Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir ALLAR listgreinarnar hafa í gegnum tíðina gert mat og matarstemningum góð skil. Nú síðast er það kvikmynda- gerð, yngsta listgreinin, sem hefur sest að borðum ásamt félögum sínum. Þegar vakið er máls á unaðssemdum fæðunnar í kvikmyndum kallar það yfirleitt fram munnvatn og að sami skapi viðbjóð séu matarsenurnar ógeðfelldar. Þær eru margar bíó- myndirnar sem eru beinlínis óður til matargerðarlistarinnar og ber að nefna í þeirra flokki t.d. Gestaboð Ba- bettu (Danmörk,1986), Big Night (Bandaríkin, 1996) og Cuisine amer- icaine (Frakkland, 1998). Á hinn bóg- inn er matargerð einnig notuð mark- visst sem tákn fyrir óhóf og ofneyslu í myndum eins og Satyricon meistara Fellinis frá 1969. Sama á við um gam- anmynd Ettore Scola, Brutti, sporchi e cattivi (Ljótir, skítugir og vondir) frá 1976 og Átveisluna miklu (La grande buffata) eftir Marco Ferreri frá 1973, þar sem þrír félagar ákveða að eta á sig gat í bókstaflegri merk- ingu þess orðs. Hvort sem um er að ræða myndir þar sem matur er aðalviðfangsefnið eða ekki, er það ljóst að allar persón- ur hvíta tjaldsins þurfa að nærast til að halda trúverðugleika sínum og það fer svo eftir leikstjóranum hvað þessi sammannlegi þáttur fær mikið vægi. Jólamyndirnar í nýju ljósi Í jólafríinu gerir fólk sér ýmislegt til dægrastyttingar og afslöppunar og gerir vel við sig í mat og drykk. Því ekki að sameina alla þessa þætti og horfa á góða mynd í rólegheitum og koma sér í réttu stemmninguna á undan með því að útbúa rétt sem tengist á einhvern hátt myndinni. Það er erfitt ef maður hefur ekki séð myndina áður að vita hvað er við hæfi og ef svo er þá er upplagt að hafa aug- un sérstaklega opin fyrir matarsen- um og tilvísunum tengdum mat þegar horft er. Það gefur áhorfinu nýja og öðruvísi merkingu. Í jólasjónvarps- dagskránni leynast ýmsar myndir sem luma á skemmtilegum mataratr- iðum. Á jóladag er Englar alheimsins á dagskrá og í henni er t.a.m. að finna óborganlega matarsenu sem á sér stað á Grillinu. Beint á eftir henni er óskarsverðlaunamyndin Forrest Gump, sem vitanlega er enginn óður til matargerðar, en rækjum eru þar vægast sagt gerð góð skil. Forrest deilir herbergi í Víetnamstríðinu með náunga að nafni Bubba. Bubba þessi á sér þann draum heitastan að byggja upp öflugan flota rækjuveiðibáta. Heilan dag lætur hann móðan mása við Forrest um hugðarefni sitt og alla þá óþrjótandi möguleika sem hið fróma skeldýr býður upp á. Bubba: – Rækjan, hún er sjávar- skeldýr sem hægt er að grilla, sjóða, baka, snöggsteikja… Við höfum kebabrækjuna, créolerækjuna, comborækjuna, rækjur a la plancha, gufusoðnar rækjur, rækjur með sósu, þú getur búið til avókadórækjur, sí- trónurækjur, hvítlauksrækjur, pipar- rækjur, rækjusúpu, rækjuragú, rækjusalat, rækjukokkteil, rækju- hamborgara, rækjusamloku…og þá er sko ekki nærri allt upptalið! Piparrækjur að hætti Forrest Gump og félaga Rækjur hafa löngum verið mjög vinsælar í kalda forrétti og rækju- kokkteill er algengur undanfari hangikjöts eða annarrar jólasteikur. Því ekki að hita sig upp fyrir Forrest Gump á jóladag með því að bjóða upp á eftirfarandi rækjuforrétt fyrr um kvöldið. SENA FYRIR 4 24 ópillaðar úthafsrækjur 2 msk. hitaþolin