Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 23 www.ef.is Skoðaðu þessa frábæru pönnu! Fást grunnar eða djúpar og sem grillpönnur. 24-26-28-30 sm. Feitislaus steiking. Hagstætt verð! 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýskum neytenda samtöku m Besta steikarpannan í Evrópu.... samkvæmt dómi þýskra neytendasamtaka ● LEIKMANNAMÁL og gengi Stoke í annarri deildinni í ensku knattspyrn- unni voru rædd á almennum kynning- arfundi fyrir hluthafa í Stoke Holding á föstudag. Farið var yfir ársreikning félagsins og reksturinn á liðinu. Magnús Kristinsson, formaður stjórnar Stoke Holding, segir að fundurinn hafi tekist mjög vel og menn séu bjartsýnir um framhaldið. Gengi liðsins sé gott. Stjórn Stoke Holding S.A. Lux- emborg var endurkjörin á fundinum. Auk Magnúsar eru í stjórninni Hafliði Þórsson, Júlíus Bjarnason, Þorvaldur Jónsson og Þorsteinn Vilhelmsson. Bjartsýni um gengi Stoke ● FERÐASKRIFSTOFAN ÍT-ferðir er 5 ára um þessar mundir. Hún sérhæfir sig í hópferðum til og frá Íslandi. Hörð- ur Hilmarsson og fjölskylda hans stofnaði fyrirtækið í nóvember 1996, en hann átti þá að baki 10 ára reynslu í ferðaþjónustu. Hann stofnaði og rak sem verktaki, í félagi við annan mann, íþróttadeild við Samvinnuferðir- Landsýn í fjögur ár og íþrótta- og tón- listardeild fyrir Úrval-Útsýn í 6 ár. Starfsmenn ÍT ferða eru 5 og er Hörður Hilmarsson framkvæmda- stjóri. ÍT-ferðir 5 ára TAP Hlutabréfasjóðs Búnaðar- bankans, sem er í umsjá Bún- aðarbanka Íslands hf., á sex mán- aðatímabili, frá 1. maí 2001 til loka október 2001 var 292,5 millj- ónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Hlutafé félagsins var 2.203 milljónir króna í lok október 2001 en var 2.273 milljónir króna í lok apríl 2001. Eigið fé var samtals 2.867 milljónir króna, en var 3.077 milljónir króna í lok apríl 2001. Hluthöfum fækkaði um 289 á tímabilinu Félagið greiddi hluthöfum sín- um ekki arð á reikningsárinu. Verðmæti innlendra hlutabréfa í eigu félagsins nam um 1.354 milljónum króna í lok október 2001 eða 46,2% af heildareignum. Verðmæti erlendra hlutabréfa í eigu félagsins nam um 105 millj- ónum króna í lok október 2001, eða 3,6% af heildareignum. Verð- mæti skuldabréfa og hlutdeild- arskírteina í eigu félagsins nam um 1.353 milljónum króna í lok október 2001, eða 46,1%, og handbært fé og aðrar eignir voru um 120 milljónir króna, eða 4,1%. Hluthafar í lok október 2001 voru 10.196 en voru 10.485 í lok apríl 2001 og fækkaði því um 289 á reikningstímabilinu. Enginn einn hluthafi á meira en 10% í félaginu. Tap Hlutabréfasjóðs Búnað- arbankans 293 milljónir kr. ● TAP á rekstri Kaupfélags Hér- aðsbúa svf. á fyrstu 8 mánuðum árs- ins 2001 nam 26 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var tapið 56 milljónir. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 38 milljónum í ár en í fyrra var tap fyrir fjármagnsliði 7 milljónir. Velta KHB minnkaði um 13% milli ára og nam 1.417 milljónum á þessu ári en 1.638 milljónum á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að ástæða minni veltu sé sú að KHB hafi selt kjötafurðir á árinu 2000 en ekki í ár. Stærsti þáttur í rekstri KHB er dagvörusala og var 7% aukning í þeirri starfsemi milli ára. Í tilkynningunni segir að reksturinn hafi að mestu verið samkvæmt áætl- un, nema fjármagnsliðir. Niðurfærsla viðskiptakrafna var aukin um 8 millj- ónir króna og gengistap nam 31 millj- ón. Eiginfjárhlutfall er 20% og veltu- fjárhlutfall 0,8. Í árshlutareikningi er hvorki gert ráð fyrir niðurfærslu hluta- bréfa né viðskiptakrafna í Kjöt- umboðinu hf. en bókfært virði hluta- bréfa er 151 milljón og bókfærðar kröfur á Kjötumboðið 99 milljónir. Tap fyrstu 8 mánuði ársins 26 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.