Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIRRÝ Geirs bjó um ellefu ára skeið í Bandaríkjunum. Hún komst í kynni við kvikmyndaheiminn í Hollywood og lék í bíómyndum og sjónvarpsþátt- um undir nafninu Sirry Stef fen eftir að hún tók þátt í Miss International á Langasandi í Kaliforníu. Þá kom hún einnig fram í auglýsingum og á söngskemmtunum. Meðan á dvöl- inni vestra stóð komst hún í kynni við þotulið þess tíma. Ég er að koma heim frá Íslandi þegar ég fæ símtal frá vini mínum sem spyr hvort ég vilji ekki koma með sér í nýársboð hjá Frank Sin- atra í Hollywood. Ég læt ekki segja mér það tvisvar, hendi upp úr tösk- unum, pakka nýjum fötum niður og held beint út á flugvöll aftur. Veisl- an er á veitingahúsi í Beverly Hills og þar eru á annað hundrað frægir leikarar. Gestgjafann, Sinatra, sé ég hins vegar aðeins tilsýndar þetta kvöld. Á þessum tíma er hann kvæntur Miu Farrow. Á hinn bóginn gerðist það ein- hverju sinni þegar ég var að borða á veitingahúsi í Beverly Hills að ég fann að einhver horfði stíft á mig. Ég leit við – og horfði beint í augu Franks Sinatra. Daginn eftir fór ég til Flórída en þá hringdi síminn í íbúðinni minni og símaskilaboða- þjónustan mín svaraði. Í símanum var Frank Sinatra að spyrja eftir Miss Steffen! Inn og út úr hjónabandi Eftir að Sirrý sneri aftur heim eftir dvölina erlendis giftist hún Þorkatli Valdimarssyni, en því hjónabandi var ekki ætlað að endast. Það er að líða að páskum árið 1975. Foreldrar mínir eru í útlönd- um og ég hef engan nákominn til að vera með yfir páskahátíðina. Ég þigg því með þökkum þegar Þorkell býður mér út að borða. Þorkell er sonur Valdimars Þórðarsonar kaupmanns, sem var betur þekktur sem Valdi í „Silla og Valda“-versl- ununum. Þorkell starfar hjá Lands- banka Íslands þegar við kynnumst og er þá 41 árs, tvífráskilinn og á tvö börn með seinni konu sinni. Sex vikum síðar geng ég inn kirkjugólf Dómkirkjunnar með pabba mér við hlið. Uppi við altarið stendur Þorkell ásamt Sigurði bróður sínum sem er svaramaður hans. Séra Jón Auðuns, frændi minn, sem hafði látið af prestsskap, gefur okkur saman. Það er mikið lagt í sjálfa brúð- kaupsveisluna og um hana er fjallað í blöðunum sem „brúðkaup aldarinnar“. Sennilega er það vegna þess að ég á í hlut og vegna þess að Þorkell er sonur auðugs manns, þótt hann sé snauður sjálf- ur. Veislan er haldin á Hótel Sögu og þangað er boðið 150 manns. Meðal gestanna eru nokkrir stjórn- málamenn, bankastjórar og aðrir landsþekktir menn sem við þekkj- um. Pabbi stendur straum af kostn- aði við veisluna, eins og vera ber. Í veislunni sé ég Þorkel smakka áfengi í fyrsta sinn frá því við kynntumst. Hann þolir það alls ekki. Við Þorkell förum í þriggja vikna brúðkaupsferð til Grikklands og Krítar. Þremur mánuðum eftir hjónavígsluna er ég flutt frá honum og sæki um skilnað. Leyndarmál Möggu Pálma Margrét Pálmadóttir söngkona og kórstjóri var sem barn dæmd af móð- ur sinni og komið í fóstur hjá frænda sínum og konu hans. Greinir hún hér frá þeirri togstreitu sem átti sér stað í barnssálinni þegar hún lenti á milli tveggja kvenna: móður sinnar sem missti forræðið yfir henni og fóst- urmóður sem