Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 41

Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 41 hin öfluga rliðsins er en eins og frækilegt afa starfs- rgað 300 sem hún fréttnæmt eflavíkur- afskekkt að geyma fyrir kaf- áratugn- en þessar ðar miðað að á þess- vita þeir, geymslu- að aldrei ra örygg- urstöðinni, . Raunar kki fundið norkuvopn um í sam- narliðsins umanna á deilunum psins auk þess sem hann rekur, hve fast ís- lensk stjórnvöld stóðu á hinum ströngu útivistarreglum liðsmanna í Keflavíkurstöðinni. Allt eru þetta börn síns tíma og segja meira um ís- lenskt þjóðfélag en Bandaríkjamenn og ótta okkar Íslendinga við sam- neyti við annarra þjóða menn. Get- um við fetað okkur þannig áratugi og árhundruð aftur í tímann og undrast þær grillur, sem menn gerðu sér vegna hluta, sem þykja skrýtilegir nú á tímum, en skiptu áður miklu. * * * Á tímum viðreisnarstjórnarinnar í þingkosningum 1967 naut Fram- sóknarflokkurinn góðs gengis og fékk 28,1% atkvæða, en þá var Ey- steinn Jónsson, formaður flokksins, og hallaðist hann æ meira til vinstri, einkum í utanríkismálum, fyrir þrýsting háværs hóps meðal ungra framsóknarmanna, sem laut forystu Ólafs Ragnars Grímssonar. Ey- steinn vék úr formennsku í flokkn- um 1968 fyrir Ólafi Jóhannessyni, sem leitaðist við að sætta hina ólíku arma flokksins og stjakaði Ólafi Ragnari og félögum úr flokknum. Sama flokksþing og kaus Ólaf Jó- hannesson formann samþykkti, að samið yrði við Bandaríkjamenn um brottför varnarliðsins á fjórum ár- um. Varð þannig samhljómur milli framsóknarmanna og Alþýðubanda- lagsmanna í andstöðu við Banda- ríkjamenn og varnarsamstarfið á sama tíma og vaxandi óþreyju gætti í flokkunum eftir að komast í rík- isstjórn. Hannibal Valdimarsson klauf sig út úr Alþýðubandalaginu 1969 og stofnaði Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, sem einnig voru andvíg varnarsamstarfinu á þessum tíma. Í kosningabaráttunni vorið 1971 sameinuðust framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn um ein- hliða útfærslu landhelginnar í 50 sjó- mílur 1. september 1972 og síðar gerðist flokkur Hannibals aðili að þessu samkomulagi. Stjórnarand- stöðuflokkarnir voru einnig þeirrar skoðunar, að hinn 10 ára gamli samningur viðreisnarstjórnarinnar við Breta um lausn deilunnar vegna útfærslu landhelginnar í 12 mílur, hefði verið svik við málstað þjóðar- innar. Þegar þessir þrír vinstriflokk- ar mynduðu ríkisstjórn að kosning- um loknum, var einsýnt, að þeir mundu vinna að því að ná þessu tví- þætta markmiði í utanríkismálum, að færa einhliða út landhelgina og semja við Bandaríkjamenn um brottför varnarliðsins eða hugsan- lega rifta varnarsamningnum ein- hliða. Meginefni bókar Vals Ingimund- arsonar fjallar eins og áður sagði um uppgjörið, sem varð vegna þessarar stefnu. Markmiðið náðist í landhelg- ismálinu en nýttist flokkunum þrem- ur ekki sem skyldi til pólitísks fram- dráttar. Í fyrsta lagi vegna þess að samningurinn, sem Ólafur Jóhann- esson gerði við Edward Heath, for- sætisráðherra Breta, um lausn deil- unnar haustið 1973, rauf trúnað milli framsóknarmanna og alþýðubanda- lagsmanna í ríkisstjórninni. Í öðru lagi þar sem þingflokkur sjálfstæð- ismanna tók árið 1973 af skarið um, að fiskveiðilögsagan yrði færð út í 200 sjómílur. Var það gert 15. októ- ber 1975. Í þingkosningunum 1974 vann Sjálfstæðisflokkurinn góðan sigur og jók fylgi sitt um rúm 6% í 42,7% en flokkurinn barðist gegn varnar- leysisstefnu vinstri stjórnarinnar, eftir að hafa verið andvaralaus í varnarmálum fyrir kosningar 1971 og tapað umræðunum um landhelg- ismálið þá. Snemma árs 1974 