Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 30
Toyota Corolla breyttur frá grunni Neistaflug frá stöðuraf- magni í vetr- arkuldanum  BANDARÍSKA fyrirtækið Corbin sýnir á bílasýning- unni í Detroit í næsta mánuði þriggja hjóla bíl sem kallast Merlin. Hann er með 90 hestafla vél sem Harley-Davidson-mótorhjólafram- leiðandinn skaffar. Merlin er með afar lágum þyngd- arpunkti og sagður hafa hröðun í líkingu við Porsche 911. Corbin væntir þess að sala á Merlin og annarri gerð þriggja hjóla bíls, Sparrow, verði um 1.000 á næsta ári. Merlin – þriggja hjóla  7.451 fólksbíll seldist í Danmörku í nóvember og er þetta í fyrsta sinn í tvö ár sem bílasala eykst. Há- stökkvarinn er Citroën C5 sem hefur tekið Dani með trompi. Fyrstu ellefu mánuði ársins seldust 88.294 bílar í Danmörku, sem er 14,5% sam- dráttur frá síðasta ári. Fimm söluhæstu bílarnir eru Ford Mondeo, Peugeot 206, Peugeot 406, Skoda Fabia og Toyota Avensis. 14,5% samdráttur í Danmörku HINN ofvaxni, hrái og grófgerði Hummer H1 hefur eignast lítinn bróður sem kallast H2. Jeppinn er að koma á markað í Bandaríkj- unum og er sagður hafa það sem stóri bíll- inn hefur, þ.e. stórkostlega burði utanvegar, en einnig það sem hann skortir, sem eru góðir aksturseiginleikar innanbæjar. En jafn- vel þótt H2 sé fíngerður í samanburði við stóra bróður er hann eigi að síður næstum fimm metra langur og tveggja metra breiður. Og hann vegur næstum þrjú tonn án farþega og farangurs. Þetta er því stór og þungur jeppi þrátt fyrir allan samanburð við stærri bílinn. H2 ætti engu að síður að höfða sterkar til almennra bílkaupenda en H1 því hann er all- ur meðfærilegri og auk þess hefur hann ver- ið hljóðeinangraður með góðum árangri. Þá hefur hann allt öðruvísi innréttingu þar sem hin hráu form Hummer H1 víkja fyrir nú- tímalegri og tæknivæddari stjórnklefa. Farin eru hörðu vinnubílssætin og í staðinn eru komin þægileg sæti með rafstillingu. Efnis- valið er líka vandaðra og komið er í bílinn háþróað Bose-hljómkerfi með níu hátölurum sem er stjórnað frá stýrinu og ný miðstöð ásamt loftkælingu fyrir hvert sæti. Þá er nýi bíllinn með stærstu sóllúgu sem General Motors hefur nokkru sinni framleitt. Færri nýjungar er hins vegar að finna und- rafstýrðs, sítengds fjórhjóladrifskerfis frá Borg-Warner með driflæsingu að aftan. Í ABS-kerfinu er innbyggð spólvörn og hægt er að fá hann með loftpúðafjöðrun að aftan. ir vélarhlífinni. Þar er sama 6,0 lítra V8- bensínvélin og í H1. Hún skilar 325 hest- öflum og er tengd við fjögurra gíra sjálf- skiptingu. Bíllinn er með nýrri gerð Minni og fíngerðari Hummer Wieck Nýr og minni Hummer á að höfða til fleiri en stærri gerðin. Hummer H2 með mikla ut- anvegagetu en jafnframt fág- aðri innanbæjar. Wieck Mesta breytingin er líklega á innanrýminu.  TOYOTA og PSA (Peugeot-Citroën) hafa kom- ist að samkomulagi um staðsetningu á sameig- inlegri verksmiðju til framleiðslu á sameiginlegum smábíl. Verksmiðjan verður í bænum Kolin í Tékk- landi, um 60 km austur af Prag. Framleiðsla á að hefjast árið 2005 í verksmiðjunni á smábíl með 1,0 l bensínvél og 1,4 lítra dísilvél. Árleg fram- leiðslugeta verður 100.000 bílar á ári. Smábíllinn er einkum ætlaður fyrir Evrópumarkað en fyr- irtækin sjá fyrir sér mikinn vöxt í eftirspurn eftir slíkum bílum. Bíllinn verður framleiddur undir merkjum Toyota, Peugeot og Citroën. Fjárfest- ingin er talin nema um 1,5 milljörðum evra. Smábíll Toyota og PSA smíðaður í Tékklandi  FORD hefur end- urhannað Th!nk rafbílinn bæði að utan og innan og líklegt er talið að hann verði nú með tveimur litlum aftursætum. Umboðsmenn um allan heim selja litla rafbílinn. Th!nk endurhannaður  FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ bílgreina hf. tók í notkun nýtt húsnæði á Gylfaflöt 19 síðastliðinn miðviku- dag. Forystumenn Bíl- greinasambandsins og Bíliðnafélagsins – Félags blikksmiða, ákváðu fyrir rúmi ári að kaupa hús og innrétta fyrir framhaldsmenntun í bílgreinum, en áður hafði þessi starfsemi farið fram í Borgarholts- skóla. Fræðslumiðstöð bílgreina hefur notið mikillar góðvildar atvinnulífsins og fengið mörg tæki að gjöf. Við vígslu hússins tilkynnti Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, að fyrirtækið hefði, í samstarfi við Volvo, ákveðið að gefa FMB-vörubíl til notkunar í kennslunni. Gjöfin er að verðmæti ná- lægt fimm milljónum króna. Gáfu FMB-vörubíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.