ól hana upp. Þegar ég er níu ára eignast ég leyndarmál sem ég má engum segja. Það hef ég heldur engum sagt – fyrr en núna, í þessari bók. Vatnið finnur alltaf sinn farveg. Frumkraftur, eins og móðurtilfinn- ingin er, finnur sér líka alltaf leið. Móðir mín fann sér leið að mér. Hún hringir í skólann og biður um að fá að tala við mig. Hún biður mig að hitta sig í Freyjusjoppu í Hafn- arfirði. Ég fæ vinkonu mína með mér. Mamma mín er eins og Holly- wood-leikkona! Hún er með upp- sett hárið og fallega máluð. Hún kaupir handa okkur sælgæti, faðm- ar mig og heldur mér þétt að sér. Svo fer hún sína leið, með rútunni til Keflavíkur, þar sem hún býr. Hún biður mig að segja engum að við höfum hist. Mér finnst þetta ekkert tiltöku- mál. Þetta er minn veruleiki. Mér finnst þetta léttvægt en það skapar þó örlitla sektarkennd hjá mér að segja ekki Siggu mömmu frá því að ég hafi hitt Ollu mömmu! Stundum skapast verund eða vitund; eitthvað sem er, en skaðar ekki þann sem ekki veit. Það er sitt hvað, það sem er og það sem maður heldur að sé. En þegar ég lít til baka og hugsa um þennan tíma veit ég að ég myndi sjálf ekki óska dóttur minni þess að vera á milli tveggja kvenna sem hún elskar, og halda að önnur þeirra verði afbrýðisöm þegar hún er með hinni. Válegur draumur Hinn 20. september 1974 féll snjó- flóð á Neskaupstað. Anna Margrét Jónsdóttir var þá búsett þar ásamt eiginmanni sínum, Högna Jónas- syni, sem var starfsmaður í síldar- bræðslunni. Hún var þá 38 ára og saman áttu þau Högni átta börn, það yngsta hálfs árs og til stóð að skíra það á jóladag. Þetta var á föstudegi – síðasta vinnudegi fyrir jól. Það hefur snjóað gríðarlega mik- ið og vart sést út úr augum fyrir snjómuggu. Högni er í fríi, enda liggur ekkert fyrir í bræðslunni, þar sem hann hefur starfað síðasta árið. Kvöldið áður höfðu á annað hundrað manns lokið við að gera að aflanum. Högni gerðist trillukarl sumarið 1973, gerir út á sumrin og vinnur í bræðslunni á veturna. Hann segist verða að fara og moka frá trillunni svo hún sökkvi ekki undan snjóþunganum. Í leiðinni ætlar hann að koma við og sækja launin sín á skrifstofu bræðslunnar því við ætlum að kaupa jólagjaf- irnar eftir hádegi. Hann kemur heim í hádeginu. Launaumslögin höfðu verið sótt á skrifstofuna, en ekki skilað sér nið- ur í bræðslu. Hann segist því ætla að skreppa eftir hádegismatinn og sækja launin og málningu, því hann ætlar að mála heima fyrir jólin. Hann situr með kaffibollann sinn við eldhúsborðið og lítur til fjalls- ins: „Það er skrýtið að það skuli ekki hafa komið snjóflóð,“ segir hann. „Mig dreymdi líka mömmu í nótt og það var svo mikill söngur í kringum hana.“ „Þú og þínir draumar!“ segi ég bara og held áfram með eldhús- störfin. Við kveðjumst með þeim orðum að hann komi og sæki mig klukkan tvö. Þá ætlum við í Kaup- félagið að kaupa inn til jólanna og gjafirnar handa börnunum. Ég ákveð að fara strax í Kaupfélagið og kaupa jólagjöfina handa Högna, svo hann viti ekki hvað hann fær. Ég klæði mig vel og fer út í óveðrið. Ég er vart komin inn í Kaupfélagið, þar sem ég stend á tali við vinkonu mína, þegar maður vindur sér inn úr dyrunum: „Hvað er þetta … Þið standið bara hér og talið og talið og ströndin er öll í snjóflóði. Það gerir enginn neitt, það gerir enginn neitt!