Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 37 bíó J ACKSON, sem er nýorðinn fer- tugur, fæddist í Wellington á Nýja-Sjálandi og ólst upp í litlum strandbæ skammt þar frá. Hann var einkabarn en hafði mik- inn félagsskap af frjóu ímyndunar- afli. Það fékk ríkulega útrás þegar foreldrum hans barst 8 mm töku- vél á jóladag árið 1969, þegar son- urinn var átta ára, vegna þess að hann var snöggur til að kasta eign sinni á vélina og fór að gera kvik- myndir með skólafélögum sínum. Þegar hann hóf störf á stað- arblaðinu áskotnaðist honum nægilegt fé til að kaupa eigin 16 mm vél og 22 ára gamall leikstýrði hann tíu mínútna stuttmynd sem hann kallaði Roast Of the Day. Þar með var fjandinn laus. Á fjórum næstu árum umskap- aði hann þessa stuttmynd í bíó- mynd í fullri lengd við knappan fjárhag og með liðsinni nokkurra vina. Á lokastigi framleiðslunnar fékk Jackson ofurlítinn styrk frá kvikmyndasjóði Nýja-Sjálands og myndin komst upp á tjöld. Bad Taste heitir hún og stóð sann- arlega undir nafni. Hún segir frá skyndibitakóngum utan úr geimn- um, sem koma til jarðar í leit að hráefni úr mannkyni. Bad Taste, sem Peter Jackson samdi, leikstýrði, tók, klippti, framleiddi, auk þess að leika aðalhlutverkið og sjá um furðu bratta tæknibrelluförðun, bar öll þau einkenni sem næstu myndir hans hafa – feikilegt hug- myndaflug, einkum hvað varðar afhausanir, aflimun, blóðslettu- og blóðgusugang, jafnvel mannát. Myndin, sem var í upphafi, eins konar innanhússbrandari Jacksons og vina hans, fékkst sýnd á Can- neshátíðinni og varð smám saman sígild „cult“-mynd. Jackson sagði upp starfi sínu í ljósmyndavöru- búð og fór að helga sig hug- arfóstrum sínum á filmu. Just the Feebles, einnig kölluð Meet the Feebles (1989), var í svipuðum dúr, löðrandi í ofbeldi og úrkynjun og ógeði. Myndin fékk ekki dreifingu í Bandaríkj- unum fyrr en 1995. Árið 1992 kom næsta smekkleysuæfing Jacksons. Hún hét Dead Alive, einnig kölluð Brain Dead, og hefur verið kölluð „blóðugasta hryllingsmynd allra tíma“. Þar segir frá manngreyi sem þarf að annast mömmu sína, jafnvel eftir að hún er orðin blóð- þyrstur uppvakningur. Allar þess- ar hryllingsmyndir Jacksons eru smekksatriði, eins og allar smekk- leysur. Hugmyndaflugið er ferskt og frumlegt, myndmálið sprett- hart og stælt, húmorinn kol- svartur. Með fjórðu bíómynd sinni kom Peter Jackson á óvart; þar kvað við allt annan tón. Heavenly Creat- ures (1994) var ekki hryllings- mynd, þótt hún sé hrollvekjandi, heldur fáguð, fagurlega stíluð og hnitmiðuð lýsing á sannsögulegu glæpamáli á Nýja-Sjálandi. Þar segir frá tveimur táningsstúlkum og undarlegu tilfinningasambandi þeirra sem leiðir til morðs á móð- ur annarrar þeirra. Jackson fer inn í hugarheim stúlknanna í sérlega fallegum fantasíuatriðum og öll er myndin verk þroskaðs listamanns. Kate Winslet þreytti frumraun sína í þessari mynd, sem fékk geysigóð- ar viðtökur og færði Jackson m.a. Silfurbjörninn í Feneyjum og Ósk- arstilnefningu fyrir handritið, sem hann skrifaði með helsta sam- starfsmanni sínum, Frances Walsh. Næst fór Jackson til Hollywood, gekk aftur í barndóm og gerði eina grínhrollvekjuna enn án þess að finna sitt gamla form. The Frighteners (1996), þar sem Mich- ael J. Fox lék einkaspæjara á yf- irnáttúrulega sviðinu, skorti ekki tæknibrellur, draugagang og hamagang en allt fór það fyrir lít- ið vegna lamaðs handrits. Eftir þennan skell hafði Jackson hægt um sig í nokkur ár, gerði hálfgildings heimildamynd, For- gotten Silver (1996) um kvik- myndagerðarmanninn og hugvits- manninn Colin McKenzie, þar til hann tilkynnti að hann hygðist leggja út í það stórvirki að filma Hringadróttinssögu í þremur bíó- myndum, sem allar yrðu teknar samtímis. Og nú er fyrsti kafli þrí- leiksins hafinn. Blóðþyrstur snillingur Maðurinn, sem nú flytur ævintýraveröld Hringadróttinssögu J.L.L. Tolkiens upp á tjaldið, á sérkennilegan feril að baki. Pet- er Jackson hefur vaxið úr yfirgengilegum hrollvekjum upp í einn athyglisverðasta leikstjóra samtímans, frá smáaurafram- leiðslu til kostnaðarsamasta kvikmynda- verks, sem gert hefur verið. Árni Þórarinsson SVIPMYND Peter Jackson var strax byrjaður að fremja tæknibrellur í myndunum sem hann tók á táningsaldri. Í einni stuttmyndanna, World War Two, stakk hann lítil göt á film- una þar sem hleypt er af byssu svo engu var líkara en eldur blossaði úr hlaupinu. Síðar gerði hann hreyfimyndabrellur í anda frumkvöðulsins Rays Harry- hausens í mynd um skrímsli sem leggur heila borg í rúst. Vegna mikillar ánægju Íslendinga víðs vegar um heiminn, bjóða SkjárEinn og mbl.is upp á aftansöng í beinni útsendingu á aðfangadag. Landsmenn eru því hvattir til að láta vini og vandamenn vita af þessari hátíðlegu athöfn, sem er nú send út þriðja árið í röð. Útsendingin úr Grafarvogskirkju mun hefjast rétt fyrir kl. 18 á aðfangadagskvöld og er í samstarfi við Símann-Internet. Net- verjar um heim allan geta því fylgst með íslenskum aftansöng. Bein útsending frá aftansöng í Grafarvogskirkju FYLGSTU MEÐ ÞVÍ NÝJASTA Láttu vini og vandamenn hvar í heimi sem er vita af aftansöngnum! SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu óska aðildarfyrirtækjum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Lýsing á flokknum: Heiti flokksins er 3. flokkur 2001. Bréfin eru til 10 ára, bundin vísitölu neysluverðs og bera 6,00% ársvexti. Nafnverð útgáfu: Hámarksstærð útgáfunnar er allt að 500.000.000 kr. að nafnverði. Þegar er búið að gefa út 385.000.000 að nafnvirði og eru öll bréfin seld. Innköllunarákvæði: Frá og með 15. febrúar 2006 er útgefanda heimilt með auglýsingu að segja upp skuldabréfaflokki þessum með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Ef ekki kemur til innköllunar hækka árlegir vextir bréfs þessa frá 15. júní 2006 í fasta 7,50%. Skráningardagur á VÞÍ: Bréfin verða skráð á VÞÍ þann 27. des. 2001. Skráningarlýsing skuldabréfanna liggur frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Útgefandi: Austurstræti 5, 155 Reykjavík, kt. 490169-1219. Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6060. Fax: 525-6099. Aðili að Verðbréfaþingi Íslands. Skráning víkjandi skuldabréfa á Verðbréfaþingi Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.