Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 63
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 63 Skartgripaverslun - vinnustofa - Smáralind Íslensk og ítölsk skartgripahönnun og -smíði tískuskartgripir Laugavegi s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smárinn s. 554 3960 Mikið úrval af Tískuskartgripum Skemmtileg, fróðleg og fjörlega skrifuð bók um forvitnilegt efni: Í þessu síðara bindi endur- minninga af 35 ára starfi í utanríkisþjónustunni skýrir dr. Hannes Jónsson frá kynn- um sínum af innlendum og er- lendum áhrifa- og valdamönn- um, þegar hann var ambassad- or hjá 18 ríkjum og 4 fjölþjóða- og alþjóðastofnunum. Reifuð er atburðarás mikilvægra al- þjóðamála, greint frá fyrstu opinberu heimsókn íslensks utanríkisráðherra til Sovét- ríkjanna og síðar forsætisráð- herra; rakið er efni bréfs H. K. Laxness til sendiherra um 7 ára móðgunartímabil hans við Kremlverja vegna ritstuldar. Í lokakaflanum um starfslok er m.a. fjallað um Evrópumark- aðsmálin og viðskilnaðinn við utanríkisþjónustuna eftir 35 ára farsæl embættisstörf. 376 bls. Muninn bókaútgáfa. SENDIHERRA Á SAGNABEKK II Heimsreisa við hagsmunagæslu EITT mesta framfara- og upp- gangsskeið á sviði reiðmennsku hefur staðið yfir í nokkur ár og stendur enn. Nýverið var gefið út af Reiðskóla Reynis myndband sem er enn eitt framlagið til þessa uppgangs og heitir Vinna við hendi. Viðfangsefni Reynis Aðalsteinssonar, sem verið hefur einn af okkar fremstu reiðmönnum um áratuga skeið, er taumvinna af ýmsu tagi þar sem þjálfarinn stendur mis- langt frá hestinum, fer eftir lengd taumsins og því hvað verið er að gera hverju sinni. Á myndbandinu sýnir Reynir nokkrar æfingar af þessum toga, út- skýrir tilgang þeirra og eðli og að síð- ustu fer hann á bak hrossunum og sýnir þau í reið. Fer vel á því að sýna það sem kalla má markmiðið með æf- ingunum. Allnokkuð þróunarferli hef- ur átt sér stað hér á landi í taum- hringsvinnu síðustu 15 árin eða svo og er nú svo komið að hægt sé að tala um afar skilvirkar aðferðir og gagnlegar. Talsvert hefur færst í vöxt að tamn- ingamenn vinni að hluta til á öllum stigum þjálfunar og tamningar á jörðu niðri eða jafnfætis hestinum eins og Reynir kallar það. Á myndbandinu segir Reynir að kostir þess að vinna með hesta á þess- um nótum séu meðal annars þeir að þjálfarinn sér hestinn allan og við- brögð hans við bendingum sem hon- um eru gefnar. Hann segir að hestar verði forvitnir, læri að treysta mann- inum sem fær um leið betra færi á að vinna sér sterkari sess sem leiðtoginn í leiknum. Þá er það ótvíræður kostur að hesturinn er ekki truflaður af ásetu eða þyngd knapans og sömu- leiðis er minni hætta á að hesturinn verði truflaður af óstöðugri taum- hendi knapa til dæmis þegar setið er brokk. Af þessu leiðir að hesturinn á mun auðveldara með að finna og halda jafnvægi í þeim æfingum sem hann lærir og framkvæmir. Tilgangur með þeim æfingum sem Reynir kynnir eru margþættar og má þar nefna að kenna hrossum eða venja þau við taumsamband og jafna það, jafna misstyrk í spyrnu afturfóta sérstaklega, fá hest til að ganga sam- spora, undirbúa hestinn fyrir hliðar- hvetjandi fót með framfótarsnúningi og sömuleiðis að undirbúa hann fyrir hliðargang eins og sniðgang og kross- gang. Þá sýnir hann hvernig er gott að kenna hesti að ganga afturábak og verður honum tíðrætt um að fá hest- inn til að fella lenda og kreppa liði í afturparti. Þær æfingar sem Reynir sýnir á myndbandinu eiga fullt erindi við hesta á öllum stigum tamningar og þjálfunar. Þótt þessar æfingar séu í sjálfu sér ekki markmið eða takmark í þjálfun íslenskra hesta