rituðu 55.522 kjósendur (ekki 55.222 eins og segir í bók Vals) undir áskorun Varins lands gegn brottför varnar- liðsins, sem sýndi pólitískt haldleysi varnarleysisstefnunnar. Heimildir Vals og mat hans sjálfs hnígur að því, að landhelgisdeilan hafi ógnað varnarsamstarfinu við Bandaríkjamenn og jafnvel aðildinni að NATO. Hafi svo verið bendir stuðningur við Varið land og Sjálf- stæðisflokkinn til þess að á fáeinum mánuðum hafi afstaðan breyst vest- rænu varnarsamstarfi í vil. Frá 1974 hefur engin ríkisstjórn haft brottför varnarliðsins eða úrsögn úr NATO á stefnuskrá sinni. * * * Allir eiga að vita að þeir, sem læra ekki af sögunni, munu fyrr eða síðar lenda í ógöngum. Þann lærdóm má í fyrsta lagi draga af sögunni sem Val- ur Ingimundarson segir í þessari bók, að það er tvíbent og hættulegt fyrir stjórnmálaflokk að fara af stað með mál, sem snertir lífshagsmuni þjóðarinnar út á við, ef sundrung er um málið innan hans. Er þá betur heima setið en af stað farið, eins og sést best á óförum Framsóknar- flokksins við að framkvæma varnar- leysisstefnuna 1971–1974. Að lokum varð það ekki höfuðmarkmið Ólafs Jóhannessonar að semja við Banda- ríkjamenn í anda stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sinnar heldur að slökkva þann eld, sem hann sjálfur kveikti við myndun stjórnarinnar, og var ekki aðeins að granda ríkis- stjórninni heldur sjálfum Fram- sóknarflokknum. Í öðru lagi er ekki unnt að leiða mál til lykta í viðræðum við annarra þjóða menn, ef samningsmarkmið og leiðir að þeim hafa ekki verið skil- greind og tryggt að þau njóti stuðn- ings á heimavelli. Framganga ein- stakra manna í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar í viðræðum út á við um landhelgismálið og varnarmálin er með miklum eindæmum. Utanrík- isráðherra gat oft ekki sagt neitt um stefnu ríkisstjórnarinnar í varnar- málum í viðræðum við erlenda starfsbræður og leitaði jafnvel ráða um það hjá bandaríska sendiherran- um í Reykjavík, hvernig hann ætti að haga eigin málflutningi. Sendi- herrar Íslands voru án fyrirmæla á mikilvægum fundum, til dæmis í NATO. Ráðaleysi stjórnmálamann- anna og sjálfsbjargarviðleitni stjórn- arerindreka varð til þess, að í sum- um tilvikum gengu þeir lengra í túlkun sinni á stefnu ríkisstjórnar- innar en umboð þeirra heimilaði. Í þriðja lagi veldur brotthvarf flokksmálsgagna á borð við Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið því að allar opinberar umræður verða bragðdaufari en ella og sagnfræð- ingar missa heimildir, sem gegna til dæmis miklu hlutverki í þessari bók Vals Ingimundarsonar. Morgun- blaðið kemur þó enn fyrir sjónir okk- ar, en framganga þess í varnar- og öryggismálum setur sterkan svip á þessa sögu alla. Stundum er látið að því liggja að nú séu aðrir og betri tímar fyrir Morgunblaðið en á árum kalda stríðsins. Flest rennir á hinn bóginn stoðum undir þá skoðun að einörð afstaða Morgunblaðsins gegn varnarleysisstefnu vinstristjórna og í þágu íslenskra öryggishagsmuna á tímum kalda stríðsins verði talin sanna best mikilvægt hlutverk blaðsins á síðari helmingi tuttugustu aldarinnar, þegar Íslendingar urðu virkir þátttakendur í alþjóðastjórn- málum og urðu að gera upp við sjálfa sig stöðu sína á alþjóðavettvangi. Í fjórða lagi sýnir þessi saga Vals að Íslendingar eiga annars konar hagsmuna að gæta gagnvart Banda- ríkjunum en Evrópuþjóðum. Innan íslenska stjórnkerfisins og meðal stjórnmálamanna er fyrir hendi meiri og betri reynsla af vinsamleg- um, tvíhliða samskiptum um við- kvæm hagsmunamál þjóðarinnar við Bandaríkin en nokkurt annað ríki. Þetta nána, tvíhliða samstarf Íslands og