Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 34
LISTIR
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA litla, snotra rit hóf göngu
sína árið 1996 og kemur nú út í ní-
unda sinn. Fyurst hét það raunar
Mannlíf og saga í Þingeyrarhreppi,
síðan Mannlíf og saga í Þingeyrar- og
Auðkúluhreppum hinum fornu. Fjög-
ur síðustu heftin bera svo titilinn
Mannlíf og saga fyrir vestan. Þetta
segir okkur kannski, að ritstjórinn
hefur smátt og smátt fært út kvíarn-
ar og er nú líklega kominn með Vest-
firðina alla undir. Þetta er raunar í
samræmi við önnur umsvif Vest-
firska forlagsins. Ritstjórinn segir í
aðfaraorðum að forlagið sé á góðri
leið með að verða „alvöru“ fyrirtæki,
enda þótt það hafi aðeins einn starfs-
mann og hann á hlaupum. Þetta
„litla“ forlag hefur nú á fáum árum
gefið út þrettán bækur og ritlinga
auk ritraðarinnar, sem hér er til um-
fjöllunar. Það er hreint ekki svo lítið.
Í þessu hefti kennir margra grasa,
en allt eru það áhugaverðir fróðleiks-
molar að vestan. Fyrst er sagt frá
Fiskiðju Dýrafjarðar og starfsmönn-
um þar. En Fiskiðjan gekk jafnan
undir nafninu Bóla. Starfsliðið var
nokkuð óvenjulega saman sett: tveir
starfsmenn hátt á áttræðisaldri, einn
hálfsjötugur og tveir stráklingar,
tólf, þrettán ára. Aðeins einn hafði
bílpróf, en neitaði að snerta bíl fyr-
irtækisins. Þurfti því alltaf að sækja
til mann, ef hreyfa átti bílinn. Þáttur
er af hinum mikla kraftakarli Guð-
mundi Justssyni eftir Gunnar S.
Hvammdal og Hallgrím Sveinsson.
Þá koma nokkrar gamansamar vest-
firskar sagnir.
Í þessu hefti hefst svo löng ritgerð,
sem ber heitið Sagnir frá Bíldudal
eftir Ingivald Nikulásson. Er hér
birtur fyrsti hluti ritgerðarinnar. Á
undan fer Þáttur af Ingivaldi Niku-
lássyni eftir Hallgrím Sveinsson og
annar eftir Halldór G. Jónsson,
Sjálfsnámið gerði hann gagnmennt-
aðan á fjölmörgum sviðum.
Ingivaldur þessi fæddist á Bíldu-
dal árið 1877 og dvaldist þar lengst
ævi sinnar. Hann lést á Bíldudal árið
1951. Ritgerð Ingivalds er veiga-
mesta efni ritsins. Þá koma Jónínu-
sögur. Eru það sögur um og eftir
Jónínu Jónsdóttur á Gemlufalli. Hún
var fyrsta konan á Íslandi sem tók
meirapróf á bíl. Það var árið 1948.
Þótti það tíðindum sæta. Lenti hún í
ýmsum svaðilförum á hinum vest-
firsku vegum og ýmsar gamansögur
spruttu upp í kringum hana.
Að lokum er myndasyrpa allmikil
frá liðnum tímum. En það einkennir
einmitt þessa ritröð hversu mikil
áhersla er lögð á að birta gamlar og
skemmtilegar myndir. Virðist æði
margt koma í leitirnar, þegar kominn
er svo góður geymslustaður sem
þetta rit.
Mannlíf fyrir vestan er skemmti-
legt rit og fróðlegt. Það er kryddað
gamansemi, enda hygg ég að Vest-
firðingar láti ógjarnan skemmtilegar
sögur rykfalla.
Vestfirskur fróðleikur
BÆKUR
Sagnfræði
Þjóðlegur fróðleikur, gamall og nýr. Rit-
stjóri: Hallgrímur Sveinsson. Ritröð 9.
hefti. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri,
2001, 80 bls.
MANNLÍF OG SAGA FYRIR VESTAN
Sigurjón Björnsson
ÁRIÐ 1994 sendi Guðrún Hann-
esdóttir frá sér sína fyrstu barna-
bók, Gamlar vísur handa nýjum
börnum, og skipaði sér strax í hóp
bestu myndhöfunda á íslenskum
barnabókamarkaði. Ári seinna
komu Fleiri gamlar vísur handa
nýjum börnum og 1996 sagan Ris-
inn þjófótti og skyrfjallið (sagan
eftir Sigrúnu Helgadóttur) sem
hlaut Íslensku barnabókaverðlaun-
in. 1997 sendi Guðrún síðan í
fyrsta skipti frá sér sína eigin
sögu, Sagan af skessunni sem
leiddist, og 1998 myndskreytti hún
íslensku þjóðsöguna Kerling vill
hafa nokkuð fyrir snúð sinn.
