Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Othello dömuúr sett 48 demöntum 30pt. eðalstál. Fáanlegt án demanta / leðuról. Othello herraúr, eðalstál. Fáanlegt með sjálf- trekktu úrverki /50 demöntum 40pt. / leðuról. Garðar Ólafsson, úrsmiður Lækjartorgi • S: 551-0081 www.raymond-weil.com ÞESS er jafnan beðið með eftir- væntingu þegar Kristján Jóhannsson kemur heim til að syngja. Tónleikar Kristjáns á laugardag fóru óvenju hljótt en engu að síður var Háskóla- bíó þétt setið þegar Kristján steig á sviðið með félaga sína úr sönglandinu Ítalíu með sér; baritonsöngvarann Carlo Maria Cantoni og píanóleikar- ann Marino Nicolini. Söngvararnir sungu fyrst dúett úr Don Carlo eftir Verdi og sungu feiknarvel og rifu strax upp mikla stemmningu í saln- um. Kristján sagði í viðtali um daginn að hann væri í fínu formi um þessar mundir og væri að breyta ýmsu í söng sínum, eins og því að fara dýpra í túlk- un þeirra karaktera sem hann væri að fást við. Einn helsti löstur á söng Kristján hefur gagnrýnanda þótt sá hvað hann beitir sér oft um of á kostn- að fagurs söngs og næmis í túlkun. Oft hefur líka vantað meiri breidd í blæbrigðum í söng hans og lítið annað til blæbrigða en miðlungssterkt, mjög sterkt og allt of sterkt; – og slíkir tón- ar eru ekki alltaf fallegir, þótt mikið sé fyrir þeim klappað. Í fyrsta dúett- inum beitti Kristján sér sannarlega mikið og fór ósparlega með kraftana. Þar átti það við; – en sannarlega á það ekki við alls staðar. En eftir því sem leið á tónleikana gerðust þau undur að gagnrýnanda þótti sem nýr og margfalt betri Kristján væri stiginn á sviðið, með heilsteyptari rödd og mun dýpri tilfinningu fyrir túlkun. En meir um það hér á eftir. Cantoni steig næst fram og söng rómönsu Rodrigos úr fjórða þætti Don Carlos, þar sem Rodrigo, særður banasári hefur sagt vini sínum Carlo að Elísabet, stúlkan sem hann elskar, og fyrrum stjúpmóðir hans bíði Carl- os, en sjálfur er Rodrigo að deyja og syngur þennan kveðjuóð til vinar síns. Cantoni sem er ungur að árum átti ekki í nokkrum vandræðum með að koma þessu áhrifamikla og drama- tíska atriði frá sér á snilldarlegan hátt. Rödd hans er einstaklega falleg, með mjúka og hlýja baritonáferð, góða hæð og mikla fyllingu. Þetta at- riði hreif og snart hlustendur sem fögnuðu Cantoni innilega. Kristján söng því næst aríu Orontes úr öðrum þætti Langbarðanna eftir Verdi. Þar segir Oronte frá ástinni sinni Giseldu sem hann saknar. Kristján söng þessa aríu glæsilega, en þó enn tals- vert of sterkt. Cantoni söng afbragðs- vel aríu Gérards úr Andrea Chenier eftir Giordano, en enn var viðfangs- efnið ástin, – hér til Maddalenu; – sem auðvitað elskar þann í tenorhlutverk- inu, Andrea Chenier. Það er gaman að heyra í svo ungum söngvara með góða rödd og góða söngtækni, en líka með þroskann til að túlka svo vel sem Cantoni gerði hér. Í aríu úr Cavalleria rusticana eftir Mascagni; – þar sem Turiddu kveður móður sína, fór Kristján Jóhannsson á kostum og söng af þvílíku næmi og fegurð að undirrituð man ekki eftir að hafa heyrt annað eins hjá honum. Og hvað kemur til? Jú, þarna sýndi Kristján að hann kann meira fyrir sér en að beita röddina ofurvaldi og kröft- um. Undurfallegt og veikt, söng hann, í blíðasta veikasta tón, sotto voce og mezza voce og spann sig hægt og fal- lega upp allt litrófið í þann styrk sem hæfði þessu viðkvæmnislega atriði. Þetta var feiknarvel gert hjá Krist- jáni, – sérdeilis áhrifamikið, og rödd hans naut sín fullkomlega, átakalaust og vel. Ef þetta er nýi stíllinn hjá Kristjáni, þá bið ég um meira af hon- um. Kristján og Cantoni sungu sam- an dúett úr Valdi örlaganna en þá bar svo við að Kristján söng of sterkt á kostnað Cantonis sem skapaði ójafn- vægi á milli þeirra, – því þótt Cantoni sé stórkostlegur söngvari hefur hann ekkert í Kristján þegar kemur að því að láta vel og vandlega í sér heyra. Eftir hlé