Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 46

Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól, og klæði hans urðu björt sem ljós. (Matt. 17.2.) Hrífandi og magnþrungin er frá- sögn Guðspjallanna sem löngum hef- ur verið sú síðasta í kirkjuári og lýsir því er Jesús ummyndast fyrir aug- um þriggja nánustu lærisveina sinna, svo klæði hans urðu björt sem ljós. Yfirskilvitleg vídd Guðsríkis gagntekur tímanlegt svið og fram kemur hvers eðlis meistari þeirra er, að hann er jafnframt því að vera maður af holdi og blóði, Guð af Guði, ljós af ljósi. Helgar og hátíðir kirkju- ársins eru þá á enda runnar og bjarmi þeirra hefur skinið inn í mannlíf og sögu til að líkna og lýsa, upphefja og helga. Hökull prests og messuskrúði fel- ur táknrænt í sér, að sá sem hann ber hefur íklæðst veru og himinsljósi frelsarans krossfesta og upprisna. Trúarandagift og listfengi þarf til að vinna að slíkum verkum. Og hvað best tekst til ef þau fela jafnframt í sér skírskotun til staðar og umhverf- is, þjóðmenningar og lands. Lista- verk Sigrúnar Jónsdóttir kirkjulist- arkonu eru þeirra gerðar og því mikill auðlegð og fjársjóður íslenskri þjóð og kirkju. Vakning varð í kirkjunni hér á landi um miðja síðustu öld sem mið- aði að því að styrkja stoðir og festa rætur í umróti og upplausnartíð og endurvekja sígild verðmæti trúarlífs og tilbeiðslu jafnframt því sem þjóð- in sótti fram eftir nýfengið þjóðar- frelsi og leitaði vonum og þrám framrásar í listsköpun. Það var kirkju og þjóð til heilla og blessunar að Sigrún svaraði þá því kalli sem barst að næmum sálarstrengjum hennar og fann fjölþættum listgáf- um viðfang á brautum kirkjulistar þó spönnuðu fleiri svið, svo nú prýða verk eftir hana fjölmargar kirkjur og helgihald hér á landi og víðar um heim. Þau bera fagurlega með sér list hennar og þroskaða hæfni og einlæga trú og næmi fyrir lífsrótum, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR ✝ Sigrún Jónsdótt-ir fæddist í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1921. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 14. desember. staðháttum og sögu. Fögur sýning á verk- um Sigrúnar, sem nefndist „Í Ljósbroti“ og haldin var í forsaln- um Ljósbroti í Strand- bergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju fyrir sex árum, sýndi það ljóslega. Ljósbrot myndar líkt og ljós- geisla og lífæð frá kirkjunni sjálfri og verk Sigrúnar, ofin, saumuð eða unnin í batík fóru þar afar vel, því þau voru sjálf sem ljósbrot af þeim himinsgeisla, sem skapar, nærir og fjörgar og birtir trúarleg sannindi og leiðarvísa. Þar gat að líta hökla og kirkjuklæði er túlka í táknmyndum sínum sígild kristin trúarsannindi.Og þar voru stór ofin verk eins og „Spor í eilífð“ og „Vegurinn, sannleikurinn og líf- ið,“ margbrotin og einföld í senn, sem draga upp mynd af fyrirheitum trúar um háleitan tilgang lífs og veg til himins og hæða. Annað þeirra er nú altaristafla í kirkju í Vesturheimi. Prédikunarstólsklæðið, „Lífstréð með jólastjörnu,“ sómdi sér vel með- al þessara listgripa. Það hafði Sig- rún fyrr gefið söfnuði Hafnarfjarð- arkirkju til minningar um fyrrum tengdaforeldra sína Guðfinnu Sig- urðardóttur og Emil Jónsson á fermingardegi dóttursonar síns Jóns Halls Stefánssonar. Önnur verk sýn- ingarinnar eins og Heimkringla – Snorraminni birtu líkt og rætur ís- lenskrar menningar og þá blóm- krónu fegursta sem upp af henni vex. Og í fjalla og landslagsmyndum fléttuðust fagurlega