“ segir maðurinn og er greini- lega ekki í nokkru jafnvægi. Ég reyni að róa hann en hann bara tautar áfram fyrir munni sér. Það er allt farið Þá ákveð ég að ganga inn með firðinum og athuga sjálf hvort eitt- hvað sé að. Á götunni hitti ég unga frænku mína sem kemur hlaupandi í miklu uppnámi. Unnusti hennar er að vinna í saltfisksvinnslunni og hún spyr hvort ég viti hvað hafi komið fyrir. Alls staðar er fólk á hlaupum. Það er mikið öngþveiti. Fólk spyr um sína nánustu. Við göngum inn með firðinum og þá blasir við skelfileg sjón. Hús, sem hafði staðið nær bænum en bræðslan, er farið af grunninum og liggur í sjónum. Lengra er ekki hægt að komast. Þarna eru menn að leita að rútu sem hefur farið fram af með flóðinu. Maður kemur gangandi á móti okkur, úr þeirri átt sem bræðslan og fiskvinnslustöðin eru. „Uss, uss, það er allt farið, allt farið,“ segir hann þegar ég spyr frétta. Mér finnst heldur ótrúlegt að allt skuli vera farið, held bara að maðurinn sé í svona miklu upp- námi. „Er bræðslan farin?“ spyr ég. „Já, já, allt farið, það er allt farið,“ svarar hann. „En saltfisksvinnsl- an?“ „Nei, hún stendur enn.“ Þar með veit systurdóttir mín að unn- usti hennar er heill á húfi. Ég veit hins vegar ekkert um Högna. Var hann inni í bræðslunni þegar snjó- flóðið féll?“ Ég get smyglað þér inn í Austurríki Þuríður Billich hélt til Vínarborg- ar árið 1946 til að ná eiginmanni sínum, Carli Billich, til Íslands. Hann var tekinn til fanga af breska hernámsliðinu á Íslandi árið 1940 og hafður á eyjunni Mön en var eftir stríðið fluttur til Vínarborgar. Ætl- unarverk Þuríðar var í raun talið vonlaust: annars vegar var nánast útilokað að ferðast um Evrópu á þessum árum og hins vegar voru litl- ir möguleikar á því að Carl fengi far- arleyfi. Hún komst til Parísar með bandarískri herflugvél og þar fór hún á þá skrifstofu sem sá um málefni Austurríkis: Tveir menn taka á móti okkur. Ég kynni mig og segist hafa sent þeim skeyti. Þeir fórna höndum: „Eruð þér ekki með öllum mjalla?! Við sendum svarskeyti um hæl. Það er útilokað að þér komist til Vín- arborgar!“ Þar með vissi ég það … Við erum með fleiri spil á hendinni og leggjum leið okkar í skrifstofu á vegum bandaríska hermálaráðu- neytisins. Þar ber ég upp sama er- indið: Hvort ég geti fengið leyfi til að ferðast til Vínarborgar. Þar er þvertekið fyrir það. Það eru vonsviknir Íslendingar sem koma á Hótel Bonaparte síð- degis. Við förum í matsalinn. Þar eru laus sæti við borð bandarískra hermanna. Þeir spyrja hvers vegna við séum í París. Ég vil ekkert segja en förunautur minn ráðlegg- ur mér að segja sannleikann; ég hafi engu að tapa. „Ég er að reyna að komast til Vínarborgar að hitta manninn minn, sem ég hef ekki séð í sex ár,“ segi ég. „Ég get hjálpað!“ segir einn hermannanna. ,,Ég er flugmaður og get smyglað yður inn í Austurríki.