brá Cantoni sér fyrst í gervi Makbeðs og söng aríuna Pietá, rospetto e amore úr Makbeð eftir Verdi. Þarna er Makbeð að játa synd- ir sínar, rétt áður en að honum er sótt, í atriðinu fræga, þegar skógurinn færist sífellt nær honum. Cantoni söng firnavel og æði hans og leikur var til marks um þá miklu dramatísku hæfileika sem hann er búinn; – ekki slæmt veganesti fyrir ungan söngv- ara. Kristján sýndi aftur allar sínar bestu hliðar í söng Cavaradossis úr Toscu eftir Puccini, – E lucevan le stelle. Þar lék hann sér með röddina í sérstaklega blæbrigðaríkum söng, og reiddi sig á sönghæfileika sína; – góða rödd og mikið músíkalitet, í stað þess að beita kröftum til að draga fram þann gríðarlega styrk sem hann býr yfir. Það var aldeilis einstök unun að hlusta á Kristján syngja þessa þekktu aríu svona vel. Cantoni söng næst tvo Napólísöngva eftir Tosti og gerði það gríðarlega fallega og kunnáttusam- lega og dró fram alla þá rómantík og þann unað sem er í þessum indælu lögum. Síðasta lag hans á efnis- skránni var Panis angelicus eftir Ces- ar Franck, og þar var allt á sömu bók- ina lært, yndislegur söngur og falleg túlkun. Síðustu þrjú lög Kristjáns voru Ave Maria við Intermezzóið úr Cavalleria rusticana, í útsetningu Kristjáns sjálfs, Ombra mai fu úr Xerxes eftir Händel og Agnus dei eft- ir Bizet. Kristján söng þessi lög prýði- lega, þótt aðeins vantaði á áræði í Ave Maríunni og jafnara tempó milli hans og píanóleikarans í verki Händels. Píanóleikarinn, Marino Nicolini hefur ekkert verið nefndur fyrr hér, – en það má á engan hátt skilja það sem svo að hann hafi ekki staðið sig í stykkinu. Marino Nicolini reyndist af- burða píanisti, sem studdi fullkom- lega við söngvarana um leið og hann galdraði fram heilu hljómsveitirnar í hverju atriðinu af öðru, í stórbrotnum leik. Það var mikill fengur að því að fá að heyra í ítölskum vinum Kristjáns, – ekki síst Cantoni sem er sannarlega efni í afburðasöngvara. Það mættu einhverjir taka sig til og halda Nap- ólíkvöld og bjóða honum hingað til að syngja Napólísöngvana sem honum lætur svo vel að syngja. Það var þó ekki síst fengur að því að fá Kristján heim einu sinni enn og heyra hvað hann er að gera vel um þessar mund- ir. Óperusöngvarar í sérflokki Morgunblaðið/Golli „Ef þetta er nýi stíllinn hjá Kristjáni, þá bið ég um meira af honum,“ segir Bergþóra Jónsdóttir meðal annars í umsögn um tónleikana. TÓNLEIKAR Söngtónleikar Kristján Jóhannsson og Carlo Maria Cantoni fluttu óperuaríur, Napólísöngva og andleg lög, Marino Nicolini lék með á píanó. Laugardag kl. 19.30. HÁSKÓLABÍÓ Bergþóra Jónsdóttir MINNINGARTÓNLEIKAR um Ríkharð Hördal verða í Dómkirkj- unni í kvöld kl. 20.30, en í dag hefði Ríkharð, sem söng lengi með Dómkórnum, orðið 55 ára. Hann lést í bílslysi í Finn- landi fyrr á þessu ári og vill kórinn heiðra minningu hans með þessum tónleikum. Meðal annars verð- ur flutt verkið Óður til heilagrar Sesselju eftir Benjamin Britt- en sem Ríkharð tók þátt í að flytja í tón- leikaferð Dómkórsins til Belgíu árið 1987. Einnig verða flutt jólalög og önnur tón- list. Auk Dómkórsins taka þátt í tónleikunum Einar Jó- hannesson klarínettuleikari og söngvararnir Anna Sigríður Helgadóttir, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir og Sverrir Guðjónsson. Ríkharð var vesturíslenskur, fæddur í Manitoba í Kanada, en flutti til Íslands um tvítugt. Hér á landi kenndi hann ensku framan af en lærði síðan málverka- forvörslu og var einn stofnenda fyrirtækisins Morkinskinnu í Reykjavík. Þar starfaði hann til ársins 1992 er honum bauðst að taka við forstöðu forvörsludeildar listasafns í Helsinki. Minningarsjóður Stofnaður hefur verið minning- arsjóður um Ríkharð. Það eru finnskir vinir og samstarfsmenn hans sem standa að stofn- un sjóðsins en hann starfaði síðustu árin sem yfirkennari og deildarstjóri for- vörsludeildar EVTEK listastofn- unarinnar