Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 31

Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 31
ÁÆTLANIR um meiriháttar sprengjuárás á London hafa fundist í þjálfunarbúðum hryðjuverkamanna í Afganistan, að því er breska blaðið The Observer greindi frá á sunnudag. Áætlanir um hryðjuverkaárásina eru í minnisbók, sem fannst í þjálfunar- búðum al-Qaeda í Kandahar í Afgan- istan. Er þar gefið í skyn að skot- markið sé Moorgate í fjármála- hverfinu í London. Ekkert er hins vegar vitað um hvort maðurinn, sem skipulagði árás- ina, hafi orðið eftir í Afganistan til að berjast við hlið Osama bin Ladens eða hvort hann hafi farið til Bretlands fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Heimildarmaður í bresku lögregl- unni sagði við blaðið að sérsveit gegn hryðjuverkum myndi rannsaka minn- isbókina gaumgæfilega. „Við verðum að gera okkur grein fyrir að það eru mjög stór hugsanleg skotmörk í fjár- málahverfinu í London,“ sagði hann. Skrifað er í minnisbókina á skýrri ensku og þykir málfarið benda til þess að breskur múslími hafi gert áætlanirnar í þjálfunarbúðum al- Qaeda í Sheragha Jama-hverfinu í Kandahar. Blaðið Independent on Sunday kvaðst hafa séð áætlanir al-Qaeda um að sprengja bílsprengju á Moorgate- svæðinu. Koma átti sprengingunni af stað með fjarstýringu. Al-Qaeda skipulagði hryðjuverk í London London. AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 31 HRAÐUR og óvæntur flótti margra harðnaðra al-Qaeda-her- manna úr hellum og göngum í fjöllunum í Austur-Afganistan kann að vera til marks um það sem sálfræðingar og sérfræðingar í lofthernaði lýsa sem sálrænum áhrifum þungra loftárása. Afg- anskir liðsforingjar hafa greint frá því, að loftárásir Bandaríkjamanna við Kabúl í síðasta mánuði hefðu haft mikil sálræn áhrif á hersveitir talibana, og sögðu frá talstöðvar- samtölum, sem hleruð voru, þar sem hermennirnir töluðu um að þeir hlypu í skjól í hvert sinn sem bandarískar sprengjuflugvélar nálguðust. Liðhlaup verður algengt Talsmenn bandaríska flughers- ins segja að það hafi jafnvel enn meiri sálræn áhrif þegar sprengj- um er varpað úr flugvélum, sem fljúgi of hátt til að hermenn, sem haldi sig djúpt í hellum, geti séð þær eða heyrt í þeim. Þá virðist sem sprengjurnar komi sem þruma úr heiðskíru lofti og lendi beint á skotmarkinu. „Höggið, raskið, hávaðinn – hávaði virðist skipta mestu – hefur niðurdrep- andi áhrif á baráttuþrekið,“ sagði Richard P. Hallion, lofthernaðar- sagnfræðingur og sérfræðingur í rannsóknum á áhrifum lofthern- aðar. „Þetta hefur komið í ljós í mörg- um herferðum. Það mátti sjá þetta í Persaflóastríðinu. Eftir nokkurn tíma er baráttuþrekið orðið svo lít- ið að liðhlaup er algengt, og það hefur svo sannarlega verið raunin undanfarið,“ sagði Hallion. Sýnt hefur verið fram á, að hermenn sem sæta sífelldum árásum fara að taka árásirnar persónulega, að sögn Hallions. Þeir fara að trúa því, að orrustu- og sprengjuflug- vélar í mörg þúsund feta hæð geti fylgst með hreyfingum þeirra sjálfra. Með nýjustu tækni geta Bandaríkjamenn miðað árásir út frá loftmyndum af bílum á hreyf- ingu og rafrænum hlerunum sem sýna staðsetningu manns sem er að tala í gervihnattasíma. Bardagastreita fer að gera vart við sig Hallion sagði að serbneskur her- maður, sem var yfirheyrður eftir árásir Atlantshafsbandalagsins á Kosovo 1999, hefði verið farinn að trúa því, að stjórnendur loftárás- anna hefðu fylgst nákvæmlega með öllum ferðum fylkinga hans. „Þeir vissu meira að segja af því þegar við vorum að reykja,“ hafði Hallion eftir serbneska her- manninum. Kafteinn Andrew P.N. Lambert, sem stjórnar rannsóknum á varn- armálum við Royal Air Force Staff College í Bretlandi, skrifaði í rit- gerð 1997 um sálræna þætti loft- árásanna í Persaflóastríðinu, að „alger loftyfirráð ollu fórnarlömb- unum getuleysistilfinningu. Ein- angrun, frumstæð skilyrði og eng- in tækifæri til að veita mótspyrnu, ásamt sífelldum dyn í óvinaflug- vélum, vakti ekki einungis ótta heldur líka tilfinningu fyrir til- gangsleysi og vonleysi.“ Lambert sagði að árásirnar og áróðursherferð, með dreifiritum sem sögðu íröskum hermönnum til um hvernig þeir ættu að fara að því að gefast upp, hefðu „rústað“ baráttuþrekinu. Bandaríkjamenn hafa notað svipuð dreifirit í Afgan- istan. „Fyrir hvern einn Íraka sem var felldur í stríðinu gáfust rúm- lega 20 upp, flestir án þess að veita mótspyrnu.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þættir verða til þess að hermenn sýna svonefnd bardagastreituvið- brögð, en Lambert segir að inni- lokurnarkennd, hávaði, einangrun og tilhneiging til að ætla óvininum ofurmannlega getu hafi áreiðan- lega allt sitt að segja. Sálræn áhrif loft- árásanna afar mikil Hávaði, innilokunarkennd, varnarleysi – allt hefur þetta lamandi áhrif á baráttuþrekið The Washington Post. HERMENN af þjóð Hazara styðjast við riffla sína í Bamiyan í Afganistan en í baksýn má sjá hamravegg þann er áður geymdi ævaforn Búdda- líkneski. Talibanar létu eyðileggja líkneskin fyrr á þessu ári. Reuters Stund milli stríða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.