Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 39

Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 39 Gefðu meistar inn. is GULL ER GJÖFIN LJÓSMYNDIR af mönnum með úlfagrímur á stjái í Reykjavík blasa við áhorfendum sem koma inn á sam- vinnusýningu þeirra Jóns Sæmundar Auðarsonar og Páls Banine í Galleríi Skugga á Hverfisgötu, en á sýning- unni eru ljósmyndir, bæði á pappír og á skyggnum, af þeim félögunum með úlfagrímur á höfði á ferli í bænum. Þeir fara í sund, í partí, á rúntinn o.s.frv. Með sýningunni fylgir texta- blað með viðtali Haraldar Jónssonar myndlistarmanns við sýnendur og þar kemur m.a. fram að þeir setja upp grímur til að benda á að allir bera grímur af einhverju tagi í hinu dag- lega lífi. Skilaboðin eru hin fornfrægu sannindi: Vertu þú sjálfur – ekki vera sá sem þú heldur að aðrir vilji að þú sért. Titill sýningarinnar, Séð og heyrt, vísar beint í samnefnt tímarit með frásögnum af fræga fólkinu. Í hverju tölublaði þess tímarits eru margar grímur á lofti, fólk með tilbúna ímynd í hlutverkaleik og styður tengingin boðskap sýningarinnar. En af hverju að velja úlfagrímu? Listamennirnir segja að úlfurinn veki viðbrögð, hann er ímynd illskunnar og hrekkjanna, „hann er hjarðdýr; sauðmeinlaus einn en stórhættulegur í hópum“, svo vísað sé í textablaðið. Úlfur hefur ríka táknfræðilega merkingu, oft er t.d. talað um úlfa í sauðargæru, í þýðingunni að sigla undir fölsku flaggi. Úlfar eru gjarnan í hlutverki illmennisins í sögum eins og Rauðhettu t.d. og eru alltaf lævísir og skuggalegir. Sýningin er í öllum fjórum sölum gallerísins. Á jarðhæð eru ljósmyndir og í litlu bakherbergi er innsetning, brúða með úlfshaus situr á gólfinu fyrir framan spegil. Niðri í kjallara í fremra rými er önnur brúða og inni í næsta herbergi er skyggnusýning með svipuðum myndum og uppi á jarðhæðinni. Hér er því um stóra sýn- ingu að ræða en á sama tíma mjög einhæfa, þar sem ekki er kafað djúpt í viðfangsefnið. Ég sakna þess að sjá ekki meiri úr- vinnslu á hugmyndinni því í raun og veru segir ein ljósmynd og kannski önnur brúðan á sýningunni nóg, verið er að segja sama hlutinn aftur og aft- ur. Umfjöllunarefnið er hinsvegar mjög skýrt og þarft og eitthvað sem hægt er að vinna mun meira með. Sýningin er fagmannlega uppsett og gengur vel upp að því leyti. Úlfa- grímur MYNDLIST Gallerí Skuggi Opið frá kl. 13–17 alla daga nema mánu- daga. Til 31. desember. LJÓSMYNDIR OG INNSETNINGAR JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON OG PÁLL BANINE Þóroddur Bjarnason Sitjandi úlfur af sýningu Jóns Sæmundar og Páls Banine. 7 tilbrigði hefur að geyma tónlist Kjartans Ólafssonar: gítar-, kammer-, hljómsveitar-, flautu-, kamm- ersveitar-, radd- og rafræn tilbrigði. Tilbrigðin sjö voru samin á árinu 2001. Örstutt brot voru notuð úr eldri tónsmíðum og meðhöndluð með ólíkum aðferðum og síðan sett sam- an í sérhvert til- brigði. Þær tónsmíðar sem efniviðurinn er fenginn úr eru misjafnar að gerð og hafa jafnframt verið unnar með ólík- um rafrænum aðferðum sem hæfa sérhverju tilbrigði. Á meðal þessara verka eru hljóm- sveitarverk, konsertar, strengjakvart- ett, raftónverk, söngverk, píanóverk og verk fyrir klarínettur og einleiks- verk fyrir flautu, gítar og rafhljóðfæri. Víólukonsert Kjartans er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Útgefandi ErkiTónlist sf. Slóðin er: www.listir.is/calmus/Kjartan.net www.listir.is/calmus/Kjart- an.net/7.var.html. Raftónlist Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.