“ Ég segist ekki geta þegið það boð, þar sem ég eigi á hættu að lokast inni í landinu ef ég hef ekki gild skilríki. Ég er orðin vondauf og langar eitt augnablik að gefast upp og snúa aftur heim. Ég hef fengið neitun á tveimur stöðum. Þuríður lét þó ekki deigan síga heldur komst með ævintýralegum hætti til Vínarborgar þar sem margt var öðruvísi en hún hafði ætlað. Draumur og von um annað líf Sigurjóna Marsibil Lúthersdóttir missti eiginmann sinn úr heilablæð- ingu og síðar son þeirra úr sama sjúkdómi. Þegar Billa, eins og Sig- urjóna Marsibil er kölluð, sá son sinn á gjörgæsludeild eftir áfallið bað hún Guð um líf handa honum. Líf- inu sem honum var gefið næstu árin tók hún af æðruleysi. Ég trúi því að ég eigi eftir að hitta son minn að nýju. Hann fékk aðeins tæp 25 ár hér á jörðinni; þar af var hann lamaður og mállaus í tæp fimm. Það hlýtur að bíða hans eitthvað betra á himni. Ég sit oft við leiði hans, kveiki á kerti og laga blómin hans eða fer með ný blóm á leiðið. Best þykir mér að horfa á mynd af þeim feðg- um, tala við þá og biðja fyrir sálu þeirra. Stundum velti ég fyrir mér hvort hann sé virkilega til, þessi Guð sem við áköllum. Oft er ég reið við hann fyrir að taka frá mér manninn minn og börnin mín, Víði Óla og drenginn sem fæddist and- vana, en svo spyr ég sjálfa mig hvort ég hefði komist í gegnum þessa erfiðleika ef ekki er til Guð, sem er manninum æðri. Stundum hvarflar að mér hvort það sé rétt að með þessu lífi séum við að gjalda fyrir það sem við gerðum í fyrra lífi og þá spyr ég sjálfa mig: „Hvað gerði ég svo slæmt?“ Oftast get ég þó ýtt svona vondum hugsunum úr huga mér. Ég efaðist lengi eftir andlát Víðis Óla um að til væri annað líf. Svo dreymdi mig hann eftir andlátið. Mér finnst ég vakna við að hann stendur hjá mér, tólf ára gamall. Þótt ég vissi að hann væri dáinn fann ég gleðina gagntaka mig, þeg- ar ég tók utan um hann og spurði: „Víðir Óli, er eitthvað annað til?“ Þá brosti hann svo undurfallega og hvíslaði: „Já, mamma mín, en það má ekki segja frá því!“ Þessi draumur færði mér einhverja innri ró. Hann færði mér fullvissu um að þeim feðgum líði vel og að við eig- um eftir að hittast að nýju. Litróf lífsins Hvernig bregst fólk við þegar aðstæður breytast skyndilega eða takast þarf á við hið ómögulega? Anna Kristine Magnúsdóttir grípur hér niður í sögu fimm kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að hafa ekki látið erfiða lífsreynslu buga sig. Þuríður og Carl Billich, en í æv- intýralegri ferð sinni til Vínarborgar í lok stríðsins hitti hún eiginmanninn loks eftir sex ára aðskilnað. Margét Pálmadóttir ásamt móður sinni Ólöfu Emmu Kristjánsdóttur. Forræðið var dæmt af Ólöfu og Mar- gréti komið fyrir hjá fósturforeldrum, sem hafði mikil áhrif á líf hennar. Anna Margrét Jónsdóttir og Högni Jónasson á góðri stund í Bergen. Nokkrum árum síðar féll snjóflóð á Neskaupstað og líf Önnu Margrétar umturnaðist. Bókin Litróf lífsins er eftir Önnu Krist- ine Magnúsdóttur. Þar er rætt við fimm konur úr ólíkum áttum, þær Sirrý Geirs, Margréti Pálmadóttur, Önnu Margréti Jónsdóttur, Þuríði Billich og- Sigurjónu Marsibil Lúthersdóttur. Út- gefandi bókarinnar er Vaka-Helgafell. Sigurjóna Marsibil Lúthersdóttir (Billa) og Guðmundur Óli Þorláksson ásamt sonum sínum tveimur áður en sorgin knúði dyra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.