Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 59 ROCK-A-TOT 13 Kg. 0 MÁN. TIL 12 MÁN. VERÐ 12.699 krónur HORIZON SESSA VERÐ 3.899 krónur JAVELIN 9-36 Kg. 3 ÁRA TIL 11 ÁRA VERÐ 17.900 krónur ECLIPSE 9-18 Kg. 9 MÁN. TIL 4 ÁRA VERÐ 17.900 krónur FREEWAY 9-18 Kg. 9 MÁN. TIL 4 ÁRA VERÐ 14.899 krónur Í DAG, 18. desem- ber, er stofndagur UNIFEM á Íslandi og af því tilefni býður félagið gestum og gangandi sem leið eiga fram hjá skrif- stofum þess á Lauga- vegi 7 milli klukkan 16 og 18 upp á heitt kakó og piparkökur og þeim sem vilja kynna sér starfsemina að líta inn á skrifstof- una. Með þessu vill stjórn félagsins vekja athygli á starfi þess, hvetja fólk til þátt- töku og fagna því að friðarverðlaun Nóbels 2001 féllu Kofi Annan og Sameinuðu þjóð- unum í skaut. Í ávarpi sínu sagðist Annan meta réttindi einstaklinga þyngra en réttindi ríkja. UNIFEM leggur einmitt áherslu á það í starfi sínu að grundvallarréttur einstaklinga til mannsæmandi lífs sé öðrum rétti æðri og beinir kröftum sínum að aðstoð við konur sem búa við fátækt og ofbeldi. Talið er að ofbeldi gegn konum og börnum sé eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál veraldar. Af- leiðingar þess teygja anga sína víða og láta nánast engan ósnort- inn. Í flestum vestrænum ríkjum er ofbeldi gegn konum og börnum fordæmt en í öllum löndum heims viðgengst það samt, oftar en ekki framið í skjóli friðhelgi heimilanna. Ennþá er ofbeldi á konum víða um heim viðurkenndur réttur karla, dagleg reynsla milljóna kvenna, hluti af menningu þeirra og sið- venjum. Rannsóknir hafa sýnt að í nær öllum tilvikum þar sem ofbeldi er beitt gegn konum er það tæki til kúgunar; leið til að hindra sjálf- stæði og möguleika þeirra á að verða virkir þjóðfélagsþegnar. Kona sem nánast allt sitt líf býr við ofbeldi hefur hvorki innra ör- yggi né styrk til að takast á við einföldustu hluti, hvað þá flókin úrlausnarefni, og mun ekki ógna þeim sem vilja ráða. Hún er lík- amlega og andlega örmagna. Það hlýtur að vekja athygli þeirra sem horfa á fréttir þessa dagana að þrátt fyrir að nú megi konur í Afg- anistan sýna andlit sitt eru margar sem nýta sér það ekki. Þessar kon- ur sem allt síðan talibanar tóku völd í landinu hafa lifað í stöðugum ótta við hrottalegt ofbeldi og jafn- vel dauða fyrir smá- vægilegustu „yfirsjón- ir“ geta ekki allt í einu svipt af sér blæj- unni og brosað fram- an í heiminn. Til þess ristir niðurlæging þeirra of djúpt. Kannski geta þær það aldrei. Afleiðingar of- beldis er nefnilega ekki hægt að strika út með einu pennastriki en það er hægt að milda áhrifin og koma í veg fyrir að það við- gangist áfram og það er að því sem UNI- FEM vill m.a. beita kröftum sínum. Til þess að styrkja þessa baráttu stofnaði UNIFEM, árið 1996, sér- stakan alþjóðlegan sjóð sem varið er til baráttunnar gegn ofbeldi á konum. Frá stofnun sjóðsins til loka ársins 2000 hafa 4 milljónir bandarískra dollara verið veittar úr honum til verkefna í 65 löndum. Dæmi um góðan árangur af fjár- veitingum úr sjóðnum er baráttan gegn umskurði á stúlkubörnum í Kenýa. Með styrk frá UNIFEM tóku nokkur