Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 40

Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. má ekki gleyma því, að h þyrlubjörgunarsveit varnar hér einkum vegna þeirra, e nýlega kom fram eftir björgunarafrek hennar, ha menn sveitarinnar bjar mannslífum, á þeim tíma, hefur starfað hér. Sérstaklega var talið fr vegna bókar Vals, að á Ke flugvelli hefði verið reist bygging, sem mátti nota til kjarnorkudjúpsprengjur f bátaleitarvélar á sjöunda um. Var við öðru að búast, ráðstafanir hefðu verið gerð við hernaðarlegan viðbúna um tíma? Á hinn bóginn sem hafa verið í nálægð við staði fyrir kjarnorkuvopn, hefur verið gripið til þeirr isráðstafana í Keflavíku sem einkenna slíka staði segir Valur, að hann hafi ek vísbendingar um, að kjarn hafi verið hér á landi. Valur lýsir ýmsum þáttu skiptum Íslendinga og varn eins og vegna dvalar blökku Keflavíkurflugvelli og vegna Keflavíkursjónvarp um, einkum varðandi póstmódern- ismann og „kvenbundar myndir“ af dvöl Bandaríkjahers gagnvart „karl- lægum þjóðernisáróðri“. * * * Þegar þessi saga er lesin, blasir við, að samskipti íslenskra og banda- rískra stjórnvalda hafa þróast og slípast á tveimur meginforsendum: Í fyrsta lagi er hin pólitíska umgjörð varnarsamstarfsins skýr. Af hálfu Banda- ríkjamanna var aldr- ei hreyft neinum efa- semdum um pólitískt og hernaðarlegt gildi þess, að eiga tvíhliða varnarsamstarf við Íslendinga. Banda- rísk stjórnvöld hafa leitast við að koma til móts við óskir ríkis- stjórna Íslands í flestu tilliti, en þau hafa oftar en einu sinni staðið frammi fyrir því, að afstaða íslenskra stjórnmála- manna mótast ekki af gæslu öryggishags- muna þjóðar sinnar heldur valdabar- áttu heima fyrir. Sendiherrar Bandaríkjanna hafa einnig dregist inn í átök milli stjórnmálaflokka, sem í raun eiga ekkert skylt við eðli og efni varnarsamningsins eða sam- skipti Íslands og Bandaríkjanna. Í öðru lagi létu íslensk stjórnvöld sér almennt í léttu rúmi liggja, hvað gerðist hernaðarlega í Keflavíkur- stöðinni. Innan íslenska stjórnar- ráðsins var lítil ef nokkur sérfræði- leg þekking á hernaðarstefnu NATO og framkvæmd hennar og aðgangur að öllum herfræðilegum upplýsing- um hér á landi var takmarkaður, því að innra öryggiskerfi ríkisins sam- ræmdist ekki kröfum NATO um þetta efni fyrr en á sjöunda áratugn- um. Örfáir íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn hafa í tímans rás lagt sig eftir þekkingu, sem dugar til að leggja sjálfstætt mat á þróun ör- yggismála frá hernaðarlegum sjón- arhóli og ræða þau þannig á rök- studdum, íslenskum forsendum við annarra þjóða menn. Er í raun dap- urlegt að kynnast því af frásögn Vals, hve þeir Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Einar Ágústs- son utanríkisráðherra voru bjargar- lausir í viðræðum um þessi mál við erlenda starfsbræður sína. Varnar- leysisstefna vinstri stjórnarinnar 1971 til 1974 byggðist á andúð á Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum. Stefnan gekk á hinn bóg- inn þvert á hernaðarlega þróun á Norður-Atlantshafi, þar sem mikil- vægi Íslands jókst í réttu hlutfalli við vaxandi flug- og flotaumsvif Sovét- ríkjanna. Spyrja má: hvaða minn- ingu skilur röklítil kröfugerð af hálfu íslenskra stjórnvalda árin 1971 til 1974 eftir innan bandaríska stjórn- kerfisins eða á vettvangi NATO? Þótt enginn forystumaður íslenskra stjórnmála þessa tíma sé enn virkur á stjórnmálavettvangi, má geta þess, að Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, var