trú og land, lífs- barátta og þjóðarsaga. Þessi verk Sigrúnar voru fáeinum mánuðum síðar til sýnis í merkum söfnum í Vesturheimi, í Seattle og svo Tak- oma. Þau vöktu verðskuldaða at- hygli og hrifningu og ekki síður þeg- ar þau voru sýnd í Martin Luther King-safninu í Washington ásamt verkum þekkts bandarísks lista- manns og annars rússnesks í tilefni þess, að tíu ár voru þá liðin frá leið- togafundinum í Höfða sem haft hef- ur víðtæk áhrif á þróun alþjóðamála og mótun nýrrar heimsmyndar enda eru þau vel til þess fallin að glæða samhug og samlyndi. Batikverk Sig- rúnar „Bæn fyrir friði“ hafði árum fyrr unnið til alþjóðlegra verðlauna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sigrún hafði á listferli sínum sýnt verk sín víða um heim og löngum dvalist utanlands, einkum þó í Sví- þjóð. Þar hafði hún sótt sér föng, lærdóm, listfágun og margvíslega lífsgleði en hún var þó jafnan bund- inn ættlandi og átthögum traustum böndum. Bernsku- og heimaslóðir Sigrúnar í Vík í Mýrdal höfðu ávallt fylgt henni hvert sem leiðin lá sem áhrifa- afl í lífi og list. Jökull, fjöll og drang- ar, sandfjörur og svarandi brim urðu grunnmyndir lífsskynjunar hennar og listtjáningar, lífsháskinn líka sem Kötlugos hafði magnað og varasöm lending við hafnlausa strönd. Guðstrúin kom jafnframt við sögu og gaf kjark og glæddi virðingu og lífs- þökk. Og Skaftfellingur, eikarskipið trausta, er siglt hafði að landi svo nærri sem þorandi var, færandi björg í bú, varð henni tákn um vor- komu og leysingu og færa leið til um- heims og fjarlægra staða. Hún hefur fundið til þess af innsæi og næmi að blessun og heill fylgdi þessu skipi og þeim sem væru um borð í því og ekki komið á óvart að áhöfn þess skyldi bjarga þýskum kafbátsverjum úr lífsháska og gera líknarkröfuna æðri þeim markalínum sem greindu að samherja og óvini í stríði. Skip koma víða fram í verkum Sigrúnar og þá sem táknmyndir kirkju og lífsfars sem Kristur stýrir. Og það er sem Skaftfelling sé hvarvetna að sjá í þeim myndum. „Þú Guð sem stýrir stjarna her.“ Sálmur Valdimars Briem sem svo hefst var henni kærastur sálma. „Stýr mínu fari heilu heim“, með þeim orðum byrjar síðasta erindi þessa sálms. Það var ólga í lofti og dumbungsregn í Vík í Mýrdal laug- ardaginn 18. ágúst sl. þegar haldið var þar upp á áttræðisafmælisdegi Sigrúnar og safnast var saman við Skaftfelling nýkominn í bæinn, ekki sem fyrr glæstur og sterklegur á að líta er hann skilaði sér að ströndu oft gegnum öldur og ólgustrauma. Nú var hann brotinn og feyskinn að sjá en hafði þó komist heim að lyktum vegna ötullar baráttu og fórnfýsi Sigrúnar sem þráð hafði lengi að hann kæmist úr Vestmannaeyjum þar sem hann hafði staðið uppi á landi í niðurníðslu áratugum saman. Það var ekki auðvelt að vekja skiln- ing á þeim sögulegum verðmætum sem í skipinu Skaftfellingi fólust á hraðfleygri nýjungatíð og glæða virðingu fyrir lífsbaráttu og kjörum fyrri kynslóða sem áttu vonir sínar svo margvíslega bundnar við þetta góða skip, en oft áður hafði Sigrún þurft að stríða við skilningsleysi og þröngsýni og tekist með einurð og kjarki að sýna fram á réttmætti og gildi verka sinna og listar. Nú er hún leit árangur erfiðis síns og köllunar sem fól í sér bæði átthagatryggð og þökk fyrir gjöfula listabraut og frama var sem Skaftfellingur hennar heimkominn fæli í sér bæn um að vel væri við honum tekið og hann gerður glæstur sem áður svo hann fengi enn fært með sér björg og blessun. Sigrún