Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ACOTÆKNIVAL hefur kært til Samkeppnisstofnunar viðskipta- hætti Eddu-miðlunar og útgáfu. Málavextir voru þeir að verslanir AcoTæknivals, BT og Office 1, vildu fyrir stuttu gerast endursöluaðilar á jólabókum frá Eddu, sem og öðrum bókaútgefendum. Edda sagðist ekki bæta við sig fleiri endursöluaðilum fyrir jól en bauð þess í stað sambæri- legt verð án skilaréttar. AcoTækni- val kærði þessa ákvörðun til Sam- keppnisstofnunar og sagði Eddu vera að verja hagsmuni stórrar verslunarkeðju sem sé nánast í ein- okunarstöðu. Að sögn Halldórs Guðmundsson- ar, forstjóra Eddu, eiga slíkar full- yrðingar engan veginn við um bóka- markaðinn. „Því fer fjarri að þar sé ein verslanakeðja einráð, og við selj- um þannig í fjölda bókabúða, en líka bæði í Bónus og Nettó, svo ásakanir um að við séum að hygla einum ráð- andi aðila eru alveg út í hött. Við vor- um hins vegar treg að bæta BT og Office 1 við sem nýjum endursölu- aðila á jólabókum einfaldlega vegna þess að við töldum varasamt fyrir okkur að bæta við okkur nýjum út- sölustað svo skömmu fyrir jól. Lag- erinn okkar fer þá á enn fleiri staði og við eigum ekki lager í ótakmark- aðan fjölda útsölustaða. Við buðum þeim að fá bækur á sambærilegum kjörum og aðrir endursöluaðilar en ekki með skilarétti. Þeir gætu þá prófað hvernig þeim gengi og þá pantað meira.“ Halldór segist telja eðlilegt að fyrirtækið ráði því hverjir útsölustaðir þess eru þegar komið er langt út fyrir hefðbundna útsölustaði einsog heilsársbóksala í þessu tilviki. „Við seljum orðið mjög víða og finnst hæpið að bæta við aðilum svona á síðustu stundu, hálfum mánuði fyrir jól, sem enga reynslu hafa af þeirri bóksölu. Við höfum átt ágætis viðskipti við þetta fyrirtæki, selt þeim til dæmis orðabækur á tölvudiskum, og viljum afgreiða þá á góðum kjörum sem skuldajöfnun við þá, því að við höfum líka verið að kaupa af þeim vörur, en við viljum ekki láta þá hafa bækur með skilarétti“, segir Halldór en Edda á að svara kærunni til Sam- keppnisstofnunar á morgun. Einkennilegar ástæður Guðmundur Magnason, rekstrar- stjóri BT-verslana AcoTæknivals, segir forsvarsmenn Eddu hafa í fyrstu verið ófáanlegir til að selja fyrirtækinu bækur. „Okkur þóttu ástæður þeirra einkennilegar. Fyrst var að það þjónaði ekki viðskipta- hagsmunum þeirra. Síðan báru þeir við að þeir þekktu okkur ekki þrátt fyrir að við höfum áður átt í tals- verðum viðskiptum við þá með vörur tengdar tölvum. Loks, þegar búið var að kæra, sögðust þeir hafa áhyggjur af stöðu okkar en sjálfir eiga þeir hér ógreidda gjaldfallna reikninga.“ Guðmundur segir viðskipti við aðra bókaútgefendur hafa verið með besta móti en bendir á að Edduút- gáfan sé frábrugðin öðrum bókaút- gefendum enda einnig stór smásali. „Það fer mjög illa á því að smásala og dreifing sé á einni hendi því að hags- munaárekstrar eru svo augljósir.“ Um hvort ekki hefði mátt ganga að tilboði Eddu um sambærileg kjör án skilaréttar, segir Guðmundur: „Það eru ekkert sambærileg kjör. Ef þeir hefðu boðið Bónus eða öðrum stórmörkuðum þessi kjör þá hefðu ekki orðið mikil viðskipti.