félagasamtök höndum saman með mæðrum í þorpinu Tharaka í Kenýa og fengu því framgengt að umskurður var af- numinn þar í fullri sátt við sam- félagið. Í upphafi verkefnisins var gerð athugun á því hvernig hinir fornu helgisiðir tengdust umskurði og hvaða hug fólk bæri í raun og veru til athafnarinnar. Könnunin leiddi í ljós að meirihluti manna vildi í raun afnema umskurð og innst inni var fólk orðið afhuga hjátrúnni sem tengdist athöfninni. Þær gleðifréttir bárustu svo fyr- ir réttri viku búið væri að banna með lögum umskurð kvenna í Ken- ýu og varðaði brot gegn þeim lög- um fangelsisrefsingu í a.m.k. eitt ár. Það var forseti Kenýu, Daniel Arap Moi, sem tilkynnti þetta á útifundi í Naróbí 12. desember sl. í tilefni þess að 37 ár eru frá því Kenýa hlaut sjálfstæði frá Bretum. Bannið er liður í nýlegri lagasetn- ingu sem ætlað var að tryggja bet- ur réttindi barna í Kenýu. Fréttir sem þessar hljóta að blása öllum þeim sem láta sig þessi mál varða baráttuhug í brjóst og vissu um að nú er það ekki lengur spurningin um hvort heldur hvenær aðrar þjóðir fylgja fordæmi Kenýu. Annað mikilvægt verkefni sem UNIFEM lætur sig varða er bar- áttan gegn mansali og kynlífs- þrælkun og hinum svokölluðu heið- ursglæpum. Víða hefur athvörfum verið komið á fót fyrir konur sem flýja heiðursglæpi eða þær sem reka á nauðugar í hjónaband. Dæmi um eitt slíkt er rannsókn- arstöð og athvarf sem sett hefur verið á fót á Vesturbakkanum með góðum árangri. Ein sagan af þess- um slóðum segir af 14 ára stúlku sem hafði verið nauðgað af 35 ára gömlum frænda sínum. Þegar fað- irinn komst að því reyndi hann að drepa dóttur sína. Henni tókst að flýja í athvarf UNIFEM. Í viðtali við ráðgjafa síðar sagði faðirinn: „Ég elska dóttur mína, en mér datt ekkert annað í hug en að drepa hana eftir þá miklu smán sem hún leiddi yfir mig og fjöl- skyldu mína.“ Í ár hafa Ofbeldissjóði UNI- FEM borist 200 umsóknir um fjár- hagsstuðning, samtals að upphæð 12,5 milljónir dollara. Ákveðið hef- ur verið að verja einni milljón doll- ara til 17 verkefna í 21 landi. Það er því ljóst að 183 verkefni munu fá synjun. Styrkirnir sem veittir eru til einstakra verkefna nema frá 25.000–130.000 dollara og verk- efnin spanna baráttu gegn heim- ilisofbeldi, kynferðislegri áreitni, umskurði, nauðgunum á ungum stúlkum, nauðungargiftingum, kynlífsþrælkun og svokölluðum heiðursglæpum. UNIFEM á Íslandi nýtur árlega 2,5 milljóna króna styrks frá utan- ríkisráðuneytinu og hefur auk þess tekjur af frjálsum framlögum og félagsgjöldum, en árgjald félagsins er 2.000 kr. Þeir sem vilja styrkja málstað UNIFEM geta skráð sig í félagið á heimasíðu þess, www.uni- fem.is. Mér datt ekkert annað í hug en að drepa hana Sigríður Margrét Guðmundsdóttir UNIFEM Talið er, segir Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir, að ofbeldi gegn konum og börnum sé eitt alvarlegasta heilsu- farsvandamál veraldar. Höfundur er formaður UNIFEM á Íslandi. NÚ eru til umfjöll- unar tillögur til breyt- inga á samþykktum Reykjavíkurborgar um hundahald. Það vekur strax athygli að starfshópi þeim sem falið var að fjalla um þetta mál er stýrt af margföldum kattareig- anda, Hrannari B. Arnarssyni, en ekki einhverjum valinkunn- um hundaeiganda. Þeim til glöggvunar sem ekki þekkja til er þessi merka samþykkt til háborinnar skamm- ar í lýðræðisþjóðfé- lagi, en hún hefst á eftirfarandi orðum: „1. gr. Bannað er að halda hund í Reykjavík ...