Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 38
38 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bíó SVARTUR hundur trítlar upp úrhafinu og hristir af sér sjóinn.Hann tekur á rás eftir strönd- inni og nemur staðar skammt frá húsi við jaðar lítils sjávarþorps fyrir vestan. Inni í húsinu eru íbúarnir, hinn ungi og fengsæli skipstjóri Valdimar (Hinrik Ólafsson) og stúlk- an Unnur (Margrét Vilhjálmsdóttir), að vakna til nýs dags sem mun breyta lífi þeirra, brúðkaupsdagsins. Fyrir utan bíður svarti hundurinn, eins og átekta. Um leið og skipstjórinn kveð- ur til að halda niður á kæja hleypur hundurinn inn í húsið og upp í svefn- herbergið þar sem þau Unnur horf- ast í augu. Á brúðkaupsnótt er brúð- urin horfin. Fallegt upphafsatriði kvikmyndar- innar Í faðmi hafsins er fyrirboði; þorpið vaknar til lífsins, mikið stend- ur til og veisla í vændum en í sam- klippu mannlífsins á landi og þess sem býr í djúpinu myndast drama- tísk spenna um það sem koma skal, studd af lágstemmdri tónlist Daníels Á. Haraldssonar og Hildar Jóhann- esdóttur; hér heyrist niður frá þungri undiröldu örlaganna. Handrit myndarinnar skrifa leik- stjórarnir ásamt Hildi Jóhannesdótt- ur, sem er eiginkona Jóakims. Það er í eðli sínu íslensk nútímaþjóðsaga um náið og dulmagnað sambýli fólks og sjávar; Í faðmi hafsins er áreiðanlega einhver „íslenskasta“ kvikmynd sem gerð hefur verið. Handritið hlaut fullnaðarstyrk í þriggja áfanga vinnsluferli Kvikmyndasjóðs Íslands en fékk hins vegar ekki framleiðslu- styrk. Þeir félagar Lýður og Jóakim réðust því í að fjármagna og fram- leiða myndina sjálfir í samvinnu við Nýja bíó, réðu til sín fagfólk, eins og Guðmund Bjartmarsson tökumann, og atvinnuleikara, auk fjölda áhuga- leikara úr byggðum Vestfjarða. Og þeir komu myndinni á áfangastað, þ.e. upp á tjald á Vestfjörðum en aðr- ir Íslendingar munu sjá hana í Sjón- varpinu um næstu páska. Ég spyr þá félaga hvers vegna myndin verði ekki sýnd á tjöldum kvikmyndahúsanna utan Vestfjarða . Jóakim: „Það kom okkur þægilega á óvart hvað Sjónvarpið sýndi mynd- inni mikinn áhuga og þegar þeir gerðu okkur tilboð um að frumsýna hana á landsvísu ákváðum við að taka því. Við höfum ekki haft úr miklum peningum að spila til að gera þessa mynd og til þess að koma henni á filmu og tjald fyrir stóra bíósali þurftum við aukið fjármagn. Sjón- varpið tók auk þess mjög vel í þá ósk okkar að myndin yrði sýnd í bíóum fyrir vestan og þangað liggur leiðin um jólin. Myndin er jú hálfvestfirsk, fjöldi Vestfirðinga kemur við sögu og því ekki annað hægt. Við frumsýnum í gamla bíóhúsinu á Flateyri annan í jólum og síðan verða sýningar í Ísa- fjarðarbíói og víðar um firðina.“ Sauðþrjóskir í andstreyminu Eru það ekki vonbrigði að geta ekki sýnt afrakstur mikillar vinnu á tjaldinu fyrir allan almenning? Lýður: „Já og nei. Já, að því leyti að sjálfur tel ég sess myndarinnar vera á breiðtjaldi enda upphaflegt mark- mið þangað. Því miður deildu styrk- veitendur ekki þessari sýn með okk- ur. Nei hinsvegar, að því leyti að ég er himinlifandi með útkomuna og læt engin breiðtjöld, hvít eða svört, skyggja á þá gleði.“ Var áfall að fá ekki framleiðslu- styrk? Jóakim: „Vonbrigði en ekkert rot- högg. Og eftir á, held ég að það hafi bara þjappað okkur betur saman. Við erum sauðþrjóskir, þannig að þrátt fyrir svolítið andstreymi kom aldrei til greina að hopa út af einhverri nefnd eða stofnun úti í bæ. Við höfð- um líka alltaf trú á að við værum með gott efni í höndunum og það dró okk- ur áfram.“ Þeir segja að þrátt fyrir allt hafi framleiðsluferlið gengið vel. Lýður: „Á köflum strembið, en í heildina vel. Strax í upphafi ákváðum við að taka bara eitt skref í einu, finna hugrakkan meðframleiðanda, safna fyrir upptökuferlinu, síðan hlé og loks ýta eftirvinnslunni úr vör. Núna, að leiðarlokum skuldum við hvorki ríki né bæ, ekki mönnum, hugsanlega guði en sá vill frekar hjartahlýju en gull. Myndin var dýr; kvikmyndir eru dýrar. Hinsvegar tel ég þann kostn- aðarramma sem kvikmyndagerðar- menn ætla myndum sínum sé í mörg- um tilvikum ofblásinn. Þannig er ég ekki fráhverfur því að Kvikmynda- sjóður endurskoði úthlutanir sínar í þá veru að styrkupphæðir lækki en aðnjótendum fjölgi. Ég held að ís- lenskri kvikmyndagerð yrði mikill greiði með því ger.