Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 15
Svartir stórir spíssfánar þýddu að kafbátur var í nánd. Mér þótti merkilegt hvað skipa- lestunum gekk vel að sigla í þoku. Þokubaujur voru settar út, sérstök trekt með kaðli sem sett var út frá afturenda skipsins og sprautaði vatni út í loftið, skipið á eftir gat fylgt þessu. Ég man eftir að einu sinni í þoku höfðu komið fyrirmæli um að breyta um stefnu á miðnætti. Þeg- ar verið var að breyta um stefnu þá létti þokunni og sást að annað hvort skipið hafði breytt um stefnu en hitt ekki. Einhver misskilningur hafði þá orðið á móttöku skilaðboð- anna. Enginn árekstur varð úr þessu, líklega af því þokunni létti. Við sáum ýmislegt í þessum ferð- um á stríðsárunum. Við fórum t.d. eina ferð til Halifax að sækja hveiti, fórum einskipa. Þessar ferð- ir voru auðvitað hættulegar og okk- ur var það ljóst. Einn gamall mað- ur á skipinu sagði að það væru bara vitleysingar sem ekki væru hræddir. Sumir þessir eldri fóru í land á stríðsárunum og komu aftur síðar. Björguðu 60 manns af hollensku skipi Við sluppum heim aftur heilir úr þessari ferð en lentum í að taka upp skipsbrotsmenn. Skipstjórinn sá lítið ljós úr brúnni. Þetta var þá bátur með um 60 skipbrotsmenn af hollensku skipi sem skotið hafði verið niður. Sumir þessara manna voru særðir og einir fimm þeirra illa haldnir. Búið var um skipbrots- mennina aftur í og gert að sárum þeirra. Árni nokkur Egilsson virt- ist vera nokkuð klár í hjálp í við- lögum og var hann mest að hjálpa þeim illa særðu. Þetta gerðist suð- ur af Grænlandi og við fórum með alla skipbrotsmennina til Reykja- víkur. Bismark hafði verið þarna á ferðinni og gert árásir á skipalest- ir, þær tvístruðust þegar árásir voru gerðar á þær. Skipalestirnar fóru frá sérstök- um höfnum – Loch Ewe og Oban í Kanada. Þangað var siglt og beðið eftir að sameinast skipalestum. Skipstjórinn fór þá í land og fékk fyrirmæli og einhverja kladda til að fara eftir. Algengt var að bíða þrjá til fjóra daga og að það væru um 60 skip í hverri skipalest. Raðað var þá í sex til átta raðir og vernd- arskip fylgdu lestinni. Oft voru gerðar árásir á skipalestir. Ég man eftir einni slíkri á leið til Ameríku. Fjallfoss var í þeirri lest líka. Þá var ábyggilega sökkt einum þrjátíu skipum. Við sáum þetta en þetta var ekki nálægt okkur. Árásirnar voru gjarnan gerðar að næturlagi. Öðru sinni lentum við í árás, þá vorum við á leið frá Ameríku og veður fór versnandi. Skipunum voru gefin fyrirmæli um að tvíst- rast og sjá um sig sjálf. Sérstök skip voru höfð í að bjarga skipverj- um af skipum sem sökkt var í árás- unum. Þetta voru farþegaskip sem voru aftast í lestinni. Ferðirnar tóku fimm til sex vik- ur til Ameríku fram og til baka. Farið var til New York og þar var stansað í rúma viku. Við vissum aldrei hvenær ætti að sigla, það var leyndarmál. Einu sinni spurði ég skipstjórann hve- nær ætti að sigla. Hann hafði heyrt eitthvað en mátti ekkert segja og svaraði að konan sín hefði minnst eitthvað á að fara ætti klukkan þetta og þetta. Svona var þetta. Skipstjórar voru fjarlægir á þess- um árum, héldu sér fyrir sig og Morgunblaðið/Sverrir SJÁ SÍÐU 16 hefði borgað allan kostnað útgerð- arinnar við skipin – svo heyrði maður. Venjulega var ekki stoppað nema sólarhring meðan fiskurinn var seldur, síðan var skipið fyllt af kolum sem við fórum með heim. Við fengum þrjú pund í höfn, en lítið var hægt að kaupa. Helst gamla muni, t.d. vasa og fleiri skrautmuni. Auk peninga var helsti gjaldmiðillinn tóbak og fleira. Fyrir þetta eignuðust sjó- menn stundum fallega hluti. Fiskiskipin gengu þetta sjö til níu til sjómílur í góðu veðri og aldrei fóru skipalestirnar hraðar en hæggengasta skipið. Skipbrotsmönnum bjargað Faðir minn, Karl Óskar Jóns- son, var skipstjóri á Gylli 1941. Þá bjargaði hann 13 Norðmönnum á fleka. Þeir voru að koma heim frá Englandi er skip þeirra var skotið niður og voru sumir illa særðir. Árið 1943 var faðir minn skipstjóri á Skutli. Þá bjargaði hann tuttugu og þremur norskum og dönskum sjómönnum af björgunarbát. Hann kom með þessa menn alla hingað heim til Íslands, þótt hann mætti raunverulega ekki bjarga þessum mönnum. Það voru sérstök skip sem áttu að gera slíkt. Eigi að síð- ur björguðu Íslendingar mörg hundruð sjómönnum í stríðinu. Ég man að pabbi fékk bæði úr og silfurskeið, sem nú er týnd, frá bresku herstjórninni fyrir þessar björgunaraðgerðir.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.