Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 30
ERLENT 30 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Afgreiðslutími á Laugaveginum Opið alla daga til jóla til kl.22 Þorláksmessu til kl. 23 AP Erlendur hermaður al-Qaeda leiddur af tveim Afgönum fram fyrir almenning í bænum Agom í Hvítufjöllum. Al-Qaeda-liðar á flótta í snævi- þöktum fjöllunum Óvíst hvort Osama bin Laden er enn í Afganistan MÖRG hundruð hermenn al-Qaeda- samtakanna voru á flótta upp í snæviþakin fjöllin í Austur-Afganist- an, þar sem landamærin að Pakistan liggja, sl. sunnudag, þegar sókn afg- anskra og bandarískra herja gegn stöðvum þeirra virtist vera á loka- stigi. Ekkert sást til Osama bin Lad- ens, leiðtoga samtakanna, mannsins sem Bandaríkjamenn leita nú hvað mest. Nokkrir al-Qaeda-liðar börðust enn á stöku stað við afganska her- flokka á sunnudaginn, en tveir æðstu liðsforingjar Afgananna kváðust telja að um 200 al-Qaeda-liðar hefðu verið felldir undanfarna daga. En megnið af liðsaflanum – 500 manns eða fleiri – flýði loftárásir Banda- ríkjamanna, og afgönsku herflokk- ana á jörðu niðri. „Þeir eru flúnir upp í snæviþakin fjöllin,“ sagði Hazrat Ali, yfirmaður öryggissveita í Austur-Afganistan. „En þeir hafa ekkert að borða svo að þeir komast varla af.“ Eftir að hafa dögum saman sagst fullviss um að bin Laden væri á Tora Bora-svæðinu í Hvítufjöllum í Aust- ur-Afganistan, dró Ali í land á sunnudaginn, og sagði einungis að hann hefði engar nýjar upplýsingar. Þegar hann var spurður hvort hand- töku bin Ladens væri að vænta sagði hann: „Það má Guð vita.“ „Osama er ekki í vasa mínum,“ sagði Mohammed Zaman Ghun Shareef, hinn æðsti foringinn í liði Afgana á svæðinu. „Ég get ekki sýnt þér hann.“ Kanna þarf hvern einasta helli Bandaríski hershöfðinginn Tommy Franks sagði á fréttamanna- fundi í Tampa á Flórída að Banda- ríkjamenn „einfaldlega viti ekki“ hvað hefur orðið af bin Laden. Franks, sem er yfirmaður banda- rísku herstjórnarinnar, lýsti vígvell- inum í Tora Bora sem „ruglingsleg- um“ og sagði að það myndi taka tíma að kanna áhrif loft- og landárásanna. Senda þyrfti menn inn í hvern ein- asta helli og byrgi. Undanfarna viku hafa afganskir liðsforingjar greint nokkrum sinnum frá vopnahléi, samningaviðræðum í gegnum talstöðvar og meint upp- gjafatilboð ýmissa al-Qaeda-flokka. Allt hefur þetta orðið til að draga hernaðinn á langinn, og hefur ef til vill gefið bin Laden og mönnum hans tíma til að skipuleggja flótta sinn. Héraðsstjórinn í Nangahar-héraði í Austur-Afganistan, Abdul Qadir, taldi ólíklegt að bin Laden væri í héraðinu. „Hann er ekkert barn,“ sagði Qadir. „Í heilan mánuð hefur honum verið ljóst hvaða aðstæður væru að skapast hérna. Annars veg- ar snæviþakin fjöll, og hins vegar mujahedeen [afganskir hermenn].“ Bandarískar herflugvélar héldu áfram sprengjuárásum á það svæði í Hvítufjöllum er kennt er við Tora Bora, þar sem var síðasta vígi al- Qaeda. Árásirnar voru þó ekki nærri eins harðar á sunnudagskvöldið og þær höfðu verið dagana á undan. Afgönsku liðsforingjarnir sögðu að bardagarnir hefðu endað með því, að nokkrir fangar voru teknir. „Við náðum 25 manns úr al-Qaeda,“ sagði Zaman. „Við höfum hreinsað allt svæðið sem þeir höfðu á sínu valdi. Við náðum loftvarnarbyssum og skotfærum.“ Harðir skotbardagar Liðsmenn bin Ladens voru á víð og dreif í þéttum skóginum í fjalls- hlíðunum og afganskir andstæðingar þeirra reyndu að uppræta þá þar. Klukkan rúmlega átta á sunnudags- morgun kom til harðra skotbardaga milli Afgana og al-Qaeda-manna í fjallshlíð sem herflokkarnir hafa skipst á að hafa á valdi sínu und- anfarna viku. Ali sagði að eftir þann bardaga hefðu sex manna bin Ladens náðst, einn hafi verið felldur, fimm teknir til fanga. Orrustan um Tora Bora hófst fyrir al- vöru fyrir hálfum mánuði, þegar bandarískar flugvélar gerðu nokkrar árásarlotur. Dagana á eftir réðust Bandaríkjamenn gegn stövðum al-Qaeda með því að varpa sprengjum úr B-52 þotum og beittu einnig öðrum flugvélum. Árásin á landi hófst þriðja desem- ber þegar illa búnir Afganir héldu á nokkrum aflóga pallbílum í