“. Það er því deginum ljósara að mikil þörf er á að taka þetta mál upp, þar sem meirihluti lands- manna býr við þá ánauð að búa í bæjarfélagi þar sem nánast öll gæludýr eru velkomin, nema besti vinur mannsins, hundurinn. Það er hinsvegar riðið af stað í ranga átt ef markmiðið er eingöngu að koma á framfæri smávægilegum breytingum á núverandi hundasam- þykkt, sem byggir á lýðræðislegum farsa sem engri heilvita manneskju dettur í hug að kalla réttlæti. Samkvæmt lögum er hundahald bannað á höfuðborgarsvæðinu og er það til komið vegna almennrar kosningar um málið. Þessi kosning er söguleg fyrir þær sakir að vilji sjö prósenta kjósenda réði úrslitum kosninganna þar sem kjörsókn var ekki nema 12%. Þetta er varla lýðræðisleg nið- urstaða ef litið er til þess að 93% kjósenda voru annað hvort sam- þykkir hundahaldi eða sýndu með aðgerðarleysi sínu að þeim stóð á sama þó einhverjir kysu að eiga hund. Til að friðþægja þá sem krefjast þeirra sjálfsögðu mannréttinda að fá að njóta félagsskapar hunda er boðið upp á undanþágu við banninu að settum mjög þröngum skilyrð- um. Þau skilyrði sem sett eru gera í raun einungis þeim sem betur eru settir í þjóðfélaginu kleift að halda hund, því það er einungis fólk sem hefur ráð á einbýlis- húsi sem er fyllilega sjálfráða um hvort það tekur hund inn á heimili sitt eða ekki. Það er sjálfsögð krafa að eigendur gæludýra uppfylli viss skilyrði sem sett eru af hinu opinbera, svo sem að eigendur skrái gæludýr sín og merki þau. Þá er einnig sjálf- sagt að hundar gangi ekki lausir og að heim- iliskettir séu lokaðir inni á næturnar. Það er hinsvegar óásættanlegt að eign- arhald gæludýra lúti duttlungum og geðþóttaákvörðunum nágranna verðandi gæludýraeiganda sem ekki búa svo vel að eiga einbýlis- hús, enda tíðkast það hvergi í borg- um landa sem Íslendingar bera sig gjarnan saman við, sjálfum sér til upphefðar. Sá fyrirsláttur að hundar eigi heima í sveit lýsir best vanþekk- ingu þeirra sem þetta fullyrða. Það er ekki ótrúlegt að vansælustu hundar landsins séu einmitt þeir sem búa til sveita. Það eru einvörð- ungu þeir sem ekki þekkja til, sem láta sér detta í hug að hundar séu almennt ánægðastir með það hlut- skipti að vera lokaðir úti á hlaði og látnir finna sér afdrep í fjósi eða fjárhúsi þegar illa viðrar. Ef einhverjum líður betur vegna félagsskapar af hundi eða ketti í íbúð sinni á fólk að fá að njóta þess, þó það búi í fjöleignarhúsi. Kattareigandi leiðir hunda- frumvarp Sigurður Ingi Jónsson Höfundur er starfsmaður Íslands- síma og hundeigandi. Dýrahald Ef einhverjum líður bet- ur vegna félagsskapar af hundi eða ketti í íbúð sinni, segir Sigurður Ingi Jónsson, á fólk að fá að njóta þess, þó það búi í fjöleignarhúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.