“ BT kærir Eddu til Samkeppnisstofnunar AcoTæknival hefur kært útgáfufyrirtækið Eddu til Samkeppnisstofnunar. Edda neitaði BT og Office 1 um að gerast endursöluaðilar á jólabókum AMGEN, sem er stærsta líftækni- fyrirtæki Bandaríkjanna, hefur til- kynnt um 16 milljarða dollara (1.700 milljarða króna) yfirtöku á keppi- nauti sínum, Immunex. Er hér um að ræða stærsta samning sem um getur í líftæknigeiranum. Sameinað verður fyrirtækið það stærsta í heimi á heilbrigðissviði en markaðsvirði þess mun nema 72,5 milljörðum dollara, eða um 7.700 milljörðum íslenskra króna. Það er ríflega tvöfalt hærra en markaðs- virði Genentech, sem er annað stærsta líftæknifyrirtækið, en mark- aðsvirði þess er 28 milljarðar doll- ara. Verði samruninn samþykktur af bandarískum yfirvöldum fá hluthafar í Immunex greitt fyrir 85% hluta sinna með hlutabréfum í Amgen og 15% með peningum. Stærsti líf- tæknisam- runi sög- unnar NÝTT félag, Iosat ehf., hefur verið stofnað um rekstur Net- Hnattar sem áður var í eigu AcoTæknivals. Að nýja félag- inu standa Ari Jóhannesson og Vilhjálmur Árnason, fyrrver- andi starfsmenn AcoTækni- vals, auk Rúnars Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra AcoTæknivals og Öryggismið- stöðvar Íslands. Meginverkefni Iosat verða tengingar við Netið yfir gervi- hnetti auk víðnetstenginga og varasambanda fyrir fyrirtæki sem mega ekki við því að missa netsamband vegna bilana í netveitum, rafmagnstruflana eða útfalls útlandalínu. Meðal samstarfsfyrirtækja Iosat er- lendis eru Eutelsat og Hughes Olivetti Telecom. Starfsvett- angur félagsins verður bæði innan lands og utan, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Nýtt félag stofnað um NetHnött ● FISKAFLI landsmanna í nóvember síðastliðnum var alls 97 þúsund tonn sem er jafnmikill afli og í nóv- ember 2000. Botnfiskaflinn var tæp- lega 37 þúsund tonn í mánuðinum en var rúmlega 37 þúsund tonn í nóvember 2000. Þrátt fyrir afar erfitt veður til sjósóknar víðast hvar var þorskafli í nóvember meiri en í sama mánuði árið áður. Þannig var landað 20.495 tonnum af þorski af Íslands- miðum í nýliðnum mánuði en aðeins 17.186 tonnum í nóvember 2000. Minna veiddist hins vegar af karfa og grálúðu. Afli krókabáta var mun minni í nóvember núna en í fyrra. Afli uppsjávartegunda hefur verið slakur það sem af er fiskveiðiárinu eins og í fyrra. Aðeins veiddust 56 þúsund tonn af síld á tímabilinu september – nóvember og ekkert veiddist af loðnu. Heildaraflinn á tímabilinu 1. janúar – 30. nóvember var 1.890 þúsund tonn en var 1.926 þúsund tonn á sama tíma árið áður. 97 þúsund tonn í nóvember ● NORSKA flugfélagið Braathens verður hluti af SAS-flugfélaginu fyrir áramót. 98% hluthafa í Braathens hafa samþykkt tilboð SAS í hlutabréf- in, en tilboðsfresturinn rann út á föstudagskvöldið. Eigendum hluta- fjárins sem eftir stendur ber laga- skylda til að selja sitt þar sem yfir 90% hluthafa hafa samþykkt til- boðið. SAS byrjaði á að kaupa um 68% í Braathens sl. vor og setti síðan fram yfirtökutilboð upp á 35 norskar krón- ur á hlut. Síðan hefur tilboðið verið lækkað vegna almenns samdráttar á flugmarkaði og nemur nú 27 norsk- um krónum