til dæmis fastafulltrúi lands síns hjá NATO á þeim árum, þegar harðast var tekist á um varnarsamninginn og útfærslu landhelginnar í 50 sjó- mílur 1972 og kom hann verulega við sögu, þegar leitast var við að miðla málum á vettvangi NATO. * * * Af frásögn Vals blasir við, að allt frá því að bandaríski flotinn tók við rekstri Keflavíkurstöðvarinnar af flughernum árið 1961, hafa íslenskir ráðamenn, sem bera hag varnarsam- starfs þjóðanna fyrir brjósti, haft af því ábyggjur, að Bandaríkjamenn kunni að kalla orrustuþotur sínar frá Íslandi. Þær eru taldar sýnilegasta táknið fyrir Íslendinga um að land þeirra sé varið, þótt í hugum Banda- ríkjamanna skipti kafbátavarnir frá Íslandi meginmáli. Þegar rætt er um orrustuþoturnar og veru þeirra hér, DR. VALUR Ingimundarson gaf árið 1996 út bókina Í eldlínu kalda stríðsins um samskipti Íslands og Bandaríkjanna 1945– 1960 og sendir nú frá sér framhald hennar undir heitinu Upp- gjör við umheiminn, samskipti Íslands og Bandaríkjanna og NATO 1960–1974, ís- lensk þjóðernis- hyggja, vestrænt samstarf og land- helgisdeilan. Nafn bókarinnar rökstyð- ur Valur með því, að árið 1973 hafi Íslend- ingar að nýju gert upp við umheiminn eins og 1949 og 1951, þegar þrjú mál skör- uðust í fyrsta sinn: landhelgismálið, her- málið og NATO-að- ildin. Hann segir í lok bókar sinnar: „Því uppgjöri lauk að hluta til með stjórnarskiptunum árið 1974, en ekki að fullu fyrr en eftir þorska- stríðið við Breta árið 1976. Í þessu uppgjöri var aftur tekist á um grundvallarhagsmuni: eðli tengsla Íslands við vestræn ríki; aftur var öllum tiltækum vopnum beitt í þess- ari pólitísku baráttu og aftur lauk uppgjörinu með sigri þeirra þjóð- félagsafla sem vildu náin tengsl við Bandaríkin og bandalagsríkin í NATO.“ Niðurstaða Vals er með öðrum orðum sú bæði í fyrri bók hans og hinni síðari, að þeir hafi orðið undir í deilunni um íslensk utanríkis- og ör- yggismál, sem héldu fram málstað einangrunar frá vestrænum ríkjum og vildu slíta samstarf við þau í varn- armálum. Þessa niðurstöðu sína byggir Valur á rannsóknum í skjala- söfnum á Íslandi, Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi og Kanada. Auk stjórnarráðsskjala leitar hann heim- ilda í gögnum félagasamtaka, stjórn- málaflokka, flokksblaða og tímarita. Hann leggur ekki upp úr viðtölum af ráðnum hug, eins og hann orðar það, þótt hann hafi leitað til einstakra þátttakenda í atburðum áranna til að afla frekari upplýsinga. Segist hann ekki hafa sérstaklega góða reynslu af viðtölum við slíka þátttakendur, minnið sé ekki aðeins brigðult held- ur hafi breyttur tíðarandi bein áhrif á sögulegar minningar, þeir hafi eitt þröngt sjónarhorn sem oft og tíðum markist af því að þeir hafi ekki upp- lýsingar frá öðrum hliðum. Þetta skal ekki dregið í efa en minnt á hitt, að skjallegar heimildir segja ekki alla söguna heldur og í stjórnkerfinu eru frásagnir stundum ekki síður samdar til að styrkja stöðu höfund- arins innan kerfisins en veita hlut- lægar upplýsingar. Fræðilegri könn- un á þessum hluta Íslandssögunnar lýkur ekki fyrr en allar tiltækar heimildir hafa verið skoðaðar. Í bókinni snúast 94 blaðsíður um tímabilið frá 1960 til 1971, það er við- reisnaráratuginn, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sat við völd. Á 146 blaðsíðum er gefin lýsing á uppnáminu, sem ríkti árin 1971 til 1974 í tíð fyrsta ráðuneytis Ólafs Jóhannessonar með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna. Í inngangi gerir höf- undur grein fyrir efnistökum sínum og dregur síðan saman niðurstöður í lokin og fellir þær að nokkrum fræðilegum kenningum, sem eru honum leiðarljós við greininguna. Hér verður ekki fjallað sérstaklega um þennan fræðilega þátt, enda ekki forsendur til þess, þótt sú skoðun skuli látin í ljós, að þessi greining er til leiðbeiningar fyrir leikmann, þótt stundum virðist næsta langt seilst til að fella atburðarásina að kenningun- BÆKUR Utanríkismál – stjórnmál Höfundur: Valur Ingimundarson. Vaka-Helgafell 2001. 