Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar SALA er að hefjast á nýrri kynslóð Toyota Corolla. Þetta eru talsverð tíðindi af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi hefur Corolla verið mest seldi bíll á Íslandi í þrettán ár í röð, eða frá 1987 til 1999, og er auk þess mest seldi bíll í heimi. Í öðru lagi er níunda kynslóð bílsins gjörbreytt í hönnun og smíði. Hér er um alveg nýjan bíl að ræða og miðað við fyrstu kynni eru breytingarnar til bóta. Bíllinn er ekki ósvipaður Yaris, söluhæsta bílnum hérlendis á síðasta ári. Í þeim bíl lærðu hönnuðir Toyota að skapa mik- ið innanrými í litlum bíl. Það að Cor- olla missti þarna fyrsta sætið segir líka sína sögu um forverann sem var orðinn dálítið lúinn og í raun ekki samkeppnisfær lengur við nýjan VW Golf, Ford Focus og Opel Astra. Nú má vænta breytinga því nýi bíllinn er 100 mm lengri en forverinn, 65 mm hærri og rými í aftursætunum hefur verið aukið um 70 mm og það munar um minna. Fimm gerðir yfirbygginga Sem fyrr verður Corolla fáanleg í þrennra og fimm dyra hlaðbaksútgáf- um, og langbaksgerð og nú bætist ennfremur við fjölnotabílsútgáfan Verso. Stallbaksgerðin verður kynnt árið 2003. Þá er von á fimm dyra T- Sport með 192 hestafla vél innan tíð- ar. Við prófuðum tvær gerðir af bíln- um í síðustu viku, þ.e. fimm dyra hlað- bakinn með 1,6 lítra vél og sjálfskipt- ingu, og langbakinn með sömu vél og beinskiptingu. Auk þess er bíllinn fá- anlegur með 1,4 lítra, 97 hestafla vél og 1,8 lítra, 135 hestafla vél sem ein- göngu er fáanleg í Verso. T-Sport fær síðan 1,8 lítra VVTL-i vél, sem er með ventlalyftubúnaði sem gefur aukaaf- köst á háum snúningi. Sú vél skilar að hámarki 192 hestöflum. Fyrir það fyrsta þá er ný Corolla að öllu leyti hönnuð í Evrópu fyrir Evr- ópubúa og má glögglega sjá bregða fyrir svipeinkennum evrópskra bíla í hönnuninni, kannski ekki síst hliðar- svip Opel Astra og ekki er hann held- ur ósvipaður Fiat Stilo. Corolla er í sama stærðarflokki, C-flokknum, en á að öðru leyti fátt sameiginlegt ann- að en merkið með forveranum. Bíllinn er lengri, hærri og breiðari og við hönnun hans hefur það verið haft að leiðarljósi að Evrópubúar eru að jafn- aði hærri og líklega líka breiðari en Japanir. Það er m.ö.o. allt orðið mun rúmbetra innan í bílnum og þægi- legra aðgengi bæði að fram- og aft- ursætum. Bylting á innanrýminu Þegar sest er inn kemur berlega í ljós að innanrýminu hefur verið gjör- bylt. Það er eins og Corolla hafi færst upp um heilan gæðaflokk hvað varðar frágang og efnisval. Sætin eru ný með þröngu sætisbaki sem skorðar öku- mann vel af og lengri setu sem veitir fótunum hvíld í langkeyrslu. Ekki færri en fjögur lokuð hólf eru bílnum og auk þess vasar á hurðunum. Á handbremsu, gírstöng og hurðaropn- urum er króm og sérstök alúð hefur verið lögð við hljóðeinangrun bílsins. Í hanskahólfinu er t.a.m. að finna sér- stakt hljóðeinangrandi efni. Þá er bíllinn með baklýstum mælum og í miðjustokknum er innbyggt útvarp með geislaspilara og á litlum skjá birtast upplýsingar frá lítilli aksturs- tölvu. Í þriggja arma stýrishjólinu er komin stýring fyrir hljómtækin. hnakkapúðar og þriggja punkta