er ekki að efa að þær geta fært knapanum mikla ánægju því mjög skemmtilegt er að upplifa skilning og vinnugleði hests- ins á þennan máta. Auk þess geta slík vinnubrögð aukið mjög skilning og þroska knapans á því hvernig best er að nálgast hestinn, fá hann til að skilja og skilja hann sömuleiðis sjálfur. Eitt og annað vekur athygli manns á myndbandinu og má þar nefna að í einu tilfellinu notar Reynir stangamél og er það glöggt vitni um breytta tíma. Hér áður fyrr voru stangir all- gjört tabú í öllu sem vék að fimiþjálf- un hesta og svona föndri eins og getur að líta á spólunni. Nú þykir í góðu lagi að ríða fimi við stangamél en eftir sem áður eru slíkur búnaður vandmeð- farnari en hringamélin, því skulu menn ekki gleyma. Fagmennska, næmni og tilfinning Handbragð Reynis og nálgun við hrossin á myndbandinu er að sjálf- sögðu afar fagmannleg, allt gert af næmni og tilfinningu en þó laust við allan tepruskap. Hann sér sjálfur um lestur texta og ferst það prýðilega, er skýrmæltur og gengur mjög ákveðið til verksins, nokkuð hraðmæltur á stöku stað en skilar þó öllu vel. Má ætla að margir verði að spóla til baka og endurtaka ýmislegt af því sem á góma ber en ekki þó endilega vegna þess hve Reynir er ákveðinn í texta- flutningi heldur vegna þess að mörg orð og orðatiltæki gætu verið mörg- um framandi. Nafn spólunnar Vinna við hendi stendur örlítið í manni, oft- ast hefur verið talað um vinnu í hendi en fræðingarnir hafa kosið að kalla þetta vinnu við hendi og þarf maður þá bara að venjast því. Þess má geta að í því þróunarferli sem átt hefur sér stað í reiðmennsk- unni hefur farið mikið púður þeirra sem ráðið hafa ferðinni í að finna réttu orðin á býsna margar gerðir og hugtök. En það er fleira sem kallar vafalaust á spólun fram og til baka og má þar nefna útfærslur æfinganna. Gera má ráð fyrir að áhugasamir reiðmenn muni velta sér upp úr þessari spólu fram og til baka, horfa, hlusta og prófa og svo horfa aftur og prófa. Óhætt er að segja að þetta myndband sé fjöl- skylduafurð því auk Reyn- is sjálfs sem gerði handrit og stjórnaði upptökum, koma þrjú barna hans þarna við sögu. Einar, sem væntanlega er nemandi í Kvikmyndaskóla Íslands, sá um kvikmyndun og klipping með aðstoð Reyn- is bróður síns og Soffía systir þeirra hafði svo um- sjón með öllu heila klabb- inu. Íslensk reiðlist á hærra plan Myndbandið fjallar um mjög áhugaverða hluti, gengið hreint til verks án allra óþarfa málalenginga. Efnið kemst vel til skila og ættu allir sem á annað borð hafa áhuga á þjálf- un og uppbyggingu hrossa að hafa gagn af því. Hiklaust má nota orðið hvalreki á fjörur reiðmanna um út- gáfu þess ekki ósvipað og um mynd- band Benedikts Líndal frá síðasta ári sem fjallaði um frumtamningu en var að vísu lengra og ítarlegra. Nú hafa verið gefnar út tvær myndbandsspól- ur á Íslandi sem telja má afar vel heppnaðar sem kennslu og leiðbein- ingargögn á sviði tamninga og þjálf- unar íslenskra hrossa og er það vel. Íslensk reiðlist er loksins komin á það plan að hægt er að setja hlutina fram á skipulegan og auðskiljanlegan máta þannig að flestir geti verið með á nót- unum og náð betri árangri í glímunni við að bæta hest sinn og fá af honum meiri yndisarð. Nýjasta afurð Reið- skóla Reynis leggur þar drjúgt á vog- arskálarnar. Hvalreki á fjörur reiðmanna Morgunblaðið/Valdimar Reynir Aðalsteinsson á Högna frá Gerði á Kaldármelum þar sem hann hefur marga hildina háð en Högni kemur einmitt fram í kennslumyndbandinu. Valdimar Kristinsson MYNDBÖND Hestar VINNA VIÐ HENDI Útgefandi Reiðskóli Reynis, lengd 30 mínútur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.