Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Íslendingar eiga því ekki að venjast að sumarið teygi sig inn í aðventuna.Líklega er fullmikið sagt að sú sé raunin að þessu sinni en engar ýkjur eruað veturinn hefur verið ákaflega mildur; tíð hefur verið með afbrigðum góð síðustu vikur um mestallt land á sama tíma og íbúar í sunnanverðri Evrópu hafa búið við „íslenskari“ aðstæður en litla þjóðin norður í höfum; hafa þurft að moka snjó á stöðum þar sem sú himnanna afurð er sjaldséð. Íslenski veturinn getur verið harður og óvæginn; hvort sem er í heiðinni eða úti við sjóinn, en hann getur jafnframt verið fallegur, rómantískur og skemmtilegur. Þegar jólin helg eru hringd inn um öll ból heimsins þykir viðeigandi á norðurhjaranum að landið skrýðist hvítum sparifötum en nú er reiknað með rauðum jólum víðast hvar. En þótt gróður hafi einhvers staðar lifnað við í óvæntu sumri að vetrarlagi sprettur gras ekki fyrr en almanakið segir til og Jón bóndi Friðjónsson á Hof- stöðum á Mýrum og starfsbræður hans gefa hrossum sínum því tuggu úti við í kyrrðinni. Jafnvel er skroppið á bak í blíðunni, en vonandi lendir enginn í hrakn- RISPUR á aðventu LJÓSMYNDIR RAGNAR AXELSSON TEXTI SKAPTI HALLGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.