnið að og stjórn- að verkinu. Rekstur á húsinu mun nú tengjast rekstri Gistiheimilis Áslaugar, Austurvegi 7, næsta húsi við Faktorshúsið. Það er rek- ið af eiginkonu Magnúsar, hins eiganda hússins, Áslaugu Jens- dóttur,“ segir í fréttatilkynningu. Veitingasala í Faktors- húsi í Hæstakaupstað Faktorshúsið Ísafjörður ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.