Bandaríkjanna kæmi væntanlega til róttækrar endurskoðunar, ef Ís- lendingar ákvæðu að gerast aðilar að Evrópusambandinu. * * * Valur Ingimundarson sýnir mikla og lofsverða elju með þeim frum- rannsóknum, sem búa að baki bóka hans, Ísland í eldlínu kalda stríðsins og Uppgjör við umheiminn. Hann sækir efnivið í mikilvægar heimildir, sem hafa ekki verið kannaðar með íslenskum augum áður og nær vel utan um það efni, sem er andlag rannsókna hans. Valur leggur kapp á að bregða upp sem víðastri mynd af innlendri stjórnmálaþróun með utanríkismál og einkum samskiptin við Bandaríkin að leiðarljósi. Efnið setur hann fram með hliðsjón af fræðilegum greiningarkenningum og textinn er ef til vill ekki alltaf árennilegur fyrir þann, sem þekkir lítið eða ekkert til málavaxta. Oft er mikið sagt í fáum orðum, enda efni- viðurinn meiri en rými leyfir. Með bókinni Uppgjör við um- heiminn opnar Valur Ingimundar- son okkur sýn á hluta íslenskrar stjórnmálasögu, sem hefur lítt eða alls ekki verið fyrr kannaður. Hann segir fyrsta orð sagnfræðings um marga þætti þessarar sögu en ekki endilega hið síðasta, því að marga þræði má rekja dýpra og vafalaust skýra í öðru ljósi. Það er mikils virði, að gengið sé til uppgjörs á samtíma- sögu okkar Íslendinga af jafnmikl- um krafti og Valur gerir, án þess að draga nokkuð undan af því, sem hann telur máli skipta. Björn Bjarnason gunni alagsins í vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar Jósepsson sjávarútvegsráðherra og Magnús herra ásamt öðrum ráðherra Samtaka frjáls- Magnúsi Torfa Ólafssyni menntamálaráðherra. AP Edward Heath fyrir framan Downingstræti 10 eir sömdu um lausn 50 mílna deilunnar. NÝR ráðherra norrænssamstarfs og sjávarút-vegs í Noregi, SveinLudvigsen, segir að hug- myndir séu uppi um að margfalda út- flutningsverðmæti á fiski og öðrum sjávarfurðum í Noregi á næstu ár- um, aðallega með aukningu á fisk- eldi. Ákveðið hefði verið að auka op- inber framlög vegna þorskeldis. „Fiskur er þrátt fyrir allt næst- stærsti útflutningsatvinnuvegur okkar Norðmanna og vaxtartæki- færin eru mest í honum,“ sagði norski ráðherrann á blaðamanna- fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær með Siv Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra og Árna Mathiesen sjávar- útvegsráðherra. Auk sjávarútvegsmála ræddu ráð- herrarnir þrír meðal annars um hættuna á geislamengun frá Kóla- skaga, um þrávirk, lífræn efni, bætt matvælaeftirlit og málefni barna og unglinga. Ludvigsen nefndi að nýja stjórnin í Noregi hefði strax sýnt áhuga á að beita sér mjög gegn Sellafield-endurvinnsluverinu. Vilja selja Íslendingum hvalafurðir Norski ráðherrann sagði að Norð- menn vildu selja Íslendingum hvalaf- urðir. Væri nú verið að kanna þau mál og vonast til að af því gæti orðið á næsta ári. Einnig væri verið að at- huga útflutning til Japans. „Við teljum að þetta sé spurningin um góða og skynsamlega nýtingu á náttúrunni,“ sagði Ludvigsen. Vax- andi skilningur ríkti nú í heiminum á sjónarmiðum þeirra sem teldu nauð- synlegt að stunda takmarkaðar hval- og selveiðar og tryggja þannig jafn- vægi í lífríki hafsins. Neikvæð við- brögð við hvalveiðum Norðmanna hefðu orðið minni en margir hefðu spáð. Hann sagði að sjávarútvegurinn væri mikilvægasta atvinnugreinin í Norður-Noregi. „Við gerum okkur vonir um að þróa mjög fiskvinnsluna og sjávarútveginn í Noregi. Nú er út- flutningurinn á sjávarfangi um 35 milljarðar norskra króna (nær 400 milljarðar ísl. króna) á ári en gæti eft- ir 20 ár orðið allt að 250 milljarðar. Þá er átt við hefðbundnar veiðar, fiskeldi og nýtingu á aðferðum líftækni,“ sagði