Í ár sendir Guðrún frá sér þýð-
ingu sína og myndskreytingar við
sögu Axels Wallengrens um norn-
ina Pomperipossu með langa nefið.
Þetta er saga í klassískum æv-
intýrastíl sem hefur að geyma ým-
is kunn ævintýraminni eins og
sætabrauðshúsið sem nornin býr í
og nefið sem lengist
við ódæðisverk. Í
sögunni segir frá
litlum prinsi og prins-
essu sem villast inn í
skóginn að húsi
Pomperipossu sem
nær þeim á vald sitt
þegar þau fá sér bita
af húsi hennar – og
breytir þeim í gæsir.
Þegar ráðgjafinn sem
átti að passa börnin
reynir að koma þeim
til bjargar breytir
hún honum í kráku.
Til þess að hægt sé
að snúa við álögum
nornarinnar þarf að
hljóma í skóginum „hræðilegasta
öskur sem til er í heiminum,“ þá
umbreytist allt sem Pomperipossa
hefur galdrað aftur í sína fyrri
mynd og hún sjálf í stein. Og það
er nefið langa sem verður henni að
falli. Fuglar skógarins reyna að
koma prinsinum og prinsessunni
til bjargar og skammast í norninni
(hún skilur fuglamál). Hún reiðist
svo að henni snarhitnar á nefinu
og stingur því niður í tjörn til að
kæla það. En þar er fyrir krabbi
sem bítur fast um þetta langa nef.
Þá rekur Pomperip-
ossa upp hræðilegt
öskur ... og ekki þarf
að spyrja að leikslok-
um! Þetta er bráð-
skemmtileg saga sem
heldur yngstu hlust-
endunum föngnum í
hrifningu, ótta og
spennu allt þar til yfir
lýkur.
En það eru ekki síð-
ur myndir Guðrúnar
sem gefa bókinni gildi.
Guðrún er frábær
teiknari og hefur
skapað sér afar sér-
stakan og persónuleg-
an stíl. Myndirnar eru
stílhreinar og litanotkun sérlega
skemmtileg. Eitt aðaleinkenni
myndanna er að í þeim vegast á
ljóðræn fegurð og skoplegir þættir
í fullkomnu samræmi. Sagan af
Pomperipossu með langa nefnið er
frábærlega skemmtilega smá-
barnabók og gildir sá dómur bæði
um söguna sjálfa og myndirnar –
af hvoru tveggja má hafa mikið
gaman.
Nefið langa og öskrið hræðilega
BÆKUR
Barnabók
Guðrún Hannesdóttir þýddi og mynd-
skreytti, Bjartur 2001, 31 bls.
SAGAN UM POMPERIPOSSU MEÐ
LANGA NEFIÐ
Soffía Auður Birgisdóttir
Guðrún
Hannesdóttir
ÞVÍ er stundum haldið fram, að
raunveruleikinn sé öllum skáldskap
ótrúlegri, taki honum fram í
óhugnaði og ímyndunarafli. Þetta á
að eiga betur við um glæpa- og af-
brotamenn en flesta aðra og sam-
kvæmt því kynnast lögreglumenn
og aðrir þeir, sem koma að glæpa-
málum oft óhugnanlegri aðstæðum
en „starfsbræður“ þeirra sem að-
eins eru til í skáldskap. Vonandi er
þetta viðhorf rétt, því ef svo er, er
ekkert skáld svo vont í sér að geta
gert mönnum upp verri hugsanir
eða gerðir en þeir eru í raun færir
til að framkvæma.
En eitt er skáldskapur og annað
raunveruleiki. Á hverju ári eru
samdar og gefnar út í heiminum
hundruð eða þúsundir af alls kyns
glæpa- og sakamálasögum. Sumar
eru góðar og verða jafnvel klass-
ískar, en flestar eru vondar og
gleymast fljótt. Sumar þessara
bóka eru hins vegar sagðar minna
mjög á raunverulega atburði, eru
jafnvel byggðar á þeim að ein-
hverju eða öllu leyti, aðrar ku hafa
vakið athygli brotamanna á „mögu-
leikum“, gefið þeim hugmynd að
nýjum glæp.