olía, t.d. Isio ½ tsk. salt ½ tsk. nýmalaður, svartur pipar Hitið wokpönnu á heitri hellu og setjið olíuna þá út í og hitið vel. Bætið ópilluðum eða pilluðum (eftir smekk) rækjum út á pönnuna og steikið í um tvær mínútur. Bætið salti og pipar saman við og steikið í um tíu mínútur eða þar til kryddin hafa blandast vel saman við rækjurnar. Berið fram ásamt hrísgrjónum og klettasalati (rucola). Rómantískt jólakvöld Taívanska myndin In the mood for love frá árinu 2000 er ekki á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin. Hér er um að ræða afar sérstæða og flókna ástarsögu. Í einu atriðinu sýnir ein aðalsöguhetjan, ritarinn (Su Li-Zhen) ást sína með því að elda eftirfarandi súpu handa einum mótleikara sínum í hlutverki ritstjórans Chow Mo-wan. Það er varla til fallegri leið til að sýna ást en með því að leggja hjarta sitt og sál í að útbúa eitthvað heitt og nærandi handa sínum/sinni heittelsk- aða/u. JÓLASENA FYRIR 2 3–4 þurrkaðir, kínverskir sveppir 25 g þurrkaðar hrísgrjónanúðlur 100 g soðin skinnlaus kjúklingabringa, rifin í fína strimla 1 tsk. sesamolía ½ tsk. ferskur rifinn engifer 125 g bambussprotar úr dós, skornir í þunnar sneiðar ½ msk. sojasósa 1 vorlaukur, fínt sneiddur ½ l kjötkraftur ½ msk. maizenamjöl 50 ml vatn ½ þeytt egg ½ msk. vínedik Fyllið tvær skálar af heitu vatni og látið núðlurnar í aðra en sveppina í hina og látið bíða í 30 mínútur. Sneið- ið sveppina og skerið núðlurnar í þrennt. Leysið kjötteninginn upp í sjóðandi vatninu, bætið sveppum út í ásamt kjúklingi, engifer og bambus- stönglum. Lækkið hitann og látið krauma varlega. Leysið maizena- mjölið upp í skál ásamt örlitlu vatni og bætið saman við súpuna og hrærið vel í á meðan. Hellið þeyttu egginu sömuleiðis út í og hrærið vel á meðan. Takið pottinn af hellunni. Bætið soja- sósu, vínediki, vorlauk og sesamolíu saman við. Saltið og piprið. Elsku möndlutartalettan mín Franska myndin Cyrano de Berge- rac frá 1990 byggist á samnefndri skáldsögu Edmonts Rostand. Leikrit eftir sögunni verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu á annan dag jóla. Þar segir frá ást Cyrano á hinni fögru Roxanne, en hann er hins vegar með stórt og langt nef sem dregur allverulega úr ytri yndisþokka hans. Hann bætir hið miður fagra útlit sitt hins vegar upp með aðlaðandi persónuleika sínum. Þetta er tilvalin mynd til að leigja um jólin og auk þess að miðla hinum fal- lega boðskap um að ekki skuli dæma af útlitinu einu saman, er hér að finna fallega ástarjátningu sem felur í sér uppskrift að apríkósufylltum möndlu- tartalettum. Munurinn er að í mynd- inni fer Cyrano með hana í bundnu máli og líkir hinum ýmsu einkennum sinnar heittelskuðu við girnileg hrá- efnin. Hvernig væri að fara að dæmi hans og semja fallegan ástaróð til elskunnar sinnar og reyna á skáldleg- an hátt að líkja fagurlega rauðum vörum hennar við soðið rauðkál og fögru ljósu hörundinu við heitt upp- stúfið eða skrifa utan á pakkann hennar: „Til elsku möndlutartalett- unnar minnar?“ Gleðileg jól! Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Bíómyndaveisla Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir Jólarækjur Forrest Gump. Kínversk hátíðarnúðlusúpa. nonas@mi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.