í Helsinki. Hefur verið haft eftir yfirmanni stofnunar- innar að Ríkharð hafi gert meira á sjö árum í forvörslu í Finnlandi en allir aðrir forverðir Finn- lands samanlagt. Sjóður Ríkharðs Hördal heyrir undir Sjóð menn- ingararfs í Finnlandi en sá sjóður styrkir margvíslega lista- og menningarstarfsemi þar í landi. Markmið sjóðsins verður að „veita styrki til að styðja við for- vörslu sem miðar að varðveislu menningararfs til komandi kyn- slóða en einnig byrjunar- og framhaldsnám á þessu sviði,“ eins og segir í stofnskrá sjóðsins. Þeir sem vilja styðja Sjóð Rík- harðs Hördal með fjárframlögum geta lagt fé inn á reikning nr. 301-13-251378 í aðalbanka Bún- aðarbankans í Austurstræti. Minningartón- leikar um Ríkharð Hördal Ríkharð Hördal Dómkórinn heiðrar látinn félaga HÁÆRUVERÐUGIR, breskir heimavistarskólar útvalinna ala upp marga færustu vísindamenn, þjóð- arleiðtoga og andans menn þess- arar mikilhæfu þjóðar. Þeir minna einnig óþægilega á ýmislegt sem miður fer; stéttaskiptingu, hástétt- arhroka, kvalalosta, úrkynjun, föð- urlandssvikara og fleiri lýti á bresku samfélagi. Baksvið breska hrollsins The Hole er einmitt einn slíkur. Kastljósinu beint að fjórum nemendum um tvítugt. Aðalpersón- an, Liz (Thora Birch), virðist ósköp venjuleg stúlka, enda gengur henni illa að vekja á sér athygli drauma- prinsins Mike (Desmond Harring- ton), kvennagulls og sonar banda- rískrar rokkstjörnu í ofanálag. Hann er meira fyrir ljóskurnar. Liz fær því Martin, (Daniel Brockle- bank), vin og bekkjarfélaga, til að setja upp gildru fyrir goðið. Bragð- ið er úthugsað. Martin lokkar Mike, besta vin hans, Geoff (Laur- ence Fox), ásamt Frankie (Kiera Knightley), kærustunni hans, sem jafnframt er besta vinkona Liz til að eyða helgi í neðanjarðarbyrgi í nágrenni skólans. Byggt á tímum kalda stríðsins, en er nú flestum gleymt. Öllum er tilkynnt að fjór- menningarnir séu í útilegu í Wales um helgina. Sem þau ætla að eyða í villtu partíi, í friði fyrir öðrum, í hulduheimi byrgisins. Allt fer samkvæmt áætlun, Mike kemur loks auga á Liz, þá fara hlutirnir að fara úr böndunum því hún tekur stjórnina með ófyrirsjá- anlegum, og óhugnanlegum afleið- ingum. Hin raunverulega atburðarás er smám saman rakin, frá því að Liz kemur, illa til reika, á fund skóla- sálfræðingsins og lögreglunnar, sem gengur illa að fá botn í málið. Hægt og bítandi upplýsist ægilegur harmleikur sem átt hefur sér stað í einangruninni, því fjórmenningarn- ir komast fljótlega að því að út- gönguleiðin er læst. Það sem við tekur er fyrst og fremst óhugn- anleg, blóði- og æludrifin lýsing á hvernig skemmtileg og notaleg af- þreying getur skyndilega breyst í hroðalega martröð. Undirtónninn er ljótur og ofbeldisfullur og mynd- in virkilega óþægileg á að horfa. Liz er ekki í lagi, leynir ýmsu mis- jöfnu undir hversdagslegum hjúp. Rétt eins og raunin er gjarnan í raunveruleikanum. Varmenni eru ósjaldan hversdagsprúð og sviplítil, fólk sem aðrir gruna síst um nokk- uð misjafnt. Leikaravalið er því mikilvægt og Thora Birch stendur sig frábærlega vel sem hin mein- gallaða Liz. Hinir aðalleikararnir eru einnig mjög frambærilegir, ekki síst Laurence Fox. Það kemur ekki á óvart eftir að hafa séð hann og heyrt, að pilturinn er sonur James Fox. Myndin mun byggð á samnefndri skáldsögu sem notið hefur vinsælda hjá ungu fólki og hlotið vissan sess í bókmennta- heiminum. Laglega gerður smá- hrollur, en einkar óþægilegur á nei- kvæðan hátt, nánast andstyggi- legur. Hryllingur í holunni KVIKMYNDIR Bíóhöllin Leikstjóri: Nick Hamm. Handritshöf- undar: Ben Cort og Caroline Ip. Tónskáld Clint Mansell. Kvikmyndatökustjóri: Dennis Crossan. Aðalleikendur: Thora Birch, Desmond Harrington, Daniel Brocklebank, Laurence Fox, Keira Knightley, Embeth Davidtz. Sýningartími 100 mín. Bresk. Channel 4. 2001. THE HOLE 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.