Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 57 ÞRÁTT fyrir um- bætur í málefnum sjúklinga undanfarin ár hvað varðar sér- staka lagasetningu um réttindi, sem og tryggingu til handa þeim er kunna að verða fyrir mistökum eða óhöppum í með- ferð, er enn ýmislegt sem á skortir í hinu annars umfangsmikla heilbrigðiskerfi okk- ar. Umboðsmann sjúklinga inni á sjúkrahúsum vantar sárlega, en slíkt skipulag hefur þó verið í nágrannalöndum okkar um nokkurn tíma og gefist vel. Aug- ljóst er mikilvægi þess fyrir alla að geta gripið strax inn í það ferli þegar óhöpp eða mistök eiga sér stað. Raunin er sú hjá Samtök- unum Lífsvog að þær kvartanir varðandi t.d. skurðaðgerðir, bein- ast í 60% tilvika að sömu læknum. Þess vegna eftir 6 og hálft ár sem samtökin Lífsvog hafa starfað og bent á hversu miklivægt er fyrir heilbrigðiskerfið að hafa umboðs- mann sjúklinga. Hin langsótta leið sjúklings til kvörtunar hjá Land- lækni eftir útskrift af sjúkrastofn- unum, ætti því að geta verið nær óþörf í mörgum tilvikum. Slík skipan mála myndi stór- minnka þau verkefni Landlæknis að þurfa að taka við kvörtunum sjúklinga, og gæti embættið þess í stað ef til vill einbeitt sér enn frekar að eftirlitshlutverki sínu hvað varðar gæðastaðla, í hinu umfangsmikla kerfi, þar sem m.a. má nefna lyfjaávísanir. Hvar eru gæðin? Því miður höfum við Íslendingar ekki enn farið sömu leið og Norð- menn í því efni að upplýsa sjúk- linga sem einnig eru skattborg- ararar um hæfni heilbrigðisstarfs- manna, en miðað við þá einkastofu- starfsemi sem hér hefur verið við lýði er sú krafa sjálfsögð og eðlileg að mínu mati. Ofþjónusta sérfræði- lækna á einkastofum er hafa getað fengið að komast inn á skurðstofur sjúkrahúsa sem verktakar hefur þýtt að ekki hefur tekist að manna sjúkrahús, með þess konar skipu- lagi, en barátta læknanna sjálfra m.a. gegn tilvísanakerfi á sínum tíma segir ákveðna sögu um erf- iðleika í því fólgna að einfalda skipulag og spara peninga. Biðlistar skattborgara eftir t.d. brjósklosaðgerðum sem eru til- tölulega einfaldar aðgerðir, eru allt of langar miðað við greiðslu þeirra hinna sömu í þetta kerfi, gegnum tíð og tíma sem og miðað við vinnutap, og lyfjanotkun er viðkomandi má þola allan biðtím- ann. Með öðrum orðum sjúklingur getur leitað sárþjáður á einkastofu í viðtal við bæklunarlækni, sem kannski ávísar verkjalyf, meðan skurðstofan á hátæknisjúkrahús- inu er lokuð, af því að það er hag- kvæmara fyrir lækninn að tala og skrifa út lyf á sinni einkastofu heldur en að vinna á sjúkrahúsinu, nema sem verktaki í hlutastarfi. Hér er því ekki hægt að tala um skilvirkt skipulag er þjónar fyrst og fremst hagsmunum sjúklinga, það mættu læknar ögn betur eygja sýn á. Þessu til viðbótar væri alveg ágætt að athuga hvaða læknar eiga hlut í hvaða lyfjafyrirtækjum, og athuga einstakar lyfjaáskriftir þeirra hinna sömu í samræmi við það. Lyfjanotkun hefur nefnilega aukist langt úr hófi fram, þar sem oft og iðulega virðist ekki aðgætt nægilega hvernig þetta lyf sam- verkar með öðru með ófyrirsjáan- legum afleiðingum, á stundum. Lyf eru nauðsynleg til þess að lækna eða halda í skefjum sjúkdómum en jafn ónauðsynleg þegar enginn sjúkdómur fyrir lyfin er fyrir hendi. Sjúklingar eru ráðvilltir í frumskógi þar sem einn læknir segir þetta en annar hitt og ný og ný lyf eru prófuð jafnvel án rann- sókna sem hægt væri að inna af hendi á undirliggjandi sjúkdómum innan veggja sjúkrahúsa, með þeirri tækni sem þar er til staðar, og fyrirbyggja það að sjúklingur þurfi að vera eins konar tilrauna- dýr lyfjaprófana, þar sem jafnvel er ekki fyrir hendi að læknar gefi gaum að fyrirliggandi frábending- um við ávisun lyfja. Það þarf að vera mögulegt að manna sjúkra- húsin og draga saman í einka- stofurekstri til þess arna. Það er því nauðsynlegt að skoða allt heil- brigðiskerfið í heild, og gæði þess og annmarka mun betur en verið hefur, og frumvarp það er ráð- herra málaflokksins hefur nú lagt fram þess efnis að einn aðili semji um opinberar greiðslur til allra lækna er stórþarft og hefði fyrir löngu átt að vera komið fram í ljósi þjóðarútgjalda vorra til mála- flokksins. Betra er seint en aldrei, og því ber að fagna veg betra skipulags til handa öllum sjúklingum á land- inu. Réttindi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu Guðrún María Óskarsdóttir Lyf Lyf eru nauðsynleg til þess að lækna eða halda í skefjum sjúkdómum, segja Guðrún María Óskarsdóttir og Jórunn Anna Sigurðardóttir, en jafn ónauðsynleg þegar enginn sjúkdómur fyrir lyfin er fyrir hendi. Höfundar eru stjórnarmenn í Samtökunum Lífsvog. Jórunn Anna Sigurðardóttir Laugavegur 68, sími 551 7015. Chasmir trefill M O N S O O N M A K E U P lifandi litir G læ si le g a r g ja fa vö ru r Skál kr. 8.350 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.