Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 62

Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 62
HESTAR 62 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI EINN fremsti fimireiðmaður Þýskalands, Bent Branderup, er væntanlegur til Íslands í apríl á vegum Félags tamning- manna og mun halda hér nám- skeið 13. til 14. apríl nk. í reið- höll Sörla í Hafnarfirði. Bent þessi Branderup er raunar danskur en af þýskum ættum og starfar í Þýskalandi. Hefur hann verið flokkaður sem bar- okkreiðmaður þar sem mjög er höfðað til barrokkstímans í klæðaburði knapa á sýningum. Eyjólfur Ísólfsson sem mun annast undirbúning fyrir komu kappans ásamt Atla Guð- mundssyni sagði að mjög fáir kæmust í reiðtíma til hans en um væri að ræða einkatíma en hann benti hinsvegar á að um leið yrði boðið upp á áhorfsþátt- töku og þar kæmust að fjöldi manna. Ekki er ljóst enn hvað muni kosta á námskeiðið en það verður auglýst síðar. Eyjólfur kvað mikinn feng í að fá Bent Branderup hingað því ekki væri neinum blöðum um að fletta að þar færi einn færasti fimireiðmaður Evrópu og af honum færi mjög gott orð sem kennari. Þess má geta að Branderup hefur áður komið til Íslands en hann var sumar- langt við bústörf að Grjóteyri í Kjós þá rétt ríflega tvítugur að aldri. Sagði bóndinn þar Krist- ján Finnsson að hann hefði þá sýnt mikinn áhuga á hestum og klæddist gjarnan fínum reið- buxum og leðurreiðstígvélum. Síðar fór hann til náms á mjög góðan spænskan reiðskóla. Barokk- reiðmaður kennir Ís- lendingum breytingar á efnistökum, felldir út kaflar og nýir settir inn og nú er í rík- um mæli notast við litaferninga í töfl- um sem auðvelda mjög skilning á erfðum lita. Bókinni er skipt upp í sex meg- inkafla og eru þrír síðustu áhuga- verðastir enda þar fjallað um litina og erfðir þeirra. Fyrst eru það al- mennar reglur um erfðir lita, síðan erfðir á einstökum litum og að síð- ustu kafli sem kallast „Leikur að lit- um“ þar sem tekin eru nokkur dæmi um spurningar sem upp hafa komið vegna erfða á litum. Í inngangsorð- um höfundarins Stefáns Aðalsteins- sonar kemur fram að eiginkona hans Erla Jónsdóttir gætti hagsmuna leik- manna og kom með ábendingar þeg- ar henni fannst þurfa gleggra orða- lag til að byrjendur í litaerfðafræði ættu auðveldara með að skilja það sem erfðafræðingurinn var að setja fram. Þar hefur þeim hjónum tekist prýðilega í samvinnunni. Það er kannski helsti kostur bókarinnar hversu vel efnið er fram sett og auð- skiljanlegt, efni sem mjög auðveld- lega getur orðið afar torvelt að skilja. Áhugaverðir folaldalitir Án mynda væri bók eins og þessi lítils virði. Nú eins og í fyrri bókinni hefur Friðþjófur Þorkelsson borið hitann og þungann af myndaöflun. Það sem er líklega skemmtilegast við myndir bókarinnar eru myndir af fol- öldum sem Friðþjófur hefur tekið og er þar sýndur bæði fæðingarlitur fol- aldanna og síðan haustlitur þeirra. Kemur þar glöggt í ljós að ekki er allt sem sýnist á fyrstu dögunum eða vik- unum í lífi folaldsins hvað litinn varð- ar. Þá eru margar nokkuð athyglis- verðar myndir af sérstökum litum eins og leirljóslitföróttum hesti. Önn- ur mynd af móvindóttum, skjóttum hálfhjálmóttum hesti. Þá getur að líta mynd af mósvindóttum hesti sem er ekki alveg það sama og móvind- óttur hestur. Ekki má svo gleyma myndinni af móvindóttri litföróttri hryssu. Þar sameinast tvö eftirsótt litaafbrigði og ætti sú að teljast væn til útflutnings ef marka má eftir- spurnina. Það sem helst mætti finna að er að í nokkrum tilfellum hefði mátt tengja myndir betur texta bókarinnar og sömuleiðis að tengja betur saman myndir af sömu folöldum í fæðingar- og haustlitum. Hér er á ferðinni áhugaverð bók sem án efa kemur til með að styrkja baráttu manna fyrir verndun þeirrar fjölbreytni sem fyrirfinnst innan ís- lenska hrossastofnsins. Hún hefur að geyma aðgengilegan fróðleik fyrir hestamenn sem eykur skilning þeirra á erfðum lita og stuðlar meðal annars að öruggari ættfærslu lit- greiningar hrossa. Hún hefur að geyma 105 ljósmyndir og sextán teikningar sem tryggja hið mikla gildi sem verkið hefur. EKKI eru mörg ár liðin síðan ís- lenskir hestamenn gerðu sér al- mennt grein fyrir þeirri auðlegð sem býr í litadýrð íslenska hrossastofns- ins. Á tímabili virtist sem rauði, brúni og jarpi liturinn myndu útrýma öðrum litum úr stofninum. Þá þótti nú ekki fínt að ríða skjóttu, í mesta lagi fyrir krakka sem höfðu gaman af slíkum litum. Hver brúni stóðhesturinn kom fram á fætur öðrum og hefði illa getað farið ef ekkert hefði verið að gert. Vissulega fundust sérvitringar sem vildu halda í hina og þessa sér- kennilegu liti en það voru kannski öðrum fremur útlendingarnir eða með öðrum orðum kaupendurnir sem opnuðu augu manna fyrir verðmæt- unum sem fólust í fjölbreytileika lita. Áhugi vaknar á litafjölbreytni Og nú er svo komið að mikil vakn- ing hefur átt sér stað og mikill áhugi hefur vaknað fyrir hrossalitum, verndun og viðhaldi fjölbreytileik- ans. Að sama skapi hefur áhugi á lita- erfðum aukist og má því ætla að betr- umbætt endurútgáfa bókarinnar Íslenski hesturinn – litir og erfðir eigi eftir að falla í góðan jarðveg. Allnokkrar breytingar hafa nú verið gerðar á útgáfunni og munar þar sjálfsagt mestu um öskjuna sem bókin og myndaspjöld voru höfð í. Nú er málið einfaldað enda ljóst að þessi mikla umgjörð var mistök. Nú er þetta bara ein bók með öllum mynd- unum á síðunum og fer vel á því. Einnig hafa verið gerðar nokkrar Liðsauki til verndar litauðgi íslenska hestsins Morgunblaðið/Valdimar Friðþjófur Þorkelsson með ein- um bleikálóttum en hann annað- ist myndatökur fyrir bókina. Íslenski hesturinn – litir og erfð- ir er prýdd fjölda mynda, flestar teknar af Friðþjófi Þorkelssyni. BÆKUR Hestar Íslenski hesturinn – litir og erfðir eftir Stefán Aðalsteinsson. Myndir tók Friðþjófur Þorkelsson. Útgefandi Orms- tunga. 155 bls. Valdimar Kristinsson Slettuskjótt eða hjálmótt, eins og farið er að kalla það, hefur verið mikið í umræðunni og meðal annars verið stofnaður félagsskapur um þennan lit sem menn greinir á um hvort sé fagur eður ei. Dr. Stefán Aðalsteinsson Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.