suðurátt frá borginni Jalalabad. Þeir höfðu fátt annað vopna en Kalashnikov- rifflana sína, nokkra gamla rúss- neska skriðdreka, vélbyssur og sprengikúlur. Þessi árásarher – sem afganskir liðsforingjar sögðu telja allt að 2.500 manns – sagðist hafa náð miklum árangri fyrstu dagana, og al-Qaeda-liðarnir hörfuðu upp í fjöllin. Aldrei var fyllilega ljóst hversu margir al-Qaeda-liðarnir voru. Áætl- anir hafa hljóðað upp á allt frá nokk- ur hundruð upp í allt að þúsund. Ali sagði á sunnudaginn að hann teldi þá hafa verið um 700, og að um fimm hundruð væru lagðir á flótta. Fregnir herma að pakistanskir landamæraverðir hafi handtekið 31 al-Qaeda-liða – flestir hafi verið Jemenar – sem hefðu flúið frá Tora Bora og reynt að komast inn á land- svæði pakistanskra ættbálka með því að fara yfir snæviþakið fjalla- skarð í um tveggja dagleiða fjarlægð frá vígvellinum. „Útlendingarnir farnir“ Eftir að hafa verið við víglínuna á sunnudaginn ók Ali liðsforingi niður fjallshlíð og tilkynnti fréttamönnum, sem voru saman komnir á stórgrýtt- um ási: „Þessi sigur þýðir ekki að- eins að nú ríki friður, því arabarnir hafa áður verið ógn við fólkið. Nú eru útlendingarnir farnir úr landi.“ Bandarísk stjórnvöld eru aftur á móti ekki tilbúin til að gefa slíka yf- irlýsingu. Þau hafa fengið upplýsing- ar sem benda til að bin Laden sé enn í Afganistan, en aðrar upplýsingar benda til að hann hafi sloppið yfir landamærin til Pak- istans, að sögn Col- ins Powells, utanrík- isráðherra Banda- ríkjanna. Í viðtali við fréttastofu Fox-sjón- varpsstöðvarinnar kvaðst Powell sann- færður um að stjórn Pervez Mush- arraf í Pakistan myndi ekki skjóta skjólshúsi yfir bin Laden. „Við munum handsama bin Lad- en,“ sagði Powell, og bætti við, að Pakistanar hefðu hert gæslu á landa- mærunum. „Hvort sem það [við náum honum] í dag, á morgun, eftir eitt ár eða tvö, hefur forsetinn sagt afdráttarlaust að við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en lögum verður komið yfir [bin Laden].“ ’ En þeir hafa ekkert að borða svo að þeir kom- ast varla af ‘ Tora Bora. The Washington Post. HERIR Afgana bjuggu sig í gær undir það að gera áhlaup á fjalla- hérað í suðurhluta Afganistan þar sem Mohammad Omar, andlegur leiðtogi talibana, er talinn leynast. Haji Gulalai, einn af forystu- mönnum Afgana í Kandahar-héraði, sagði í gær að Omar væri trúlega staddur í bænum Baghran í Helm- and-héraði, um 160 kílómetra norð- vestur af Kandahar. Með honum væru nokkur hundruð bardaga- menn. Gulalai og bandamenn hans hafa áður aðeins sagt að þeir vissu „nokkurn veginn“ á hvaða svæði Omar væri í felum, en hafa ekki fram að þessu viljað tiltaka svo ná- kvæmlega dvalarstað Omars. „Hann verður hengdur,“ sagði Gul- alai er hann var spurður um hvað þeir hygðust gera við Omar. „Hann hefur svikið land sitt, svikið þjóð sína og svikið Íslam. Hann á í engin hús að venda.“ Flúði Kandahar Omar flúði Kandahar, sem verið hafði höfuðvígi talibana, áður en borgin féll í hendur andstæðinga talibana 7. desember sl. Síðan þá hafa margir haft uppi getgátur um dvalarstað Omars, en það var Omar sem heimilaði Sádí-Arabanum Osama bin Laden að hafast við í Afganistan, eftir að bin Laden hafði neyðst til að yfirgefa Súdan. Hamid Karzai, forsætisráðherra afgönsku bráðabirgðastjórnarinnar, hefur heitið því að hafa hendur í hári Omars og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefur lofað 10 milljónum doll- ara í verðlaunafé fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Omar væri handsamaður. Segjast ætla að hengja Omar Kandahar. AP. Omar sagður í felum í Baghran DONALD Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, heilsar liðsmönnum Bandaríkja- hers í Afganistan en Rumsfeld heimsótti Afganistan á sunnudag. Hann er hæst setti erindreki Bandaríkjastjórnar sem heimsótt hefur landið frá því að Banda- ríkjamenn hófu loftárásir á það í október. Í heimsókninni átti Rumsfeld m.a. fund með Hamid Karzai, nýskipuðum forsætisráð- herra afgönsku bráðabirgða- stjórnarinnar. Rumsfeld heim- sótti Afganistan Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.