ör- yggisbelti eru fyrir ökumann og fjóra farþega. Eins og sjá má af þessari upptalningu er mikið lagt í innanrým- ið. Hljóðlátur og góður akstursbíll En það er ekki fyrr en ekið er af stað að mönnum verður ljóst hvaða bylting hefur átt sér stað. 1,6 lítra VVT-i er einhver skemmtilegasta vél- in á markaði með tilliti til stærðar. Hún skilar að hámarki 110 hestöflum og líður einstaklega vel á háum snún- ingi. Bíllinn er virkilega frískur með þessari vél. Sjálfskiptingin er fjög- urra þrepa og vinnur vel með vélinni; þ.e. með öðrum orðum hægt að þenja vélina vel yfir 5.000 snúninga með hraustlegri inngjöf áður en hún skipt- ir sér. Vélin lætur líka heyra í sér á háum snúningi en að öðru leyti hefur hljóðeinangrun bílsins tekist sérlega vel. Ein af sterkum hliðum Corolla er hljóðeinangrunin. Það verður t.a.m. ekki vart við götuhljóð í akstri á mal- biki og vindgnauð er hverfandi. Það er heldur ekkert dósahljóð þegar hurðum er lokað og er Corolla líkari bíl í D-flokki en C-flokki hvað þessi atriði snertir. Ein af nýjungunum í Corolla er raf- stýrt stýrið, sem er mátulega létt og þægilegt innanbæjar. Beygjurhring- urinn er lítill og bíll allur hinn með- færilegasti. Ný gerð fjöðrunarkerfis er í bílnum, sjálfstæð McPherson- fjöðrun að framan og gormafjöðrun með snúningsás að aftan. Bíllinn hef- ur mikið veggrip og leggur sig lítið í beygjum en langbakurinn hefur til- hneigingu til undirstýringar við viss- ar aðstæður. Þarna hefur engu að síð- ur orðið bylting í aksturseiginleikum. Fjöðrunin er miðuð við evrópskar þarfir, ekki of mjúk, eins og tíðkast í Japan og Bandaríkjunum, og alls ekki of stíf. Bíllinn kemur á 15 tommu dekkjum á stálfelgum. Hann er vel búinn með tilliti til öryggis. Staðal- búnaður er fjórir öryggispúðar, ABS- hemlar og rafræn hemlunardreifing. Verðið er samkeppnisfært. 1.849.000 krónur kostar fimm dyra hlaðbakur- inn með handskiptingu og bætast 110.000 krónur við fyrir sjálfskipt- inguna. Langbakurinn kostar 1.979.000 krónur beinskiptur og 2.089.000 sjálfskiptur. Fullvíst má telja að Toyota veldur aðdáendum sínum ekki vonbrigðum með nýjum Corolla, sem hefur tekið stórstígum framförum hvar sem á hann er litið. Guðjón Guðmundsson VVT-i vélin er frísk og skilar að hámarki 110 hestöflum. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Langbakurinn er 45 mm lengri en fyrri gerðin. Vandaður frágangur og efnisval er í innanrýminu. gugu@mbl.is Farangursrýmið er 402 lítrar en stækkar með því að fella niður aftursætisbökin. Toyota Corolla breyttur frá grunni Fimm dyra hlaðbakurinn verður væntanlega mesti sölubíllinn. Vél: Fjórir strokkar, 1.598 rsm., 16 ventlar, breytilegur opnunartími ventla (VVT-i). Afl: 110 hestöfl við 6.000 sn./mín. Tog: 150 Nm við 4.800 sn./mín. Gírkassi: Fimm gíra handskiptur. Lengd: 4.385 mm. Breidd: 1.710 mm. Hæð: 1.520 mm. Eigin þyngd: 1.255 kg. Farangursrými: 402 lítrar. Hröðun: 10,2 sekúndur. Eyðsla: 7 lítrar í blönduðum akstri. Hemlar: Diskar að framan og aftan, kældir að fram- an. Læsivarðir og með hemlunardreifingu. Verð: 1.979.000 kr. Umboð: P. Samúelsson hf. Toyota Corolla Wagon 1.6 VVT-i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.