Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 21
um til þess að markmiðin náist. Þess vegna höfum við lært að vinna saman og það er dýrmæt reynsla,“ segir Adam. „Ég held samt að mikilvægast sé að læra að skilja að vinnuna og einkalífið. Þetta eru tvö ólík svið og það verður að skilja þarna á milli, annars gengur þetta ekki upp,“ bætir Karen við og segir að það sé nokkuð algengt í dansheiminum að danspör séu jafnframt í sambandi. Adam og Karen segjast búa í ferðatösku þegar þau eru spurð að því hvar þau búa. „Við erum mest hér á Íslandi og í Bretlandi en þess á milli erum við að ferðast um allan heiminn. Við höfum keppt á milli fimmtán og tuttugu mótum í ár og kennt í öðrum löndum þess á milli. Við þurfum oftast að skipuleggja okkur ár fram í tímann,“ segir Karen. „Ofan á keppnir og kennslu bætast svo sýningar sem við höfum verið bókuð í t.d. í Singapore, Hong Kong, Japan og Ástralíu, þannig að ferðalögin eru orðin ansi mörg þegar uppi er staðið. Við þurfum bara að vera mjög skipu- lögð og fara vel með tíma okkar,“ segir Adam. Karen og Adam stunda helst æf- ingar í London og eru á sífelldu flakki á milli Íslands og Bretlands, sérstaklega á veturna. Þess á milli keppa þau og æfa í Asíu og Ástr- alíu, en þau æfa sex daga vikunnar, allt frá tveimur tímum til fjögurra tíma á dag, stundum meira. Æfing- arnar skiptast í tvennt, annars veg- ar að þjálfa upp þol, styrk og lið- leika og hins vegar tækniæfingar. Gullverðlaun í Ástralíu Opna ástralska mótið er stærsta keppni ársins í Ástralíu. Um 50 pör öttu kappi við Karen og Adam í at- vinnumannaflokki en yfir 2.000 pör kepptu á mótinu öllu. „Það var frá- bært að sigra þarna. Ég hafði ekki keppt heima í sex ár og því var gaman að koma heim og vinna. Þetta var hörkuspennandi keppni og við sigruðum meðal annars sig- urvegarana frá því í fyrra sem var góð tilfinning,“ segir Adam og Kar- en bætir við: „Ég hef aldrei keppt í Ástralíu áður svo þetta var allt saman mjög spennandi. Svo var að sjálfsögðu öll fjölskyldan hans Adams að fylgjast með sem var líka mjög skemmtilegt.“ Er mikill munur á viðhorfi til samkvæmisdans á Íslandi og í Ástralíu? „Ég held að viðhorf til dansins sé svipað á Íslandi og í Ástralíu, jafnvel þótt löndin séu mjög ólík. Mér finnst þó eins og dansinn standi oft í skugganum af öðrum íþróttum og ég veit hrein- lega ekki hvers vegna svo er,“ seg- ir Adam og Karen bætir við: „Ég held þó að stuðningur við dans- íþróttina sé meiri í Ástralíu en hér á Íslandi. Dansinn er ekki mjög áberandi hérlendis en samt sem áður eru íslensk pör að standa sig frábærlega úti í hinum stóra dans- heimi. Við eigum til dæmis tvö pör sem eru nýbakaðir Norðurlanda- meistarar og fleiri titlar hafa kom- ið í Íslands hlut. Mér finnst stund- um að það mætti sýna þessum afrekum meiri athygli. Það hvetur þetta unga hæfileikaríka fólk áfram.“ Leikstjóri Moulin Rouge yfir sig hrifinn Eins og Karen og Adam minnt- ust á eru sýningar stór hluti af starfi þeirra sem dansarar. Þau tóku meðal annars þátt í sýningunni Burn the Floor sem fyllti sýningarhallir víða um heim á síðasta ári, en valin brot úr sýning- unni voru sýnd í Ríkissjónvarpinu í fyrra og vakti mikla athygli. „Burn the Floor var mjög viðamikil og gríðarlega vinsæl sýning. Baz Lu- hrmann, leikstjóri Moulin Rouge, sem er Ástrali og fyrrverandi dansari, kom á sýninguna með Ew- an McGregor og Nicole Kidman þegar við sýndum í Sydney. Hann kom baksviðs eftir sýninguna og sagðist vilja fá allan dansarahópinn eins og hann lagði sig til að dansa í Moulin Rouge. En leikstjórinn okkar varð því miður að neita því þar sem við vorum öll fullbókuð fram í tímann,“ segir Adam okkur til fróðleiks. Hvernig gengur ykkur að ná endum saman fjárhagslega í þess- um heimi dansins, er þetta ekki gríðarlega dýrt ævintýri? „Jú dansinn er að sjálfsögðu mjög dýr íþrótt en við vinnum kostnaðinn upp með kennslu og sýningum. Við getum séð fyrir okk- ur með því en við höfum ekki hlotið neina styrki enn sem komið er. Það er kostnaðarsamt að koma sér á framfæri en því betri árangri sem við náum á meðan við erum að keppa því fleiri dyr opnast fyrir okkur í framtíðinni og einnig möguleiki á að geta lifað góðu lífi þegar við leggjum dansskóna á hilluna,“ segir Karen. Að lokum. Hvað stendur upp úr á ferlinum til þessa? „Það er án efa sigurinn á Evr- ópumeistaramótinu. Sá dagur var stærsti dagur lífs míns, fyrir utan brúðkaupsdaginn að sjálfsögðu, en það var frábær tilfinning að sigra þarna, sérstaklega þar sem við átt- um alls ekki von á því,“ segir Kar- en og Adam tekur undir með henni. Að loknu annasömu ári þar sem þau hjónin hafa bætt árangur sinn verulega frá því í fyrra, eru þau komin heim til Íslands til að slappa af, svona rétt yfir hátíðarnar. Strax á milli jóla og nýárs munu þau þó byrja að kenna hér á Íslandi og svo tekur við ströng dag- skrá keppna og sýninga strax á nýju ári. Við Íslend- ingar munum fylgjast með þeim héðan úr Norður-Atlantshafi og það verður spennandi að sjá hver árangur þeirra verður á nýju ári, miðað við framfarir síðustu tveggja ára. Stoltir sigurvegarar taka við verðlaununum á Evrópumeist- aramóti atvinnumanna í Bonn í desember árið 2000. Það sem stendur upp úr á ferlinum í huga Karenar er „án efa sig- urinn á Evrópumeist- aramótinu. Sá dagur var stærsti dagur lífs míns, fyrir utan brúðkaupsdaginn að sjálf- sögðu, en það var frábær tilfinn- ing að sigra þarna, sérstaklega þar sem við áttum alls ekki von á því.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 21 BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI: 554 6300 netfang: mira@mira.is Falleg gjafa vara ÁFSLÁTTUR TIL ÁRAMÓTA 84 5 / TA K T ÍK - -3 -- Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.