421 bls. Uppgjör við umheiminn Að læra af sög Valur Ingimundarson Ráðherrar Alþýðubanda 1971–1974, þeir Lúðvík Kjartansson iðnaðarráðh lyndra og vinstrimanna, M Ólafur Jóhannesson og E haustið 1973 er þe ÓÞARFAR HINDRANIR Í VEGI FRJÁLSRA VIÐSKIPTA FIMMTÍU ÁR Í FORYSTU ÚTGÁFU- FÉLAGS MORGUNBLAÐSINS Í dag er hálf öld liðin frá því, að Har-aldur Sveinsson, stjórnarformaðurÁrvakurs hf., útgáfufélags Morgun- blaðsins, tók fyrst sæti í stjórn félagsins, þá 26 ára gamall, og hefur hann setið fundi þess síðan. Hann varð formaður stjórnar útgáfufélagsins 1955 og þar til hann varð framkvæmdastjóri Morgun- blaðsins 1968. Við stjórnarformennsku tók hann á nýjan leik 1995, þegar hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri. Á þessari hálfu öld hafa orðið mikil um- skipti í starfsemi Árvakurs hf. og útgáfu Morgunblaðsins. Stjórnendur félagsins hafa tvisvar sinnum á þessu tímabili staðið að bygg- ingu stórhýsa yfir starfsemina. Í fyrra skiptið, þegar Aðalstræti 6 var reist, sem þá var eitt helzta táknið í Reykjavík um nýja tíma í viðskiptalífinu á Íslandi. Morgunblaðið flutti starfsemi sína í það hús árið 1956 og þá um leið var ný blaða- pressa tekin í notkun. Árið 1993 flutti Morgunblaðið í nýtt hús við Kringluna og er nú svo komið að húsið má ekki minna vera átta árum seinna. Undanfarin misseri hafa stjórn- endur Árvakurs hf. hugað að byggingu nýs prentsmiðjuhúss í stað þess, sem tek- ið var í notkun árið 1984. Á hálfri öld hefur hvað eftir annað orð- ið tæknibylting í útgáfu Morgunblaðsins, en það var ekki sízt í höndum Haraldar Sveinssonar, sem framkvæmdastjóra blaðsins á þeim tíma, að hafa forystu um hana og þær miklu fjárfestingar, sem ný tækni hefur kallað á. Hvað eftir annað á þessu tímabili hefur Morgunblaðið tekið ný tölvukerfi í notkun og má segja, að blaðið hafi í þeim efnum verið í fremstu röð dagblaða á Vesturlöndum. Á hálfri öld hefur Morgunblaðið þrisv- ar sinnum tekið í notkun nýja prentvél en prentvélar, sem prenta dagblöð, eru mikil mannvirki. Um þessar mundir vinnur út- gáfustjórnin enn á ný að kaupum á nýrri prentvél. Fyrir nokkrum áratugum var Harald- ur Sveinsson spurður að því í útvarpsvið- tali á tímamótum í sögu Morgunblaðsins hver væri lykillinn að farsæld blaðsins og Árvakurs hf. Hann svaraði spurningunni á þá leið, að það hefði verið gæfa Morg- unblaðsins að fá gott fólk til starfa. Fáir menn eiga meiri heiður af því en Haraldur Sveinsson, að vel hefur tekizt til í þeim efnum. Hann hefur haft einstakt lag á því að laða fólk saman til starfa, jafnt starfsfólk sem meðstjórnendur, og skapa það andrúm á Morgunblaðinu sem vinnustað, að þar hefur fólk unnið áratug- um saman og reynsla hinna eldri komið saman við kraft og hugsjónir hinna yngri. Það hefur verið farsæld Morgunblaðs- ins, að eigendur þess hafa kunnað að eiga dagblað, sem er ekki endilega sjálfgefið. Haraldur Sveinsson hefur verið forystu- maður, sem notið hefur almennra vin- sælda starfsmanna og virðingar út á við. Á þessum tímamótum færir Morgunblað- ið honum þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu blaðsins. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefurkomizt að þeirri niðurstöðu að þrjú atriði í íslenzkum jarðalögum brjóti í bága við grundvallarreglur samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Þar er ann- ars vegar um að ræða reglur um frjálsar fjármagnshreyfingar, þ.m.t. frjáls fast- eignaviðskipti, og hins vegar um frjálsan staðfesturétt, þ.e. rétt til að stofna fyr- irtæki í öðru EES-ríki. Þau lagaákvæði, sem um ræðir, eru í fyrsta lagi að bæði sveitarstjórn og jarðanefnd verði að veita samþykki sitt fyrir sölu jarða; í öðru lagi að til þess að fá að nýta jörð til landbúnaðar verði kaupandinn að hafa starfað við landbúnað hér á landi í tvö ár; og í þriðja lagi forkaupsréttur sveitarfé- laga á jörðum. ESA bendir m.a. á að bara það að sveitarstjórnir og jarðanefnd verði að veita leyfi sitt fyrir sölu á bújörðum, sé hindrun í vegi frjálsra viðskipta. Sam- kvæmt jarðalögum mega sveitarstjórn og jarðanefnd leggjast gegn sölu jarðar ef hún er „andstæð hagsmunum sveitar- félagsins“ og ESA segir að í þessu felist svo víðtækt vald, að það geti gert regl- urnar um frjálsa fjármagnsflutninga að dauðum bókstaf hvað varðar viðskipti með jarðir. Stofnunin bendir jafnframt á að lagaákvæðin um búsetu og landbún- aðarstörf á Íslandi mismuni erlendum borgurum, sem séu e.t.v. engu síðri bændur en þeir, sem starfað hafa í ís- lenzkum landbúnaði. Eins og ESA vekur athygli á, þarf hins vegar ekkert opin- bert samþykki og forkaupsréttur gildir ekki heldur þegar jarðareigandi ráðstaf- ar jörð til ættingja síns, jafnvel þótt sá ættingi sé ekki bóndi og hafi ekkert endi- lega starfað í íslenzkum landbúnaði í tvö ár. Jarðalögunum var breytt á sínum tíma vegna þess ótta, sem fram kom um að að- ild Íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu hefði í för með sér að útlendingar keyptu hér heilu sveitirnar. Á sínum tíma var á það bent að hætta væri á að þær takmarkanir, sem settar voru með jarðalögunum, myndu brjóta í bága við EES-samninginn og nú kemur á daginn að ESA er sama sinnis. Lagabreytingin var reyndar ekki samþykkt fyrr en 1995, en þá hafði EES-samningurinn verið í gildi í rúmt ár og var þegar komið í ljós að afar takmörkuð ásókn var af hálfu út- lendinga í íslenzkar bújarðir. Það hefur ekki breytzt. Raunar má færa rök fyrir því að ef eitthvað er geti jarðalögin að- allega stuðlað að því að hindra viðskipti með jarðir hér innanlands og verðfella eignir bænda, sem vilja bregða búi. Hver ættu líka að vera rökin fyrir því að um viðskipti með bújarðir ættu að gilda ein- hverjar aðrar reglur en um fasteignavið- skipti yfirleitt? Það er löngu komið í ljós að ótti manna við að útlendingar keyptu hér upp heilu atvinnugreinarnar og landsvæðin vegna aðildar landsins að EES var ástæðulaus. Og hver er akkurinn í því að torvelda er- lendum mönnum að hefja hér búrekstur? Er það betra fyrir byggðaþróun á Íslandi og framtíð landbúnaðarins að Íslending- ar kaupi bújarðir undir sumarbústaði en að útlendingar kaupi þær til að stunda þar búskap? Það er ósköp einfaldlega engin þörf á þeim lagaákvæðum, sem ESA gagnrýn- ir. Það er því skynsamlegra fyrir íslenzk stjórnvöld að breyta jarðalögunum en að hætta á málsókn fyrir EFTA-dómstóln- um með þeirri fyrirhöfn og kostnaði fyrir skattgreiðendurna sem slíku fylgir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.