fyrir hvern hlut í Braath- ens. Braathens verður hluti af SAS GENGI krónunnar hækkaði um 0,9% í 11 milljarða viðskipt- um í gær. Mikið flökt var á vísi- tölu krónunnar í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka, og fór hún lægst í 141,90, en endaði í 142,40. Gengi krónunnar hefur því hækkað um 3,5% í desember og gengi krónunnar ekki verið hærra síðan um miðjan október sl. Gengi dollara stendur nú í 102,40 og hefur lækkað um 8 krónur á sl. 3 vikum. Jenið hef- ur þó lækkað einna mest og hefur ekki verið lægra síðan í ágústbyrjun. Gengishækkunin þessar vikurnar er þó ekkert einsdæmi t.a.m. hækkaði geng- ið um rúm 8% frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Undan- farnar vikur hefur gengi krón- unnar hækkað um rúm 6%. Bæði tímabilin eiga það sam- eiginlegt að hefjast með við- skiptum Seðlabankans, en hann keypti krónur 21. júní sem var upphaf gengishækkun- ar krónunnar sem stóð fram í ágúst. Í desember hefur Seðla- bankinn tvívegis keypt krónur fyrir rúma 5 milljarða samtals. Krónan styrkist um 0,9% ● STJÓRN Sláturfélags Suðurlands svf., sem er jafnframt stjórn SS Af- urða ehf., hefur samþykkt að sam- eina félögin undir nafni Sláturfélag Suðurlands svf. Samruninn miðast við áramót. Þetta var ákveðið á stjórnarfundum félaganna sem haldnir voru föstudaginn 14. desem- ber. SS Afurðir ehf. er dótturfélag Sláturfélags Suðurlands svf. og er al- farið í eigu þess. SS Afurðir ehf. hef- ur séð um afurðaþátt starfsemi Slát- urfélags Suðurlands svf. Sláturfélag Suðurlands svf. hefur birt reiknings- skil sín sem samstæðureikningsskil Sláturfélagsins og dótturfélagsins SS Afurða ehf., þannig að önnur áhrif sameiningar félaganna á fjárhags- stöðu samstæðunnar eru engin. Starfsmenn SS Afurða ehf. flytjast allir yfir til Sláturfélags Suðurlands svf. SS Afurðir sameinast SS ● ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hefur selt allan eignarhlut sinn í Tölvumiðlun hf. Um er að ræða 25,6% hlut í félaginu. Að mati stjórn- ar Íslenska hugbúnaðarsjóðsins er hér um að ræða mjög hagstæðan og jákvæðan samning fyrir Íslenska hugbúnaðarsjóðinn hf. en ekki er gefið upp hver keypti hlutinn er né á hvaða verði hann er seldur. Tölvumiðlun er eitt elsta hugbún- aðarfyrirtæki landsins en Tölvu- miðlun starfar aðallega á sviði launa- kerfa. Tölvumiðlun hefur unnið að Landskrá fasteigna í þróunarsam- starfi með FMR. Auk þess er SFS- upplýsingakerfi fyrirtækisins í notk- un hjá um 80 sveitarfélögum. Íshug selur allan hlut sinn í Tölvumiðlun ● GREINT var frá því í flöggun frá Ís- landsbanka-FBA hf. á Verðbréfaþingi Íslands í gær að bankinn hefði keypt hlutabréf í Íslandsbanka-FBA hf. að nafnvirði kr. 10.000.000,- þann 14. desember síðastliðinn. Eftir kaupin varð eignarhlutur bankans 5,07% eða kr. 507.185.086,- að nafnvirði, en var áður 4,97% eða kr. 497.185.086,- að nafnvirði. Þá kom jafnframt fram í flögg- uninni að bankinn hefði selt 2,1% af 5,07% eignarhlut sínum, kr. 210.377.576,- að nafnvirði, fram- virkt. Ekki kemur fram hver keypti bréfin af bankanum. Íslandsbanki kaupir og selur bréf í bankanum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.