Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 73
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 73 Undir sama þaki (Two Family House) Drama Bandaríkin, 2000. Myndform VHS. Bönn- uð innan 16 ára. (104 mín.) Leikstjórn og handrit: Raymond De Felitta. Aðal- hlutverk: Michael Rispoli, Kelly Mac- Donald og Katherine Narducci. Í þessari kvikmynd, sem vann til áhorfendaverðlauna á Sundance- kvikmyndahátíðinni í fyrra, er fjallað um brostnar vonir og hina fallvöltu drauma hvers manns. Þar segir frá Buddy, góðlegum en dálítið sein- heppnum manni með athafna- drauma sem nagar sig í handarbakið yfir því að hafa lát- ið stóra tækifærið í lífinu fram hjá sér fara. Hann er þó ekki af baki dottinn og þegar hann kynnist ungri stúlku sem trúir á hann fer ýmislegt að breytast til batnaðar. Undir sama þaki er hæglát mynd með stórt hjarta. Það er fyrst og fremst handrit myndarinnar sem er mikil listasmíð, og birtist það ekki síst í nýstárlegu hlutverki sögu- manns. Óþekktir leikararnir standa sig allir með prýði og óhætt er að segja að leikstjórinn og handritshöf- undurinn Raymond De Felitta kveðji sér hljóðs með þessari mynd. Að lokum vaknar engu að síður sú spurning hvers vegna Kvikmynda- eftirlitið hafi séð ástæðu til að banna þessa ágætu og ljúfsáru kvikmynd innan 16 ára.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Uppreisn hvers- dagsins Dagbók kynlífsfíkils (Diary of a Sex Addict) Drama Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (93 mín.) Leikstjórn Jos- eph Bruntman. Aðalhlutverk Michael Des Barres, Nastassja Kinski, Rosanne Arquette. KYNLÍFSFÍKN ku vera orðin viðurkenndur sjúkdómur og skemmst er að minnast þess er sjálf- ur Michael Douglas sá sig knúinn til þess að fara í meðferð vegna þessa. Dagbók kynlífsfíkils fjallar eins og nafnið gefur til kynna um þungt haldinn kynlífsfíkil sem er á barmi sturlunar. Fíkillinn er kokkur, vel stæður og vinsæll, hamingjusamlega giftur og stolltur faðir. En undir sléttu og felldu yf- irborðinu á hann í glataðri rimmu við draug girndarinnar og eins og hann segir sjálfur þá líð- ur honum illa ef hann stundar ekki kynlíf í sífellu. Vit- anlega getur eigin- konan ekki annað eftirspurninni ein þannig að hann leitar ítrekað út fyrir hjónabandið og því meiri spenna og ögrun, því minni eru þjáningarnar. Hér er á ferð allsérstök mynd. Hún tekur vissulega á athyglisverðu efni og framsetningarmátinn, við- vaningsleg stafræn kvikmyndataka í ódýrum stíl djarfra mynda, meira að segja vel til fundinn. Það er því hin mesta synd að yf- irmáta tilgerðarlegur leikur og handrit skuli skemma svo fyrir (Arq- uette á heimavelli). Skarphéðinn Guðmundsson Með kynlíf á heilanum FÉLAGAR í Öðlingaklúbbnum komu galvaskir saman á laug- ardaginn á Kringlukránni, rifjuðu upp liðnar stundir og slógu á létta strengi. Margt bar á góma. Pétur Pét- ursson, fyrrverandi þulur, var sem oft áður hrókur alls fagnaðar og veitti örugga leiðsögn um slóðir minninganna og tónelskir félagar tóku lagið við góðar undirtektir. Dixielandhljómsveit Árna Ísleifs- sonar steig þá á svið og sýndi að þar á bæ hafa menn engu gleymt er rennt var áreynslulítið í nokkrar af ógleyman- legum perlum djassins. Öðlingar skrafa saman Morgunblaðið/Ásdís  Öðlingarnir hlýddu af áhuga á fortíðarferðasögu gamla þularins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.