Ótal margt fólk um allan heim
hefur yndi af lestri góðra glæpa-
sagna og nánast daglega dynja yfir
okkur fréttir af hvers kyns glæp-
um og afbrotum, stórum og
smáum. Oftar en ekki eru frásagn-
ir fjölmiðla af slíkum atburðum
stuttaralegar og lítt upplýsandi og
segja hinum almenna borgara fátt
annað en að lögreglan vilji ekkert
segja. Þetta verður tíðum til þess
að almenningur veit næsta lítið um
störf löggæslumanna, fær ekkert
að vita um starfsaðferðir þeirra og
fréttir ekkert af því hvernig til-
tekin mál voru upplýst, jafnvel
ekki í hverju glæpurinn var fólg-
inn. Fyrir vikið liggja svo lögreglu-
menn tíðum undir ámæli að ósekju.
Það mun m.a. hafa verið til að
leiðrétta slíkan misskilning að lög-
reglumenn á Norðurlöndum hófu
fyrir nokkrum árum að gefa út
bækur, Norræn sakamál, þar sem
þeir segja frá málum sem þeir hafa
unnið að, lýsa þeim, atburða-
rásinni, afbrotamönnunum og
ástæðunum að baki brotanna.
Þessar bækur hafa fest sig í sessi á
Norðurlöndum, enda oft ágætlega
skrifaðar og veita lesendum skýra
og oft óvænta sýn á fræg og tíðum
býsna óhugnanleg sakamál.
Íslenskir lögreglumenn hafa nú
gengið í lið með norrænum starfs-
bræðrum sínum og er þetta fyrsta
bókin, þar sem þeir segja frá
reynslu sinni. Hér er að finna
sautján þætti og fjalla átta þeirra
um sakamál sem komið hafa upp á
Íslandi, tveir greina frá þáttum úr
sögu lögreglu og lögreglurann-
sókna hér á landi, þrír eru um
dönsk sakamál, tveir um finnsk og
Noregur og Svíþjóð eiga sinn þátt-
inn hvort land. Allir eru þessir
þættir fróðlegir og upplýsandi,
hver á sinn hátt, en afar misjafn-
lega læsilegir og forvitnilegir.
Sjálfum þótti mér forvitnilegast að
lesa þættina um Blekingegade-mál-
ið í Kaupmannahöfn og lögreglu-
morðin í Helsinki. Um íslensku
þættina er það hins vegar að segja,
að þeir þóttu mér heldur veigalitlir
og óspennandi – kannski sem betur
fer.
Það væri varla sanngjarnt að
ætlast til þess að menn sem setjast
niður og semja frásögn af dag-
legum störfum sínum, skrifi eins
og atvinnuhöfundar eða að þeir búi
til spennandi glæpareyfara þar
sem viðfangsefnið gefur ekki tilefni
til þess. Það er ekki gert hér, en
helsti gallinn við íslensku þættina í
þessari bók er sá, að þeir eru of
skýrslukenndir og lífvana til þess
að geta orðið skemmtilegir aflestr-
ar.
Frágangur á þessari bók er
fremur leiðinlegur. Síður eru of-
hlaðnar og sumar myndanna
óskýrar. Öllu lakara er þó að sum-
ar greinarnar eru vaðandi í prent-
villum, ambögum og hreinum mál-
villum. Úr þessu verður að bæta
áður en Norræn sakamál verða aft-
ur gefin út á Íslandi. Þessar bækur
eiga vissulega erindi við íslenska
lesendur.
Sönn sakamál
BÆKUR
Sagnfræði
Norræn sakamál 2001. Útgefið af Nor-
ræna lögregluíþróttasambandinu,
Reykjavík 2001.
256 bls., myndir.
LÖGREGLUMÁL
Jón Þ. Þór
Morgunblaðið/Þorkell
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra taka við fyrsta eintaki bókarinnar.
SAGAN af Óla í Brattagili ber
undirtitilinn „leikur að ljóði og
sögu“ og er sú þriðja og síðasta í
þeim flokki, samkvæmt orðum höf-
undar. Fyrri bækur í samskonar
dúr eru Bita-kisa og Tóta á ferð og
flugi því þær eru líka „vísusögur“
og frásögnin bæði í bundnu máli og
óbundnu hlið við hlið.
„Eins og í fyrri bókunum vil ég
benda þér á hve fljótlegt er að læra
sögu sem sögð er í vísum. Í vísusög-
um lærir þú líka fleiri orð í fallega
málinu okkar,“ bendir Jóhanna á í
kveðju til lesenda.
Sagan segir af Óla litla í Bratta-
gili sem á forláta snjósleða og renn-
ir löngunaraugum upp í fjall (alla
leið upp á topp) þegar gilin fyllast
af sköflum og hengjum.
