Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 23 www.ef.is Skoðaðu þessa frábæru pönnu! Fást grunnar eða djúpar og sem grillpönnur. 24-26-28-30 sm. Feitislaus steiking. Hagstætt verð! 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýskum neytenda samtöku m Besta steikarpannan í Evrópu.... samkvæmt dómi þýskra neytendasamtaka ● LEIKMANNAMÁL og gengi Stoke í annarri deildinni í ensku knattspyrn- unni voru rædd á almennum kynning- arfundi fyrir hluthafa í Stoke Holding á föstudag. Farið var yfir ársreikning félagsins og reksturinn á liðinu. Magnús Kristinsson, formaður stjórnar Stoke Holding, segir að fundurinn hafi tekist mjög vel og menn séu bjartsýnir um framhaldið. Gengi liðsins sé gott. Stjórn Stoke Holding S.A. Lux- emborg var endurkjörin á fundinum. Auk Magnúsar eru í stjórninni Hafliði Þórsson, Júlíus Bjarnason, Þorvaldur Jónsson og Þorsteinn Vilhelmsson. Bjartsýni um gengi Stoke ● FERÐASKRIFSTOFAN ÍT-ferðir er 5 ára um þessar mundir. Hún sérhæfir sig í hópferðum til og frá Íslandi. Hörð- ur Hilmarsson og fjölskylda hans stofnaði fyrirtækið í nóvember 1996, en hann átti þá að baki 10 ára reynslu í ferðaþjónustu. Hann stofnaði og rak sem verktaki, í félagi við annan mann, íþróttadeild við Samvinnuferðir- Landsýn í fjögur ár og íþrótta- og tón- listardeild fyrir Úrval-Útsýn í 6 ár. Starfsmenn ÍT ferða eru 5 og er Hörður Hilmarsson framkvæmda- stjóri. ÍT-ferðir 5 ára TAP Hlutabréfasjóðs Búnaðar- bankans, sem er í umsjá Bún- aðarbanka Íslands hf., á sex mán- aðatímabili, frá 1. maí 2001 til loka október 2001 var 292,5 millj- ónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Hlutafé félagsins var 2.203 milljónir króna í lok október 2001 en var 2.273 milljónir króna í lok apríl 2001. Eigið fé var samtals 2.867 milljónir króna, en var 3.077 milljónir króna í lok apríl 2001. Hluthöfum fækkaði um 289 á tímabilinu Félagið greiddi hluthöfum sín- um ekki arð á reikningsárinu. Verðmæti innlendra hlutabréfa í eigu félagsins nam um 1.354 milljónum króna í lok október 2001 eða 46,2% af heildareignum. Verðmæti erlendra hlutabréfa í eigu félagsins nam um 105 millj- ónum króna í lok október 2001, eða 3,6% af heildareignum. Verð- mæti skuldabréfa og hlutdeild- arskírteina í eigu félagsins nam um 1.353 milljónum króna í lok október 2001, eða 46,1%, og handbært fé og aðrar eignir voru um 120 milljónir króna, eða 4,1%. Hluthafar í lok október 2001 voru 10.196 en voru 10.485 í lok apríl 2001 og fækkaði því um 289 á reikningstímabilinu. Enginn einn hluthafi á meira en 10% í félaginu. Tap Hlutabréfasjóðs Búnað- arbankans 293 milljónir kr. ● TAP á rekstri Kaupfélags Hér- aðsbúa svf. á fyrstu 8 mánuðum árs- ins 2001 nam 26 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var tapið 56 milljónir. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 38 milljónum í ár en í fyrra var tap fyrir fjármagnsliði 7 milljónir. Velta KHB minnkaði um 13% milli ára og nam 1.417 milljónum á þessu ári en 1.638 milljónum á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að ástæða minni veltu sé sú að KHB hafi selt kjötafurðir á árinu 2000 en ekki í ár. Stærsti þáttur í rekstri KHB er dagvörusala og var 7% aukning í þeirri starfsemi milli ára. Í tilkynningunni segir að reksturinn hafi að mestu verið samkvæmt áætl- un, nema fjármagnsliðir. Niðurfærsla viðskiptakrafna var aukin um 8 millj- ónir króna og gengistap nam 31 millj- ón. Eiginfjárhlutfall er 20% og veltu- fjárhlutfall 0,8. Í árshlutareikningi er hvorki gert ráð fyrir niðurfærslu hluta- bréfa né viðskiptakrafna í Kjöt- umboðinu hf. en bókfært virði hluta- bréfa er 151 milljón og bókfærðar kröfur á Kjötumboðið 99 milljónir. Tap fyrstu 8 mánuði ársins 26 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.