Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 30
ERLENT
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Afgreiðslutími
á Laugaveginum
Opið alla daga til jóla til
kl.22
Þorláksmessu til kl. 23
AP
Erlendur hermaður al-Qaeda leiddur af tveim Afgönum fram fyrir almenning í bænum Agom í Hvítufjöllum.
Al-Qaeda-liðar á
flótta í snævi-
þöktum fjöllunum
Óvíst hvort Osama bin Laden er enn í Afganistan
MÖRG hundruð hermenn al-Qaeda-
samtakanna voru á flótta upp í
snæviþakin fjöllin í Austur-Afganist-
an, þar sem landamærin að Pakistan
liggja, sl. sunnudag, þegar sókn afg-
anskra og bandarískra herja gegn
stöðvum þeirra virtist vera á loka-
stigi. Ekkert sást til Osama bin Lad-
ens, leiðtoga samtakanna, mannsins
sem Bandaríkjamenn leita nú hvað
mest.
Nokkrir al-Qaeda-liðar börðust
enn á stöku stað við afganska her-
flokka á sunnudaginn, en tveir æðstu
liðsforingjar Afgananna kváðust
telja að um 200 al-Qaeda-liðar hefðu
verið felldir undanfarna daga. En
megnið af liðsaflanum – 500 manns
eða fleiri – flýði loftárásir Banda-
ríkjamanna, og afgönsku herflokk-
ana á jörðu niðri.
„Þeir eru flúnir upp í snæviþakin
fjöllin,“ sagði Hazrat Ali, yfirmaður
öryggissveita í Austur-Afganistan.
„En þeir hafa ekkert að borða svo að
þeir komast varla af.“
Eftir að hafa dögum saman sagst
fullviss um að bin Laden væri á Tora
Bora-svæðinu í Hvítufjöllum í Aust-
ur-Afganistan, dró Ali í land á
sunnudaginn, og sagði einungis að
hann hefði engar nýjar upplýsingar.
Þegar hann var spurður hvort hand-
töku bin Ladens væri að vænta sagði
hann: „Það má Guð vita.“
„Osama er ekki í vasa mínum,“
sagði Mohammed Zaman Ghun
Shareef, hinn æðsti foringinn í liði
Afgana á svæðinu. „Ég get ekki sýnt
þér hann.“
Kanna þarf
hvern einasta helli
Bandaríski hershöfðinginn
Tommy Franks sagði á fréttamanna-
fundi í Tampa á Flórída að Banda-
ríkjamenn „einfaldlega viti ekki“
hvað hefur orðið af bin Laden.
Franks, sem er yfirmaður banda-
rísku herstjórnarinnar, lýsti vígvell-
inum í Tora Bora sem „ruglingsleg-
um“ og sagði að það myndi taka tíma
að kanna áhrif loft- og landárásanna.
Senda þyrfti menn inn í hvern ein-
asta helli og byrgi.
Undanfarna viku hafa afganskir
liðsforingjar greint nokkrum sinnum
frá vopnahléi, samningaviðræðum í
gegnum talstöðvar og meint upp-
gjafatilboð ýmissa al-Qaeda-flokka.
Allt hefur þetta orðið til að draga
hernaðinn á langinn, og hefur ef til
vill gefið bin Laden og mönnum hans
tíma til að skipuleggja flótta sinn.
Héraðsstjórinn í Nangahar-héraði
í Austur-Afganistan, Abdul Qadir,
taldi ólíklegt að bin Laden væri í
héraðinu. „Hann er ekkert barn,“
sagði Qadir. „Í heilan mánuð hefur
honum verið ljóst hvaða aðstæður
væru að skapast hérna. Annars veg-
ar snæviþakin fjöll, og hins vegar
mujahedeen [afganskir hermenn].“
Bandarískar herflugvélar héldu
áfram sprengjuárásum á það svæði í
Hvítufjöllum er kennt er við Tora
Bora, þar sem var síðasta vígi al-
Qaeda. Árásirnar voru þó ekki nærri
eins harðar á sunnudagskvöldið og
þær höfðu verið dagana á undan.
Afgönsku liðsforingjarnir sögðu
að bardagarnir hefðu endað með því,
að nokkrir fangar voru teknir. „Við
náðum 25 manns úr al-Qaeda,“ sagði
Zaman. „Við höfum hreinsað allt
svæðið sem þeir höfðu á sínu valdi.
Við náðum loftvarnarbyssum og
skotfærum.“
Harðir skotbardagar
Liðsmenn bin Ladens voru á víð
og dreif í þéttum skóginum í fjalls-
hlíðunum og afganskir andstæðingar
þeirra reyndu að uppræta þá þar.
Klukkan rúmlega átta á sunnudags-
morgun kom til harðra skotbardaga
milli Afgana og al-Qaeda-manna í
fjallshlíð sem herflokkarnir hafa
skipst á að hafa á valdi sínu und-
anfarna viku. Ali sagði að eftir þann
bardaga hefðu sex
manna bin Ladens
náðst, einn hafi verið
felldur, fimm teknir
til fanga.
Orrustan um Tora
Bora hófst fyrir al-
vöru fyrir hálfum
mánuði, þegar bandarískar flugvélar
gerðu nokkrar árásarlotur. Dagana
á eftir réðust Bandaríkjamenn gegn
stövðum al-Qaeda með því að varpa
sprengjum úr B-52 þotum og beittu
einnig öðrum flugvélum.
