Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Laust er til umsóknar starf lektors í stjórn- málafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Meðal æskilegra kennslu- og rann- sóknasviða eru samanburðarstjórnmál, kosn- ingafræði og aðferðafræði. Umsækjendur skulu auk doktorsprófs í stjórn- málafræði hafa sannað hæfni sína til sjálf- stæðra rannsókna á einu eða fleirum þessara sviða. Dómnefnd mun raða umsækjendum eftir hæfni meðal annars með tilliti til hæfni til sjálfstæðra rannsókna á þeim sviðum sem upp eru talin hér að ofan. Starfið er veitt til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Stefnt er að því að ráða í starfið frá og með 1. ágúst 2002. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglna um Háskóla Íslands nr. 458 /2000. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækj- anda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkunum. Ef um er að ræða mik- inn fjölda ritverka skal umsækjandi senda með umsókn sinni 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið, og mat dómnefndar takmarkast við þau. Æskilegt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja mark- verðastar. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. Loks er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra og raðast starf lektors í launaramma B. Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2002 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmanna- sviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við Suð- urgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verð- ur svarað og umsækjendum tilkynnt um ráð- stöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Baldur Þórhallsson í skorarformaður í síma 525 5244, netfang baldurt@hi.is . Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is                                                      !"## $   % ## &     '      "           Norrænt samstarf Samband Norrænu félaganna á Norðurlönd- um leitar að nýjum framkvæmdastjóra til þess að leiða sameiginleg verkefni Norrænu félaganna og efla samstarf almennings og félagasamtaka á Norðurlöndunum á öllum sviðum. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi: ● Haldgóða þekkingu á sviði Norðurlanda og norræns samstarfs og hafi starfað í víðtæku norrænu tengslaneti. ● Reynslu af Norræna félaginu og/eða öðrum frjálsum félagasamtökum. ● Reynslu af stjórnunarstörfum. ● Góða tungumálakunnáttu. ● Góða hæfni í að tjá sig í rituðu máli. Ráðingartími er fjögur ár með möguleika á framlengingu um tvö ár. Skrifstofa Sambands Norrænu félaganna er nú staðsett í Osló, en umræður eru í gangi um hugsanlegan flutning til Kaupmannahafnar eða Málmeyjar. Umsækjandi er beðinn um að gefa til kynna um hvar hún eða hann getur starfað. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf þann 2. maí 2002. Umsóknarfestur er til 15. janúar 2002. Umsókn- ir sendist til Foreningene Nordens Forbund, Akersgata 67, NO-0180 Osló, Noregur. Merkið umslagið: „Generalsekreterare”. AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.