Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 19
jafnt og þétt og varpar skugga á land Íslandsfaranna, sem með réttu ber uppnefnið „ekkjulandið“. Mað- ur skilur vel biðina í bretónsku þorpunum eftir þessum 117 sjó- mönnum og skelfilega angist vesa- lings fjölskyldna þeirra, sem bíða langa mánuði og bíða kannski enn. Búið er að birta lista yfir aðstand- endur. 45 ekkjur og 167 munaðar- leysingjar í Bretagne einni kring- um Paimpol. Söfnun er hafin í blöðum, hljómleikar í bretónsku þorpunum og beiðni komin til ráðu- neytisins um styrk handa þeim. En það bætir ekki missi fyrirvinnunn- ar, útgerðarmanninum skipið eða farminn sem liggur á hafsbotni. Og það sama getur endurtekið sig næsta ár. Ekki var þetta þó tónninn á minningarhátíðinni í Erquy í haust eða í blaðaumfjöllun um þennan at- burð, sem mikið var skrifað um í blöð á Bretagne. Áherslan á sárs- aukann og missinn sem þessi sjó- slys ollu byggðarlaginu. Ræðu- menn sögðu allir minninguna um þennan atburð enn lifandi í þessum bæ og öllum hinum sem misstu skip í þessu skaðræðisveðri og það sé stór þáttur í sögunni sem ekki megi gleymast. Gólettan María var t.d. splunkunýtt 200 tonna skip frá Verry Carfatan-fjölskyldunni í Bi- nic sem segir frá í Fransi Biskví og undir stjórn þeirra besta skipstjóra Pierres Pommiers , „Íslandshan- ans“, eins og hann var kallaður vegna árvekni sinnar og iðni við kolann á Íslandsmiðum. Hin skipin eru 180 tonna fárra ára gamlar gó- lettur nema Pilote, sem var 150 tonna skúta af dundí gerð. Saint- Michel var 160 tonna góletta, byggð fimm árum fyrr frá Kerjegu útgerðinni, sem átti 3 skip á Ís- landsmiðum. Enn granda þessi skyndilegu ofsaveður sem skella á við Íslands- strendur fiskiskipunum. Fyrir 100 árum höfðu frönsku þorskveiðiskip- in ekki annað en seglin ein til að berjast við þessa ofsalegu svipti- vinda sem skullu á eins og hendi væri veifað. Á rúmsjó var einasta bjargráðið að hella lýsi í ölduna. Nú treysta menn á hina gífurlegu tækni sem orðið hefur í skipum og veiðarfærum en dugar oft ekki til. Og ef bilar á hjálp og björgun úr landi. En vetrarveðrin við Íslands- strendur hafa ekki þróað eða breytt um tækni. Þau eru söm við sig og ekki til að vanmeta. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 19 Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Verð frá 1.999 kr. meistar inn. is GULL ER GJÖFIN www.plusferdir.is Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogi Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is Borgarnes S: 437 1040 Ísafjörður S: 456 5111 Akureyri S: 585 4200 Selfoss S: 482 1666 Vestmannaeyjar S: 481 1450 Keflavík S: 585 4250 Grindavík S: 426 8060 Egilsstaðir S: 471 2000 Sumar og sól Sumarhúsaeigendur á Spáni. Beint leiguflug til Alicante me› Fluglei›um. 33.400kr.* *Verðdæmi miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Ef 2 ferðast saman 37.455 kr. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Munið að hjá Plúsferðum er unnt að greiða með Atlasávísunum 5.000 kr. og Fríkortspunktum að eigin vild og lækka ferðakostnaðinn Ver›dæmi Sala hefst á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante 27. desember. Takmarka› sætaframbo›. Flugdagar: 22. mars, 2. apríl, 22. maí og síðan alla miðvikudaga í sumar. Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 864 1445. Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl. www.yogastudio.is Ásmundur Lísa Einar Hlín Daníel IngibjörgAnna Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og friðar á komandi ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.