Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 25

Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 25 Mokkajakkar frá 29.900 kr. Mokkavesti frá 15.900 kr. Kápur frá 29.900 kr. Jakkar frá 19.900 kr. Buxur frá 9.900 kr. Peysur frá 6.900 kr. Náttföt frá 3.900 kr. GLÆSILEG FÖT TIL JÓLAGJAFA KRINGLUNNI • sími 568 4900 LAUGAVEGI 32 • sími 552 3636 HRING EFTIR HRINGHVÍT A H Ú S IÐ / S ÍA FISKISTOFA svipti alls 13 skip leyf- um til veiða í atvinnuskyni í nóvember sl. Þar af voru tvö skip, Ásthildur SH og Katrín GK, svipt veiðileyfi vegna afla umfram heimildir en það síðar- nefnda hefur fengið leyfið að nýju eft- ir að aflamarksstaða þess var lag- færð. Þá voru 7 skip svipt veiðileyfi í tvær vikur vegna vanskila á frumriti úr afladagbók vegna veiða í október. Þau eru Víðir Trausti EA, Snæbjörg ÍS, Hraunsvík GK, Vísir SH, Kristinn SH, Nunni EA og Vestfirðingur BA. Aðalvík SH var svipt veiðileyfi í tvær vikur þar sem skipinu var haldið til veiða án þess að eftirlitsmaður Fiski- stofu, sem tilkynnt hafði skipstjóra skipsins að hann hygðist koma með til eftirlits í veiðiferð, væri tekinn með. Þá var Berghildur SK svipt veiðileyfi í sex vikur vegna ítrekaðs brots gegn reglum um vigtun sjávarafla, Bjarmi BA í átta vikur vegna brottkasts á hluta af afla skipsins og Ör SH í tvær vikur vegna brots gegn reglum varð- andi tilkynningu í Símakrók. 13 skip svipt veiðileyfi DÓTTURFYRIRTÆKI SÍF-sam- stæðunnar í Frakklandi, SIF France, hlaut nýlega Saveur de l’année-verð- laun, eða „Bragð ársins“, fyrir nokkr- ar gerðir síldar- og laxaafurða. Verð- launin, sem eru veitt árlega, eru þau virtustu í frönskum matvælaiðnaði og vekur úthlutun þeirra alltaf mikla at- hygli. SIF France hlýtur verðlaunin nú annað árið í röð, en í fyrra fékk fyr- irtækið viðurkenningu fyrir reyktan lax og þrjá tilbúna sjávarrétti. „Fyrir utan viðurkenningu á vöru- þróun og rannsóknarstarfi okkar hafa verðlaunin mikla þýðingu fyrir mark- aðsstarf SIF France,“ segir Birgir Sævar Jóhannsson, framkvæmda- stjóri SIF France. „Við fáum að nota merki þeirra á verðlaunavörur okkar og vitum að það er þekkt meðal franskra neytenda, en auk þess gefst okkur tækifæri til að vinna með fram- leiðendum sem hafa fengið svipuð verðlaun fyrir vörur sínar.“ Þeir aðilar sem fá Saveur de l’ann- ée-verðlaunin mega merkja viðkom- andi vörur með einkennismerki keppninnar í rúmt ár eftir að verð- launin eru veitt. SIF France hlaut að þessu sinni viðurkenningu fyrir tvær vörur, annars vegar reykt síldarflök, sem fá sérstaka meðhöndlun frá frumvinnslu til afhendingar, í loft- skiptum neytendaumbúðum, og hins vegar fyrir vörulínuna „Saveurs Scandinaves“ eða „Bragð norðurs- ins“. Birgir segir að með verðlaunun- um staðfesti SIF France forystu sína á markaði sjávarafurða í Frakklandi. „Við höfum lagt ríka áherslu á þróun hefðbundinna afurða á borð við síld og að færa þær í nútímalegan búning, og keppt að því að ná til nýrra neytenda- hópa. Þær viðtökur sem vörurnar hafa fengið og sú viðurkenning sem Saveur de l’année-verðlaunin eru sýn- ir okkur að við erum á réttri leið,“ segir Birgir. Framkvæmdastjórn SIF France með Saveur de l’année-verðlaunin. F.v. Birgir S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri SIF France, Pascal Roth, Bernard Henaut, Emmanuelle Rigot, Olivier de Lauriston og Frédéric Beauvir. SIF France hlýtur Saveur de l’année- verðlaunin Viðurkenning á vönduðu þróunar- og rannsóknarstarfi fyrirtækisins DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.