Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 17
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 17 óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Landsafls hf., 1. flokk 2001, á skrá og verða þegar útgefin og seld bréf að fjárhæð 320 m.kr. að nafnverði skráð þann 27. desember 2001. Útgáfudagur skuldabréfanna er 1. desember 2001 og eru þau til 5 ára. Bréfin eru í 5 m.kr. einingum. Skuldabréf Landsafls hf. skráð á Verðbréfaþingi Íslands Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Landsbanka Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík og á skrifstofu Landsafls hf., Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. ÓÐINSGATA 7 562-8448 Gleðileg jól og 1000 þakkir fyrir árið sem er að líða. Hamingjan hossi ykkur á komandi árum. Björg, Gústi og Prestur Til hefur verið nokkuð lengi sútegund homo sapiens sem við getum að gamni okkar kallað „út- söludýr“. Þau hafa hingað til flest ver- ið kvenkyns. Þeg- ar maður sér pels- klæddan rass standa upp úr brúnum pappa- kassa fullum af vörum á mikið nið- ursettu verði þá veit maður að þar fer slíkt fyrir- bæri. „Útsöludýrin“ voru oftast á ferli að afstöðum hátíðum á veturna og seint á sumrin þegar hinar hefð- bundnu útsölur stóðu lengst af, enda eru útsölur kjörlendi þessara „dýra“. Sú breyting hefur hins vegar orð- ið á að útsölur eru nú nánast allan ársins hring á mjög mörgum stöð- um. Núna meira að segja fyrir jólin á öllu mögulegu. Og aldrei fyrr man ég eftir meiri verðlækkun eða gjaldfellingu á ýmsum nýjum bók- um – en einhverra hluta vegna bara sumum. Þetta hefur leitt til að meira að segja hinir hátíðlegu og alvarlegu bókamenn eru nú sem óðast að komast í hóp „útsöludýra“. Þeir hafa sést í stórmörkuðum að skoða með sínum alvarlegu augum hin stórfurðulegu tilboð sem undanfar- in hafa verið á bókum og gott ef jafnvel þeir hafa ekki reiknað í hug- anum hvað hagkvæmast er að gefa „Siggu systur, Nonna bróður og Svenna frænda“ af gjaldfellda bókahaugnum á borðunum. Þeir eru ekki einir um það. Æ fleiri gefa nú útsölubækur í jóla- gjöf. Það segir sig sjálft að það er hagstæðara efnahagslega að kaupa bók á niðursettu verði en bókina við hliðina sem ekki er lækkuð. Svo opna allir bókapakkana sína aðfangadagskvöldog hugsa með sér: „Já, einmitt, þessi bók var svo ódýr, mjög skiljanlegt að hún hafi orðið fyrir valinu.“ Auðvitað finnst mér afskaplega gott eins og öðrum að vörur lækki í verði, því meira sem þær lækka því betra. En hins vegar get ég ekki að því gert að mér líst ekki vel á þessa þróun bóksölumála. Ég veit ekki hvernig þetta verður orðið næstu jól - ef þróunin heldur áfram á sömu braut. Mér finnst eins og virðing manna fyrir bókum og höf- undum þeirra hafi farið þverrandi við þá viðskiptahætti sem hafa ver- ið að ryðja sér til rúms. Svo er hitt að með núverandi fyrirkomulagi fá menn ekki endilega bækur sem sér- staklega eru valdar fyrir þá hvað innihald snertir heldur fremur bækur sem útgefendur og/eða kaupmenn hafa ákveðið að lækka til að selja vel. Höfundarnir fá heldur ekki meira í sinn hlut en áður, því það þarf að selja helmingi fleiri bækur en ella til að dæmið gangi upp. Afi minni var sómakær og virðu- legur maður sem komst til góðra efna fyrir eigin vinnu og verðleika. Hann fékk ævinlega bækur úr rit- röðinni um Öldina þegar ég var á mínum sokkabandsárum. Mér er í minni hvernig hann barði íhugandi úr pípunni sinni í stóra ösku- bakkann við hliðina húsbóndastóln- um um leið og hann las um skip- skaða og slysfarir á liðnum öldum. Þegar þetta var voru bækur ákaf- lega virðingarverðar gjafir en auð- vitað nokkuð dýrar. Nú er öldin önnur. Með tilboðum og gjaldfellingu jafa sumar nýjar bækur verið furðulega ódýrar mið- að við aðrar nú fyr jólin og er ekki gott að sjá hvers vegna verðmun- urinn hefur verið slíkur. Auðvitað er eðlilegt að fólk kaupi það sem ódýrara er og því er það ekki of gott – hitt finnst mér um- deilanlegra að útgefendur og kaup- menn skuli nú í æ ríkari mæli ráða vali manna á bókum með verðstýr- ingu af þessu tagi. Fyrst ákveða út- gefendur eðlilega hvaða bækur eru gefnar út en nú upp á síðkastið virðast þeir í félagi við fleiri einnig ákveða nánast formlega hvaða bók- um eigi að selja mikið af. Ég held að það sé tvíbent ánægja fyrir höfunda að selja bækur vel á þessum forsendum. Þeir vita ekki lengur hvort bækur þeirra eru keyptar vegna áhuga á efni þeirra eða bara vegna þess að þær eru með gjaldfellingu ódýrari en aðrar. Mér þætti eðlilegra að lækka allar bækur almennt úr því að þetta svig- rúm er fyrir hendi. Það væri glæsi- bragur yfir því og það sýndi virð- ingu fyrir bókmenntunum, okkar þjóðarstolti, höfundum og lesend- um. Þess ber að geta að núna fyrir jólin heyrði ég raunar eina verslun auglýsa jafnan afslátt af bókum. Vitaskuld eru hinar mikið gjald- felldu bækur misgóðar - sumar af- bragðsgóðar en aðrar síðri. En það er ekki það sem hér er verið að fjalla um heldur hvernig verðstýr- ingin á bókamarkaðinum hefur ver- ið að þróast. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er heppilega að verki staðið í bóksölumálum? Gjaldfelling eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Þegar skoðaðar eru auglýsingar núna í desember mætti halda að allt sé kom- ið á útsölu – ekki aðeins fatnaður og hlutir heldur líka bækur og allt það sem þær hafa hingað til staðið fyrir. Ein kona sem ég þekki orðaði þetta svo að henni fyndist þetta vanvirðing við bækur og maður hennar bætti um betur og kvað útsölubækur notaðar sem agn til að fá fólk til að kaupa sitthvað annað í stórmörkuðum.                                KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.