Árásin á landi hófst þriðja desem-
ber þegar illa búnir Afganir héldu á
nokkrum aflóga pallbílum í suðurátt
frá borginni Jalalabad. Þeir höfðu
fátt annað vopna en Kalashnikov-
rifflana sína, nokkra gamla rúss-
neska skriðdreka, vélbyssur og
sprengikúlur. Þessi árásarher – sem
afganskir liðsforingjar sögðu telja
allt að 2.500 manns – sagðist hafa
náð miklum árangri fyrstu dagana,
og al-Qaeda-liðarnir hörfuðu upp í
fjöllin.
Aldrei var fyllilega ljóst hversu
margir al-Qaeda-liðarnir voru. Áætl-
anir hafa hljóðað upp á allt frá nokk-
ur hundruð upp í allt að þúsund. Ali
sagði á sunnudaginn að hann teldi þá
hafa verið um 700, og að um fimm
hundruð væru lagðir á flótta.
Fregnir herma að pakistanskir
landamæraverðir hafi handtekið 31
al-Qaeda-liða – flestir hafi verið
Jemenar – sem hefðu flúið frá Tora
Bora og reynt að komast inn á land-
svæði pakistanskra ættbálka með
því að fara yfir snæviþakið fjalla-
skarð í um tveggja dagleiða fjarlægð
frá vígvellinum.
„Útlendingarnir
farnir“
Eftir að hafa verið við víglínuna á
sunnudaginn ók Ali liðsforingi niður
fjallshlíð og tilkynnti fréttamönnum,
sem voru saman komnir á stórgrýtt-
um ási: „Þessi sigur þýðir ekki að-
eins að nú ríki friður, því arabarnir
hafa áður verið ógn við fólkið. Nú eru
útlendingarnir farnir úr landi.“
Bandarísk stjórnvöld eru aftur á
móti ekki tilbúin til að gefa slíka yf-
irlýsingu. Þau hafa fengið upplýsing-
ar sem benda til að bin Laden sé enn
í Afganistan, en aðrar upplýsingar
benda til að hann hafi sloppið yfir
landamærin til Pak-
istans, að sögn Col-
ins Powells, utanrík-
isráðherra Banda-
ríkjanna. Í viðtali við
fréttastofu Fox-sjón-
varpsstöðvarinnar
kvaðst Powell sann-
færður um að stjórn Pervez Mush-
arraf í Pakistan myndi ekki skjóta
skjólshúsi yfir bin Laden.
„Við munum handsama bin Lad-
en,“ sagði Powell, og bætti við, að
Pakistanar hefðu hert gæslu á landa-
mærunum. „Hvort sem það [við
náum honum] í dag, á morgun, eftir
eitt ár eða tvö, hefur forsetinn sagt
afdráttarlaust að við munum ekki
unna okkur hvíldar fyrr en lögum
verður komið yfir [bin Laden].“
’ En þeir hafa ekkert að borða
svo að þeir kom-
ast varla af ‘
Tora Bora. The Washington Post.
HERIR Afgana bjuggu sig í gær
undir það að gera áhlaup á fjalla-
hérað í suðurhluta Afganistan þar
sem Mohammad Omar, andlegur
leiðtogi talibana, er talinn leynast.
Haji Gulalai, einn af forystu-
mönnum Afgana í Kandahar-héraði,
sagði í gær að Omar væri trúlega
staddur í bænum Baghran í Helm-
and-héraði, um 160 kílómetra norð-
vestur af Kandahar. Með honum
væru nokkur hundruð bardaga-
menn.
Gulalai og bandamenn hans hafa
áður aðeins sagt að þeir vissu
„nokkurn veginn“ á hvaða svæði
Omar væri í felum, en hafa ekki
fram að þessu viljað tiltaka svo ná-
kvæmlega dvalarstað Omars.
„Hann verður hengdur,“ sagði Gul-
alai er hann var spurður um hvað
þeir hygðust gera við Omar. „Hann
hefur svikið land sitt, svikið þjóð
sína og svikið Íslam. Hann á í engin
hús að venda.“
Flúði Kandahar
Omar flúði Kandahar, sem verið
hafði höfuðvígi talibana, áður en
borgin féll í hendur andstæðinga
talibana 7. desember sl. Síðan þá
hafa margir haft uppi getgátur um
dvalarstað Omars, en það var Omar
sem heimilaði Sádí-Arabanum
Osama bin Laden að hafast við í
Afganistan, eftir að bin Laden hafði
neyðst til að yfirgefa Súdan.
Hamid Karzai, forsætisráðherra
afgönsku bráðabirgðastjórnarinnar,
hefur heitið því að hafa hendur í
hári Omars og Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, hefur lofað 10 milljónum doll-
ara í verðlaunafé fyrir upplýsingar
sem gætu leitt til þess að Omar
væri handsamaður.
Segjast ætla að
hengja Omar
Kandahar. AP.
Omar sagður í felum í Baghran
DONALD Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
heilsar liðsmönnum Bandaríkja-
hers í Afganistan en Rumsfeld
heimsótti Afganistan á sunnudag.
Hann er hæst setti erindreki
Bandaríkjastjórnar sem heimsótt
hefur landið frá því að Banda-
ríkjamenn hófu loftárásir á það í
október. Í heimsókninni átti
Rumsfeld m.a. fund með Hamid
Karzai, nýskipuðum forsætisráð-
herra afgönsku bráðabirgða-
stjórnarinnar.
Rumsfeld heim-
sótti Afganistan
Reuters