„Hann myndi þjóta á flugaferð al-
veg niður á tún og yrði ekki nema
andartak á leiðinni,“ hugsar Óli með
sér og afræður að láta aðvaranir
foreldra sinna sem vind um eyru
þjóta.
Sleðaferðin reynist hættuspil og
dálítil svaðilför sem þó endar vel því
pabbi finnur Óla litla kaldan og
hruflaðan í skafli og fer með hann
heim.
Yfirbragð bókarinnar og frásagn-
arinnar er með kunnuglegum blæ,
umhverfið ber keim af íslenskri
sveit og pabbinn á lopapeysu á borð
við þá sem þéttbýliskrakkar sjá
einkum á kroppum erlendra gesta
eða þá í Rammagerðinni. Önnur
þjóðleg minni eru tröllin í fjöllun-
um, rjúpur, hrafnar og refir.
Dropar í hafi alþjóðlegrar og ein-
tóna barnamenningar eins og hún
kemur fyrir sjónir, í það minnsta er
hægt að hafa rækilega ofan af fyrir
börnum án þess að velja nokkurn
tímann „íslenskt“, ef út í það er far-
ið.
Gaman er að lesa frásögnina í
bundnu og óbundnu máli og gaum-
gæfa muninn á hinum ólíku form-
um, bæði hvað varðar hrynjandi og
lengd þar sem texti og vísur standa
hlið við hlið á síðunum.
Önnur saga er síðan hvort laun
syndarinnar séu ávallt dauði af ein-
hverju tagi, í smærri mynd vond
bylta fyrir að óhlýðnast fyrirmælum
foreldra sinna.
Fallegi sleðinn hans Óla brotnaði.
Hann krafsaði sig upp úr skaflinum
í ofboði. Hann var með blóðnasir og
honum var voðalega kalt og það var
orðið dimmt. (23)
Samanber hvatningu mömmunn-
ar þegar Óli bryddar upp á sleða-
ferðinni við foreldra sína.
Vertu bara heima hjá mömmu ...
Vertu með sleðann þinn heima á
túni, litlir drengir mega ekki fara í
burt einir. (7)
Sem og skilaboðin þegar pabbinn
heimtir son sinn hruflaðan úr skafli
og fer með hann til mömmu, „þar
sem best er að vera fyrir lítinn
snáða“. Uppeldisgildi þeirrar at-
burðarásar verður hvert og eitt for-
eldri að meta fyrir sig.
Textinn er settur ofan í mynd-
irnar og á hverri opnu er ný mynd-
skreyting sem knýr söguna áfram
ásamt hinu ritaða orði og styður vel.
Leitt þótti mér hins vegar að sjá
staf vanta í sleðann í upphafi fyrstu
setningar á síðu 22, textinn í bók-
inni er stuttur og ætti að geta verið
villulaus.
Heima er best?
Bækur
Sögur og ljóð
eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Mynd-
ir eftir Jean Antoine Posocco. 30 síður.
Salka 2001.
ÓLI Í BRATTAGILI
Helga Kr. Einarsdóttir
Jólanótt – Kór Snælandsskóla hef-
ur að geyma vel þekkt lög utan eitt
lag sem samið var sérstaklega fyrir
kórinn í tilefni út-
gáfunnar. Lagið
samdi Bára
Grímsdóttir tón-
skáld við ljóð
Þorsteins Valdi-
marssonar, Jóla-
nótt, en af því dregur platan nafn
sitt. Hin lögin eru allt frá því að
vera létt jólalög upp í sálma sem
allir tengjast jólum. Undirleikarar á
plötunni eru Ari Vilhjálmsson, fiðla,
Guðrún Birgisdóttir, þverflauta, Jón
Ólafur Sigurðsson, orgel, Judith
Þorbergsdóttir, fagott, Kristinn Örn
Kristinsson, píanó, Lóa Björk Jóels-
dóttir, píanó og Pavel Manásek,
orgel. Einsöngvari er Reynir Guð-
steinsson og kórfélagar.
Kór Snælandsskóla var stofnaður
árið 1974. Í kórnum eru um 150
nemendur í fjórum kórum: Unglinga-
kór, Miðkór, Barnakór og Litli kór.
Stjórnandi kórsins frá árinu 1995
er Heiðrún Hákonardóttir.
Kórinn gefur diskinn út. Upptöku
stjórnaði Sigurður Rúnar Jónsson.
Hljóðritun fór fram í Digraneskirkju
árin 2000 og 2001. Upptökur fóru
fram í Stúdíó Stemmu hf. Á plötu-
umslagi er mósaíkmynd eftir Sigríði
Rún Siggeirsdóttur, 16 ára kór-
félaga.
Skólakór