ráðherrann. Mikil áhersla væri nú lögð á að efla sjávarútveginn þótt ekki yrði aukning að ráði í hefð- bundnum veiðum á bolfiski. En hægt yrði að bæta vinnslu og nýtingu á ýmsum sjávarafurðum. Einnig væri stöðugt verið að finna nýjar leiðir til að nýta hvers kyns aukaafurðir frá at- vinnugreininni í lyfjaiðnaði og til framleiðslu fegrunarlyfja. Stjórnin hefði lagt fram tillögur um aukið fé til þorskeldistilrauna og fleiri nýjar teg- undir kæmu til greina. Morgunblaðið spurði Ludvigsen hvort erfiðara væri nú en áður að fá norrænu þjóðirnar þrjár sem eru í Evrópusambandinu (ESB) til að sýna vestnorrænu samstarfi áhuga. „Eftir að kommúnisminn hrundi í Evrópu hefur áhuginn á Eystra- saltsríkjunum og norðvestursvæð- um Rússlands aukist á Norðurlönd- um. Ef ríki í austurhluta álfunnar ganga í sambandið er ljóst að menn verða að leggja harðar að sér til að halda sambandinu við vestnorrænu svæðin. Þetta er mikið verkefni og ljóst að það verður erfiðara en áður. Margt dregur athyglina í aðrar áttir en því brýnna er að við Norðmenn hættum ekki að horfa til vesturs. Íslendingar og Norðmenn standa utan við Evr- ópusambandið og eiga því sameigin- lega hagsmuni af því að efla tvíhliða samskipti sín. Þá getum við notað okkur sameiginlega brú inn í ESB- samvinnuna, þ.e. samninginn um Evrópska efnahagssvæðið [EES].“ Breytingar á EES- samningnum – Halldór Ásgrímsson hefur lagt til að reynt verði að fá sambandið til að samþykkja umbætur á EES en norsk stjórnvöld hafa verið lítt fús að hrófla nokkuð við samningnum. Hver er staðan núna? „Við getum séð fyrir okkur að gerðar verði ákveðnar tæknilegar breytingar og aðlögun. En við hyggj- umst ekki breyta afstöðunni umtals- vert frá því sem var í tíð stjórnar Verkamannaflokksins. Við tökum til greina það sem íslenski utanríkisráð- herrann hefur sagt en ég legg áherslu á að stjórnir Noregs og Ís- lands verða að skýra og styrkja laga- legar og stjórnmálalegar röksemdir sínar í vinnunni sem er framundan. Sameiginlegir hagsmunir okkar krefjast þess að við stækkun Evr- ópusambandsins verði tekið tillit til okkar sjónarmiða.“ – Telurðu að von sé á breytingum á sjávarútvegsstefnu ESB á næst- unni? „Ég hef átt fundi með Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegs- mál í framkvæmdastjórn ESB og mér hefur skilist að þeir vilji stefna að því að nýta auðlindina meira með langtímasjónarmið og sjálfbæra þró- un í huga. Síðast tókst okkur að semja við sambandið um kolmunnaveiðar. Því miður tókst ekki að ná samningum sem Íslendingar og Færeyingar gætu átt aðild að og það mun senni- lega verða til þess að meðferðin á þessum stofnum versnar, ég tel að veiðikvótarnir séu of stórir. Norð- menn og ESB vildu setja aukin tak- mörk við veiðinni og í þetta sinn vildi sambandið sem sagt þrengri skorður en aðrir. Ég held að ESB sé að breyta afstöðu sinni til fiskveiði- stjórnunar og það í rétta átt. Þess vegna er mikilvægt að Norðmenn og Íslendingar séu ekki allt í einu röng- um megin borðsins í slíkum málum. Við viljum að Norðmenn og Ís- lendingar standi eins vel saman um góða fiskveiðistjórnun og hægt er. Og andrúmsloftið í samskiptunum er að minnsta kosti gott núna, ég komst að raun um það á fundunum með Árna og Siv. Ég er því bjart- sýnn á vestnorrænt samstarf í fram- tíðinni,“ segir Svein Ludvigsen, nýr sjávarútvegsráðherra Noregs. Morgunblaðið/Kristinn Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Svein Ludvigsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Vaxtartæki- færin í fiski Nýr sjávarútvegsráðherra Noregs bjartsýnn á vestnorrænt samstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.