var glöð og glæsileg í fjöl- mennum afmælisfagnaði í sam- komuhúsinu Ársölum í Vík. Ómar Ragnarsson var gáskafulllur veislu- stjóri, og Emblurnar klæddar batík- þjóðbúningum Sigrúnar með Þór- unni Valdimarsdóttur ævisöguritara Sigrúnar í fararbroddi létu vel að sér kveða. Sigrún var vissulega engin venjuleg kona: Líf hennar var litríkt og list hennar stórbrotin. Margt leit- aði á huga á góðri stundu. Fagnaður á heimili Sigrúnar og Ragnars Em- ilssonar fyrir þrjátíu og þremur ár- um þegar dóttir þeirra Sigurborg varð stúdent, með okkur bekkjar- félögum hennar í 6 C úr M.R. – List- sýningar og undirbúningur þeirra. Og hvað áleitnust varð þó fjölskyldu- ferð til Svíþjóðar fyrir fjórum árum þegar dvalist var við munað og lysti- semdir í höll þeirra Þorsteins Folin í Lindingö, þess fágæta og fágaða gáfumanns og greifa sem þekkti flestum betur afstæði rúms og tíma og undur stjarnheima og upphaf al- heims í miklum hvelli eða frekar í voldugum upphafshljómi lífstón- verksins og var svo einkar lagið að hlúa að Sigrúnu með nærfærni og ástríki svo list hennar blómgaðist sem aldrei fyrr. Hún missti mikið við fráfall hans en hélt þó ótrauð áfram við list sína og baráttumál og nú síð- ast er hún gaf sig alla við að fá Skaft- felling heim. Er því langþráða takmarki var náð þurru kraftar og nú endurnýj- uðust þeir ekki þessa heims sem áð- ur þegar hart var oft gengið á heilsu hennar og þrek. Það var ekki fyr- irséð en kom þó ekki á óvart. Sigrún var sjálf komin af hafi eftir lífssigl- inguna sem færði með sér dýran farm listaverka og menningarverð- mæta sem mjög hafa auðgað þjóð og kirkju og vitna sem göfug list um nánd og komu Guðsríkisins. Verk hennar „Lífstréð með jóla- stjörnu“ prýddi prédikunarstól Hafnarfjarðarkirkju svo sem jafnan frá þrenningarhátíð fram til nýrrar aðventu. Athyglin beindist að því í kirkjunni um miðjan dag fimmtu- daginn 22. nóvember sl., en Sigrún mun þá hafa skilið við jarðarheim og sögu. Góðir gestir úr Dómkirkjunni voru í heimsókn og hrifust af verk- inu fagra sem felur líkt og í sér hvort tveggja í senn lífsmátt og gróanda sumars og himinsljósið sem lýsir upp nætur- og vetrarhúm. Fram- undan var þá síðasti sunnudagur kirkjuárs. Trúin lítur þá frelsarann í himneskum loga. Sú er gleði krist- innar trúar að fá numið dýrð hans og þekkt hann jafnframt í mynd jötu- barns og krossfests manns og fundið í honum Guð og mann, veginn, sann- leikann og lífið. Og sú var náðargjöf Sigrúnar og köllun að fá fylgt og vís- að á leiðarstjörnuna hans í gefandi lífi sínu og list. Fyrir það þakka vinir hennar og samferðarmenn sem blessun hlutu af samskiptum og samleið nú þegar hún hefur fullnað lífsskeiðið og er sjálf komin heim. Gunnþór Þ. Ingason og fjölskylda. Ládeyða er ekki orð sem átti við Sigrúnu Jónsdóttur. Líf hennar var sviptivindasamt og hún lifði því til fullnustu. „Það rykfellur ekki sem blæs á“ sagði hún einhverju sinni við undirritaða, og þótti mér það lýsa henni ákaflega vel. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast henni, því litríkt fólk á borð við Sigrúnu er ekki á hverju strái. Hún var vinur í raun og heimili hennar stóð ávallt opið þeim sem þangað vildu koma. Skipti þá engu hvort það voru gamlir heimilisvinir eða blá- ókunnugt fólk, en gestrisni hennar og eiginmanns hennar, Þorsteins Folin, var við brugðið. Sigrún var mikill forkólfur í fé- lagslífi íslenskra kvenna í Stokk- hólmi. Árið 1997 var félagið Emblur stofnað að frumkvæði hennar og voru félagsfundir haldnir á heimili hennar á Lidingö. Sigrún var for- maður félagsins frá upphafi og til dauðadags. Hún stóð fyrir alls kyns skemmtilegum og menningarlegum viðburðum í nafni félagsins og lýsti upp fundina af hugmyndaauðgi sinni og greind. Leikarar, rithöfundar og fræðimenn sem gistu höll Sigrúnar miðluðu okkur af fróðleik sínum og enginn fundur var öðrum líkur. Að Sigrúnu genginni líður okkur eins og rekaviðardrumbum á strönd, eins og Emblunni fyrstu, sem getið er í Snorra-Eddu. Segja má að Sig- rún hafi tekið að sér hlutverk skap- arans og blásið okkur lífsanda í nas- ir, en nú er okkur allur vindur úr æðum skekinn. Það verður þrautin þyngri að halda merkinu á lofti og feta í fótspor Sigrúnar, því annar eins fítonskraftur og framkvæmda- gleði og einkenndi hana er fáum gef- inn. Við munum þó gera okkar ýtr- asta til að verða henni ekki til skammar, enda erum við ekki í nokkrum vafa um það að hún mun hafa vakandi auga með okkur eftir sem áður. Við þökkum Sigrúnu góða og skemmtilega viðkynningu og vonum að hún fái að blómstra áfram í ann- arri og æðri vídd. F.h. Emblanna í Stokkhólmi, Bryndís Sverrisdóttir ritari. „Skaftfellingur er kominn heim – þá get ég dáið,“ sagði Sigrún Jóns- dóttir við mig skömmu eftir stór- veislu sem hún hélt á áttræðisafmæli sínu í Vík í Mýrdal, með á annað hundrað manns, ættingjum og vin- um, 18. og 19. ágúst sl. Þá er hún hafði afhent happaskipið Skaftfell- ing til varðveislu í heimabæ sínum Vík í Mýrdal. Víkurbúar létu sitt ekki eftir liggja að koma Skaftfell- ingi í hús. Þeir taka áreiðanlega ást- fóstri við sitt skip og varðveita fyrir komandi kynslóðir um leið og þeir varðveita minningu merkiskonunnar Sigrúnar Jónsdóttur, sem lét draum sinn rætast. Nú er hún farin – og í dag, föstu- daginn 14. desember, verður hún lögð í skaftfellska mold. Mikil lista- og merkiskona hefur kvatt okkar jarðlíf. Hugsjónum sín- um var hún trú, fór sínar leiðir og stefndi ætíð að marki – og því skyldi náð. Persónulega kynntist ég Sigrúnu fyrst haustið 1996 í Washington D.C. Þá í heimsókn hjá Sigurborgu dóttur sinni. Þegar hún stofnaði fyrsta Embluklúbbinn. Menningarklúbb íslenskra kvenna með áhuga á lista- og menningarmálum. Síðar stofnaði hún Embluklúbba í Stokkhólmi og á Íslandi. Til að lýsa Sigrúnu og henn- ar framkvæmdum verð ég að geta þess, að á borðum var slátur og lifr- arpylsa sem hún hafði tekið með sér frá Íslandi, allt soðið heima en fram- reitt á íslenskan máta í höfuðborg Bandaríkjanna, með rófustöppu og því meðlæti sem tíðkast hefur á Ís- landi um aldaraðir. Þá var nýlega lokið sýningum á verkum hennar víða í Bandaríkjun- um, m.a. í Washington DC. List Sigrúnar kynntist ég fyrst er tengdamóðir mín, mikil hjálpræðis- kona, gaf mér batiklampa eftir hana í afmælisgjöf, sem mér hefur alltaf þótt mjög vænt um. Síðan vandi ég komur mínar í Kirkjumuni og eign- aðist ómetanleg listaverk eftir Sig- rúnu. Um kirkjulistaverk Sigrúnar ætla ég þó ekki að fjalla, en hin stór- merkilega sýning sem haldin var á kirkjulofti Hallgrímskirkju haustið 2000 sýndi hún stórmerk listaverk, verk sem hún hefur unnið fyrir kirkjur og presta landsins. Ég vann á sýningunni allan tímann ásamt öðrum Emblum og margir gestir spurðu. – Hvernig stendur á því að við höfum ekki séð þessi fágætu listaverk? Þau eru varðveitt í kirkjum lands- ins, prestar skrýðast þeim við guðs- þjónustur á hinum ýmsu hátíðum kirkjuársins. Við kirkjugestir njót- um