“ Hin undarlega þörf Það hefur ekki vafist fyrir ykkur að leikstýra langri leikinni bíómynd án mikillar reynslu? Jóakim: „Við höfum dundað svo mikið, ég og Lýður, sl. ár að við ef- uðumst aldrei um að við gætum unnið saman. Þó svo að við séum hvorugur kvikmyndargerðarmaður að mennt þá var það samt sem áður hún sem leiddi okkur saman. Ég sá Lýð fyrst bograndi yfir upptökuvél umkringd- an mýi lengst uppi í Hítardal, að sjálfsögðu að taka mynd. Við höfðum þá verið að leika okkur að kvik- myndagerð hvor í sínu horni í mörg ár en fljótlega stofnuðum við kvik- myndafélagið okkar, Í einni sæng, þar sem hugarfóstur okkar hafa fengið að dafna síðan.“ Hvaðan kemur sá mikli áhugi ykk- ar á kvikmyndagerð sem leiðir ykkur út í að taka þessa áhættu? Jóakim: „Ef maður hefði nú hug- mynd um það. En kannski er þetta einhver undarleg þörf fyrir að koma einhverju til skila og í okkar tilfelli er kvikmyndin farvegurinn.“ Þú ert sonur Reynis Oddssonar sem tók þá áhættu að gera kvik- myndir áður en „íslenska kvik- myndavorið“ gekk í garð. Hann er einn þeirra sem fá þakkir í lok mynd- arinnar. Hvað áttu honum að þakka í þessu samhengi? Jóakim: „Fyrst og fremst góð ráð sem reyndust vel. Hann réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur á sínum tíma og hefur mikla reynslu.“ Myndin hefur fjölskrúðugan leik- hóp, samsettan af bæði áhugaleikur- um og atvinnuleikurum. Meira að segja Einar Oddur Kristjánsson er afar trúverðugur sóknarprestur. Hvernig gekk að ná leikhópnum sam- an? Jóakim: „Það gekk sérdeilis vel. Uppistaðan í hópnum er jú frábærir leikarar sem áhugaleikararnir áttu mjög auðvelt með að vinna með. Ég held að þessi blanda hafa virkað vel í alla staði.“ Var ekkert erfitt að sannfæra at- vinnuleikarana og annað fagfólk um að taka þátt í mynd tveggja áhuga- leikstjóra? Lýður: „Engan vegin. Sagan vakti áhuga og fæstir pældu í titlatogi. Reyndar var alltaf skilyrði hjá okkur að nota fagfólk beggja vegna tökuvélarinnar og það gekk eftir. Ekki endilega skólagengið heldur fólk með reynslu sem kunni að vera með í mynd og kunni sig einnig þess á milli. Ég hef kynnst læknum sem vita ekki muninn á hlaupabólu og hlaup- asting og jafnframt kvikmyndalærðu fólki sem veit ekki hve margar lappir eru á þrífæti og nú síðast presti sem kenndi ekki guðlax frá venjulegum laxi. Fagfólk er fyrst og fremst fólk sem gerir greinarmun á því sem er og því sem á að vera. Okkar fólk var allt fagfólk eftir þessari skilgreiningu.“ Með hafið í aðalhlutverki Hvernig fæddist hugmyndin að sögunni? Lýður: „Upphaflega í hausnum á Jóakim. Maður sem kom úr hafinu og gekk á land með örlagarík skilaboð. Jóakim sauð upp úr þessu stuttmynd Það býr í djúpinu Í heilagt hjónaband: Einar Oddur Kristjánsson í hlutverki sóknarprestsins gefur Unni og Valdimar saman. Valdimar: Hinrik Ólafsson sem skipstjóri og brúðgumi. Unnur: Margrét Vilhjálmsdóttir sem brúðurin dularfulla. Hafið bláa hafið: Skipið siglir á einum aðalleikaranna. Í faðmi hafsins heitir ný íslensk bíómynd, sem þó verð- ur ekki sýnd í bíóum nema á Vestfjörðum, þar sem hún verður frumsýnd annan í jólum. Leikstjórarnir eru tveir og báðir áhugamenn í faginu, Jóakim Reynisson, verk- fræðingur í Reykjavík, og Lýður Árnason, læknir á Flat- eyri. Þeir segja Árna Þórarinssyni frá fæðingu óvenju- legrar og athyglisverðrar kvikmyndar. Morgunblaðið/Ásdís Lýður og Jóakim: Læknir á Flateyri og verkfræðingur í Reykjavík gerðu saman bíómynd, sem tekin var í heimahéraði læknisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.