guðsþjónustunnar og presturinn klæðist listaskrúða. Ég vona og veit reyndar, að prestar landsins og kirkjur meta til varðveislu fyrir komandi kynslóðir þessi listaverk. Minnisstæður er mér hátíðarhökull- inn í Skálholtsdómkirkju, frá 1969, með höfðaletri, upphafsstöfum allra biskupa Skálholtskirkju frá upphafi til loka. – Kaþólskra og lútherskra – er biskupsstólarnir á Hólum og í Skálholti voru aflagðir samkvæmt konungsboði í lok átjándu aldar. Grátlegt er að hugsa til þeirra verð- mæta, sem þá fóru forgörðum. Það var líka mjög gaman að fá í heimsókn marga nemendur hennar, frá Langholts- og Vogaskóla frá fornri tíð, sem alltaf höfðu fylgst með henni. Hún kenndi svolítið öðruvísi handavinnu, sögðu þær. Minnis- stæður er hökull og stóla sem hún vann fyrir Húsavíkurkirkju, vígður árið 2000, handofinn úr íslenskri kanínufiðu, tvinnuð hjá Álafossi, frönsku silki, sænsk-íslenskri hör og íslensku eingirni. Þó er mér sérlega hugstæður hökull og stóla, sem hún gerði fyrir Reynistaðakirkju í Skagafirði og vænt þótti mér um að sjá sr. Gísla Gunnarsson í Glaumbæ skrýðast stólunni sl. sumar í Hóla- dómkirkju á Hólahátíð. Hún vann kirkjuverk sín sam- kvæmt óskum kirkjunnar með um- hverfið í bland. Fór í heimsókn, kynnti sér staðinn og andrúmið, horfði til fjallanna. Sigrún var mikil skartkona, hafði unun af að klæða sig í falleg föt og bjóða gestum góðgæti. Eftirminni- legt er mér, að morguninn eftir að sýningin var opnuð í Hallgríms- kirkju í ágúst 2000, kom hún til messu, 79 ára var hún – í glæsilegri kápu með barðastóran hatt og á 7–10 cm háum hælum. Það er lærdóms- ríkt að kynnast konu eins og henni. Ung að árum braust hún til mennta erlendis, hafði þá lokið kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- Í gær hefði Björg orðið 81 árs, en hún andaðist föstudaginn langa síðastliðinn. Við jógasystur hennar vilj- um minnast hennar, því að við fengum ekki tækifæri til að kveðja hana hinstu kveðju, en hún er ætíð sterk í huga okkar og við minn- umst hennar í hverjum jógatíma. Hún kallaði okkur alltaf jógasystur sínar og við vorum ánægðar með það. Við vorum margar konur sem höfð- um stundað jóga saman í tugi ára. Hún var hress, glöð og alltaf svo góð, og henni fannst við allar svo fallegar og góðar, en það var einmitt það sem hún var sjálf, létt á fæti og ofurdug- leg, þótt hún væri ekki ávallt frísk. Hún var miðpunkturinn í hópnum. BJÖRG MAGNEA JÓNASDÓTTIR ✝ Björg M. Jónas-dóttir fæddist í Reykjavík 17. des- ember 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Fossvogi, á föstudaginn langa, 13. apríl, síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Hafði þar ákveðin skyldustörf svo sem að sjá um að allir fengju teppi þegar komið var að hvíld. Og ef hún af einhverjum ástæðum mætti ekki í tíma hafði hún áhyggjur af því. Hún var aldursforseti okkar og lét okkur vita um það ef við vorum ekki nógu hlýðnar. Andlegi þátturinn í æf- ingum okkar var ekki síðri en sá líkamlegi. Síðasta árið sem Björg lifði var henni erfitt, en hún kom í hópinn okkar á meðan kraftar leyfðu, til þess að njóta sam- verunnar, sem við allar gerðum. Björg er mjög rík í minningu okkar. Hún var kona með ákveðnar skoð- anir, óeigingjörn, hjálpsöm og alltaf kát og glöð. Hennar skarð verður vandfyllt. Jesú sagði: Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört. (Jóh.15:5.) Blessuð sé minning þín, elsku Björg. Þínar vinkonur og jógasystur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.